Morgunblaðið - 25.03.1962, Page 20

Morgunblaðið - 25.03.1962, Page 20
20 MORGVNBLAÐ1B Sunpudagur 25. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu ------- 18 ----- Ég ætti víst að biðja afsökunar á kvöldinu um daginn, sagði hann, en það væri að láta í ljósi iðrun og ég iðrast ekki Mér væri það ánægja að gera aðra tilraun. Hann sá, að hún brosti og sagði: Hef ég fengið fyrir- gefningu? Þér eruð á biðdómi. Það var óhugsandi að vera reið við hann, og það var auðvelt að hlæja með honum. Hann fór og sótti þeim vínglös og svo sátu þau í danssalnum og horfðu á dansfólkið. Nú var Vicente farinn að dansa við Lu- isu, eins og líka var skylda hans, og Gina sá vel, að það var af skyldurækni einni saman gert. En E>on Diego stóð í bogadyrun- um ásamt Sffredo landsstjóra og nokkrum öðrum. Þessir ráða yfir Austurlönd- um, sagði Blas eins og hann væri að svara hugsunum hennar. Don Diego, Sffredo, Martin, ameríski milljónarinn og Sir Humphrey frá Hong Kong, og svo hr. Lee, Kínverjinn. Indverjinn er tvöfald ur fursti, bæði að ættemi og svo yfir indverskum iðnaði. Og Don Pedro Arafentia hafið þér sjálf- sagt þegar hitt Nei, það hef ég ekki. Ég veit, að skemmtiskipið hans liggur hér og ég lít svo til, að hann sé eitthvert skyldmenni, en ég þekki hann ekki persónulega. Hann er hungraða köngulóin í Manila, sagði Blas. Hann er ein- hleypur og systir hans er erfingi að öllum auðnum. Og hún er frú Lolyta de Aviles y Arafentina. Það er naumast, að Vicente á eftir að verða ríkur, sagði Gina, og fann um leið til öfundar til Luisu, sem var næstum óþolandi. Já, slík völd eru stórkostleg, sagði Blas. Eignir þriggja auð- ugustu ætta Austurlanda: Sffr- edo, de Aviles og Arafentia.... og svo er Vicente sá blábjáni sem hann er. Vicente var á leiðinni til jþeirra, rétt eins og hann fyndi á sér, að verið væri að tala um hann. Hann lét sem hann sæi ekki Blas, en sneri sér beint að Ginu. Mig langar að fá þennan dans, sagði hann snöggt. Hann var góður dansari og hreyfingar hans mjúkar og vínið var farið að svífa á hana. Hún vissi vel, að verið var að tala um þau, allt í kring og margir horfðu á þau með athygli. Ekki sízt frú Lolyta, þegar þau döns- uðu út í endann á salnum og staðnæmdust þar við stórt blóma- ker. Það er eitt, sem þig vantar, sagði hann.." aðeins eitt. Hann sneri sama* leggina á tveim blómum og stakk þeim niður á milli brjóstanna á henni. Ég vildi gjarna taka þau aftur seinna.. með tönnunum. Don Diego bauð henni upp, þeg ar Vicente hætti. Þetta er góður dansleikur, sagði hann, og þetta verður líka gott hjónaband. Það er líka mjög vel við eigandi. Mæður þeirra eru miklar vin- konur og við Sf fredo eigum mikil viðskipti saman og ekki alltaf vinsamleg, en við höfum kært okkur kollóttan um það, af því að við vissum, að þessi dagur mundi koma. Já, ég er hamingju- samur, þvd að nú ætlar það að rætast, sem ég hef svo lengi von- að og imdirbúið. Gina hugsaði lengi um þessi orð hans, eftir að hún var komin upp í herbergið sitt og sat þar við gluggann, til að horfa á gest- ina fara. Hún vissi vel, að gamli maðurinn hafði ekki boðið henni upp í þennan dans af neinni til- viljun; það hafði verið fyrirfram hugsaður leikur hjá honum. Hann vildi sem sé stinga því að henni að hann mundi ekki þola nein tilræði við fyrirætlanir sín- ar um Vicente — alveg eins og frúin hafði líka viljað gefa henni til kynna, þegar hún gaf henni smargaðshringinn Þá sá hón, að hringurinn var ekki á fingrinum á henni, og sem snöggvast varð henni illiíega bilt við og hélt, að hún hefði týnt honum, þangað til hún mundi, að hún hafði lagt hann á arinhill- una. Hann hlaut að vera þar enn, og þó vissi hún, að þjónustu fólkið hafði tekið þama til, iþegar gestirnir voru farnir. Og hún gat ekki komið fram fyrir frú Lolytu án hringsins. Innisloppurinn gat verið þægi- legur klæðnaður fyrir hana í myrkrinu og hún gat notað kveikjarann sinn fyrir Ijós. Hún varð að nota báðar hendur til að opna þungu hurðina á bókastof- unni og lét hana svo aftur á eftir sér, ef hún skyldi þurfa að kveikja ljós þar inni. Hún var fljót að finna hringinn og setja hann upp. Þegar hún sneri til baka, heyrði hún einhvern ofurlítinn hávaða eða þrusk í myrkrinu og slökkti þá á kveikjaranum. En þá varð of dimmt fyrir hana að rata svo að hún kveikti á honum aftur og sá þá Vicente, sem lá aftur á bak í stórum stól og teygði frá sér fæturna, en hafði glas í ann- arri hendi og flösku í hinni. Hann var mjög drukkinn en brölti samt á fætur og slagaði til hennar. Hann hafði fleygt hvíta jakkan- um sínum á gólfið við fætur sér og rifið af sér skyrtuna og bind- ið, til að verjast hitanum af drykkjunni og dansinum. Gina mundi eftir kvöldinu góða í gang inum uppi og minningin um það var svo sterk, að hún fór að gá að rispunum á kinninni á honum. Þú og kveikjarinn þinn! taut- aði hann. Þú minnir mig á Flor- ence Nightingale... .eða var það kannske Diogenes? Augu hans voru hálflukt, ó- lundarleg og hugsandi, og Gina var hrædd þegar hann nálgaðist hana og hélt frá sér litla ljósinu, eins og sér til verndar. Láttu mig vera, Vicente! Komdu ekki nærri mér! Ég get brennt þig! Einu sinni áður hef ég leitað þín um nótt, sagði hann lágt, og þá hljópstu frá mér. Viltu nú öskra upp tii þess að segja, að þú lofaðir að hitta mig og sveikst það svo? Hann var svo drukkinn og viti sínu fjær, að Gina fann, að hún yrði að reyna að koma fyrir hann vitinu. Mundu eftir Luisu, sagði hún. Það geri ég einmitt og þess vegna sækist ég eftir þér. Skóla- stelpa og kona.. sönglaði hann.. skólastelpa og kona. Skólastelp- unni getur maður kannske gifzt, en konuna verður maður að hafa á nóttunni.... Hann sló utan um hana örmum og silfurkveikjar- inn hraut glamrandi á gólfið. Henni þýddi ekkert að reyna krafta við hann, er hann kyssti hana hvað eftir annað og hún fann rakan, sterkan líkama hans upp að sér. Allri mótstöðu henn- ar var lokið. í vistarverum þjóustufólksins í kjallaranum var Alma gamla. í hennar augum var eldavélin lifandi vera, sem hún ýmist skammaði, klappaði eða fann að við. Hún sagði henni öll sín leyndarmál og véiin svaraði henni í sama. Þegar hún var í góðu skapi, gekk vel að kveikja upp, en illa ef henni sinnaðist Alma gamla hitaði alltaf lút- sterkt kaffi eldsnemma á morgn ana, svo að þjónustufólkið fengi eitthvað til að liressa sig á fyrir langan dag.... í þetta skipti var hún í illu skapi og hristi ristarnar í vélinni, eftir því sem litlir kraftar leyfðu. Já, það var meira erfiðið, sem þessi veizla hafði gert öllum! Hávaðinn í eldavélinni vakti Ginu. Hún vissi, að það var enn ekki kominn morgunn og þó kom inn, því að sólargeislarnir voru farnir að leika sér utan á glugga- syllunni, þó að þeir næðu enn ekki inn í herbergið. Hún reyndi að hreyfa sig, en armar Vicentes voru utan um hana og héldu henni heljartaki, enda þótt hann væri sofandi. Hann liafði slegið öðrum fætinum yfir hana, svo að hún gat ekki hreyft sig án þess að vekja hann og þegar hann vaknaði, snertu varir hans eyra hennar, mjúkt og biðjandi. Nú verð ég að fara, Vicente, sagði hún er henni varð hugsað til hjúanna sem fóru svo eld- snemma á fætur, og svo löngu ganganna, sem voru úr Xxvkastof- unni os til herbergis hennar. Það gæti einhver séð mig. Farðu ekki frá mér, Gina. Hann lá nú á liðinni, upp við oln- boga og horfði í augu hennar. Yfirgefðu mig aldrei, Gina. Héð- an af get ég ekki lifað án þín. Vertu kyrr í Cebu..vertu hjá mér! Hún kyssti hann og gleðin og sælan feykti burtu allri iðrun og ásökunum. Ég hef beðið svo lengi eftir að heyra þig segja þetta, Vicente, sagði hún. Og þá varð henni hugsað til trúlofunardans- leiksins. . til brúðkaupsins sem átti að standa innan fárra vikna.. og aðvarana frú Lolytu og Don Diegos. Hvernig ætlarðu að segja foreldrum þínúm þetta — og Luisa, hvað verður um hana, þegar hún veit, að þú ætl- ar ekki að giftast henni? Hinn blíði Vicente frá því um nóttina var horfinn um leið og hún sagði þetta, og hversdags- maðurinn kominn í staðinn, og hvessti augun. Hann hörtfaði frá henni og sagði rólega: Ég geng að eiga Luisu Sffredo innan fárra vikna, það veiztu. Ég átti við, að ég get gefið þér strand- húsið og Beteta getur flutt það- an, eða líka ég get byggt nýtt hús handa þér. Ég skal gefa þér mikið, Gina, ef þú vilt vera hjá mér. Nei, svaraði hún kaldranalega. Hún fann ekki til neinnar við- kvæmni og þegar hann vafði hana örmum, hratt hún honum frá sér. Hann horfði á hana klæða sig og þá hló hann. Mér líkar vel við konu með einhverjum eldi í, sagði hann. Skilningsgóða konu fyrir móður, saklausa konu fyrir eiginkonu og fjöruga konu fyrir ástmey. Þannig á það að vera. Og þetta hef ég. Ég fer burt héðan frá Cebu, sagði hún, um leið og hún gekk út. Þetta endurtekur sig ekki, Vicente, og ég ætla að gleyma, að það skyldi henda núna. Mér er alvara, bætti hún við, þegar hún sá, að hann brosti. Hér skal endir á verða! Ekkert jafnindælt og í nótt, má Vegleg afmælisgjöf RSTSAFN JÓNS TRAUSTA 8 bindi. Verð kr: 1500.— Fæst hiá bóksölum. r l X~ X- [ X- GEISLI GEIMFARI X- to-x & 1AXE THIS DOCTORED-UP TAPE RECORDIN6 OF JOHN'S VOICE TO EAZTH SECURITY, LURA. I'MCOINS OUT THE TAKE CAKE LAS THAT MEÞÞLER OF ■— Farðu með þessa lagfærðu seg- ulbandsspólu með rödd Johns til ör- yggiseftirlitsins, Lára. Ég fer yfir til rannsóknarstöðvarinnar og geng frá slettirekunni honum John. — Ó, Vandal, ef John hefur nú á réttu að standa! Ef durabilium er gallað .... — Ég hef þegar hugsað fyrir því! Þegar ég hef afgreitt John, hringi ég til þín .... Við tökum fimm milljón- irnar og hverfum út í buskann. Svo geta þeir leitað okk»r eins og þá lystir! taka enda, sagði hann. Við skul- um skemmta okkur saman oftar. Kannske verður það dálítið erfitt fyrstu dagana, sem við Luisa verðum gift, en ég vil hafa þig. SHUtvarpiö A' Sunnudagur 25. marz 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir - 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morguntónleikar: a) Paderewski og tónlist han* (Árni Kristjánsson kynnir). b) Stabat Mater op. 53 eftir Szymonwski (Pólskir lista- menn flytja undir stjórn Wit olds Rowicki). 10:30 Guðsþjónusta í Langholtssókn: Biskup íslands vígir safnaðar- heimilið við Sólhéima; séra Áre líus Níelsson prédikar. Kór safn aðarins syngur. Organleikari: Helgi Þorláksson. 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Erindi: Lénsskipulag í Evrópu; III. (Sverrir Kristjánsson sagn fræðingur). 14:00 Miðdegistónleikar: Frá tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói 22. þ.m. — Stjórnandi: Jindrich Rohan. — Einleikari á selló: Einar Vigfús son. a) „Egmont“-forleikur op. 84 eft ir Beethoven. b) „Rokoko"-tilbrigði fyrir selló og hljómsveit eftir Tjaikov- sky. c) „Tapiola", sinfónískt ljóð op. 112 eftir Sibelius. d) Sinfónía nr. 3 í a-moll op. 56 (Skozka hljómkviðan) eft ir Mendelssohn. 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.) a) Hafliði Jónsson leikur á píanó. b) Þýzkar hljómsveitir leika létt lög. 16:25 Endurtekið efni: a) Klausturhald á I>ingeyrif fyrri hluti dagskár eftir séra Guðmund I>orsteinsson — (Útv. 15. febr. á vegum Hún vetningafélagsins í Rvík). b) Alma Musica sextettinn leik ur sextett í C-dúr fyrir semb ala, flautu, óbó. fiðlu, víólu og selló eftir Johann Christ- oph Friedrich Bach (Útv. 9. jan. s.l.). 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Úrslit spurningakeppninnar um H. C. Andersen. b) Samtalsþáttur: Ámi og Kalli ræða áhbigcmálin. c) Framhaldssaga litlu barn- anna: „Pip fer á flakk"; VII. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 ,,Um sumardag er sólin skín": Gömlu lögin sungin og leikin. 19:10 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:C0 Tónleikar: Ungverðk rappódáa nr. 4 eftir Liszt (Fílharmoníu- sveit Vínarborgar leikur; Const antín Silvestri stjórnar). 20:10 I>etta vil ég heyra: „Trýnaveð ur“ (Jochum Eg0erts>son rithöf undur flytur frásögu sína, er hlaut fjórðu verðlaun í ritgerða samkeppni útvarpsins). 20:35 Einsöngur: Eileen Farrell syng ur óperuaríur við undirleik hljómsveitarinnar Philharmoniu í Lundúnum. Stjórnandi: Thom as Schippers. 21:00 Hratt flýgur stund: Jónas Jónaa son efnir til kabaretts í útvarps sal. Hljómsveitarstjóri: Magnúa Pétursson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 26. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Sr. Björn Jónsson. — 8:05 Morgunleikfimi: Valdimar Örnólfsson stjórnar og Magnús Pétursson leikur undir — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veður fregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns son ritstjóri talar um eiturlyí í landbúnaði. 13:30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón leikar — 17:00 Fréttir). 17:05 „í dúr og moll“: Sígild tónlist fyrir ungt fóik (Reynir Axels- son). 18:00 í góðu tómi: Erna Aradóttir ta| ar við unga hlustendur. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfróttlf — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:06 Um daginn og veginn (SigurS ur Jónasson). 20:26 Einsöngur: Erlingur Vigfússon syngur: Fritz Weisshappel við píanóið. 20:46 Erindi: Seattle, — borg heim*» sýningarinnar 1962 (Þorbjörg Árnadóttir magister). 21:05 Tónleikar. Píanókonsert I G-dÚF eftir Ravel (Arturo Benedettle Michelangelo og hljómsveitin Philharmonia leika; Ettom Gracis stj.). 21:30 Útvarpssagan: „Sagan um Ólaf — Árið 1914“ eftir Eyvind John son; II. (Árni Gunnaræon fil. kand.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:14 Passíusálmur (30). 22:20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð mundsson). 23:10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.