Morgunblaðið - 05.04.1962, Page 10

Morgunblaðið - 05.04.1962, Page 10
10 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 5. apríl 1962 |H. C. Branner i heiðurslistamaður DANSKI rithöfundurinn H. C. Branner, hefur um langt skeið verið í hópi þekktustu rithöfunda Norðurlanda. Nú fyrir nokkrum dögum var hann kjörinn heiðurslistamað ur Stúdentafélagsins danska, við hátíðlega athöfn, og krýndur lárviðarsveig í því tilefni. Aðalræðuna við þetta tækifæri hélt norski rithöf- undurinn Johan Borgen, en sjálfur ræddi Branner nokk- uð um rithöfundaferil sinn. „Ég hef oft óskaS þess“, sagði Branner, „að ég væri af þeirri kynslóð rithöfunda, sem fyrsta heimsstyrj öldin varð nokkur fjötur um fót, svo að þeir hrösuðu í upp- hafi. Nú er hins vegar of hættulegt að hrasa. f>egar ég var banginn og þimglyndur, varð ég að segja við sjálfan mig, að það væri of seint að hræðast. Menn verða að halda ótrauðir af stað, þótt lárviðarsveigar sé ekki að vænta.“ Branner skýrði frá því, við þetta tækifæri, að leikhúsið hefði verið sín óhamingju- sama ást. Allt frá því á náms árunum hefði sig dreymt um að verða leikari. „Það voru ekki hæfileik- arnir sem ráku mig áfram, heldur hinn venjulegi draum ur unga mánnsins um að öðl- ast frægð. Uppskeran varð í samræmi við það, er ég reyndi að láta drauminn ræt- ast. Ég lagði upp sem nem- andi, og það var hlegið að mér í öllum dönskum sveita- þorpum“. Síðan vék rithöfundurinn að því, hvers vegna leikhúsið væri nú svo stór þáttur í lífi manna. ^ „Það er vegna þess, að nú- tímamaðurinn býr við erfiðar aðstæður. Hann á í svo mik- illi baráttu við samvizku sína, að óbærilegt er. Það er hlutverk skáldskap- arins, ekki sízt leikritanna, að draga fram það sem bælt hefur verið niður, og gera hið ómeðvitaða meðvitað. Öll raunveruleg leiklist er raun- veruleiki, í samþjöppuðu H. C. Branner, er hann var krýndur lárviðasveig danska stúdentafélagsins. formi. Það er leikhúsið, sem sýnir okkur hver við erum, hvað við erum og hvernig við erum. Dómsdagur og hræðslan við endalokin eru gamlar hug- myndir, sem fylgt hafa manninum frá þeim tíma, er sögusögnin um syndaflóðið varð til. í dag er þessi hræðsla áþreifanleg, og mjög hættuleg. Þessar hugmyndir gera endalokin að nýrri mynd í augum okkar, en duga ekki til þess að afstýra þeim. Að- eins hluti af sjálfum okkur verður okkur ljós. Þær fela í sér flóttann frá raunveru- leikanum, en flóttinn er ó- mögulegur." Um sinn eigin skáldskap, sagði Branner, að hann áliti það þýðingarmikið að skilja eftir fastar hugmyndir handa komandi kynslóðum. „Skáldskapurinn, sem frá manni fer, breytist nógu snemma í bundnar bækur á hillunni“ Norska skáldið Johan Borg en, gat þess í ræðu sinni, hve leikrit Branners, „Systkini" hefði hlotið góðar viðtökur í Noregi að undanfömu. — Þjóðleikhúsið norska hefur sýnt það víða um Noreg, og við svo góðar undirtektir, að lengja varð áætlaðan sýning- artíma. Hann minntist þess, hve vel bækur hans hefðu selzt, og kvað það þeim mun eftirtektarverðara, þar sem Branner hefði aldrei neytt bragða til að auka lesenda- hóp sinn. „Hver er þá leyndardóm- urinn um þennan ljóðræna leikritahöfund og rithöfund?“ spyr Borgen. „Það er sama, hvaða verk- efni Branner velur sér, og hverjar persónurnar eru, bar áttan stendur alltaf milli hinna vondu og góðu afla. Hann leitar djúpt eftir sál- fræðilegum skýringum, en lyftir með stílbrigðum sínum frásögninni á ljóðræn svið, og glímir ætíð við þau öfl sem valdið hafa óróleika mannssálarinnar frá upp- hafi.“ Branner er mörgum Is- lendingum kunnur fyrir rit- störf sín. Hann kom hingað til lands fyrir nokkrum ár- um, og flutti þá fyrirlestur við Háskóla Islands. TIL SÖLU Eignarlóð við Laugaveg Lóðin er 558 m (19.1 m. meðfram götu). Á lóðinni er snyrtilegt, tvílyft timburhús, sem auðvelt er að flytja. TKYGGINGAR & FASTEIGNIR Austurstræti 10 5. hæð sími 13428. TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 HNÚTALAUSAR SÍLDARNÆTUR O. NILSSEN & SÖN A.S., sem eru stærstu framleið- endur veiðarfæra i Noregi bjóða yður hnútalausar síldarnætur. Tvö hundruð norskir síldveiðibátar nota nú hnútalausar nætur. Hnútalausar nætur eru ódýrari, sterkari og auðveldari í allri notkun, jafn- fram því, sem þær verða seinna fyrir sliti eru hnýttar nætur. Fulltrúi O. Nilssen & Sön hr. Svein Brekke er nú staddur hjá umboðinu O . JOHNSON & KAABER HF. Hann gefur allar frekari upplýsingar og kynnir sýnishorn og verð. O.NILS5EN&S0N Ys BERGEN 0. Johnson & Kaaber hf. Sími 24000. Afgreiðslustúlka Stúlka vön afgreiðslu í vefnaðar eða snyrtivöru- verzlun óskast nú þegar allan daginn. Upplýsingar (ekki i síma) í dag kl. 5—6,30. ASalbúðin Lækjartorgi. Umsóknir til heilbrigðisnefndar Athygli er vakin á því, að samkvæmt ákvæðum Heil_ brigðissamþykktar Reykjavíkur þarf löggildingu heil- brigðisnefndar á húsakynnum, sem ætluð eru til: Tilbunings, geymslu og dreifingu á matvælum og og öðrum neyzluvörum. Matsölu, veitinga- og gistihúsastarfsemi. Skólahalds. Reksturs barnaheimila, ennfremur sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana. Reksiturs rakara-, hárgreiðslu- og hvers konar snyrtistofa. Iðju- og iðnaðar. Umsóknir skulu sendar heilbrigðisnefnd áður en starfrækslan hefst, og er til þess rnælst, að hlutaðeig. endur hafi þegar i upphafi samráð við skrifstofu borgar- læknis um unöirbúning og tilhögun starfseminnar um allt, er varðar hreinlæti og hollustuhætti Óheimilt er að hefja starfsemina fyrr er. leyfi heilbrigðisnefndar er fengið. Úmsóknir skulu ritaðai á þar til gerð eyðublöð, er fást í skrifstofu borgarlæknis. Ennfremur skal bent á, að leyfi til ofangreindrar starf- semi er bundið víð nafn þess aðila, er leyfið fær. Þurfa því nýir eigendur að fá endumýjuð eldri leyfi, sem veitt kunna að hafa verið til starfseminnar. Þess má vænta að rekstur þeirra fyrirtækja, sem eigi er leyfi fyrir samkvæmt framanrituðu, verði stöðvaður. Reykjavík, 3. apríl 1962. HEILBRIGÐISNEFND REYKJAVÍKUR. öfe£?S)í=aS)í=PISí))5=SS>®. JS»=9S'>s=21Ss=2S>!^JS>'=2'Sí=£'S>5£2S>=á'Sí5£'S:'=2>S!s=2JS>ss2í&>S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.