Morgunblaðið - 25.03.1962, Síða 8
8
MORGUNBJ 4ÐI»
Sunnudagur 25. marz 1962
Prófessor Sigurður Nordal:
Stofnun Jdns Sigurðssonar
AL.L.AR horfur eru á >ví, að á
þessum áruim sé ýmislegt að ger-
ast í senn, sem um langan aldur
verði talið marka tímamót í
ástundun þjóðiegra fræða á ís-
landi. Má þar fyrst nefna Vís-
indasjóð, sc-m smám saman er að
íá meiri fjárráð með tillaginu frá
Seðlabankanum og mun geta
Mynnt drjúgum að þessum fræð-
um, þótt hann hafi í mörg horn
að líta. Þá má telja, að nú sé
iryggS endurfheimt isienzkra
handrita frá Danmöriku, sem vel
mlá við una, og mun heimflutn-
ingur þeirra verða einn af stór-
viðburðum í þjóðarsögunni. Á
50 ára afmæli Háskóla íslands
tilkynnti núverandi menntamála-
ráðherra fyrirætlun ríkissjórn-
arinnar um að koma upp sér-
sialkri stofnun til þess að annast
útgáfustarfsemi og rannsóknir á
sviði íslenzkrar tungu, sögu og
menningar, og er frumvarp urn
þá stöfnun nú á leiðinni gegnum
þingið. Loks hefur ríkisstjórnin
nú hafizt handa um undirbúning
þess að reisa nýtt bókasafnshús,
sem er liið mesta nauðsynjamál.
Og ekki er minnst um það vert,
að um allt þetta virðist nú meiri
samlhugur en flest önnur mál,
sem á dagskrá eru.
í samanburði við þessar að-
gerðir mun mörgum finnasf, að
sá ágreiningur, sem er uim nafn
áður nefndrar útgáfu- og rann-
sóknarstofnunar, skipti ekki
milklu máli. Þess er þó að gæta,
að þar sem t. a. m. fjárveitingar
til hennar má alltaf auka og
ýmsu í skipulagi hennar breyta,
þá mun hún áfram bera það
nafn, sem hún hlýtur nú í upp-
hafi. Það nafn mun ósjálfrátt
ráða nökkru um stefnumark
hennar og starfsemi, virðingu
hennar og. vinsældir.
Eins og kunnugt er af þing-
fréttum, hefur stofnun þessi í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar ver-
ið nefnd Handritastofnun íslands,
og var það nafn upphaflega ein
af uppástungum heimspekideild-
ar til bráðabirgða. Síðan hafa
bæði stjórn Félags islenzkra
fræða og heimspekideild mælt
eindregið með öðru því nafni,
sem þegar áður hafði komið til
greina: Stofnun Jóns Sigurðsson-
ar. Óhætt er að fuUyrða, að þetta
nafn hefur eignazt því meiri
ítök í yfirgnæfandi meiri hluta
þeirra, er íslenzk fræði stunda,
sem þeir hafa rætt það og hugs-
að betur, — Og ekki sízt hinum
yngri mönnum.
í bréfi því, sem stjórn Félags
íslenzkra fræða hefur sent
menntamálanefnd neðri deildar
Og síðan öllum þingmönnum, eru
færð. fleiri rök fyrir þessu nafni
en hér er rúm eða ástæða til
þess að telja. En lauslega skal
minnt á þessi atriði:
1) Þessari stófnun er ætlað
miklu víðtækara starfsvið en
nafnið Handritastofnun mundi
gefa til kynna. Þetta sést m. a.
af því, að þjóðminjavörður er
einn þeirra manna, sem sjálf-
kjörnir eru í stjórn hennar. Það
mun líka einsætt, að svo mikil
þörf sem er á nýjum útgáfum
og rannsóknum handrita, þá eru
ýmsar aðrar rannsóknir ís-
lenzkrar sögu, menningar og
tungu ekki síður aðkallandi.
2) Eins og kunnugt er, verður
það skilyrði af hálfu þjóðþings
Danmerkur, er handritunum verð
ur skilað, að hér verði komið á
V ornámskeiÖin
hefjast mánudaginn 9. apríl og standa yfir til
30. maí. Kennt verður þrisvar í viku, og verða 20
kennslustuniir í hverju námskeiði. Lögð verður
áherzla á þá þætti tungumálanna, sem koma að
mestu gagni við utanferðir.
Enska, danska, þýzka, spænska, ítalska, franska,
rússneska, íslenzka fyrir útlendinga.
Innritun alla þessa viku kl. 6—9 síðdegis.
Málaskólinn Mímír
Hafnarstræti 15 (sími 22865).
m. Jón Sigurðsson.
fót „Stofnun Árna Magnússonar
•á íslandi" (iþví að annar hluti
þeirrar stofnunar verður áfram í
Höfn). Það ér líka óhjákvæmilegt,
að handritin frá Danmörku verði
látin vera sérstakt safn óg halda
sínum gömlu númerum, sem áð-
ur hefur verið vitnað til, hvort
sem þau eru úr Árnasafni eða
Konungsbókhlöðu. Þessu skilyrði
er ekki fullnægt með nafninu
Handritastofnun. Annaðhvort
verður að kenna stofnunina alla
við Áma Magnússon, sem flest-
um mundi þykja ofrausn, eða
hafa nöfnin tvö, og mundi þá
ekki illa fara á því, að Íslending-
ar notuðu tækifærið til þess að
sýna nafni Jóns Sigurðssonar
sömu ræktarsemi sem Danir
nafni Árna Magnússonar. „Sýn-
ist stjórn Félags íslenzkra fræða
fara vel á þeirri verkaskiptingu,
að þau útgáfu- og fræðistörf, er
sérstaklega varða handrit Árna-
safns, verði á vegum þeirrar
deildar stofnunarinnar, er ber
nafn Á. M., en önnur útgáfustörf
verði á vegum Stofnunar Jóns
Sigurðssonar. Með því móti yrði
á veglegan hátt minnzt þeirra
tveggja manna, sem íslenzk fræði
standa í hvað mestri þakkarskuld
við.“
3) Það verður að telja ómet-
anlegan styrk fyrir þessa stofn-
un, bæði út á við og inm á við,
að vera kennd við þann mamn,
sem var bæði ástsælasti leiðtogi
þjóðarinnar og brautfyðjandi um
visindaleg vinnubrögð í íslenzk-
um fræðum. Með því mundi ís-
lenzka lýðveldið minnast 150 ára
afmælis Jóns Sigurðssonar á
þamn hátt, sem því væri sam-
boðið, — eins og íslendingar und-
ir heimastjórn minntust aldar-
afmælis hams með stofnun Há-
skóla íslands.
Mig langar að lokum í sam-
bandi við þetta mál að benda á
eina ógreidda skuld við minn-
ingu Jóns Sigurðssonar, sem fá-
ir virðast muna eftir. Það var
síðasta verk Ingibjargar Einars-
dóttur, samkvæmt því sem hún
vissi um vilja Jóns sjálfs, að
stofna sjóð af þeim eignum
þeirra hjóna, sem hún þóttist
mega ráða yfir. Þessi sjóður,
Gjöf Jóns Sigurðssonar, var
talsvert fé á þeim tíma, 8500
krónur, — og það voru dýrar
krónur, því að þetta var þriðj-
ungur þess fjár, sem ísland
hafði greitt fyrir hið ómetan-
lega bóka- og handritasafn Jóns.
Hvað mundum við í okkar
krónum virða einungis eitt þess-
ara handrita: Passíusálmahand-
rit Hallgríms Péturssonar? En i
nútímapeningum er gjöf Jóns
Sigurðssonar orðin svo vesöl,
að þau rausnarhjón mundu
hafa roðnað yfir því að gefa Is-
landi aðra eins smámuni, og
þingmenn mega, hvert sinn sem
þeir kjósa í stjórn þessa sjóðs,
blygðast sín fyrir ráðsmennsku
þjóðarinnar á honum. Það væri
að vísu hugsanlegt að reyna að
lappa upp á sjóðinn með sér-
stakri fjárveitingu. En hér er
annað og betra tækifæri til
yfirbóta — og óvís.t, hvenær
slíkt tækifæri kemur aftur:
Endurreisum Gjöf Jóns Sigurðs-
sonar sem Stofnun Jóns Sigurðs-
sonar og búum svo að henni, að
samboðið sé höfðingslund þeirra
hjóna. Og trúum því og treyst-
um, að gifta muni fylgja því
nafnL
Sigurður Nordal.
Fatlaðir á Siglufirði
framleiða vettlinga
SIGLUFIRÐI, 20. marz. —
Vinnuvettlingagerð hefur tekið
til starfa á vegum Siglufjarðar-
deildar Sjálfsbjargar, félags fatl-
aðra og lamaðra, en það var
fyrsta deildin úti á landi sem
stofnuð var.
í fyrra keypti félagskapurinn
neðri hæð hú^eignarinnar Tún-
götu 11. Hefur hæðinni verið
breytt og gerð þar vinnustofa
og keyptar fullkomnar vélar til
að framleiða vinnuvettlinga. —
Hugsar félagið sér að framleiða
fyrst um sinn fyrir siglfirzkan
markað. En að sjálfsögðu er
seinna meir ætlunin að reyna
Vantar vana
aðgerðarmenn og flakara
Sænsk-íslenzka frystitiúsið h-f.
ÞVOTTADUFT
ÓDÝRASTA
PLASTPOKA
ÞVOTTADUFTIÐ
að vinna markað víðar. Og ef
þetta gengur vel, að auka fjöl-
breyttni framleiðslunnar. Hefur
félagið fengið lán hjá Trygg-
ingarstofnun ríkisins til þessarar
starfsemi og 10 þús. kr. fjár-
veitingu á ári í styrk frá Siglu-
fjarðarbæ.
Fatlað fólk situr fyrir um
vinnu í vinnuvettlingagerðinnL
Þar starfa nú 5 stúlkur. Verk-
stjóri er Guðný Stefánsdóttir,
en umsjónarmaður saumastof-
unnar er Guðmundur Jónasson.
Félag Sjálfsbjargar á Siglufirði
er fjölmennur félagsskapur, sem
hefur farið vel af stað og virð-
ist starfsemi hans ætla að gefa
góða raun. Formaður er Eggert
Theodórsson.
— Stefán.
Kaup — Sala
Schamongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá,
0. Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
I
X. O. G. V.
Stúkan Víkingur nr. 104.
Fundur mánudag kl. 8,30 1
GT-ihúsinu. i
Venjuleg fundarstörf.
Sigurður Guðmundsson segir
frá ferð sinni um Bandaríkin.
Mætið vel.
Stúkan Verðandi nr 9.
Fundur þriðjudag kl. 8,30.
Venjuleg fundarstörf.
Bögglakvöld Systrasjóðsins.
Félagar fjölmennið
Æðstitemplar.
Svava nr. 23.
Fundur í dag.
Margt til skemmtunar, svo
sem: Danssýning, söngur og dana-
að eftir fund.
Gæzlumenn.
Stúkan Framtíðin nr. 173.
Fundur mánudag kl. 8,30.
Kosning emibættismanna.
Hagnefndaratriði.
Góð fundarsókn er Góðtempl-
urum til sóma.
ÆT.
Félagslíl
Valur 2. og 3. flokkur.
Knattspyrnuæfingin verður kl,
5 í dag (ekki kl. 2).
íyálfarar.