Morgunblaðið - 05.04.1962, Síða 23

Morgunblaðið - 05.04.1962, Síða 23
Fimmtudagur 5. apríl 1962 MORGVNBLAÐtÐ £3 Skarfur leggst á lax við Botnsá Laxar koma upp ur dauðum skorfum — veiðibjalla réði niðurlögum 16 punda lax I NÝÚTKOMNU hefti af Veiði- mannimun er skýrt frá því að nokkur brögð séu að því við Botnsá í Hvalfirði að skarfur legrg-ist á lax. Hafa verið skotnir þar skarfar í rannsóknarskyni og hafa þá komið upp úr þeim 3—4 punda laxar. Helgi Eyjólfsson, húsasmíða- meistari, héfur tjáð Veiðimann- inum að undanfarin ár hafi þess orðið vart að skarfur legðist á lax í Botnsá, en ekki hafi mál- ið verið rannsakað fyrr en í vetur. Jón Þorkelsson bóndi að Stóra Botni skaut í vetur 4—5 skarfa í fannsóknaskyni. Upp úr sum- um þeirra komu laxar, 3—4 pund að stserð. Var hér að sjálfsögðu um að ræða hóp- laxa, en talið er sennilegt að skarfurinn taki einnig nýgeng- inn lax, enda sést „hann við ána allt sumarið. Mest muni vera af skarfi upp með ánni í vestanátt og er tal- ið sennilegt að það sé vegna Þessi skarfur var kominn á held- nr óvenjulegar slóffir fyrir nokkr um dögum. Hann sat á barmin- um á Veggjalaug í Stafholtstung um einn góðan veffurdag, langt uppi í sveit. Krakkarnir ráku hann burt, en hann kom aftur og þá tók Bjarni Helgason þessa mynd af honum. þess að þá hefur hann vindinn á móti sér á leiðinni til baka, en þegar skarfurinn hefur étið mikið mun hann eiga erfitt með að fljúga undan vindi. Veiðimaðurinn segir að ótrú- legt sé að Botnsá sé eina áin, sem verði fyrir barðinu á skarf- inum. Sé hann víðar við veiði- — Fiskvinna Framh. af bls. 3. regluþjónn, sem myndirnar eru af, er búinn að vera 5% ér í lögreglunni í Reykjavík. í fyrstu gekk erfiðlega að fá löggæzlumenn hingað, en nú gengur þetta all-t betur ©g má þakka það þeim mögu leikum, sem menn hafa til aukastarfsins. Ólafur er að ljúka sinni veru hér. Hann telur að hægt sé fyrir lög- regluþjón að hafa með fasta- kaupi sínu allt að 18000 kr. ef lögð er nótt við dag, sem hægt mun, ef menn verða eér úti um £illa þá auka- vinnu, sem í boði er. Lög- tegluþjónarnir hafa flestir unnið hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Ólafur segir að lokum að vertíðin í vetur hafi verið róleg fyrir lögregluna, sér- etaklega eftir að atvinnan komist í eðlilegt horf. ( ár, og ættu menn að gefa meiri gaum að ferðum hans en hing- að til. Tók 16 punda Iax í þessu sama hefti Veiðimanns ins er einnig rætt nokkuð um veiðibjölluna, sem mun einn versti vargurinn við sumar ár. Étur hún einkum seyðin, en ræðst einnig á fullorðinn lax. — Haft er eftir Helga Eyjólfssyni að hann viti dæmi þess að veiði- bjalla hafi ráðizt á 16 punda lax og farið með sigur af hólmi. Segir blaðið, að þegar veiði- bjalla ræðst á stóra fiska, noti hún þá aðferð að læsa klónum í síður laxanna og stýri þeim síðan á land upp. ;en. :ende op$tmsi' myntfunn i Island Reykjavlk, 1. aprll. fUPI.) Omkrlng 30 myn-> ter som eíter alfc & dámme er gravet ned av den be* rómte Egil. SkaUagrlmsson. er avdekkefc 1 en dal, 16 ki- lometer fra Reykjavlk. Sa- gaen forteller at Egll hadde en stor íormue og afc han Coins discovery :may be ‘treasure’ REYKJAVIK. Sunday.—Thlrty-one silver coins found in .a ravine 10 miles from Reykjavik may be among iceland's mosl. valuabjc ai'chéologlcal discoveries. Apríl- gabbið APRILGABB Mbl. hefur vakið athygli víðar en á ís- landi. Fréttir um það hafa birzt í ýnisum blöðum, þeirra á meðal Daily Express í Eng- landi og Aftenposten í Noregi. Af leiðréttingu Aftenposten virðist blaðið taka því vel að hafa orðið fyrir því að gína Mynlfunnet pá IslanÍ Var lare en aprilsp^k Reykjavik, JT. aprll. • (TJPD. Avisen Morgunbladld 1 Rey- kjavik avslérte mandag at en be- (retning den hadde bragt sondag om ; et skattefunn som en trodde kunne skrlve seg íra EgU SkaUagrlmaeon ■ íor 900 ftr siden. var aprllsppk. i Sppken var bUtt tatfc for god flsk 'av en rekke andre avlser og presse- organer b&de 1 Island og uten- /lands, bl. a. 1 Aftenposten, som • Jgjengav en melding fra UPL við gamninu. Á meðfylgjandi mynd sést uppihaf fréttanna úr Daily Express og Afenposten og leiðréttingu úr Aftenpost- en, sem hljóðar svo: Mörgun- blaðið í Reykjavík upplýsti það á mánudag, að frásögn, sem það hafði birt á sunnu- dag um fjársjóðsfund. sem gæti vcrið frá tímuim Egils Sikallagrímssonar fyrir rúmum 900 árum, hafi verið apríl- gabb. Grínið var telkið sem góð og gild vara af ýmsum öðrum blöðum og fréttastof- um, bæði á íslandi og erlendis, m. a. í Aftenposten sem birti fréttina frá UPI. Svavari Pálssyni svarað í MORGNBLAÐNU 31. marz sl. birtist athugasemd frá Svavari Pálssyni endurskoðanda við grein ar, er ég og Bjarni Bragi Jóns- son sikrifuðum um hið svokall- aða aðstöðugjald, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu um tekju- stofna sveitarfélaga. Báðar þess- ar greinar birtust 29. s.m., mín í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni „Aðstöðugjald“ en hans í Vísi „Aðstöðugjald eða vinnslu- virðisgjald". í megin atriðum voru greinar þessar sama eðlis, þó hans væri á nokikuð breiðari grundvelli, og báðar leiddu þær til sömu nið- urstöðu, að álagningartilhögun þessa gjalds væri óeðlileg og legðist ósanngjarnlega á eftir retkistursfyrirkomulagi og bók- haldi, og gæti í mörgum tilfellum komið fram sem margsköttun. Svavar segir, að við misskilj- um þetta ákvæði frumvarpsins, því þetta gjald sé hámariksgjald, sem ólíklegt sé að verði notað til fulls. Einnig, að þeim sem leggja þetta gjald á, sé í sjálfsvald sett að átoveða upphæð þess í hverju einstöiku tilfelli, og segir: „Ekk- ert er því til fyrirstöffu, aff þeir sem ákveffa affstöðugjaldiff geti ákveffið þaff mishátt svo álögurn- ar verffi þær sömu í heild, hvort sem framleiffslustigin eru í einu effa fleiri fyrirtækjum, allt inn- an hámarks frumvarpsins". (Let- urbreyting mín). Við þetta vil ég gera eftirfar- andi atlhugasemdir: 1. Frumvarpið gerir hvergi ráð fyrir slíkri tilhögun, en 10. gr. átoveður hámark mismunandi starfsemi án tillits til verðmæta sköpunar. 2. f aths. um 9. gr. segir í greinargerð: „Réttlátt er að miða aðstöðugjaldið við afnot- in“. Þetta er rétt. En svo segir aftur: „Því meiri útgjöld, vöru- kaup og fyrningarafskriftir, sem gjaldandinn hefur, því meiri eru umsvif hans og afnot þeirrar þjón ustu, sem honum ber að greiða fyrir, og því hærra verður að- stöðugjaldið". Þarna er ósam- ræmi, því barna er fullyrt, að gjaldið fari eftir umsetningu (umsvifum). 3. f sömu greinargerð segir, að umhoðssala sé laus við þetta gjald af vörusölu, því „Hjá slíkri stofnun er etoki um að ræða efnis og vörukaup.“ Er ekki þarna um áberandi misrétti að ræða, þvl mér vitanlega er hægt að reka heila verzlun með umboðssölu- fyrirkomulagi og fullum „um- svifum", ef vörurnar eru bók- haldslega aðeins færðar sem um- boðssala. Eg ætla ekki að hafa um þetta fleiri orð, en þykir ánægjulegt að hafa að nokkru orðið til að vekja opinberar umræður um þetta mikilvæga mál, það skýrir mörg atriði, sem óljós voru. Svav ar Bálsson er vel að sér og glögg- ur um skattamál og hefur oft staðið í brjóstvörn hins frjálsa framtaks gegn skattránsstefnu undanfarinna ára, Hann hefur oft verið kallaður til ráðuneytis um skattamál, þegar mikið hef- ur við legið, og mun svo hafa verið hér, að hann hefur átt þétt í að móta og byggja upp þau frumvörp um skattamál, sem nú- verandi rikisstjórn hefur lagt fyr ir Allþingi. Sú yfirlýsing hans, sem getið er hér að framan, mun því verða skoðuð sem túlkun þeirrar stefnu, sem liggur að baki frumvarpinu, og að hún muni þvi verða leiðarvísir þeirra sem annast framkvæmd laganna. Eg tel þó rétt, að ákvæði þetta verði sett inn í lögin sjálf. Með tilvísun til þess vil ég þakka S. P. fyrir athugasemd hans. Hitt þykir mér lakara, að hann í lokaorðum sinum gefur Oklkur Bjarna Braga Jónssyni frekar lága einkun og einnig, að hann Skuli lúra á enn meiri ann- mörkum á frumvarpi þessu. Haukur Eggerlsson Tilraunasvæði Banda- ríkjanna akveðið Util samkomulagsvon í Genf WaShington, 4. apríl (AP) Kjarnorkumálanefnd og varnamálaráðuneyti Banda- ríkjanna gáfu í dag út til- kynningu varðandi svæði það, sem hugsanlega verður notað til tilrauna með kjarn- orkuvopn seinna í þessum mánuði. Er hér um allstórt svæði að ræða umhverfis Jólaey á Kyrrahafi, 1600 kíló- metrum fyrir sunnan Hawaii. Svæðið er 1000 km breitt og 1250 km langt. Hafa skip og flugvélar verið aðvöruð um að halda sig fjarri þessu svæði frá 15. apríL VERÐUR TII.KYNNT NÁNAR í tilkynningunni segir að enn sé ekki endanleg ákvörðun tek- in um það hvort kjarnorkutil- raunir verði gerðar á Jólaey, og fari það eftir gangi mála á af- vopnunarráðstefnunni í Genf. En gefin verði út tilkynning um það ef ákveðið verður að til- raunir skuli gerðar og þá sagt hvenær þær hefjist. Jólaey á Kyrrahafi lýtur Bret um, en hinn 9. febrúar s.l. var undirritaður samningur milli Bandaríkjanna og Bretlands um afnot Bandaríkjamanna af Jóla-. ey til tilrauna. 1 samningnum voru einnig ákvæði um afnot Breta af tilraunasvæðum Banda- ríkjamanna neðanjarðar í Ne- vada. LÍTILi VON UM SAMKOMULAG Kennedy Baindaríkjaforseti hef uir lýst því yfir að Bandaríkin séu fús til að hætta við fyrir- hugaðar tilraimir á Kyrrahafi ef samkomulag náist í Genf um al- gjör.t tilraunabann. En í því samkomulagi verði að vera ákvæði um einhvers konar al- þjóðaeftirlit með því að bannið verði haldið. Fulltrúi Rússa á afvopnunar- ráðstefnunni í Genf, Valerian 2Sorin, ítrekaði hins vegar í dag að Sovétríkin leyfðu aldrei al- þjóða eftirlit innan landamæra sinna, hvort sem það eftirlit væri í höndum hlutlausra ríkja eða ektoi. Sagði Zorin að alþjóða eftir lit gæfi einungis aðstöðu til að stunda njósnir. Áður höfðu fulltiúar hlut- lausra ríkja, þeirra á meðal Ind- lands og Eþíópíu, borið fram til- lögu um að skipuð verði eftir- litsnefnd hlutlausra ríkja, sem hafi heimild til að ferðast til þeirra staða, þar sem grunur leikur á um að verið sé að und- irbúa tilraunir eða að tilraunir hafi verið gerðar. En þessa til- lögu felldu kommúnistaríkin. Ritgerðasamkeppni um „Friðarleit" BANDARÍSKA útvarpsstöðin Voice of America hefur átoveðið að efna til ritgerðarsamkeppni í tilefni af tuttugu ára starfsaf- mæli sínu, ásamt tveimur stofn- unum í Bandaríkjunum, Letters Abroad Og The Readier’s Digest Foundation. Heiti ritgerðarinnar verður: Friðarheit. Tilgangurinn með þessari rit- gerðarsamkeppni er „ að hvetja einstaklinga um heim allan til að hugsa af alvöru og raunsæi um þess mál... og kynnast stooð- unum manna viða um (hei/m eins og þær tooona fraun í ritgerðun- um“. Veitt verða verðlaun fyrir fjór ar beztu ritgerðirnar, er berast — eina frá hverjum eftirtalinna I Dregið í í happdrætti f Frjálsrar )) menningar S)UM síðustu helgi var dregið i(| - happdrætti Frjálsrar menn-’ ingar, en eins og kunnugt er,§ var vinningurinn fotohelt ein-i býlishús, reist hvar á landinu, c sem vinningshafi kýs. Þar sem ( allir hafa ekki enn gert skil á' miðum, er þeir hafa fengið tils sölu, verður vinningsnúmer-. inu haldið leyndu næstu daga. c '■ijEr því stoorað á alla, sem hafaiC A-miða undir höndum, að gerao x skil hið allra fyrsta í slkrifstofuí )) Frjálsrar menningar í TjarnarJ ^götu 16, sími 1-59-20. ({ =^C^CF^Cb^<P*Q^(^Q^Ö=<Q=*SÖ=* 1«l==<i heimShluta: Exrópu, Afriku, lat- nesku Ameríku og Asíu. Verð- launin eru ferð til Bandaríkjanna og tveggja vikna uppihald í New Yorkborg og Washington, þar sem Hvíta húsið m. a. verður Skoðað. Flogið verður með Pan American ílugfélaginu, Og með- an dvalizt er í Bandaríkjunum, verða verðlaunahafar gestir stofn unar noltokuirar í New Yorkborg, er nefnist New Yorto’s Midtown Internatiorial Center. Ritgerðirnar skulu ekki vera lengri en 500 orð og læsilega ritaðar á enska tungu. Nafn og heimilisfang höfundar verður að fylgja ritgerðunum, ásamt upp- lýsingum um þjóðerni, aldur, kyn Og atvinnu. Dómnefnd, skipuð af ofangreindum stofnunum, dæmir um beztu ritgerðirnar. Ritgerðirnar — mertotar: PEACE, New York 21, New York, USA — skal senda loft- leiðis fyrir 31. maí 1962. Frá úrslitum keppninnar verð- ur sagt í útvarpi VOA, laugar- daginn 1. sept. næstkomandi. Rit gerðunum verður ekki skilað aft ur til höfunda, heldur Skoðaðar eign Letters Abroad. Verðlauna hafar yngri en 18 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum, sem sjálfur kiostar för sína til Bandaríkj anna. Frekari upplýsingar um rit- gerðarsamkeppni þessa verða veittar í ameríska bókasafninu, Laugaivegi 13. (Fréttatilkynning fiá USIS). Félagslíl íþróttafélag kvenna Munið mynda- og kaffikvöldið, föstudag 6. apríl kl. 8.30 í Aðal- stræti 12 (uppi). Bögglauppboð! Skíðadeild Í.K. VI4LFLUTNTNGSSTOFÁ Affalstræti 6, III hæff. Einar B. Guffmundsson Ghfflaugur Þorláksson Guffmundur Péturssun Knattspymufél. Fram Knattspyrnudeild Útiæfingar á miðvikudagskv. á Framvellinum kl. 8, mfl. og 1. fl. Innanhúsæfing fimmtudags- kvöld, 2. fl í Austunbæjarskól- anum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.