Morgunblaðið - 05.04.1962, Qupperneq 17
Fimmtudagur 5. apríl 1962
MORGV N BLAÐIÐ
17
— Háskóli Islands
Framh. aÆ bls. 13.
gjafaféð ameríska til að koma á
fót raunvísindastofnun á sviði
eðlisfræði, efnafræði. jarðeðlis-
Æræði og stærðfræði, svo og um
stofnanir sjálfstæðra rannsókna-
stofnana í stað deilda atvinnu-
deildar háskólans. Hvaða áhrif,
bein eða óbein, kunna nú þeissir
atburðir að hafa á tæknimennt-
unina?
Nýjar stofnanir
Ég vil víkja að síðara atriðinu
fyrst. Ríkisstjórnin hefur í und-
irbúnimgi stofnun 'haffræði- og
fiskirannsóknastofnunar. í stað
fiskideildar atvinnudeiidar, og
fiskiðnaðarstofnunar í stað rann-
Bóknarstofu Fiskifélags íslands.
IÞessar stofnanir eru þó raunar
aðeins að setja upp nýja hatta,
því þær eru komnar í ný húsa-
Ikynni, einhverjar bezt búnu og
l’úmibeztu rannsóknastofur í land
inu, í húsi sjávarútvegsins við
Skúlagötu. Auk beinna fjárveit-
inga Alþingis njóta þaer fjár-
stuðnings frá sjávarútveginum
sérstaklega.
Landbúnaðarrannsóknunum
hefur tæmzt arfur. sem er um
5 milljón króna reitur Áburðar-
sölu ríkisins. Þessu fé hefur ríkis-
stjórnin lofað í rannsóknastofn-
iun landbúnaðarins, sem kemur í
stað búnaðardeildar atvinnu-
deildar háskólans, og fær senni-
lega aðsetur í Keldnaholti við
Reykjavík, í nágrenni tilrauna-
stöðvar 'háskólans í meinafræði á
Keldum.
Loks er ákveðið að stofna rann
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins, en fjármál ókunn. Sú stofn-
un er nú senn á hrakhólum með
húsnæði. Er hún hálfgerður ein-
stæðimgur, enda afsprengi iðnað-
ardeildar.
Helga í öskustónni
Er þá komið að iðnaðardeild-
inni almennu. Hún er í rauninni
elzta efmaranmsóknastofan í land
inu. stofnuð 1906, á fyrstu árum
hinnar innlendu ríkisstjórnar,
þegar svo margt nýtt hóf göngu
sína hér á lamdi.
En hið dapurlega í sögu þess-
arar rannsóknastofu er sú stað-
reynd, að hún hefur eiginlega
aldrei slitið barnsSkónum, og er
þó brátt sextug að aldri.
Árið 1935 kom hér fjörkippur
i raunvisindalega þróun, þegar
atvinnudeild háskólans var raun-
verulega stofnuð og fék-k eigið
húsnæði á háskólalóðinni 1937.
Það má segja, að efnarannsókna-
Stofan hafi þá fengið nýja flík,
en í gömlu skónum var hún látin
■vera, því aðstaðan til sjálf-
stæðra rannsókna var jafn óvið-
unndi, eftir sem áður. Gagnvart
iðnaðarrannsóknum var því nán-
ast aðeins um fjörfisk að ræða.
Hillingar
Þeirri ágætu hugmynd skaut á
þessum árum upp, og komst í
liög um stund, að atvinnudeild-
inn i væri fengið kennsluihlut-
verk við háskólann og þessvegna
var hún í orði kveðnu tengd hon-
um. En þetta reyndist hillimg, og
Helga kúrði áfram í öskustónni.
Fyrir bragðið hefur iðnaðardeild-
in, hin almenna efnaranmsókma-
Btofa, aldrei komizt í aðstöðu til
sjálfstæðra rannsókna, heldur
hafa hinir sérfróðu starfskraftar
hennar rígbundizt við svonefnd
leiknistörf (routine), líkt og ef
háskólamenntaðir menn eru látn
ir dúsa við barnakennslu um ald-
ur og ævi.
Hvað verður nú um Helgu í
Koti, hvort fær hún loks kóngs-
soninn?
Ekki eru mér kunmar ráðagerð
ir ríkisstjórnarinnar með iðnað-
wrdeildina, en ég hef á tvemnum
vettvangi hvatt til þess, að nú
verði þessi stofnun festuð Há-
Bkóla íslands, sem vísir að vís-
indalegri efnafræðistofnun, við
hiið hinnar ungu eðlisfræðistofn-
unar.
Raunvísindl
Þessar tvær systur eru stofnar
á meiði raunvisindanna (en
•tærðfræði tengiliðurimn). Með-
an aðeins annarar nýtur við, verð
ur háskólinn eims og vængvana
fugl, ekki fleygur til þess að
sinna sem skyldi viðfangsefnum
raunvísindanna í íslenzku um-
hverfi.
Eðlisfræðin hefur að vísu ver-
ið hjúpuð meiri Ijóma upp á síð-
kastið vegna kjarnorkuvisind-
anna, en hin raumhæfa gagnsemi
þeirra fræða hér á landi, fyrir
tilstilli geislavirku efnanna fyrst
og fremst, á engu síður heima í
efnafræðinni, við gerilsneyðingu
matvæla og margvíslegar rann-
sóknir lífrænna efna, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Nokkuð finnst mér 'hafa verið
gert upp á milli þessara systra,
því meðan eðlisfræðinni er tals-
vert hampað, er það hvimleið
staðreynd, að rannsókmastofa
hins áhugasama prófessors í líf-
efnafræði við háskólann hefur
verið ónotuð all-lemgi vegna
skorts á rekrarfé.
Iðnaðardeildin
Það má ekki henda iðnaðar-
deildina að hún verði áfram sá
einstæðingur, sem hún hefur ver-
ið og í rauninni aðeins einskonar
vinnustofa fyrir verzlunarfyrir-
tæki í landinu. Það ihefur því mið
ur verið blekking að tala um
,vísindalega rannsóknastarfsemi'
í samibandi við iðnaðardeildina.
En í skjóli Háskóla fslands get
ur hún orðið mikilvæg lyftistöng
raunvísindanna, ef vel verður á
móti henni tekið. Sérfræðingar
hennar hafa fjölskrúðuga efna-
fræðimenntun í greinum, sem
varða atvinnulífið miklu, og
háborgin í visindalegri og tækni-
legri þróun verður háskólinn að
vera, þótt atvinnuvegirnir fái
sínar sérstofnanir. — Háskólinn
verður að vera „seðlabankinn“ í
tæknimenntuninni, en rann-
sóknastofnanir atvinnulífsins
„viðskiptabankarnir“. Þessvegna
þurfa þessir sérfræðingar í efna-
fræði að komast í sömu aðstöðu
eins og prófessorar eðlisfræðinn-
ar.
Iðnaðardeildin héldi vitaskuld
áfram að vera viðskiptastofnun,
og ætti það ekfci að vera háskól-
anum neitt vandamál, sem hefur
rekið sams konar viðskiptastofn-
un læknadeildiar í mörg ár á
Keldum.
Heimanmundur hennar þarf
ekki að vera óverulegur, ef hún
fær sinn fulla arfahlut frá ríkis-
valdinu, á borð við Ásu sjávar-
útvegsins og Signýju landbúnað-
arins. Sjálf getur hún lagt á borð
með sér fé fyrir dýru rannsókna-
tæki. sem landið þarfnast, svo-
nefndri röntgengeislasjá. Slíkt
tæki á ekkert erindi í iðnaðar-
deildina, ef hún verður áfram
einangruð frá háskólanum. Iðn-
aðardeildin á einnig tilkal'l til
Atvinnudeildarhússins, þegar
landbúnaðardeildin hefur fengið
eigið húsnæði i Keldnaholti. —
Sama gildir þriðjung hennar af
happdrættisfé atvinnudeildar, en
það nemur nú alls einni milljón
króna árlega og fer vaxandi.
Viðskiptavinirnir
Þá er ég þess fullviss, að þegn-
ar þjóðfélagsins, sem næstir
standa hinum almennu iðnaðar-
rannsóknum, en það eru iðnaðar-
og verzlunarfyrirtækiin í land-
inu, með iðnrekendafélögin, og
kaupmanna- og kaupfélagasam-
tökin að baki sér. láti ekki sitt
eftir liggja, að standa erlendum
velunnurum háskólans á sporði,
og hressi verulega upp á heirnan-
mund hennar til háskólans.
Samþykktin 1927
Þessi samlþykkt háskólaráðsins
fer mér ekki úr minni, og vil ég
því endurtaka síðasta lið hennar,
til nánari athugunar:
„(4) að stofna til hagnýtra
kennsiugreina við háskólann og
stuttra námskeiða, er tækju svo
sem 1 ár o. s. frv.“
Námskeið
Þarna er komið að fyrsta verk-
efni efnafræðistofnunar háskól-
ans og iðnaðardeildar. sem nú
gæti brátt orðið að veruleika.
Þann möguleika ber iðnaðardeild
in í skauti sínu, því hann er háð-
ur hennslúkröfum, húsnæði og
tækjum, sem háskólinn hefur
0
D
Oviðjafnanlegt
uppþvottaefni
LIJXLIQXJID er drjúgt-aóeins fáeinir
dropar úr plastflöskunni nægja til ad
fullkomna upppvottinn.
Fáeinir dropar af LUX-LEGI og uppþvotturinn er búinn
X LL 2ÍIC H-H
ekki haft á að skipa. Atvinnu-
deildarhúsið má sem bezt stækka
alit að 50% eftir tillögu, sem
húsameistari ríkisins hefur lagt
blessun sina yfir. Sú stækkun
mun kosta um 314 millj. króna,
með innréttingum á 4 stofum,
110 fermetrum hverri. Undir
þessum kostnaði gæti staðið
happdrættishlutur iðnaðardeild-
ar í 10 ár.
Ný tæki
Tækjabúnaður hinnar nýju
rannsóknastofnunar fer eftir til-
ganginum. Ef fynst væri snúist
við brýnustu þörfunum, en það
er æfing rannsóknamanna, m. a.
til aðstoðar prófessorum í efna-
fræðistofnuninni og í hinni al-
mennu iðnaðardeild, og jafn-
framt undirbúin námskeið í
tæknilegum efnum, þar sem
þörf er aukins bóknáms og þjálf-
unar í því sambandi, mætti kom-
ast af með alls 4 milljónir króna,
er fengist á nokkrum árum, og
nyti viðskiptaþjónusta iðnaðar-
deildar þá góðs af í mörgum
greinum. Þessi eða lík fjárhæð
1 þyrfti því að vera brúðargjöf
þjóðfélagáþegnanna, sem áður
var getið, og þess þá jafnframt
minnzt, að því viðtækara hlut-
verki sem iðnðardeildin er þátt-
takandi í, því betri og ódýrari
verður þjónustan við iðnaðinn.
Efnaverkfræði
En lokamarkmiðið í tækni-
menntuninni er vitaskuld fuill-
koimnn tæknilháskóli eða slik
deild við Háskóla íslands, eftir
þörfum landsins.
Mun ég láta þær þrjár greinar
afskiptalausar, sem nú eru
kenndar til hálfs í háskólanum,
en víkja að menntun efnaverk-
fræðinga, sem er alveg utan
garðs. Slí'kir verkfræðingar eru
nú milili 50 og 60 alils í landinu.
Ekki þekki ég árlega þörf þeirra,
enda verður slíkit að koma betur
í ljós, þegar reynsla fæst af nám-
sfceiðaihaldinu. En hvenær sem
slífc kennsla getur komist á, þarf
hún að verða til fulls, hvort sem
það verður á sextugsafmæli
fyrstu efnarannsóknastofunnar
frá 1906, eða síðar. Margvíslegt
annað og einfaldara fyrirkomu-
lag getur komið til greina, held-
uir en fuilkomnasta námið við
tækniháskólann danska. Þar er
nú ný kennslutilhögun við hlið
'hinnar eldri, er nefnist Akademi-
verkfræðinga*r. Þeir stunda að-
eins þriggja ára bóknám. auk
hálfs eða eins árs verklegs náms
í iðnaði. Þá má benda á tælonihá-
skólann í Glasgow með aðeins 6
mánaða skólahaldi á ári í 4 ár.
Á eitt má benda í sambandí
við efnaverkfræði, að ekki þarf
að gera eins miklar kröfur tjl
stærðfræðinámsins og hjá hin-
um greinunum. f háskólasögunni
segir, að stærðfrœðistúdentair
eigi efeki jafnan hlut að verk-
fræðinámi hér og færi það eftir
stærðfræðieinkuninni. Hér út-
skrifast nú um 45 stærðfræði-
stúdentar árlega, en háskólinn
veitir aðeins 20 viðtöku, þeim
beztu í stærðfræði. Úr þessu
mundi efnaverkfræðinámið bæta.
Skipulag
Að lokum læt ég fylgja þessu
erindi tillögu um skipulag raun-
vísindastofnana á háskólalóð-
inni. Er hiún vitaskuld aðeins birt
til gamans.