Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. febr. 1962 Frá opnun íslenzku listsýningarinncLr í Louisiana-safninu: Val myndanna hefur tekizt sérlega vel sagði menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gísla- son í samtali við Morgimblaðið A FÖSTUDAGINN var ís- Icnzka listsýningin í Louisi- analistasafninu á Sjálandi opnuð við hátíðlega athöfn, að viðstöddum fjölda gesta og blaðamanna. Meðal gesta voru mennta- málaráðherra Dana, Julius Bomholt, Jörgen Jörgensen, fyrrv. menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra íslands, sendi- herra íslands í Kaupmanna- höfn, Stefán Jóhann Stefáns- son, Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur og Svafar Guðna son listmálari, en hann að- stoðaði við að koma mynd- unum fyrir í salarkynnum safnsins. Við opnun sýning-arinnar fluttu ræður þeir, Knud W. Jensen, forstöðumaður listasafnsins, Pró- fossor Meulengracht, formaður dansk-islenzka félagsins í Kaup- mannahöfn, og Gylfi Þ. Gislason menntamálaráðherra. Morgunblaðið átti í gær sím- tal við menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gislason. Hann var mjög ánægður með sýninguna og ummæli gesta og blaðamanna um hana. — Þetta er ein stærsta og bezta Iistsýning frá tslandi sem hér hefur verið haldin, sagði mennta málaráðherra. Val myndanna hefur tekizt sérlega vel og er al- mennt rómað. — Blaðamennimir virtust mjög hrifnir og ummæli sem þegar hafa birzt í dönsku morgunblöð- unum eru öll á einn veg, ákaf- lega lofsamleg. Listamennina Svavar Guðnason, Jón Stefáns- son, Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson og Gunnlaug Scheving ber einna hæst á þessari sýningu — verk þeirra setja mestan svip á hana. Salarkynnin sagði ráðherrann, að væru mjög góð. Verkunum væri í höfuðatriðum þannig rað- að, að listamennirnir, sem flest verkin eiga, hafa hver sinn sal. Til dæmis hafa þeir Jón, Kjarval, Ásgrímur og Scheving hver sinn Viktoría fór á flot Viktoria, sem strandaði a rifi í Grindavík, fór sjálf á flot, eins og áður hefur verið frá skýrt í blaðinu. Nú höfum við fengið nánari fréttir af þeim atburði. ’ Björgun h.f. rann að því að ná Viktoríu af rifinu, sem hún var strönduð á. Var búið að ryðja frá henni með ýtum, þétta skipið og rétta það af og I beðið eftir hálflæði til að draga það inn í lón, sem er í höfninni. Sváfu björgunar- menn sem fastast nóttina áð- Íur en draga átti skipi á flot En Viktoria vildi ekki bíða. ~ því næturflóðlð lyfti undir hana. Menn í Grindavík munu um nóttina haf- orðið varir við mannlaust skip á 1 siglingu um lónið, tUkynnt Slysavarnafélaginu í Reykja- vík, sem lét björganarsveit- ina í Grindavík vita, en hún vakti aftur björgunarmenn- ina og spurði hvort þeii vildu ekki hirða skip sitt. sal en myndir Svafars hanga all- ar á einum löngum vegg. Verkin á sýningunni eru um tvö hundruð talsins, málverk, höggmyndir, og gömul íslenzk listaverk og listiðnaður úr Þjóð- minjasafninu , Reykjavík og þjóðminjasafninu danska. íslandi mikill sómi sýndur Tugir gesta voru við opnun sýningarinnar. Sagði mennta- málaráðherra, að sér hefði fund- izt íslandi mikill sómi sýndur við opnunina, því að þar hefðu verið samankomnir fjölmargir merkustu fulltrúar menningar- lífs Dana með menntamálaráð- herra landsins, Julius Bomholt í broddi fylkingar. — Eigandi safnsins, sagði ráð- herrann, er um margt afar rnerki legur maður. Hann er sonur auð- ugs dansks ostaútflytjanda og ákvað, þegar hann blaut hinn mikla arf eftir föður sinn að kaupa þessa höll á Sjálandi og breyta henni í listasafn. Bygg- ingin hefur verið innréttuð á ný- tízkulegan hátt, mikið gler er í veggjum, svo að sér víða yfir fallega skógana umhverfis. Að- sókn að safninu er mest um helgar, þar sem það er nokkuð fyrir utan Kaupmannahöfn. — Hvenær var sýningin opn- uð almenningi? — Núna í dag, og mér er sagt, að aðsóknin hafi þegar verið geysimikil. Það ríkir mikil á- nægja yfir þessari sýningu — hún er örugglega góð kynning fyrir ísland, enda er formaður dansk-íslenzka félagsins í Kaup- mannahöfn 1 sjöunda himni, sagði ráðherrann að lokum. ★ Sýningin verður opin í mán- aðartíma í Louisiana safninu en á eftir er fyrirhugað að koma myndunum fyrir 1 ráðhúsinu í Árósum og sýna þau þar í nokkr- ar vikur. uveðrið í Evrópu Það versta á Þessari öld SÍÐUSTU fréttir af ó- flóðunum. Er þetta óveð veðrinu í Evrópu herma ur talið hið versta, sem að a.m.k 20 þús. manns komið hefur í Evrópu á hafi misst heimili sín í þessari öld. Tdlf ára drengir stela 8 bílum Útbjuggu árekstur við Laugarássbíó KLUKKAN rúmlega 9 á föstu- dagskvöldið hafði maður nokkur upp á tveimur 12 ára drengjum þar sem þeir voru að aka stoln- um bíl. Var lögreglunni þegar gert aðvart og hóf hún rannsókn þegar um kvöldið. Kom þá í ljós að annar drengjanna hafði verið allaðsópsmikill við bílaþjófnaði og hefir hann játað að hafa stolið ásamt félögum sínum alls 8 bíl- um síðan í fyrrasumar. Var öll- um bílunum stolið af bílastæði Laugarássbíós. Drengirnir hafa haft þann hátt á að fara á bílastæðið þegar sýn- ingar hafa verið byrjaðar Hafa þeir þá stolið bílunum og tóku eingöngu Skoda eða Moskwitch- bíla. Brutust út um framrúðuna Til þess að auðvelda sér gang- setningu Skoda-bílanna fór ann- ar drengjanna í Skoda-umboðið keypti þar lykil, sem gengur að kveikjulás allra Skoda-bíla. Drengirnir hafa eingöngu tekið bíla sem voru ólæstir og að akstri loknum skilið við þá á bílastæð- inu eins og þeir voru, að undan- skildum tveimur bílum. Annar bílanna (Skioda) lenti úti í skurði rétt hjá Kleppi og urðu drengirnir að brjóta framrúðuna til að komast út. Miklar skemmd- ir urðu á þessum bíl. Síðastliðinn miðvikudag fór annar drengianna ásamt nokkr- um félögum á bílastæðið við Laugarássbíó, og náðu þeir sér þar í Moskvits-bíl. Gerði dreng- urinn sér lítið fyrir Og tengdi saman fyrir aftan kveikjulásinn. Var síðan ekið af stað og bættust fleiri drengir i hópinn. Óku þeir síðan all glannalega um Klepps- holtið. En þar sem drengjunum leiddist að aka Moskvitsbílnum Hver var hlutur Margrétar? ÞAU furffulegu tíffindi gerffust síðastliðinn föstudag að Mar- grét Auðunsdóttir, formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar, var rekin fram á ritvöll Þjóð- viljans til örvæntingarfulls lokaáhlaups kommúnista til að rétta sinn hlut í kosninga- óförum þeirra í verkalýðsfé- lögunum að undanförnu. Frú- in fordæmir kvenmasamninga Iðju, hrósar samningum af- greiðslustúlkna í brauðbúð- um, en minnist ekki á samn- inga síns eigin félags! Fordæmir hún einnig að nú- veranidi stjórn Iðju hefur hald ið félagi sínu utan pólitískra verkJalla. eftir að „félags- sjóða-Björn“ féll, en samt náð fyllilega sambærilegum kjara bótum við önniur félög og ver- ið forystufélag um stofnun líf- eyrissjóða meðal ófaglærðs verkat'ólks Spyr frúin að lok um hvort formanni Iðju hafi ekki verið „skammtað meira“? Sjálf hefur hún aldrei farið með sitt félag í verkfall síðan 1955 og A.S.B. hefur ekki far- ið í verkfall, en bæði þessi félög tiiotiff þess, að Iðja hefur náð hagstæðum samningum við vinnuveitendur og þau síðan fylgt á eftir og hirt sitt á þurru. Margrét Auðunsdóttir, for- Margrét Auðunsdóttir. maður Starfsstúlknafélagsins Sóknar, öslar fram á ritvöllinn í Þjóðviljanum s.l. föstudag til þess að draga fram ágæti þeirra samninga, sem A.S.B. gerði s.l. sumar og gera samanburð á þeim samningum og samningum Iðju, félags verksmiðjufólks. í upphafi greinarinnar viðurkennir Mar- grét að þar til A.S.B. samdi s.l. sumar haíi byrjunarlaun kvenna í brauðbúðum verði lægri en hjá Iðju, og naut A.S.B. þess að sjálf sogðu, að Iðja hafði áður samið um hærri byrjunalaun. Þá var taiað um að A.S.B. konur fái ,,hámarKSÍaun“ eftir 2 ár í stað fjögra ára áður. Hér er alrangt iarið með, i samningum A.S.B. er hvergi minnst á „hámarks- laun“, það væri kannske ekki til ofmikils mælst, að formaður í stóru verkalýðsfélagi kynni að gera greinarmun á hámarkslaun- um og hæstu lágmarkslaunum. Það er einnig rangt að A.S.B. konur fái hæstu lágmarkslaun eftir tvö ár. Samkvæmt nýjasta kaupreikningi A.S.B. eru laun þeirra kvenna, sem vinna fullan vinnudag, þ. e. sama vinnutíma- fjölda og stúlkur í verksmiðjum, sem hér segir: Stúlkur undir 18 ára aldri: fyrstu 3 mán. 2182.33 næstu 3 mán. 2398.00 eftir 6 mán. 2640.00 eftir 12 mán. 3181.00 Stúlkur 18 ára og eldri: Fyrstu 12 mán. 3328.50 næstu 12 mán. 3678.33 eftir 24 mán. 4068.00 eftir 48 mán. 4133.33 eftir 60 mán. 4172.83 Margrét segir að A.S.B. hafi fækkað „almennum launaflokk- um“ niður i þrjá, en samkvæmt cfanrituðum kaupreikningi eru Frh. á bls. 23. skiluðu þeir honum á bílastæðið og tóku Skoda í staðinn. Árekstur búinni til Ekki höfðu þeir ekið lengi er einn drengjanna í bílnum tók að mana ökumanninn, 12 ára gaml- an, til þess að láta bílinn renna til Og „skrensa". Þegar ökumaður tók beygju úr Ðrekavogi inn f ; Efstasund missti hann stjórn á bílnum, sem rann til og lenti utan £ jeppa, sem þar stóð. Skemmd- ust báðir tílarnir við áreksturinn. Eftir áreksturinn lögðu tveir drengjanna á flótta, en 3 þeirra fóru og skiluðu Skodabílnum, Þar sem bíllinn var skemmdur voru góð ráð dýr og eftir nokkrar vangaveltur ákvað hinn 12 ára gamli ökumaður að útbúa árekst- ur á bílastæðinu við Laugaráss- bíó. Lagði hann bílnum í halla, þar sem hann hafði áður verið og lét hann síðan renna rólega að stórum Garant-sendibíl, sem þar stóð. Þegar eigandinn kom af kvik- myndasýningunni sá hann þegar að bíllinn var ekki þar sem hann ■hafði skilið við hann og varð ennfremur var við skemmdirnar. Var farið að athuga bílana og kom þá í ljós að skemmdirnar á Skodabílnum gátu ekki hafa orð- ið við árekstur við Garant-bílinn og var auk þess rauð málning á „stuðara" Skodabílsins. Rannsókn í máli þessu stendur enn yfir og hafa drengirnir þeg- ar játað á sig 8 bílþjófnaði síðan í fyrrasumar. Æskulýðsmessa í DAG verður æskuiýðsguðsþjóhi usta í Háteigsprestakalli, og hefst hún kl. 2 síðdegis í samkomustað safnaðarins, hátíðcisal Sjómanna- skólans. Mun ækulýðssfulltrúi kirkjunnar, séra Ólafur Skúla- son, predika, en nemendur úp Gagnfræðaskóla Austurbæjar að- stoða við flutning messunnar. Verður messan lík þeirri æsltu- lýðsguðsþjónustu, sem flutt var i Neskirkju á sunnudaginn var, en þá var hvert sæti kirkjunnar setið. — Mannska&ar Framh. af bls. 1 Hjaltlandi komst vindhraðinn upp í meira en 200 km á klst. Óttast var, að stíflugarðar myndu bresta víða á Jótlandi og var mikill viðbúnaður til varnar. Tjón varð víða á bygg- ingum og símalínum á Norður- löndum og flugsamgöngur lögð- ust niður með öllu, nema um Kastrupflu'gvöll. f Slésvilk-Hol- setalandi urðu þúsundir manna að yfirgefa heimili sín vegna flóða, því þar hafa stíflugarðar brostið á stóru svæði og sjór flætt á land. Fjölmargt fólk bjargaði sér upp á húsþök, og var stanzlaust unnið að því, að koma fólkinu til hjálpar. © Skip í sjá.varháska í alla nótt glumdu við í loft. skeytastöðvum tilkynningar og hjálparbeiðnir frá skipum, sem voru I nauðum eða á einhvern hátt illa stödd. Veður á Norður- sjó var óskaplegt. Norska björg. unar og veðuriskipið „Eger“ sem annast gæzlu í Norðursjó á vetr- um tilkynnti, að það væri I 'hættu statt. Danskt skip á heim- leið frá Englandi tilkynnti að mikill halli væri á skipinu og bað um aðstoð, þýzkt skip rak stjórn- laust á Saxelfi og tvö skip strönd uðu undan strönd Skánar, Danska skipið „Lonelil" var á líkum slóðum og Eger, er það bað um aðstoð. Fór björgunar skipið „Mimer1 til aðstoðar. Ann að björgunarskip danskt „Sigyn“ fór til aðstoðar gríska skipinu „Treis Ierarehi“ og norskt olíu- skip „Majorian“ fór til aðstoðar hollenzka strandgæzluskipinu „Tempo d.“ sem hafði kallað eftir hjálp. Ekki hafa borizt fregnir af þvi, að neitt þessara skipa hafi farizt, en búizt var við að sum björgunarskipin kæmust ekki á vettvang fyrr en um miðjan dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.