Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 8
8 mokgvhhi. Atno Sunnudagur 18. febr. 1962 — Gestagangur Framhald af bls. 6. tekizt alls staðar jafn vel upp og er það ekki tiltökumál. Bezt þykja mér þau atriði samin, er fara fram í loftherberginu milli Gunnars og Rúnu. Er þessi unga stúlka sönn og fastmótuð per- sóna og sjálfri sér samkvæm í hvívetna, ósvikinn fulltrúi þeirra ungra kvenna, sem fyrir áhrif upplausnar og eirðarleys- is, sem siglt hefur í kjölfar styrjaldaráranna, finnst of þröngt um sig innan vélbanda heimilis- lífsins og undir forsjá foreldr- anna og vilja lifa og ráða sínu eigin lífi. Leikur Kristbjörg Kjeld hlutverk þetta afbragðs- vel, af þeim skilningi og þeirri innlifun er gerir persónuna svo raunsanna, sem frekast verður á kosið. Gunnar Eyjólfsson leikur nafna sinn einnig mjög vel og túlkar einnig af næmum skilningi þennan unga og kvenholla mann, sem er sérgóður og manndóms- lítill þegar á reynir, svo sem fram kemur Ijósast síðar í leikn um. Þá er og margt í 2. þætti prýðilega samið, einkum þó það, sem höfundurinn leggur Jó- hanni í munn, að frádregnum nokkrum óþarfa klúryrðum, en það er ef til vill hið eina ný- tízkulega við leikritið, því að svo virðist sem ungir rithöfund- ar hafi mikið dálæti á slíkum munnsöfnuði og reyni að koma honum að í verkum sínum í tíma og ótíma. Jóhann er vissulega maður nútímans ekki aðeins að orðfæri heldur einnig i skoðun- um og lætur óspart ljós sitt skína í kokkteilboðinu heima hjá þeim hjónunum Auði og Ólafi. Einkum verður honum tíðrætt um konur og eiginleika þeirra og er ekki allt, sem hann segir um þær, þeim til lofs og dýrðar. Jóhann er allmikið hlutverk og vandasamt og gerir því miklar kröfur til leikandans. Gísli Al- freðsson fer með hlutverk þetta, og er leikur hans yfirleitt mjög góður en beztur þó í 2. þætti, þar sem Jóhann þéttkenndur lætur móðan mása. Er þetta í fyrsta sinn sem Gísli kemur fram á íslenzku leiksviði nema hvað hann lék hér á skólaárum sínum í menntaskólaleikjum og eitthvað í Keflavík sem barn. Gísli hefur undanfarin ár stund- að leiklistarnám í Þýzkalandi og leikið í leikhúsi þar og í sjónvarpi. Ber leikur hans í hlut verki Jóhanns það með sér að hann hefur notið góðrar leik- listarkennslu í hinum þýzka skóla. Herdís Þorvaldsdóttir leik ur Auði, hina ótrúu eiginkonu og ástmey Gunnars, en eigin- mann hennar leikur Róbert Arnfinnsson. Höfundur leiksins hefði gjarnan mátt gefa Auði meiri reisn en hann hefur gert, við það hefðu átökin milli henn ar og Gunnars og hennar og eiginmannsins orðið áhrifameiri leikritið stærra í sniðum. Her- dís nýtur sín ekki fyllilega í þessu hlutverki en gerir því þó skil eftir því sem efni standa til. Sama er að segja um Róbert Arnfinnsson og af sömu ástæðu, Ólafur er einn af hinum svo- kölluðu góðborgurum, sem ég hef grun um að höfundurinn hafi ekki miklar mætur á, enda er Ólafur þannig úr garði gerður frá hendi höfundarins, að ég held illmögulegt sé að gera nokkuð úr honum. Það er því ekki að undra að reikningsskil- in milli þeirra Auðar og Ólafs eru eitt tilþrifaminnsta atriði leiksins og ófrumlegasta. — Síð- ari hluti 3. þáttar kemur áhorf- andanum mjög á óvart, enda þótt nokkrar bendingar um það sem þar gerist, séu gefnar í fyrri þáttunum. Þarna reynir hvað mest á getu höfundarins, — að sýna á eðlilegan og sann- færandi hátt samruna leiks og raunveruleika. Þetta hefur höf- undinum ekki fyllilega tekizt, mest fyrir það, að ég hygg, að hin langdregnu orðaskipti og pex milli „leikandans" og „leik- stjórans“ eru ekki svo hnitmið- uð og markvís að þau bregði nægilegu ljósi á kjarna málsins. Benedikt Árnason hefur haft leikstjórnina á hendi. Benedikt er snjall leikstjóri, srrfekkvís og glöggskygn á eðli þeirra verka, sem hann setur á svið. Því tekst honum jafnan að gefa leiknura þann blæ og þann heildarsvip, sem honum hæfir. Svo er einnig að þessu sinni. Leiktjöld Gunnars Bjarnason- ar eru prýðilega gerð og eiga einnig veigamikinn þátt a8 skapa leiknum hina réttu stemningu. Leikhúsgestir tóku leiknurn ágætlega og hylltu höfundinn, leikstjóra og leikendur ákaft að leikslokum. Sigurður A. Magnússon hefur með þessu leikriti sýnt að hanu býr yfir góðum hæfileikum sem leikritahöfundur. Vonandi lætur hann ekki hér við sitja. Sigurður Grímsson. Jöfnuð verði að- staðan til ræktun- arframkvæmda A FUNDI sameinaðs þings nýlegn gerði Bergþór Finnbogason greiu fyrir þingsályktunartillögu þess efnis, að ríkisstjómin skipi 3 manna nefnd til að rannsaka og gera tillögur um, hvernig jafna megi aðstöðu bænda tii ræktunar framkvæmda, en hann ásamt Halldóri E. Sigurðssyni er flutn- ingsmaður tillögunnar. Bergþór Finnbogason (K) gat þess m. a., að allt frá því á land- námsöld hefði bithaginn eins og hann hefði komið fyrir verið mat arbúr íslenzka búfénaðarins. Þó hefði síðustu áratugina þokað nokkuð í aðra átt og mun nú láta nærri, að mestallt heyfóður sé tekið af ræktuðu landi. En eigi að síður verður þó stærsti hluti búpeningsins enn 1 dag að leita út í bithagann óræktaðan þann tíma ársins, sem hann er ekki á gjöf. i\lýja ELAC síldarskásjáin LAZ-40 Langdrægi 24000 metr. eða um 1300 faðma í góðu sjavarskyggni. Sjálfvirk leit 130 gráður á borð, alls 260 gr. Einnig hand- stýrð, alls 300 gráður. — Hátalari og heyrnartól á veikar lóðningair. — Stefna Botnsskjaldar sýnd með vísi á hringskífu. Stillanleg geislabreidd. Aukabotnsskjöldur fyrir botnlóðningar og bolfisklei* Myndin sýnir ELAC LAZ-40. Sjálfritari og skiftikassi sambyggt í stjórnpúlt. ELAC Sjálfritarar og ELAC Fisksjár fyrir stærri og smærri skip eru næm tæki, sem ekki þurfa hvita línu til þess að hægt sé að greina fisk. Færsla útfarans er allt að einn meter. Leitargeislinn er þvi vel Iaus við kjöl og í þéttum sjó. Útfaraskaftið er úr sjóþolnu efni 120 mm. í þvermál. Aliar hreyfingar út- farans eru rafknúnar. Útvegsmenn og skipstjórar! Leitið tilboða hjá oss, þegar þér hafið í hyggju að kaupa fiskileitartæki í bát yðar. Xilboð kostar ekki nema spurningu! STURLALGLR JOINiSSOISI & CO Vesf urgötu 16 — Sími 14680. DANSLEIKLR 3 hljómsveitir tftfíSf sv~,nc # Sjálfstœðishúsinu í kvöld Hljómsveit hússins og Sigurdór Hljómsveit Berta Möller 3.3. quintettinn og Rúnar Aðgongumiðasala frá kl. 5. Borð tekin frá til kl. 8. Tryggið ykkur miða í tíma. NEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.