Morgunblaðið - 25.03.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.03.1962, Qupperneq 10
10 TSBEBM MORGVNBLAÐIB Sunnudagur 25. marz 1961 MW * Oveðurshrollur í frönskum stjórnmálum i PARÍS, 21. marz. — Hinn opinberi' endir sjö ára stríðsins í Alsír varð ó- hjákvæmilega nokkuð lág kúrulegur og allir stögluð- ust á: „Vopnahlé er ekki friður.“ Þótt rórra yrði í fyrstunni spáði það stormi en ekki góðviðri. Fyrstu þórdunumar heyrðust fljót lega — sprengjuvörpuárás ir OAS í Alsír og alvaileg vopnaviðskipti í vestur- hluta landsins. Agi FjLN hefur hjálpað til að stemma stigu við skaðan- um, en Frakkar líta til fram- tíðarinnar fremur með. ugg en létti. Hér fögnuðu engir vopnahléinu og umræður þingsins um samninga Frakka og FLN byrjuðu heldur dap- urlega. M. Michel Debré, for- sætisráðherra, hélt hálfrar stundar ræðu í hálfhryggum tón og sagði, að á næstu stundum yrði gert út um, hvort vopnahléssamningamir næðu árangri. Meðan á ræð- imni stóð var lítið um fagn- aðarhróp, og enginn greip fram í. Umræðumar urðu heitari síðar, þegar þingfull- trúar hægri flokkanna, sem vitað er að hafa samúð með OAS, fordæmdu samningana sem föðurlandssvik. En stuðn ingsmenn vopnahlésins virt- ust hafa hægt um sig. Margir þingmenn, sem kosnir höfðu verið vegna stuðnings við „franskt Alsír“, sátu vandræöalegir undir á- rásum hinna róttæku hægri sinna. Aðrir voru ekki ánægð ir með kröfu de Gaulles, hershöfðingja, um að fáfrjáls ar hendur til að þvinga fram hlýðni við vopnahléssamning ana. 1 kosningunum 8. apríl verða landsmenn beðnir um að: 1) Samþykkja fransk-alsírsku samningana. 2) Styðja stjómina til að koma á náinni samvinnu milli Frakklands og sjálf- stæðs Alsírs. 3) Gefa forsetanum vald til að grípa til hverraþeirra ráðstafana, sem hann álít- ur nauðsynlegar, til að framfylgja samningunum, jafnvel án þess að leita álits þjóðþingsins. Þetta mun gefa de Gaulle hershöfðingja' einræðisvald og um leið gera honum fært að leysa upp þingið og hafa nýjar kosningar ,ef hann ósk- ar þess. Eigi að síður er ljóst, að landsmenn munu játa þessu öllu með miklum meiri hluta. Stjórnarandstöðumenn berj- ast ekki með atkvæðum held ur ofbeldi og bloðsuthelling- ingum og hóta að eyðileggja hið veikbyggða vopnahlé og steypa bæði Alsír og Frakk- landi í ringulreið. Allt veltur á, að OAS, sem er grá fyr- ir jámum, verði eyðilögð sem fyrst. Ben Khedda, for- sætisráðherra þjóðernissinn- anna, sagði í útvarpsræðu, að samvinnan við OAS innan frönsku stjómarinnar og hers ins yrði að hætta. Hann sagði, að þjóðin í Alsír yrði að líta á landið sem það væri í hemaðarástandi, unz búið væri að lýsa yfir sjálfstæði. Áframhaldandi ofbeldisað- gerðir af hálfu OAS gætu ef til vill eyðilagt stjóm þá sem FLN hefur á Serkjunum og valda alvarlegum kynþátta- óeirðum, en í þeim mundi franski herinn draga taum Evrópxunanna af hreinni eðl- ishvöt. Frönsku og alsírsku samn- ingamennimir gátu ekki úti- lokað þessa hættu, þrátt fyr- ir langar og harðdrægar samningaviðræður. 1 aðalatriðum gera samn- ingamir ráð fyrir þriggja til sex mánaða tímabili til að koma á friði, og síðan þrem árum til viðbótar til að lag- ast að breyttum aðstæðum, en á þeim eiga þessi lönd að hafa tækifæri til að leggja grundvöll að langvarandi sam vinnu. Alsír verður undir franskri stjóm, þangað til þjóðarat- kvæði um sjálfstæðið er lok- ið. Völd frönslcu stjómarinn- ar verða að nokkru leytifeng in tólf manna bráðabirgða- stjórnamefnd, sem bæði Ev- rópumenn og Serkir eiga sæti í undir forsæti M. Abderrah mane Farés, alsírsks lögfræð- ings, sem látinn var laus úr frönsku fangelsi nú í vik- unni. Stjórnarnefndin mun hafa sömu völd og stjóm fullvalda ríkis og bera á- byrgð á innanríkismálum. — Aðalverkefni hennar verður að undirbúa þjóðaratkvæða- greiðsluna. Utanríkismál, varnarmál og önnur víðtæk völd verða í höndum franska landstjór- ans, M. Christian Fouchet, gamalkunns gaullista, sem hefur gegnt mikilvægu hlut- verki í póitískri skipulagn- ingu Efnahagsbandalags Ev- ■MSIWISwtovwíww ví , c (y „Fyrir börnin okkar, friffur í Alsír“ stendur á áróffurs- spjaldi frönsku stjórnarinnar, sem límt er upp um allt Frakkland og Alsír. Frakkar búast við að þessi reynslutími endi með vin- áttu, því þeir álíta að Alsír hafi hagnað af áfr-mhald- andi samvinnu. De (___tal aði um að „þarfir Serkja væni miklar og framfara- löngun þeirra enn meiri“. En svo kynlega vill nú til, að þessar þarfir og langanir gætu leitt til þess, að þeir segðu algerlega skilið -við Frakka. Hin mikla framtíðarspum- ing er, hvort sú efnahags- og þjóðfélagsleg bylting, sem serknesku þjóðemissinnana dreymir um, verður samrým anleg áframhaldandi sam- bandi við Frakka. Alsír þjáist af stöðugu at- vinnuleysi, sem er enn verra vegna eins hæsta fæðinga- hlutfalls í heiminum, sem verður til þess að þjóðin mim tvöfaldast á næstu 25 árum. Bylting er ekki aðeins róman tískur draumur, heldur blá- köld nauðsyn. Það mun krefjast geysilegra fórna að lyfta Alsír úr fátækt til vel- megunar. Og það er undra- vert, ef Serkir eiga ekki eftir að öfundast yfir áframhald- andi velmegun evrópska þjóð arbrotsins, sem á við miklu betri lífskjör en þeir að búa, á komandi árum. Foringjar Alsír eiga eftir að standa andspænis tveim andstæðum áhrifum, þörfinni á að Frakkar haldi áfram að styðja landið efnahagslega og kröfum almennings um skjót ar, róttækar breytingar. Hvað verður til dæmis um hina miklu víngarða Alsír? Land- ið getur ekki brauðfætt sig, Múhameðstrúarmenn drekka ekki vín. Eðlilegt. myndi virðast að rifa upp vínvið- inn og sá hveiti, ef ekki væri vegna þess að vín og olía eru til saman 75% af út- flutningi Alsir. rópu, meðan hann var sendi- ráðherra í Danmörku. Bæði stjómamefndin og landstjórinn eiga að ber á- byrgð á að halda uppi lög- um og reglu, og einn veik- leiki samningsins, eins og hann hefur verið gefinn út er, að ekki er ljóst hvemig ábyrgðin skiptist. Landstjór- inn mun verða æðsti yfirmað ur öryggissveita undir stjóm franskra liðsforingja, sem í verða milli 40 og 60 þúsund manns, sem ætlað er að skuli halda uppi lögum og reglu framan af. Landstjórinn mun leggja til franskar hersveitir ef öryggislögreglan á ein- hverjum stað á við ofurefli að etja. í rauninni er franski herinn þegar reiðubúinn á þeim tveim stöðum, þar sem líklegast er að óeirðir brjót- ist út, Algeirsborg og Oran. Stjómarnefndin og hinar staðbundnu # öryggissveitir hennar eru enn ekki til. — Þessar sveitir verða hvort sem er ekki nógu fjölmenn- ar til að hafa allt Alsír á valdi sínu. Hver úrslitin verða, ef hörð átök verða við OAS, er undir franska hern- um og dugnaði FLN við að koma í veg fyrir ótímabær- ar æsingar serknesks múgs komin. Ef ekki tekst að eyðileggja samningana á þeim hættu- legu mánuðum sem framund- an eru, munu þeir viðhalda flestum böndum milli Alsír og Frakklands næstu þrjú ár. Evrópsku landnemarnir Eftir William IUÍIIinship halda sínum franska borgara rétti, en fá borgararétt í Al- sír, þar á meðal skal þeim tryggð hlutdeild í stjórn landsins. Eignir þeirra eru verndaðar og verði þær gerð ar upptækar, skulu þeir fá skaðabætur. Eftir þrjú ái geta Evrópumennimir fengið alsírskan borgararétt (án þess að hætta að vera franskir) eða haldið áfram að vera í Alsír með forréttindi yfir aðra útlendinga. Frakkar munu minnka her styrk sinn í AlSír úr 420 þúsundum í 80 þúsund innan árs eftir að Alsír hlýtur sjálfstæði en fá tvö ár í við- bót til að ljúka við að flytja her sinn úr landi. Og jafnvel þá verða franskir hermenn eftir við nokkra flugvelli og hinni stóru flug- og flota- stöð Mers el Kebir, inunu Frakkar halda í 15 ár. En ekki er ljóst af samningun- um, hvort Frakkar hafa rétt til að halda áfram tilraun- um með kjarnorkuvopn í Sahara. Þessi tvö lönd munu vinna saman að nýtingu olíu- og gaslindanna í eyðimörkinni og gefa framleiðsluvörum hvort annars forréttindi. — Serkir halda áfram að fara óhindrað til Frakklands til náms og vinnu. Frakkland sér hinu unga riki fyrir tækni-, menningar- og efna- hagsaðstoð, á sama hátt og nú, í þrjú ár. Slík vandamál verða nógu erfið, þótt ekki sé bætt við því hatri, sem OAS stofnar nú til. Það verður rúm fyr- ir marga Evrópumenn í sjálf stæðu Alsír, en aðeins ef þeir sætta sig við að missa póli- tísk forréttindi sín og taka þátt í að byggja upp nýtt land. Enn sjást engin merki um að „lögmál friðarins" leiði af sér hina nauðsynlegu afstöðubreytingu. Áróðursspjald frönsku stjórnarinnar fyrir friði ÍAI- ' sír, mynd af evrópskum dreng með handlegginn utan um brosandi serkneskt barn, táknar ekki meira en von. (OFNS — öll réttindi áskilin) ^1% N auðungaruppboð verður haldið eftir kröfu tollstjórans í Reykjavlk o. fl. í Vörugeymslu Skipaútgerðar ríkisins á Ing« ólfsgarði, hér í bænum (Kveldúlfsskála) miðviku- daginn 28. marz n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða 100 rafmagnseldavélar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn i Reykjavík. I Friður og vinatta milli Frakka ogSerkja er enn aðeins von

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.