Morgunblaðið - 05.04.1962, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.04.1962, Qupperneq 22
22 MORGVNBLÁÐIÐ Fimmtudagur 5. apríl 1962 Þátttakendur í 100 m fjórsundi einstaklinga. Fjórsund er erfiðasta samdgrein, sem keppt er í og ekki á færi nema frábærra sundmanna að vinna afrek í þeirri grein. (Ljósm.: Sv. í>.) Þeir sem höfðu bikarana fengu þá aftur Ovænt keppni i 100 m skridsundi kvenna ERLENDU sundmennirnir, sem Ármann hafði boðið hingað til lands brugðust félaginu og simdmót félagsins bar nokkur merki þess. Það var ekki um keppni að ræða nema í ein- töku grein, og fyrirfram hefði mátt geta sér til um úrslit í flestum þeirra. Þetta er ekki sök Ármenninga, en sýnir enn augljóslega hversu fátæk okkar sundhreyfing er. ÖII verkefnin sem hafa verið sköpuð sund- fólkinu, er framtak einstakra félaga. Sundsambandið virðist alveg dautt fyrir slíku og er það illa farið. h• Beztu afrekin Sundfólk ÍR, Guðmundur Gíslason, Hörður Finnsson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, unnu sínar greinar örugglega og unnu þrjú beztu afrek móts- ins. — Guðmundur það bezta í 100 m skriðsundi, sem gaf 878 stig og hlaut afreksbikar fyrir, Hörður átti það naestbezta í 200 m bringusundi, sem gaf 820 st. og Hrafnhildur í bringusundi, sem gaf 809 stig. Óvænt keppni í ýmsum öðrum greinum urðu úrslit tvisýn og ber þar fyrst að nefna 100 m skriðsund kvenna. Margrét Óskarsdóttir, ung stúlka frá Vestra á ísafirði, sem stundar nám í Reykjavík og hefur keppt á undanförnum mótum, kom mjög á óvart. — Veitti hún Hrafnhildi keppni þar til á síðustu metrum að Hrafnhildur vann nokkuð örugg an sigur. En afrek Maagrétar er fordæmi öðrum stúlkum og piltum. „Stjömurnar" eru ekki yfimáttúrlegar verur, ef vel er æft er hægt að nálgast þær og jafnvel sigra. Margrét náði sín- um bezta tíma og verður gam- an að sjá hvort Hrafnhildur fær ekki meiri og betri keppni á næstu mótum en verið hefur. ★ Of hægt byrjað Bringusund karla var steypt í mót sams konar keppni og þeg ar ekki em erl. sundmenn. — Hörður og Ámi syntu samsíða þar til síðustu 50 metrana. Þá tók Hörður forskot og þó eink- um á síðustu metrum. Hörður féll þarna aftur í sinn gamla farveg, að þora ekki að byrja sundið á fullri ferð. Ef hann * Enska knattspyrnan ■> UNDANURSLIT ensku bikarkeppn- innar fóru fram 5.1. laugardag og urðu úrslit þessi: FuXham — Burnley 1:1 Tottenham — Manchester U. 3:1 Úrslit leikja í deildarkeppninni urðu þessi: « 1. deild: Arsenal — Aston Villa 4:5 Bolton — Chelsea 4:2 Ipswich — Wolverhampton 3:2 Manchester City — Sheff. U. 1:1 W. B. A. — West Ham 0:1 2. deild: Derby — Bristol Rovers 4:1 Huddersfield — Brighton 2:0 Leyton Orient — Leeds 0:0 Luton — Liverpool 1:0 Middlesbrough — Sunderland 0:1 Newcastle — J^otherham 1:0 Plymouth — Scunthorpe 3:1 Southampton — Charlton 1:2 Swansea — Bury 0:1 í Skotlandi fóru einnig fram und anúrslit í bikarkeppninni og urðu úr sl-. þessi: Rangers — Motherwell 3:1 St. Mirren — Celtic 3:1 Úrslit 1 skozku deildarkeppninni urðu þessi: Aberdeen — Kilmarnook 3:3 Dundee U. — Falkirk 4:1 Raith — Airdrie 1:1 Stirling — Dundee 2:3 Tottenham lék mun betur í leikn um gegn Manchester United og var sigurinn verðskuldaður. Greaves setti fyrsta markið á 4. mínútu eftir að Blanceflower hafði tekið ankaspyrnu og gefið til Smith, og hann gaf mjög vel til Greaves, sem var óvaldaður. Á 23. mín. bætti Jones öðru við eftir mjög góða sendingu frá White utan af kanti. Herd skoraði fyrir Manchest er U. á 85. mín. eftir að Charlton hafði leikið upp völlinn og leikið á nokkra varnarleikmenn. Medvin setti þriðja markið fyrir Tottenham á 88. mín. eftr góða sendingu frá White. Burnley lék mjög illa í leiknum gegn Fulham og mátti þakka fyrir jafntefli og aukaleik. Leggat setti markið fyrir Fulham á 28. mín. eftir að Haynes hafði leikið á vörnina og gefið vel fyrir. Réttlátt hefði verið að Fulham skoraði þrjú eða fjögur mörk í fyrri hálfleik, en varð að láta sér nægja eitt. Yfirburðir Fulham héldust í seinni hálfleik en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að skora. Conn elly jafnaði fyrir Burnley á 51. mín. eftir glæsilegt upphlaup. Þórólfur Beck, Fernie og Kerrigan tryggðu St. Mirren sigur yfir Celtic og voru öll mörkin sett í fyrri hálfleik. Mikil ólæti voru á meðan leikurinn stóð yfi og kom til átaka milli á- horfenda og lögreglumanna. Ipswich er nú efst í 1. deild með 48 stig eftir 36 leiki, en Burnley hef ur 46 stig eftir 32 leiki. gerði það fengi hann strax betri tíma. Á Unglingasund Sérstök ánægja var að ungl- ingasundunum, einkum vakti þar athygli Guðm. Þ. Harðar- son, sem virðist fjölhæfasti og bezti sundmaður af yngri kyn- slóðinni. í þeim hópi ber og mjög á Davíð Valgarðssyni en skriðsund hans er ekki nógu stílhreinit. Með bættu sundlagi gæti hann náð mun lengra í þeirri grein. Úrslit mótsins urðu annars þessi: 200 m. bringusund karla. 1. Hörður B. Finnsson, ÍR 2.43.7 2. Ámi Þ. Kristjánsson, SH 2.44.6’ 100 metra skriðsund unglinga. 1. Guðmundur Gíslason, ÍR, 57.8 2. Siggeir Siggeirsson, Á, 1.05.5 100 m. bringusund kvenna. 1. Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 1.25.4 2. Sigrún Sigurðard. SH 1.27.7 3. Kolbrún Guðmundsd. ÍR 1.32.4 100 metra bringusund unglinga. 1. Erlingur Jóhannsson KR 1.18.4 2. Guðm. Þ. Harðars. Æ 1.18.6 3. Ólafur B. Ólafsson Á 1.19.2 50 m. skriðsund sveina. 1. Trausti Júlíusson Á 33.7 2. Gunnar Sigtryggss. iBK 34.4 3. Gísli Þórðarson, Á 35,4 50 m. bringusund sveina. 1. Gestur Jónsson SH 41.5 2. Guðm. Grímsson, Á 42.1 3. Kristján I. Helgason Á 42.6 100 m. fjórsund karla. 1. Guðm. Gíslason, ÍR 1.06.6 2. Hörður B. Finnsson ÍR 1.12.0 3. Guðm. Harðarson Æ 1.14.2 50 m. bringusund telpna. 1. Svanh. Sigurðard. UMSS 41,4 2. Kolbrún Guðmundsd. ÍR 41.6 3. Sólveig Þorsteinsd. Á 43,7 100 m. skriðsund kvenna. 1. Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 1.07.5 2. Margrét Óskarsd. Vesta 1.09.0 3. Erla Lárusdóttir, Á 1.23.6 4x50 metra bringusund karla. 1. ÍR ........... 2.22.5 2. Ármann ....... 2.22.6 3. Ægir ......... 2.27.5 jEngland vann Austurríki, 3:1 ENGLAND vann Austurriki í Iandsleik í knattspyrnu í dag með 3—1. Leikurinn fór fram á Wembley leikvanginum. í hálf- leik var staðan 2—0. Tottenham-menn vongóðir um sigur I DAG verður leikinn síðari leik ur Benefica og Tottenham í und- anúrsliitum bikarkeppni Evrópu. Fyrri leikinn vann Benefica með 3—1. í dag fer leikurinn fram á heimavelli Tottenham. Það er ekki ófróðlegt að minn- ast þess sem forstöðumenn lið- anna sögðu eftir fyrri leikinn. — Ég sagði fyrir leikinn að við yrðum að vinna með minnst 3 marka mun til að eiga góðar sigurhörfur gegn Tottenham, sagði hinn frægi þjálfari Bene- fica. Framlkvæmdastjóri Tottenham, Nioholssön sagði. „Ég held við höfum góða möguleika á að vinna í' London með 3 marka mun, þegar við mætum í síðari leiknum 5. apríl. Við áttum slak- an fyrri hálfleik í þessum fyrri leik. En í þeim síðari voru liðin jöfn. Með heppni hefði lyktað með jaf ntefli". Liðsmenn Benefica hafa verið í London undanfarna daga. Þeir hafa skoðað leikvanginn og telja að vatni hafi verið í hann dælt — og sé það til hags fyrir Totten ham. Þessu neita Tottenham- menn eindregið. Minnt skal á það að Totten- ham hefur haldið áfram í bikar- keppninni fyrir sigra á heima- velli. Tottenham tapaði út fyrir Gornik en vann heima 8—0 sem heimsfrægt varð. Þeir töpuðu úti fyrir Dukla Prag en unnu heima 4—1. Enskir íþróttafréttamenn trúa því að áhorfendur geti hjálp að Tottenham til sigurs. Beneficamenn hafa lýst sig mjög andvíga vali dómarans, en hann er Daninn Áage Poulsen Telja þeir hann óhæfan til að standa gegn brútölu spili Totten ham og hrópum áhorfenda. BY GGIN G ARS AM VINNUFÉL AG STARFSMANNA REYKJAVÍKURBÆJAR Framhalds-aðalfundur félagsins verður haldinn í samkomusalnum, Skúla- túni 2, föstudaginn 6 þ.m. kl. 8,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. STJÓRNIN. Aðalfundur ÍSFÉLAGS KEFLAVÍKUR H.F., verður haldinn laugardaginn 7. apríl kl. 2 e.h. í Matstofunni Vík, uppi. — Venjuleg aðalfundarstörf og tekin ákvörðun um framtíðarrekstur eða félagsslit og ráðstöfun á eignum félagsins. Stjórnin Uppboð Opinbert uppboð verður haldið að Vesturgötu 45, hér í bænum, fimmtudaginn 12. apríl n.k. kl. 1,30 e.h. Seld verða til slita á sameign alls konar verk_ færi til silfursmíði. Greiðsla íari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Tilkynning Frá og með 8. apríl n.k. verður Brauðsalan lokuð á sunnudögum og öðrum helgidögum. JÓN E. GUÐMUNDSSON Hverfisgötu 93. Lögfrœðingur óskar eftir starfi hálfan daginn, helzt fyrlr hádegl. Hverskonar skrifstofustörf koma til greind. — Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nafn og heimilisfang til afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofustarf — 4378“. SKÍÐAFÓLK Ármenningar halda skemmtifund í Klúbbnum, fimmtudaginn 5. apríl n.k. kl. 9 e.h. Verðlaunaaf.hending — Skemmtiatriðl —- DANS Skíðadeild Ármaniu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.