Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 9. fe’br. 1962 MORCUTS1U/AÐIÐ 23 Sjötíu og fimm ára: - Jónas Rafnar frv. yfirlœknir í DAG er Jónas Rafnar, fyrrum yfirlæknir í Kristneshæli, 75 éra. Hann er fæddur að Espihóli í Eyjafirði 9. febrúar árið 1887. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærðaskó'anum 1909 og prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1914. Stundaði síðan framhalds- nám á Vífilstöðum og í Vejle í Danmörku. Jónas stundaði síðan almennar lækningar, lengst af á Akureyri, þar til hann var skipaður yfirlæknir heilsuhælis- ins í Kristnesi 1. okt. 1927. Áður ihafði hann um fimm mánaða itíma kynnt sér berklahæli og Iberklalækningar á Norðurlönd- um. Hann lét af yfirlæknisstarf- inu árið 1956. Jónas Rafnar er ekki einasta Ikunnur sem góður læknir og vin- sæll, heidur hefir hann og verið mikilvirkur rithöfundur. Hann ihefir skrifað allmargar skáld- sögur, bæði smásögur og lengri sögur, og einnig hefir hann verið ötull safnari og úgtefandi þjóð- sagna. Átti hann ekki langt að sækja ást sína á þjóðlegum fræð um, en faðir hans var séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili höfund- ur íslenzkra þjóðhátta, sem eins og kunnugt er mun eitt aðgengi- legasta rit um lifnaðarhætti þjóð- ar vorrar á síðustu öld. Jónas Rafnar var m. a. rítstjóri þjóðsagnasafnsins Grímu ásamt Þorsteini M. Jónssyni. Einnig annaðist hann ritstjórn Nýrra ikvöldvakna, sem um langt árabil var eitt viusælasta heimilisrit hér á landi. Fjölda sagna þýddi Jónas og þá einkum í Kvöldvökurnar. Eitt merkilegt starf hefir hann einnig unnið á sviði þjóðlegs fróð leiks. Hann hefir teiknað upp alla gamla bæi í Eyjafirði framan Akureyrar. Þetta er mikið verk og gott. Margt fleira en hér er talið liggur eftir Jónas yfirlækni i rituðu máli Má merkilegt telja hve miklu hann hefir getað af- ikastað með erilsömu læknis- Btarfi, því auðvitað voru ritstörf- in einvörðungu aukastörf. Jónas Rafnar er maður rólynd- ur í fasi og allri framkomu. Það var og er mjög ríkt í eðli hans að sitja og hlusta á mál manna, sem koma til hans með vandræði eín eða vilja segja honum frá því sem hann fýsir áð heyra. Ekki hvað sízt fyrir þennan eigin leika var hann frábærlega vin- sæll læknir, skilningsríkur og fljótur að finna hvar skórinn kreppti hjá hverjum einstökum. Hann örfaði síðan sjúklinga sína og ga-f þeim trúna á lífið, ræddi við þá vandamál þeirra og miðl- — Knattspyrna Framh. af bls; 22 ur gerðist í leik Keflavíkur og KR A að allt Keflavíkurliðið var rekið af velli, en brottrekstrarsök um sbund er að brjóta reglurnar. Varð að bíða um stund svo að leikur gæti hafizt á ný. Akranesliðið (A-lið) vakti inokkra athygli en mótstaðan var iheldur ekki mikil. A-lið KR virt- ist einna sigurstranglegast í Ikeppninni, en ekki er að vita hvað samieikurinn endist þegar jnótstaðan harðnar í úrslitum. i l ------------------------ - KFR Framh. af bls. 22 lvieowi.jorniend'ur: Ingólfur örn- ölfsson, Sig. Helgason og Ólafur Thorlaciu-s. í tilefni 10 ára afmælisinis var haldinn fagnaður 6. jan. s.l. For- seti Í;S.Í., Ben. G. Waage og form. K.K.Í., Bogi Þorsteinsson fluttu félaginu kveðjur og árnaðaróskir Og var þetta hin ánægjuLegasta 6amkund-a. Afmælisblað er í smið um og keimu-r út í febrúar n.k. og í sa-ma mánuði verður efn-t til afmælismóts. aði þeim ráðum af frábærri greind sinni. Auk þessa var Jónas mjög hneigður fyrir hnyttni og græsku laust gaman. Hann var kíminn og hafði Jag a að láta men-n segja sér skemmtilegar sögur. Þeir bræður, hann og sr. Friðrik heit inn vígslubiskup, yoru orðlagðir sem strákar og unglingar fyrir gamansemi og eru til margar hnytrtnar sögur um þá. Man ég að ég hevrði nokkrar þeirra hjá eldra fólki í Eyjafirði. Allt var þetta græskulaust og ekki til annars gert en að hægt væri að brosa að því. Gamansemi og hlý- leiki eru án efa eitt bezta læknis lyfið, sem sjúklingur með jafn vonlítinn sjúkdóm og berklamir vom hér áður fyrr, gátu hlotið hiá lækni sínum ásamt góðu atlæti og þeirri beztu aðhlynn- ingu sem gott heilsuhæli gat lát- ið þeim í té. Þannig var Jónas hlýr Og góður yfirlæknir og við- mótsþýður og góður stjórnandi þessa stóra sjúkraheimilis. Jónas Rafnar er kvæntur Ingi- björgu Bjarnadóttur frá Stein- nesi hinni þekktu myndar- og rausnarkonu, sem gerði þeirn hjónum glæsilegt heimili. Jafnan var gestkvæmt hjá þeim hjón- um og þar nutu allir jafnt liáir sem lágir hlýleiks húsbóndans og myndarbrags húsmóðurinnar. — Jólaey Frh. af bls. 1. Varðandi kjarnorkutilraunir á Jólaey segir í tilkynningunni að það sé sameiginlegt álit ríkis- stjórna Bandaríkjanna og Bret- lands að þróunin í kjarnorkumál um, sérstaklega með tilliti til umfangsmikilla tilrauna Sovét- ríkjanna nú nýlega, réttlæti fyllilega þær kjarnorkutilraunir Vesturveldanna, sem nauðsynleg ar kunna að reynast af hernaðar- legum ástæðum. Ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna telja því rétt að hafinn verði undirbúningur til- rauna á ýmsum stöðum og einn liður í þeim undirbúningi er að Bretar veita Bandaríkjamönnum aðstöðu á Jólaey til tilrauna. Jólaey er um 1.000 mílum fyr- ir sunnan Hawaii og mjög af- skekkt. BRETAR SPRENGJA í samningum Breta og Banda- ríkjamanna er einnig gert ráð fyrir þvi að Bretar fái aðgang að tilraunasvæði Bandaríkjamanna í Nevada til að gera þar tilraun- ir með kjarnorkusprengjur neðan jarðar. í fréttum frá London segir að samningur þessi hafi verið rædd ur í brezka þinginu í d-ag. Mac- millan forsætisráðherra gerði þar nokkra grein fyrir samningnum og svaraði fyrirspurnum stjórn- arandstöðunnar. Sagði hann að samvinni yrði milli Breta og Bandaríkjamanna um hugsanleg- ar tilraunir á Jólaey. Vegna fyr- irspurnar Hugh Gaitskells leið- toga Verkamannaflokksins sagði Macmillan að frá hernaðarlegu sjónarmiði væri nauðsynlegt að framkvæma fyrirhugaðar tilraun j ir ef Vesturveldin ættu ekki að dragast aftur úr á þessu sviði. Ekki vildi ráðherrann láta uppi hvort tilraunir yrðu gerðar áður en afvopnunarráðstefnan hefst í Genf. Hins vegar gaf hann í skyn að ef fundur utanríkisráð- herra Bretlands. Bandaríkjanna og Sovétríkjanna yrði árangurs- ríkur, væri ekki útilokað að boð- ‘ að yrði til funda-r leiðtoga ríkj- anna þriggja. Eirrnig kvað hann viðbrögð Rússa við óskinni um ráðherrafund geta h-aft mikil áhrif á það hvort úr fyrirhuguð- um tilraunum yrði. Jónas Rafnar Þrjú mannvænleg böm þejrra hjóna eru Bjarni sjúkrahússlækn ir á Akurcyri, Jónas alþingis- maður og Þórunn gift í Reykja- vík. í dag senda allir vinir Og kunningjar þeim hjónum hug- heilar áranðaróskir í tilefni þess- ara tímamóta hins vinsæla hús- bónda. — v. Jónas Rafnar verður fjarver- andi í dag. FISKIÞING 1962 sem er 26. þing Fiskifélags íslands, var sett í Oddfellowhúsinu í Reykjavík fimmtudaginn 8. febrúar 1962, klukkan 14. Fiskimálastjóri, Davíð Ólafs- son, setti þingið með ræðu og minntist í upphafi fulltrúa, starfs manna Fiskifélagsins og sjó- manna, sem látizt höfðu frá því síðasta Fiskiþing var haldið. — Fulltrúanna Ólafs Jónssonar frá Elliðaey, Kristjáns Alberts Krist jánssonar og Steindórs Hjaltalín og starfsmannanna Bárðar G. Tómassonar skipaverkfræðings, og Þorsteins Loftssonar, vélfræði ráðunauts. Fundarmenn vottuðu hinum látnu þingfulltrúm, starfs mönnm og öllum sjómönnum, sem látizt höfðu frá því síðasta Fiskiþing var haldið, virðingu sína með því að rísa úr sætum. Fiskimálastjóri ræddi þvínæst um hlutverk Fiskifélagsins og um hagsmunamál sjávarútvegs- ins. — Hann flutti Arnóri Guðmunds- syni, skrifstofustjóra, sem látið hefur af störfum sem skrifstofu- — Æskulýðsráð' Framh. af 24 Æskulýðsráð með að koma upp klúbbum í sömu greinum fyrir æskufólk. — Markmiðið er að reyna að efna til vandaðra sýn- inga fyrir börn og unglinga og setja markið nokkuð hátt, sagði sr. Bragi. Ungt hæfileikafólk fær þá einnig tækifæri til að koma fyrst fram innan áhuga- mannaklúbbanna. Starfsemin hefst í marz Sr. Bragi sagði að þetta væri allt í deiglunni. Unnið er að því að semja ákveðnar reglur um starfsemi hússins og fyrstu við- fangsefni. Starfemin getur varla hafizt fyrr en í marz, því húsið þarf nokkurrar viðgerðar. Auk þess sem fyrrnefnd starf- semi hefur bækistöð sína í Tjarn arbíói mun brúðuleikhúsið, sem hefur verið hluti af tóm- stundastarfi Æskulýðsráðs, fá þar inni, og yfirleitt verður reynt að nýta húsið sem bezt og lána það undir aðra starfsemi sem samrýmist þeim reglum sem Æskulýðsráð setur sér. Sr. Bragi kvaðst vera mjög ánægður með þessa skipan mála og telur að bæði staðsetning og gerð þessa húss skapi mikla möguleika fyrir frjósama starf- semi. Sagðist hann þegar hafa orðið var við hópa unglinga, sem bíða eftir viðfangsefnum á þeim Isviðum sem að-ofan eru nefnd. Klúbbfundur verður í Sjálfstæðishúsinu kl. 12,30 á laugard-ag. I>eir sem vilja kynna sér klúbbfundastarfsemi félagsins, en fá ekki fundarboð hafi samband við skrifstofuna. Bridge-kvöld í keppnisformi hefst kl. 8,30 á mánudag í Valhöll. Spilað verð- ur mánudagana 12., 19., og 26. febrúar. Góð verðlaun verða veitt í keppnislok. Látið skrá ykkur til þátttöku á skrifstofu félagsins. Leshringur um kommúnisma verður á mánu dag kl. 8.30 í Valhöll. 35. afmælishátíð Heimdallar verður í Sjálfstæðis- húsinu laugardaginn 17. febr. Heimdellingar mætizt í Varðarkaffi milli 3—5 á laugardögum í Valhöll. Nýir félagar mætið til skrafs og ráðagerða á skrifstofu félagsins í Valhöll sími 17102. Opið daglega milli kl. 9—7. stjóri Fiskifélagsins, þakkir fyr- ir frábær störf í þágu Fiskifélags ins og bauð jafnframt velkom- inn til starfa Má Elísson, hag- fræðing, sem tekið hefur við störfum Arnórs. Þá bauð fiskimálastjóri vel- komna til þings alla þingfulltrúa og lýsti 26. Fiskiþing sett. Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráð^erra, ávarpaði þingið. Ræddi hann um starfsemi Fiski- félagsins og þýðingu þess fyrir sjávarútveginn. Einnig ræddi hann um fjölmörg mál, sem efst eru á baugi í íslenzkum sjávar- útvegi. Flutti hann þinginu beztu árnaðaróskir. Þinginu barst kveðja frá Pétr* Ottesen, fyrrv. alþingismanni. Fundarstjóri var kosinn Helgi Pálsson, Akureyri, varafundar- stjóri Níels Ingvarsson, Neskaup stað, Margeir Jónsson, Keflavík, ritari og Óekar Kristjánsson, Suð ureyri, vararitari. Dagskrá fundar morgundags- ins er á þessa leið: 1. Nefndakosning. 2. Skýrsla fiskimálastjóra. 3. Reikningar Fiskifélagsins 1960 og 1961. 4. Fjárhagsáætlun Fiskifélags- ins fyrir 1962. - íiros Frh. af bls. 1. að Ijósmynda og geymir hann svo myndirnar á nokkurskon- ar segulbandi þar til hann nálgast aðra hvora rannsókn- arstöðina í Bandaríkjunum, en sjónvarpar þeim þá til jarð ar. Einnig eru í hnettinum mæla-r til athugunar á hita á jörðu, í skýjum og í sjónum. Fyrsti veðurathuganahnött- urinn, Tiros I, var sendur út í geiminn 1. apríl 1960 og reyndist han mjög vel. Hann starfaði í 78 daga og sendi til jarðar 22.952 myndir af skýja myndunum, sem urðu veður- stofnunum að miklu liði. Og Tiros III sendi á einum og sama deginum myndir af sex fellibyljum og hvirfilvindum. Tiros IV er búinn betri myndatökuvélum en fyrir- rennarar hans og er vonazt til að árangurinn verði eftir því. Frá morgundeginum munu upplýsingar frá Tiros IV verða sendar jafnóðum til allrá þeirrá 103 ríkja, sem eru aðilar að alþjóða veður- fræðisamtökunum WMO. — Fiskiþing sett ii tí.J.'ni ALÞINCIS Neðri deild Alþingis föstudagixm 9. febrúar 1962, kl. 1:30 miðdegis: 1. Landshöfn í Keflavík-urkaupstað og Njarðvíkurhreppi, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.) — 2. Lántaka vegna Landsspítalans, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.). — 3. Vátryggingarfélag fyrir fiskiskip, frv. — 1. umr. 4. Aætlunar- ráð rikisins, frv. —■ 1. umr. Efri deild Alþingis föstudaginn 9. febrúar kl. 1:30 miðdegis: 1. Sveitarstjórnarkosningar, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr). — 2. Eftirlit með skipum, frv. — 2. umr. — 3. Prentréttur, frv. — 2. umr. 4. Almenn hegningarlög, frv. — 2. umr. 5. Vega- gerð á Vestfjörðum og Austurlandi frv. — 1. umr. - s. u. s. E'ramh. af bis. 17. Félagsheimili er nauðsyn — Eru ekki líkur til að stú- dentar annist áfram rekstur Hótel Garðs? — Árangurinn af rekstrinum sl. 2 ár gerir meira en að rétt- læta að svo verði. Það var mikið fyrirtæki, t-egar í þetta var ráð- ist, en sem betur fer hafa vonir hinna bjartsýnustu rætzt. Endan- legt uppgjör fyrir hótelrekstur- inn á sl. sumri verður fullbúið og lagt fram einhvern næstu daga, en aðsókn að hótelinu var þá enn meiri en sumarið áður. Má skjóta því hér inn í, að nú þegar hef- ur borizt fjöldi pantana fyrir næsta suraar, m. a. munu þátt- takendur í a. m. k. 5 ráðstefnum, sem hér verða haldnax búa á Hótel Garði. Ef svo fer fram sem horfir, vænta stúdcntar þess, að hagn- aður af hótelrekstrinum geti orð- ið til þess að flýta fyrir bygg- ingu félagsheimilis stúdenta, en þörfin fyrir það gerist nú æ brýnni með hverju ári sem líð- ur. Er enginn vafi á, að bygging félagsheimilis fyrir stúdenta er langstærsta hagsmunamál þeirra i dag. Ól. Eg. Stúdentaraðs- kosningar FULLTRÚAR í Stúdentaráð Háskóla íslands eru kosnir einstaklingskjöri í hinum 5 deildum háskólans, þannig að allar eiga a.m.k. 1 fulltrúa, en þær fjölmennari fleiri; fráfar- andi ráð kýs þó einn fulltrúa af þeim 9, sem ráðið skipa. í stúdentaráðskosningunum á morgun eru þessir stúdentar í framboði: Guðfræðideild: Brynjólfur Gíslason, Jón E. Einarsson og Sigfús J. Árna- son. Læknadeild: Anna K. Emilsdóttir, Arnar Þorgeirsson, Brynjólfur Ing- varsson, Gísli Auðunsson, Guðmundur Eyjólfsson, Guð- mundur Sigurðsson, Hannes Blöndal, Jón Stefánsson, Kári Sigurbergsson, Matthías Kjeld, Ólafur Björgúlfsson, Páll Þórhallsson, Úlfar Guð- mundsson og Þórður Harðar- son. Laga- og viðskiptadeild: Ellert B. Schram, Garðar Sigurgeirsson, Gunnar Ragn- ars, Hafsteinn Hafsteinsson, Jón E. Ragnarsson, Jónatan Þórmundsson og Þorvaldur Einarsson. Heimspekideild: Ingi Viðar Árnason, Steinar Höskuldsson og Svavar Sig- mundsson. Verkfræðideild: Eysteinn Hafberg bg Gunn- ar Benediktsson. Alls eru frambjóðendurnir 29 talsins. — Kjörfundur stendur frá i kl. 13 til 20 á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.