Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 20
20 Moncinsni. aðið Sunnudagur 18. febr. 1962 Barbara James: 30 te| " • • rogur og feig Já. Auðvitað tók ég ekkert mark á því, enda þótt ég vissi, að hún væri með einhvern blóð- sjúkdóm, sem hún var að leita sér lækninga við. En hún hélt áfram: ,,Það er eins gott, að þú vitir, að ég geng með ólæknandi sjúkdóm. Ég hef enga von. Ég get ekki nfað nema fáa mánuði enn. Ég er dauðadæmd. Æ, góða hættu þessum leikaralátum, sagði ég og skellti aftur hurðinni á eftir mér. Og þetta var það síð- asta sem ég sá 'af Crystal. En þú hefur nú samt trúað henni nægilega til þess að leita Lísu uppi í Norchester. Ó, mikil grimmdarskepna geturðu verið, sagði ég og mér var alvara. Þú vilt náttúrlega ekki hlusta á málsbætur ef einhverjar kynnu að vera? sagði hann. Eru þær nokkrar til? Allt til þessa dags veit ég ekki, hvor.t ég trúði Crystal eða ekki. 1 Norchester var ég að leika í Bókasafnsleikhúsinu, sem er í sömu byggingu og Bæjarbóka- safnið. Óg þá gat varla hjá því farið, að ég færi þangað af for- vitni, til að sjá Lísu. Og hún stóðst þér ekki snúning fremur en Rory Crystal, eins og þú sagðir? sagði ég gremjulega. Það sem þú hefur hingað til sagt, kann að vera satt, Rosaleen, en nú ertu farin að vaða reyk. Það ólíklega skeði. Við urðum ástfangin — eins og fólk verður í einu tilfelli af hundrað. Slíkt hafði aldrei komið fyrir mig áð- ur, í öllum þeim ástarævintýrum, sem ég hef átt í. Ég hefði næstum getað trúað. að þetta væri satt, svo einlægur virtist hann vera, þegar hann sagði þetta. Þú getur nú varla ætlazt til, að ég trúi þessu, sagði ég. Mér er nákvæmlega sama, hvort þú trúir því eða ekki. Sjálf ur veit ég, að það er satt. Þú heldur, að ég muni gera Lisu ó- hamingjusama, en ég veit það gagnstæða. í fyrsta sinn á æv- inni er ég að takast á hendur það, sem ég veit, að mér muni takast. Hún skal aldrei þurfa að iðrast eftir að hafa gifzt mér. Einbeitn- in skein út úr röddinni. Ég horfði á hann steinhissa. Maður neyðist líklega til að trúa þér. En svo er eitt. Ég vil ekki láta særa Lísu og ég vil þessvegna ekki, að hún viti um þetta álit, sem þú hefur á mér. Og ég kysi helzt, að hún fengi aldrei að vita, að Crystal hefði sagt mér af þessum banvæna sjúkdómi sín- um — að minnsta kosti ekki strax, ekki fyrr en hún er orðin svo viss um ást mína, að ekkert geti hnikað þeirri sannfæringu hennar. Þú veizt ósköp vel, að ég færi aldrei að segja henni það. Það mundi ég seinast af öllu gera að fara að særa hana. Ég veit, að þér finnst hún of góð handa mér, og vitanlega er það ekki nema satt: hún er það. Hún hefur ýmsa þá eiginleika, sem ég hef ekki fundið hjá nokk- urri stúlku áður. Og einhvern veginn finnst mér ég aldrei eins léleg persóna, þegar hún er með mér. Hún hefur gefið mér sjálfs- álit, sem ég hélt ekki að ég ætti til. Þú ert undarlegur maður, Tony, sagði ég. Erum við það ekki öll? Og nú skipti hann yfir í kæruleysisleg- an leikaratón aftur. Jæja, ég er búinn að segja það sem ég átti að segja. En ef þetta hefur allt verið kaupmennska hjá mér, eins og þú auðvitað heldur, þá sérðu, að ég hafði enga ástæðu til að myrða Crystal. Hún var búin að segja mér, að hún ætti skammt eftir ólifað. Það var því engin ástæða til að fara að flýta fyrir henni. Og alltof áhættusamt. Vissi Crystal, að þú hafðir hitt Lísu og gifzt henni? Nei ég vildi ekki láta hana vita það fyrst um sinn. Ég var hræddur um, að hún gæti éitrað huga Lísu gagnvart mér. Hún hafði nú góða ástæðu til þess. Ég er viss um, að það hefði orð ið eins erfitt að sannfæra hana eins og þig um, að ég elska Lísu raunverulega. Jafnvel mér sjálf- um finnst það ótrúlegt. En það er bara bláköld staðreynd. Jæja, nægir þér þetta, Rosaleen? Ætl- arðu að strika mig út af skránni þinni yfir grunaða? Ég hef aldrei beinlínis haft þig grunaðan, Tony, en hinsvegar hef ég tekið það í mig að komast að eins miklu og ég get hjá öll um, sem þekktu Crystal eða höfðu eitthvert samband við hana. Ég get ekki skilið hversvegna lögreglan hefur ekki viljað taka dauða hennar sem blátt áfram sjálfsmorð, því að úr því að hún var svona alvarlega veik, var það meir en nægileg ástæða, sagði hann. Finnst þér hún hafa verið þannig stúlka, að hún væri líkleg til að fremja sjálfsmorð? Því ekki það... .eins og á stóð. Hann hélt áreiðanlega ekki, að hún væri líkleg til þess, þóttist ég alveg viss um. Ég hef enga hugmynd um á hvaða tíma á þriðjudaginn — eða var það kannske á miðviku- daginn — hún dó, svo gð ég gæti komið mér upp almennilegri fjarvistarsönnun, en svo mikið er víst, að ég var hvergi í nánd við Knightsbridge, hvorn daginn sem það nú hefur verið. Knightsbridge? Já, er það ekki þar, sem hún átti heima? Jú..jú, auðvitað. Ég var farin að halda, að nú orðið vissu allir, að hún hefði dáið í Axminsterhúsinu. Og ég fór að velta því fyrir mér, hvort Tony væri að gera sér læti — hvort hann væri einn þeirra, sem vissi það sanna. Tony, sagði ég allt í einu. Þekkir þú stúlku sem hét Tina Hall? Ég horfði fast á hann. Ef til vill hefur hann tekið einhvern ofurlítinn kipp við nafnið, en kannske hefur það líka bara veir- ið ímyndun mín. Tina Hall? -sagði hann og hleypti brúnum, rétt eins og hann væri að reyna að kannast við nafnið. Nei, það held ég ekki .. nei, ég þekki hana áreiðanlega ekki. Hver er hún? Hún var aðstoðar-leiksviðs- stjóri við þessa sýningu, sem lög- reglumaðurinn var að minnast á í gær — ,,Gullársönginn“. Já, það er satt. Mér þætti gam- an að vita, hversvegna hann fór að vekja það upp aftur, svaraði hann kæruleysislega. Annaðhvort var hann fullkomlega var um sig, eða þá hann hafði engu að leyna. XV. Af ásettu ráði kom ég í leik- húsið um kvöldið, eftir að tjaldið var komið upp. Ég vissi, að Rory mundi ekki vera í búningsher- berginu sínu aftur, fyrr en í næsta hléi. Hann notaði annars skiptiherbergið við sviðið, þegar skipta þurfti á svipstundu. Þegar é'- fór inn hitti ég engan nema bakdyravörðinn. Búningsherberg ið var manntómt. Hátalarinn var í gangi og ég heyrði rödd Rorys og svo hláturrokurnar, sem ég kannaðist svo vel við. Eg öfund- aði Rory. Á leiksviðinu var hann alltaf rólegur og gat þá losnað frá öllum áhyggjum og hræðslu og grunsemdum. Káti maðurinn á sviðinu var algjörlega laus við allar einkaáhyggjur, hann lifði aðeins fyrir sjálfan sig og áhorf- endurna, sem tóku honum með hlátri og gleði. Bert hrökk við þegar hann kom inn og sá mig. Gott kvöld. frú Day, sagði hann kurteislega, en þó var eins og augnatillitið væri eitthvað ávít- andi. Við röbbuðum um daginn ajlltvarpiö Sunnudagur 18. febrúar. 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðingar um músik: „Orð og tónar“ eftir Carl Niels- en; síðari hluti (Ámi Kristjáns- son). 9.35 Morguntónleikar: a) Píanósónata í a-moll (K310) eftir Mozart (György Cziffra leikur). b) Lokaatriði 3. þáttar í „Val- kyrjunni'* eftir Wagner (Bir- git Nilsson og Hans Hotter syngja). c) „Tasso", sinfónískt ljóð nr. 2 eftir Liszt (Fílharmoníusveit Berlínar leikur; Fritz Zaun stjómar). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Óskar J. borláksson. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson.) 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 íslenzk tónlistarkynning: Jón Leifs tónskáld skilgreinir Sögu- sinfóníu sína; V. kafla: Þormóð Kolbrúnarskáld. (Leikhúshljóm sveitin í Helsinki leikur; Jussi Jalas stjórnar). 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan ^,1 Pagliacci" eftir Leoncavallo (Jussi Björling, Victoria de los Angeles, Leonard Warren, Ro- bert Merill o.fl. einsöngvarar syngja með Robert Shaw-kórn- ur.i og RCA-Victor hljómsveit- inni. Stjórnandi: Renato Cellini. — Guðmundur Jónsson flytur skýringar). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veður- [' fregnir). a) Jósef Felzmann Rúdólfsrson og félagar hans leika. b) Merlin og tríó hans leika létt lög. 16.15 Endurtekið leikrit: ,,Aðan“ eftir Hubert Henry Davies, í þýðingu Baldurs Pálmasonar. Lelkstjóri: Indriði Waage. (Áður útvarpað 6. maí s.l. vor). 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari): a) Fyrstu bernskuárin; síðarl hluti (Lilja Kristjánsdóttir segir frá). b) Ingibjörg Steinsdóttir leik- kona segir tvær stuttar sög- ur af honum Kubba. c) Óskar Halldórsson cand. mag. les fyrri hluta sögunnar „Hengilásins" eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. 18.20 Vfr. — 18.30 „Ó, hve fögur er æskunnar stund“: Gömlu lögin. 19.10 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Tónleikar í útvarpssal: Tveir tékkneskir félagar Sinfóníu- hljómsveitar ísl-.nds, Milan Kan torek sellóleikari og Karel Paulc ert píanóleikari, flytja tvö verk eftir Josef Suk; Ballötu og Serenötu. 20.15 I>áttur af Duggu-Eyvind (Snorrl Sigfússon fyrrum námsstjóri). 20.40 Einsöngur; Boris Christoff syng- ur lög eftir Rakhamaninoff; Alexandre Labinsky leikur undix ú píanó. 21.00 Spurningakeppni skólanemenda; VI. þáttur; Samvim jkólinn og Verzlunarskóli íslands keppa (Guðni Guðmundsson og Gestup I>orgrímsson stjórna þættinum), 22.00 Fréttir og veðurfr. —- 22.10 Dans- lög. — 23.30 Dagskrárlolt Mánudagur 19. febrúar. * 8.00 Morgunútvarp (Bæn; Séra I>or- steinn Björnsson. — 8.05 Morgun leikfimi: Valrimar Örnólfsson stj. og Magnús Pétursson leikur undir. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 835 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar), 12.00 Hádegisútvai*p (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur; Um rannsóknir á beitilöndum og nýtingu þeirra (Ingvi Þorsteinsson magister). 13.30 „Við vinnuna“; Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillc, — Tónleikar. 16.00 Veðurfr. Tónleikar. 17.00 Fréttir). 17.05 Tónlist á atómöld (I>orkell Sigur björnsson). 18.00 í góðu tóni: Erna Aradóttir tal- ar við unga hlustendur. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 í>ingfr, — Tónleikar, 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarssoil cand. mag.). 20.05 Um daginn og veginn (PáU Kolka læknir). 20.25 Einsöngur: Árni Jónsson syngup við undirleik Fritz Weisshapp- els. a) „Sáuð þið hana systur mína'* eftir Pál ísólfsson, b) Tvö lög eftir Árna Björns- son: ,,Rökkurljóð“ og „Nú er sól og vor." c) „Ság mig god natt“ eftir Lilian Ray. d) „Ideale" eftir Tosti. 20.45 Annar þáttur frá skákmótinu f Stokkhólmi / eftir Helga Sæ- mundsson ritstjóra (André* Bjömsaon •^’flytur). 21.05 Tvö tónverk eftir Ravel: Hljóm- sveit tónlistarháskólans í Parí« leikur „Alborada del Gracioso4* og ,,Bolero“; Albert Wolff stj. 21.30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus- ar“ eftir J. B. Priestley; XIV, (Guðjón Guðjónsson). 222.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lestur Passíusálma hefst. Lesarij Séra Sigurður Stefánsson vígslu- biskup. Kvartett syngur gömul lög við sálmana, útsett af Sigurði Þórðarsyni. Söngfólk: Þuríður Pálsdóttir, Magnea Waage, Er- lingur Vigfússon og Kristinn Hallsson. Organleikari: Dr. Páí| ísólfsson. 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson) — 23.10 Dagskrárlolc, GUNNARJÓNSSON LÖGMAÐUR vi8 undirrétti og hæstaréM Þingholtsstræti 8 — Sími 18259 — Ungfrú Ása, augnaráð yðar er sem flauel, hárið sem silki og húðin eins og satín á 350 krónur metrinn. Vegleg afmælisgjöf RITSAFN 3ÖNS TRAUSTA 8 bindi. Verð kr: 1500.— Fæst hjá bóksölum. X- X- >f GEISLI GEIMFARI X- X- X- .* — O, þetta eru hræðilegar fréttir! — Hvað er að, doktor Hjalti? Og Hjalti sýnir Geisla fréttina um lát Alexanders Prestons. — Það var leiðinlegt. Hann var framúrskarandi maður. Sífellt að vinna nýja vísindasigra. Hmmm.... Skyldi hann hafa lokið tilraunum í sambandi við síðasta leyniverkefnið áður en hann lézt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.