Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 17
Sunnudaeur 18. febr. 1962 MORGrNRLAÐlÐ 17 Ragna Brynhildur Nielsen lyíiiming Á MORGUN, mánudag 19. febr. fer fram frá Fossvogskirkju jarð arför Brynhildar. Það kom okkur engum á óvart, sem til þekktum, þegar við fréttum látið hennar Billy, en svo var hún oftast nefnd. All- ir undruðust hve lífsorka og þrek hennar var ótæmandi, því það má segja að hún barðist við heilsuleysi og mótlæti alla eevi, allt frá bernskuárum. En það var eins og hún stæltist við hverja raun, og hversu mikið, sem á hana var lagt, var hún alltaf söm og jöfn. Hvar sem hún fór, bar hún með sér birtu og yl eins og sólargeislinn, hvort sem hún var í glöðum hópi vina og ættingja eða hún lá á sjúkrabeði þraut- um hlaðin. Ég minnist aldrei eð hafa heyrt hana kvarta, en tU þess þarf meira en meðal- mennsku, í hennar sporum. — Billy var sá persónuleiki, sem aldrei gleymist þeim, sem kynntust henni. Mér verður oft hugsað til hennar og hennar líka, þegar ég heyri fólk kveina og kvarta undan smámunum daglegs lífs. Það er þroskandi að kynnast þeim, sem geta brosað í gegn um tárin, þeim, sem geta með einu brosi endur- speglað von og trúarvissu á hið háleita og göfuga í tilverunni, gegnum sárustu þjáningar og sorg. t>að gat hún Billy. Hún var fædd 23. ágúst 1917 f Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústa Helgadótt- ir, Andréssonar, skipstjóra frá Flateyri og Gísli Kjartansson, sem var gjaldkeri hjá heild- verzlun Garðars Gíslasonar. — Gísli var sonur séra Kjartans Kjartanssonar frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, sem var prestur að Stað í Grunnavík og síðar að Staðarstað í Staðarsveit og fyrri konu hans Kristínar Bry n j ólf sdóttur, Jónssonar, prests 1 Vestmannaeyjum. Billy ólst upp í foreldrahús- um við beztu skilyrði. Heimili þeirra hjóna var sannkallað menningarheimili og réði gest- risni þar ríkjum. í>ví eiga marg- ir þaðan Ijúfar minningar. En, eins og áður er sagt, naut hún ekki lífsins, eins og efni 6tóðu til, vegna veikinda. Allar leiðir lágu henni opnar til mennt unar, sem hún þráði, því hún var góðum hæfileikum gædd. Þrátt fyrir þau vonbrigði, sem hún þá varð fyrir, var hún sól- argeislinn á heimilinu. Föður einn missti hún 17. febr. 1930, oðeins 34 ára gamlan. Var mik- ill harmur að honum kveðinn. Ólst hún síðan upp hjá móður Sinni. Þann 29. maí 1937 giftist hún Ólafi Nielsen skrifstofustjóra hjá „Keilir“, hinum ágætasta dreng. Þau eignuðust þrjú böm, Erlu, f. 1942, Niels Christian, f. 1946 ©g Kjartan Ólaf f. 1951, sem oll eru á lífi og hin mannvæn- legustu. Þann 27. des. 1951 missti hún mann sinn, rúmlega fertugan. Sambúð þéirra varð því aðeins 14 ár. En þau ár voru bjartasta tímabilið í ævi hennar. Það má segja að heimili þeirra geislaði af hlýju ogbirtu. sem á rætur sínar í hinni sönnu menningu og siðgæði, enda bera bömin og heimilið þess skýr- astan vott. Nú, þegar hugurinn reikar til baka og minningarnar svífa fram á sjónarsviðið, þá koma mér í hug orð skáldsins: „Englarnir gengu um með söngva sína eins og ker full af skæru lindarvatni meðal hinna þyrstu stjarna og himnarnir áttu sér engin takmörk.“ í þeirra hópi sé ég þig Billy. Sigrún Gísladóttir. Iðja félag verksmiðjufólks F ramboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kosningu stjórnar, varastjórnar, trún- aðarmannaráðs og varamanna, endurskoðenda og varaendurskoðenda. Framboðsfrestur er ákveðinn til kl 6 e.h. miðviku- daginn 21. febrúar 1962. — Hverri tillögu (lista) skulu fylgja skrifleg meðmæli 100 fullgildra fé- lagsmanna. Reykjavík, 18. febrúar 1962. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks, Reykjavík Símavarzla \ Óskum eftir að ráða röska stúlku til síma- vörzlu. Vétritunarkunnátta nauðsynleg. Eggert Kristjánsson & Co. hf. Bygging lögregiustöðvar í Reykjavík Útboð Tilboð óskast í að byggja lögreglustöð í Reykjavík, Uppdrátta og útboöslýsingar má vitja hjá Húsa- meistara ríkisins, Borgartúni 7; gegn 1000,— króna skilatryggi ngu. 17. febrúar 1962. Lögreglustjórinn í Reykjavík Nýtt Nýtt Höfum kynnt okkur nýjustu hreinsun og meðhöndiun á hvers konar skinnjökkum. Hreinsum apaskinn, rússkinn og aðrar skinnvörur EFNALAUGIN BJÖRG Solvallagotu 74. Sími 1.3237 Barmahlíð 6. Sími 23337 Skólnvást í Englondi Menningarsaxnband Gabbitas Thring í Englandi, veitir öllum, sem þess óska, upplýsingar um skóla og heimili á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu. Er hér um að ræða allar tegundir skóla og nám- skeiða, einkakennslu sumarnámskeið og annað er kennslumálum lýtur. Hópferð verður farin til Eng- lands á vegum Mímis þ. 2. júní. Þá getur menn- ingarsambandið einnig veitt íslenzkum stúlkum vinnu við heimavistarskólana og fleira. Upplýsingar á sknfstofu vorri daglega kl. 6—9 eftir hádegi (ekki í síma). Málaskólinn Mimir Hafnarstræti 15. LÆRID FUNDARSTÖRF OG MÆLSKU HJÁ ÓPÓLITtSKRI FRÆÐSLUSTOFNUN Eftirtaldir námsflokkar hefjast 4. marz: Nr. 1. Fundarstórf og mælska. 10 málíundir með leið- sögn um fundarstörf og mælsku. Kennari: Hannes Jóns- son, MA. Fundartími: áunnudagar kl. 4—6. Þátttöku- gjald kr. 250,00. Nr. 2 Verkalýðs- og efnahagsmál: Erindaflokkur um efni, sem varðar alla launþega. Flutningstími: Sunnu- daga kl. 2—3,30. Tvö erindl hvern sunnudag. Þátttöku- \ gjald kr. 150,00. Fyrirlesarar og efni erindanna: Þróun og grundvöllur verkalýðsbaráttunnar, Hannes Jónsson MA. Sögulegur uppruni verkalýðshreyfingarinnar, Haraldur Jóhanns- son, MSc; íslenzk verkalýðshreyfing i dag, Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, Félög atvinnurekenda saga þeirra, tilgangnx og starfsliættir, Björgvin Sigurðsson, lögfr.. frkvstj. Vinnuveitendasambandsins; Réttarstaða íslenzkra verkalýðsfélaga, Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari; Erlend vinnuíöggjöf og sáttaumleitanir í vinnudeilum, Hannes Jónsson, MA; Efnahagsgrundvöll- ur kjarabaráttunnar 1. Kenningarnar um verðmæti vinnunnar, dr. Benjamin Eiríksson, bankastjóri; Efna- hagsgrundvöHur kjarabaráttunnar II: Kaupgjald, verð- lag og tekjuskipting við skilyrði efnahagsframfara, Bjarni B. Jónsson, hagfræðingur; Alþýðutryggingar og félagslegt öryggi, Margrét Steingrímsdóttir, félagsmála- fulltrúi; Stjórnarhlutdeild verkalýðsins í atvinnurekstr- inum og önnur hjálpariæki kjarabaráttunnar, Hannes Jónsson, MA. Kynnið ykkur röksemdir kjarabaráttunnar hjá ópólitískri fræðslustofnun Innritunar- og þátttökuskírteini seld í Bókabúð KRON, Bankastræti FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN Sími 19624 RAKAMÆLAR í þurrkofnum, t. cL f FISKIÐNAÐI * VERKUN SKINNA * TIMBURMEÐFERÐ Ó LANDBUNAÐI | FRYSTIHÚSUM t MATVÆLAGEYMSLUM Ó S AMKOMUHÚ SUM og víðar má bæta framleiðsluna og spara eldsneyti með öruggri raka- stigsmælingu- og stýringu. LiCl - mælar eru öruggir í rekstri, þurfa ekki sama viðhald og aðrar algengar tegundir rakamæla. LiCl - mælar geta sýnt absolut- eða relatifc-rakastig, en vitneskja um absolut-rakastig er þýð- ingarmikill fyrir stýringar á þurrkofnum. Mælana má nota til þess að vara við eða hindra hættu á að dögg falli, t. d. í geymsl- um og gripahúsum. LiCl - mælar að gerð Weiss- Hart- mann & Braun hafa óvenju breitt svið, allt frá -h-30 °C til —f-100 °C og eru nothæfir allt að 130 °C. Leitið aðstooax- um þetta og annað á sviði mælinga o< stýringa hjá, HVERFISGÖTU 50 — SÍMI 2294«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.