Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 13
/* Sunnudagtif W. febr. 1962 MORGVHBLAÐIÐ 13 „Ætli það ekki“ Sjálfsagt er að læra af slys- förunum um síðustu helgi. Kanna þarf enn að nýju, hver af þeim Ibjörgrmartækjum, sem fáanleg eru, henta hér bezt og fylgjast með því að þau séu ætíð í full- komnu lagi. Tæknin er í örri (þróun og engin von, að menn átti sig fyrirfram á göllum nýrra tækja. í þessu vilja allir gera sitt bezta. En þrátt fyrir alla okkar viðleitni verða hætturnar áf sjósókn við íslandsstrendur að vetrarlagi seint yfirunnar. Og ihvað sem allri tækni líður má stjórnsemi, þrek og þolgæði aldrei bresta. Björgun megin- Ihluta skipshafnar Elliða er að- dáunarverð, en hitt ekki síður (þegar tveir ungir piltar, nýkomn ir úr þessari mannraun, svara báðir hiklaust spurningu um það, Ihvort þeir fari aftur á sjóinn: „Ætli það ekki.“ , Sjálfskaparvíti / Svo mjög sem við gleðjumst yfir björgun manna úr bráðum Tháska og hryggjumst yfir dauða þeirra, sem ekki varð forðað, hljótum við ekki síður að hneyksl ast yfir því þegar menn fyrir 6jálfskaparvíti færa hættu yfir sjálfa sig og aðra. Fyrir skemmstu var rætt um það í Reykjavíkurbréfi að vekja þyrfti öflugt almenningsálit gegn bílaakstri ölvaðra manna. Nú hefur verið frá því sagt, að á fyrstu vikum þessa árs hafi helmingi fleiri verið teknir ölv- aðir við akstur en á sama tíma í fyrra. Sem betur fer er ekki Ikunnugt um alvarleg slys af þess lum sökum. Það er ekki þeim að þakka, er ölvaðir óku, því að þeir bjóða heim hættunni, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Auðveld- asta slysavörnin er að fá hvern einasta bílstjóra til að heit- strengja með sjálfum sér, að snerta aldrei bíl til aksturs, ef hann hefur smakkað áfengi. Jafnvel þó að ekkert annað Ikomj fyrir en maður sé tekinn af lögreglunni, þegar þannig stendur á, þá er það ærið nóg. Þeir eru fleiri en flestir hafa hugmynd um, sem lent hafa í alvarlegum vandræðum af því, að þeir hafa verið sviftir bíl- stjóraréttindum lengur eða skemur. Margir þurfa á bíl að halda vegna vinnu sinnar Og sumir eru svo heilsu farnir, að þeir geta alls ekki unnið fyrir sér nema með bílaakstri. Þeim finnst það hart að vera sviftir hílstjóraréttindum og komast á vonarvöl „bara“ af því að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis, ef ekkert slys henti þá. En slík eru landsins lög og sízt of hörð, enda ekki heimild til þess að vikja frá þeim. Hef ur SH verið á ransjri leið? SH, þ. e. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, hélt aukafund nú í vikunni, en áður hafði mjög verið talað um örðugleika og ósamkomulag innan fyrirtækis- ins. Öll eiga þau mál vafalaust eftir að skýrast og skal því ekki fjölyrt um þau að sinni. Þó er nú þegar ástæða til að velta fyr- ir sér þeirri spurningu, hvort þessi öflugu samtök hafi að und- enförnu verið á rangri leið. Sumir tala um einokun SH, en Ijóst er, að slíkt tal er ástæðu Jaust á meðan aðilar telja sjálf- tr hag sínum bezt borgið með |því að vera í slíkum samtökum. Þeir mega gerzt vita og eiga jnest í hættu. Ef þeir telja sam- heldni bezt tryggja hag sinn gegn útlendum kaupendum, eiga aðrir ekki að amast við henni. Þá er SH borið á brýn að hafa fjárfest geypifé erlendis. Að því er bezt verður vitað, er það mis- skilningur. Eiginleg fjárfesting jþ. e. binding eigin fjármuna í mannvirkjum erlendis virðist þvert á móti minni en flestir nmndu ætla. Línu skotið frá Óðni yfir í Skarðsvík SH 205. REYKJAVÍKURBRÉF Tryggiing markaða Eins og nú háttar til væri eng- inn vandi að selja allan okkar hraðfrysta fisk jafnóðum, þ. e. við afskipun eða um leið og hann kemur að landi í erlendri 'höfn. En reynslan hefur sýnt, að slíkir markaðir eru ærið ótrygg- ir. Á stríðsárunum og fyrstu ár- unum eftir stríð keypti brezka stjórnin allan útflutninginn. En einn góðan veðurdag gerhætti hún kaupum sínum. Sömu reynslu hlutum við af Sovét- stjórninni í fyrstu lotu viðskipta hennar hér. Að nokkrum árum liðnum tók hún þá ákvörðun að hefja viðskipti að nýju. En um margra ára bil fékkst hún ekki til að hækka verð til samræmis við aðra. Engum heilvita manni getur fremur komið til hugar að eiga ótilneyddur allt undir svo óútreiknanlegu dæmi sem sovéskri stjórnvaldsákvörðun, en geðþekkni hinna stóru fisk- söluhringa í öðrum löndum. Gott er að geta átt við þá við- skipti en ærið ótraust að eiga ekki í neitt annað hús að venda. Þess vegna réðist SH í það stór- virki að ryðja sér braut beint til smásala, fyrst í' Bandaríkjunum og síðan í minna mæli í Bret- landi. Hér er sagt, að í stórvirki hafi verið ráðizt og er sízt of sterklega til orða tekið. f Bret- landi er þessi viðleitni að vísu enn á byrjunarstigi, en í Banda- ríkjunum hefur ótrúlega miklu þegar orðið ágengt. Kapp með forsjá Til þess að ná því, sem í Banda ríkjunum hefur náðst, hefur þurft að beita miklu kappi. En kapp er bezt með forsjá. — Til þess að vinna úr vör- unni fyrir vestan og selja hana smásölum þarf mikið fjár- magn, meira fjármagn en félítil þjóð getur lagt til úr eigin rekstri nema sérstaklega standi á. Meðan miklar sölur eiga sér stað til að- ila, sem greiða jafnskjótt og var- an fer úr landinu, er auðveld- ara að þola þótt greiðsludráttur verði á nokkrum hluta fram- leiðslunnar. En eftir því sem sá hluti verður stærri, því tilfinn- anlegri hlýtur greiðslufresturinn að verða. Þess vegna er það höf- uðnauðsyn að útvega sérstakt fjármagn til að hafa í þessari veltu. Á þessu hefur orðið mis- brestur. Eftir því sem bezt verð- ur vitað, eiga núverandi örðug- leikar SH fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þessa, en hvorki til óhóflegnar fjárfestingar né meiriiháttar mistaka í rekstri. Það er úr bessum misbresti. sem Laugard 17. febr. . þarf að bæta, og allar líkur eru til að unnt sé að bæta, ef allir leggjast á eitt. Ráðið er að afla lána út á vöruna vestanhafs. Að þessu hefur verið unnið s.l. ár og allar líkur benda til að það takist, ef því verður ekki spillt með óviturlegum aðgerðum hér heima fyrir. Glöggt er það enn hvað þeir vilja En ekki tjáir að dylja sigþess, að til eru þeir aðilar, sem vilja spilla markaðinum í Bandaríkj- unum. Kommúnistar leggja á það meginkapp að gera íslend- inga sem allra háðasta viðskipt- um við löndin bak við járn- tjald. Einn liðurinn í því er að reyna að eyðileggja allt það, sem þegar hefur áunnizt í að skapa öruggan fiskmarkað vestan hafs. Þess vegna flytja kommúnistar ár eftir ár tillögur á Alþingi í því skyni að gera þessa viðleitni SH sem allra tortryggilegasta og láta líta út fyrir að af hálfu samtakanna hafi gerzt þeir hlutir, sem knýi Alþingi til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd. Með þessu er reynt að brjóta samtök- in niður eða a. m. k. að gera þau svo tortryggileg. að erfitt verði að afla erlendis nauðsynlegs lánsfjár. Einir fá kommúnistar litlu áorkað í þessum efnum. Því ákafari eru þeir að reyna að sá fræjum tortryggni og úlfúðar, svo að aðrir vinni óþurftarverk- in í þeirra þjónustu. Mjög ríður á, að þátttakendur SH átti sig á hvað á ferðum er. Þeir þurfa sjálfir að gera sitt til að laga þær misfellur, sem fram hafa komið, gæta þess að gerast ekki eigin böðlar og fylgjast ætíð með tímanum, svo að með réttu verði ekki að rekstri þeirra fund ið. Bregðast illa við heilbrigðri gagnrýni Glöggt dæmi þess. hvernig ekki má bregðast við heilbrigðri gagnrýni, eru viðbrögð forystu- manna SÍS við ábendingum um nýjar aðferðir við kjötsölu. Að undanförnu hefur þeim farið fjölgandi, sem óska endurskoð- unar hinna gömlu aðferða. Menn hafa spurt, hvort rétt væri að hafa þann hátt á að flytja skrokk ana út í heilu lagi og hvort ekki mætti spara fé og gera vöruna eirnilegri með því að vinna meira úr henni hér heima, svip- að og t.d. tíðkast með hraðfrysta fiskinn. Þessu máli hefur verið hreyft á Búnaðarþingi og þar skorað á SÍS að taka málið upp. Sú áskorun hefur engan árang- ur borið, ekki einu sinni leitt til greinargerðar SÍS-herr- anna til almennings. Að svo vöxnu máli var þessu nú hreyft á Alþingi. Það bar þegar þann árangur að einn af forstjórum SÍS samdi og birti greinargerð, sem raunar var spillt með óþarfri viðkvæmni og hnútum til þeirra, sem ekki vildu láta málið kyrrt liggja. Út yfir tók þó, þegar mál- ið kom til umræðu á Alþingi. Þá ruddist varaformaður SÍS í ræðustólinn og hélt langa ræðu um „róg‘“ gegn samtökum bænda og aðra ámóta uppbyggi- lega hluti. Með slíku fjasi verð- ur enginn vandi leystur. Bíta höfuðið af skömminni Nýir tímar krefjast nýrra úr- ræða. Það er ekkert svar við nýjung, þó að sannað sé, að hún hafi ekki verið reynd áður og aðrir fari enn hinar troðnu slóð- ir. Hér er vissulega mál, sem er þess vert að það sé kannað til hlítar. Gremja kyrrstöðu- manna yfir eigin vanmætti má ekki lama tilraunir til að ryðja nýjar brautir. Reiði Framsókn- arbroddanna yfir að ráða ekki einir öllu, lýsir sér í flestu þeirra atferli. Nú í vikunni réðust þeir á landbúnaðarráðherra fyrir það, að hann ætti sök á því, að ekki hefðu allir bændur. sem þörf hefðu á, sótt um fyrirgreiðslu samkvæmt bráðabirgðalögunum um lausaskuldir bænda. Sann- leikurinn er sá, að Framsóknar- menn gerðu sitt til að sannfæra bændur um, að bráðabirgðalög- in væru þýðingarlaus, og er þvi þeirra eigin sökin, ef einhverjir hafa látið ginnast af áróðri þeirra. Má segja, »að það sé há- mark ósvífninnar, þegar þeir koma sjálfir fram á Alþingi til þess að halda slíku á lofti. „Viturlegasta pólitíska baráttan“? Blaðaskrif þau, sem orðið hafa um, hver hafi skrifað rúm- lega 80 ára- grein um útför Jóns Sigurðssonar, sýna áhuga á sögu legum fróðleik. En þess eru einnig fá eða engin dæmi, að íslenzk ævisaga hafi orðið mönnum svo að umræðuefni sem bók Kristjáns Albertssonar. Þar um veldur mestu einurð hans og hreinskilni, þótt deila megi um einstök atriði bókarinnar. Hvenær hefur nokkv.ð það verið gert, sem einhvers er virði og ekki er umdeilt? Um það er ástæðulaust að fara fleiri orð- um. En í svari Kristjáns við síðasta Reykjavíkurbréfi er eitt atriði, sem víkja verður nánar að. Hann segir: „Það má deila um hvort Grön dal geti talizt stjórnmálamaður. Og þó er hann hinn eini mað- ur síns tíma sem hafði óbilandi staðfestu til að berjast í tvo ára tugi gegn Ameríkuferðum, og var það viturlegasta pólitíska barátta sem rekin var alla þá tíð.“ Þeim sem lesið hafa sögu Hannesar kemur ekki á óvart dá læti Kristjáns á Gröndal. En með tilvitnuðum orðum hefur Krist- ján sagt meira en rök standa til, einnig í augum þeirra, sem eru honum sammála um, að fjarri fari að Gröndal „hafi ver ið næsta lítill karl í málefnum þjóðar sinnar". Með tilvitnaðri fullyrðingu -fellir Kristján sem sé ósanngjarnan dóm yfir sjálf- stæðisbaráttu íslendinga eftir lát Jóns Sigurðssonar fram að aldamótum. Nú er það að vísu svo, að deila má um, hversu raunhæfar tillögur Benedikts sýslumanns Sveinssonar, forystumanns á þessu timabili, hafi verið í sjálf- stæðismálinu. Aldrei verður fullyrt um, hvemig farið hefði, ef eitthvað hefði orðið, sem ekki varð. Tillögur Benedikts sýslumanns náðu ekki fram að ganga, þess vegna skar reynslan ekki úr um framkvæmd þeirra. Mjög verður þó að efast um, að þær hefðu orðið jafnóraunhæf- ar og Sumir hafa talið, bæði fyrr og síðar. Forsenda heima- stjórnarinnar Aðalatriði þeirra var, að Benedikt vildi, að Danakonung- ur skipaði hér ríkisstjóra, með svipuðum hætti og Bretadrottn- ing gerir enn í samveldislönd- um Breta. Við hlið þessa ríkis- stjóra, umboðsmanns konungs, átti svo að vera íslenzkt ráðu- neyti með ábyrgð fyrir Alþingi. í brezku samveldislöndunum hefur þetta tekizt svo, að sam- band við Bretland hefur hald- izt, þó að þau öðluðust fuUt sjálfstæði. Á dögum Benedikts sýslumanns og fram í fyrri heimsstyrjöldina má segja, að viðfangsefnið, ekki einungis hjá Dönum heldur og hjá meiri- hluta íslendinga, hafi verið að finna sambandinu milli íslands og Danmerkur það form, sem gæti haldizt. Meirihluti Islend- inga var þá enn ekki orðinn sannfærður um, að skilnaður væri rétta leiðin. Miðað við þessar aðstæður liggur nærri að halda því fram, að tillögur Benedikts sýslumanns hafi verið hinar einu raunhæfu tillögur, þ.e. þær einu, sem hefðu gert mögulegt að konungssamband íslands og Danmerkur héldist til frambúðar. Hvaðeina verður að skoða í ljósi síns tíma. Um þetta mætti skrifa miklu lengra mál, en það eitt sagt að lokum, sem alls ekki má undan fallast, að án baráttu Benedikts sýslumanns Sveinssonar og þreytu Dana á „kvabbi“ hans, hefði verið vonlaust að fá heimastjórnina þegar hún fékkst. Úr þeirri baráttu má þess vegna ekki gera lítið, jafn- vel þótt árangur hennar yrði annar en frumkvöðull hennar ætlaði og kæmi ekki í Ijós fyrr en að honum látnum-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.