Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 9. febr. 1965 Hermann Þórðarson kennari HERMANTí Þórðarson var fædd- ur að Harrastöðum í Miðdala- hreppi 19. febr. 1881. en þar bjuggu foreldrar hans, Þórður bóndi Þorsteinsson og kona hans, Guðrún Hermannsdóttir. þar til þau fluttu að Glitstöðum í Borg- arfirði. Hermann lauk kennaraprófi við Flenaborgarskólann í Hafn- arfirði 1904, en hafði áður verið kennari í Norðurárdal og Staf- holtstungum í Borgarfirði. Arin 1904—1906 er hann heimiliskenn ari í Hafnarfirði og stundakenn- ari við Flensborgarskólann. 1908 —1913 var hann skólastjóri á Patreksfirði. Þegar hann kom þangað, var hann einhleypur maður og var þá að öllu leyti til heimilis hjá foreldrum minum. Arið 1911 kvæntist hann Ragn- heiði Gísladóttur, prófasts frá Stafholti, og stofnuðu þau heim- ili á Patreksfirði. Dvalarár þeirra hjóna á Patreksfirði voru bernskuár mín og er mér það tvennt í minni frá dvöl þeirra þai, að ég sat í heim- boði hjá þeim hjónum, og svo umstangið allt er þau voru að flytja frá Patreksfirði. en þá var ég 7 ára. Mikið var rætt um það á Patreksfirði, hvílíkur skaði það hefði verið að missa Her- mann Þórðarson frá skólanum. Oft heyrði ég á hann minnzt síð- ar og ávallt á sama veg. A seinni árum hafa mér orðið alltíðar ferðir til Patreksfjarðar, og ávallt hef ég hitt gamla nemend- ur Hermanns, sem hafa leitað fregna af honum og spurt um hann. af miklum hlýhug. For- eldra mína heyrði ég oft tala um þau hjón af mikilli virðingu. Að áeggjan Þórðar, föður Her- manns, tóku þau hjón við bú- stað á Glitstöðum, er þau fluttu frá Patreksfirði. Næstu ár bjuggu þau að Glitstöðum og síðar að Sigmundarstöðum í Þverárhlíð, en oftast eða alltaf mun Her- Afgreiðslustúlka rösk og ábyggileg með góða framkomu óskast nú þegar til starfa í kjörbúð. — Upplýsingar á skrif- stofunni, Vesturgötu 2. Austurver h f. Öllum þeim mörgu, sem gert hafa sitt bezta til að bæta okkar það tjón, er við urðum fyrir þegar íbúðarhús og innbú okkar brann 21. janúar 1962, færum við okkar innilegustu þakkir. — Biðjum algóðan guð að launa ykkur, þegar honum þykir bezt henta. Heimilisfólkið Tröð, Fróðárhreppi, Snæfellsnessýslu Móðir mín KKISTÍN BJARNADÓTTIR andaðist 7. þ.m. að St. Jósefsspítala Hulda Runólfsdóttir Litli drengurinn minn H K A F N andaðist 1. febrúar. — Jarðarförin hefur farið fram. Þakka auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda. Sveinbjörn Hafliðason Dóttir mín og fósturmóðir, GUÐRfJN sigrídur sigurjónsdóttir Urðarstíg 5, er andaðist föstudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 10. þ.m. kl. 10,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Kristín Ásgeirsdóttir, Kolbrún Eirlksdóttir Útför bróður okkar SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Hópi, Vallargötu 24, Keflavík, fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 10. febr. n.k. kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. — Ferð vei’ður frá Bifreiðastöð íslands kl. 11,30 f.h. og Bifreiðastöð Keflavíkur kl. 12,45. Systurnar Innilegar þakkír fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og iarðarför ÍVARS MAGNÚSSONAR Steinaborg, Grindavík Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför ÁSGEIRS ÞORVALDSSONAR frá Blönduósi Börn, barnabörn og tengdabörn mann hafa stundað kennslu með búskapnum. Arin 1913—1921 er hann kenn- ari við alþýðuskólann að Hvít- árbakka. Þau hjónin flytja svo til Reykjavíkur 1937, og þá ger- ist Hermann kennari við Laug- arnesskólann. Eg hafði komið þangað ári fyrr. Nú lágu leiðir okkar saman þar í 14 ár, og tókst með okkur náin vinátta, sem óx með ári hverju og hefur haldizt óslitin í 24 ár. Hermann á stór- an nemendahóp að baki og óvenjustóran vinahóp. Hann var afburða góður kennari. framúr- skarandi greindur, minnið frá- bært. Það var því ekki fátítt, að ég og aðrir leituðu til hans, ef upplýsingar vantaði og aíltaf var leyst úr fljótt og vel. Svo fróður var Hermann, að stund- um sögðum við félagar hans í gamni, að varla þyrfti alfræði- orðabók, ef hann var nærstadd- ur. Hermann var snyrtimenni og prúðmenni. Hann var fremur hlédrægur og gaf sig lítt að öðru en sínu starfi, nema til hans væri leitað. Hann var kennari af lífi og sál og skylduræknin var fram- úrskarandi Er Hermann var á Patreksfirði, stofnaði hann söngfélagið Hörpu, sem starfaði í nokkur ár. Sjálfur hafði hann góða söngrödd og yndi af söng. Þegar Hermann flutti frá Patreksfirði, gáfu Hörpu-félagar honum fagra vegg klukku með áletruðu þakkar- ávarpi. Tónar klukkunnar áttu að minna á þann samstillta hljóm, sem Hermanni tókst að fá í sinni Hörpu. A meðan Hermann, var á Patreksfirði stjórnaði hann kirkjukórnum og lék sjálfur á orgelið. Hermann og frú Ragnheiður munu aldrei hafa verið rík af þessa heims fjármunum, enda öllum veitt ríkulega, sem að • garði bar, og mun þar hvorugt hafa annað latt. Þótt fjárráð hafi oftast verið af mjög skornum skammti, munu fáir hafa ávaxt- að pund sitt betur en þau hjón. Að dagsverki Hermanns loknu skila þau samfélaginu 8 vel menntuðum börnum og hafa í ríkum mæli stuðlað að menntun barnabarna. Börn Hermanns og frú Ragn- heiðar eru þessi: Unnur, kennari, Svavar efna. verkfræðingur, Gísli, vélaverk- fræðingur, Guðrún, kennari, Vigdís, kennari, Ragnar verk- fræðingur, Valborg Elísabet, lyfjafræðingur, og Ragnheiður, bankafulltrúi. Hermann starfaði að kennslu til sjötugs aldurs og síðan á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, meðan heilsa leyfði. Síðustu 5 árin var hann vanheill, en hafði oftast fótavist. Er ég frétti andlát hans, settl mig hljóðan. Kina hans og börn sáu hann ganga með venjulegum hætti út, en fréttu stundarkorni síðar, að hann hefði hnigið örend ur niður. Vinir Hermanns hafa mikið misst, en mest þeir, sem næstir mig hljóðan. Kona hans og börn eiga á bak að sjá einstökum heim ilisföður og öll höfum við misst förunaut, sem við munum sakna, Vinur minn Hermann. Að lok. um vil ég þakka þér tryggð þína, : vináttu og alla fræðslima. Eg bið konu þinni, börnum og barna börnum blessunar og vona, að þú verðir nærstaddur, er ég kanna framtíðar heimkynnin. Magnús Sigurðsson. Utsölunni lýkur á lauprdag Enn fæst smávegis af barnafatnaði, barnagöllum. drengjablúss- um, stökum drengjabuxum, drengjasokkum, herraskyrtum, herra sokkum, herraskyrtum, kvenkápum, kvenpeysum, og mörgu fl. Allt selst með 50% afslætti. ísframleiðsluvelar Útvegum nýjustu gerðir ísframleiðslu- og kælivéla frá Ítalíu. ísframleiðsluvélarnar eru sjálfvirkar og framleiða allt að 4 tonn af ís á sólarhring Sérstaklega hentugar fyrir öll sjávarþorp og hagkvæmiMÍ fyrir fiskibáta til bættrar fiskgeymslu Leitið upplýsinga hjá oss. SKIPHOLT H.F. Skipholti 1 — Sími 2-37-37 Ny kápusending SVISSNESKU KÁPURNR ERU KOMNAR Við höfum fengið ljómandi fallegt úrval af svissneskum kápum. Einnig tökum við upp í dag Hálskliíta og Hanzka, bæði skinn og gerviskinn. o d © 5Ö > 50 tö © Hálsklútar - Regnkápur - Hanzkar - Ullarkápur 5 65. KLAPPARSTÍG 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.