Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 3
iTöstuda£ur 9. febr. 1962
MOKGTJynr 4 T)1Ð
ÞAÐ vita sennilega ekki marg
ir aS á öldugötu 14 býr hefð-
armærin eðalborna Sentha of
Chenng-Mai, en faðir hennar
var hinn merki Yen Fu of
Chenng Mai og langalangaafi
hinn heimskunni Lindale Sim
on Pie. Á Fraklkastíg 12 býr
sonur Senthu, Yen Fu of
Chenng Mai, en, í daglegu tali
er að vísu aðeins kallaður
Jobbi, en að honum stendur
merk ætt engu að síður.
Hér er nefnilega um að
ræða Síamsketti. Sentha of
Cheeng-Mai er hreinræktaður
Síamsköttur, trúlega sá eini
á íslandi, og er eign Birgis
Guðgeirssonar bankastarfs-
manns, en Yen Fu er síamskur
í aðra ættina en íslenzkur
fressköttur í hina, eign Jóns E.
Ragnarssonar stud. jur.
Kettlingarnir háfættir
Síamskettir eru taldir mikið
Yen Fu of Chenng-Mai, kallaður Jobbi, stendur ofan á skál. Síamseinkennin eru horfin að
mestu en takið eftir hinum háu afturlöppum og frammjóa trýninu. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.)
Sentha of Cheeng-Mai
býr á Öldugötunni
— en Yen Fu of Cheeng-Mai
á Frakkastig
metfé erlendis og séu þeir
hreinræktaðir eru þeir mjög
dýrir. Hreinræktaður síams-
köttur kostar t. d. 150 dollara
í Bandaríkjunum, 10—20 pund
í Bretlandi og um 150 dansk-
ar krónur í Danmörku.
Sentha er læða af tegund-
inni Seal-Pointed, þ.e.a.s. hin-
ir dökku staðir á kettinum,
rófa, lappir og trýni eru sel-
brúnir. Fékk Birgir hana frá
Kaupmannahöfn í september
1960, þá sex mánaða gamla.
Hefur hún átt kettlinga einu
sinni, Og var faðirinn íslenzk-
ur fressköttur eins og fyrr get
ur. Kettlingarnir líktust allir
íslenzkum köttum, flestir
bröndóttir, en héldu þó ýms-
um einkennum síamskattanna,
eru t. d háfættari en gengur
og gerist með ketti Og tirýnið
lengra.
Upphaflega rangeygðir
Þegár Síamskettir voru
fyrst fluttir frá Síam til
Evrópu voru þeir rangeygðir
með lykkju eða hlykk á skott-
Sentha of Cheen-Maí með málverk af hljómsveitarstjóranum
Wilhlem Furtwángler í baksýn. „Þetta eru aristókratar. . . .“
(Ljósm Mbl. Ól. K. K.)
inu. Þessi einkenni hafa verið
ræktuð af þeim, og í dag er
það talið mikið atriði að kett-
irnir séu hvorki rangeygðir
eða rófuskakkir, þar sem þetta
þóttu óæskileg einkenni.
í Síam hafa kettir þessir
verið hafðir í musterum, og
ennfremur segja sögur að þeir
hafi verið notaðir sem varð-
hundar til þess að góma inn-
brotsþjófa, en Síamskettir eru
allra katta sterkastir, með
vöðva eins og stál og við-
bragðsflýti eftir því. Þeir eru
snögghærðasta kattategund
sem til er, feldurinn silkimjúk
ur og með silkislikju. Augu
þeirra eru dimmblá og mjög
fögur.
Vilja ekki mjólk
Þrátt fyrir að þessir kettir
eru mjög sterkir eru þeir ákaf
lega blíðlyndir, Og ef einhver
er heima þar sem þeir eru,
vilja þeir hvergi annarsstaðar
vera en hjá honum. Síams-
kettir gera miklar kröfur til
þess að fóik sé gott við þá.
Nokkuð umstang er við að
eiga Síamskettá. Þeir þurfa að
fá góðan og næringarríkan
mat, fyrst og fremst hrátt
kjöt, en mjólk þola þeir yfir-
leitt alls ekki og verða þeir
jafnan að hafa greiðan að-
gang að vatni. Þetita eru
aristókratar og vilja ekki ann
að en það bezta.
Það voru Bretar, sem upp-
haflega fluttu ketti þessa frá
Síam, og hafa ræktað þá
manna mesh Eru þar í landi
haldnar miklar kattasýningar,
og má geta þess að Lindale
Simon Pie, langalangafi
Senthu, vann fyrst verðlaun
sem kettlingur, og síðan hélt
hann áfram að vinna fyrstu
verðlaun á kattasýningum allt
til dauðadags. Þótti þetta
mjög merkur köttur Og var
þekktur meðal kattavina um
allan heim á sínum tíma.
Allra katta þrifnastir
Síamskettir eru mjög greind
ir að aðlisfari, og sú saga er
til að sex mánaða kettdingur
Hér sézt hinn heimsþekkti
Lindale Simon Pie, langalanga
afi Sethu á Öldugötunni, og
eigandi hans, frú Linda Park-
er. Myndin er úr bók um
Símasketti.
vísaði lítilli stúlku heim úr
þokuvillu í sveit í Bretlandi
og hafði kötturinn þó aðeins
einu sinni farið leiðina áður.
Þá má geta þess að Síams-
kettir eru allra katta þrifn-
astir og skal nokkuð til. Hljót
ast aldrei vandræði £if þeim
þegar þeir ganga erinda sinna,
og svo þrifnir eru þeir með
sjálfa sig að undrum sætir.
Ekki er kunnugt um fleiri
hreinræktaða Síamsketti hér-
lendis en Senthu á öldugöt-
unni, en hinsvegar má geta
þess, að Guðrún Á. Simonar,
söngkona, sem dvelur í New
York á þrjá eða fjóra Síams-
ketti, sem unnið hafa mörg
verðlaun á kattasýningum
vestra.
smsiíílR
Ánægjuleg tíðindi
Ein tíðindin berast nú öðrHm
ánægjulegri um þróun íslenzkra
efnahagsmála. Við áramótaupp-
gjör bamkanna kom í ljós, að
sparif járaukning hefur orðið
meiri en nokkru sinni áður og
verulegra gjaldeyrisvarasjóða
hefur þegar verið aflað. Sam-
kvæmt yfirliti Hagstofunnar um
vöruskiptajöfnuð síðasta árs hef-
ur komið í ljós að hann er hag-
stæðari en nokkru sinni áður
síðan á stríðsárunum. Nú þarf
ekki lengur um það að deila, að
viðreisnarráðstafanirnar hafa tek
izt. Fjárhagur landsims hefur ver-
ið treystur eftir langvarandi ó-
stjóm og hirðuleysi, og grund-
völlur er lagður að stórstígustu
framförum á efnahagssviðinu,
sem hér hafa nokkru sinni orð-
ið.
Smámistök
Minniháttar mistök urðu ný-
lega í meiriháttar forsíðufrásögn
í Tímanum. Þar var verið að
ræða um Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanua og sagt frá því, að bank-
arnir hefðu sent menn utan til
Úi: td
I .hogó fjárreiðiw C?>!di«íafsr*.i
I sg SsaSsssd Pfodúch
I -! í M! >♦! , $ i
að athuga „f járreiður Coldwaters
og Iceland Product“, en það eru
fyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað--
frystihúsanna í Bandaríkjunum."
Mistökin eru sem sagt þau, að
Iceland Product er fyrirtæki SÍS
en alls ekki SH. Síðan hefur Cold
water eitt verið nefnt. Annars er
risinn ágreiningur milli kommún
ista og Framsóknarmanna um af-
stöðuna til SH, og kommúnista-
blaðið segir í gær í dáiki þeim,
sem Austri nokkur skrifar og
einu sinni var dálítið skemmti-
legur:
„Framsóknarþingmenn vita að
rannsóknarstarfsemi Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna mundi
óhjákvæmilega ná til SÍS einn-
ig. Og skyldi ekki verða nágu
erfitt að ná oliublettunum af
samvizkunni, þótt þeir verði ekki
hraðfrystir líka.“
Gamli tíminn
Í Alþýðublaðinu í gær birtist
enn grein um nauðsyn þjóðnýt-
ingar járnsmiðju, og raunar er
rætt almenn,t um ágæti sósial-
ismanns. Virðast þannig enn vera
innan Alþýðuflokksins íslenzk
öfl, sem lifa i gamla tímanum og
ekki hafa áttað sig á þvi, að
sósialdemókrataflokkar hafa
hvarvetna afneitað kreddutrú og
gengið þeim mun betur í hinni
pólitísku baráttu, sem þeir hafa
verið fljótari til að átta sig á
þróuninni og breyttum viðhorf-
um. Almenningur gerir sér nú
orðið hvarvetna ljóst, að þjóð-
nýtingarbrölt er sízt líklegt til
að bæta hag hans. Menn skilja
að betra er að hafa 25 eða 30
króna laun hjá einkafyrirtæki,
sem hagnast, en 20 kr. hjá rík-
isfyrirtæki sem tapar. Þar að
auki berjast einstaklingarnár fyr-
ir því að eignast eitthvað: þak
yfir höfuðið, lítið fyrirtæki eða
hlttt í stærra félagi. Þess vegna
eru menn andvígir því, að ríkis-
valdið sölsi alla fjármuni þjóð-
félagsins undir sig. En ógæfa Al-
þýðuflokksins íslenzka virðist
ætla að verða sú að berja hausn-
um við stcininn og neita að við-
urkenna allt aðrar þjóðfélagsað-
stæður en voru fyrir 3—4 áratug-
um. Hinsvegar er í grein Alþýðu-
blaðsins vikið að nauðsyn þess
að setja löggjöf um eftirlit met
einokun og samsteypumyndun-
um. Það hefur verið baráttumál
Morgunblaðsins og leyfir blaðið
sér að vona að stjórnarflokkam-
ir hrindi þvi máli í framkvæmd.