Morgunblaðið - 07.04.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1962, Blaðsíða 14
14 M O P C Tliv n T 4 010 Laugardagur 7. apríl 1962 Nýjung frá Alafossi Nýjar gerðir af gardínuefnum, fallegir litir og mynstur. — Skoðið í gluggann í ÁLAFOSS Þingholtsstræti 2 Vorbodinn! Páskarnir nálgast Eigum fyrirliggjandi þennan umtalaða vagn Komið — Reynið — Sannfærist Garðar Gislason h,f. Bifreiðaverzlun Sel'oss og nágrenni „Leiðin til lífshamingju“ nefnist erindið sem Svein B. Jóhansen flytur sunnudaginn 8. apríl kl. 20:30 i Iðnaðarmanna- húsinu. Frú Anna Johansen syngur Allir velkomnir SssW 'tgt Maðurinn minn Séra LÁRUS ARNÓRSSON Miklabæ, andaðist fimmtudaginn 5. apríl. — Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Björnsdóttir Jarðarför systur minnar og mágkonu HALLDÓRU EINARSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. april kl. 10,30 f.h. Blóm og kransar afbeðnir en þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega. bent á Barna- spítalasjóð Hringsins. — Athöfninm verður útvarpað. Vilborg Einarsdóttir, Páll Bóasson Hjartans þakkir sendi ég þeim mörgu góðu vinum mín- um, sem gerðu mér 70 ára afmælisdaginn ógleyman- legan. — Starfsfólki Álafoss h.f. og Hreppsnefnd Mos- fallshrepps, sendi ég einnig innilegar þakkir fyrir gjafir og góðar oskir. Sigurbjörg Asbjörnsdóttir Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu mér níræðri .vináttu með hlýjum orðum, heimsóknum, gjöf- um, blómum, skeytum, símtölum og bréfum. Eg þakka hverja hlýja hugsun og bið ykkur guðs- blessunar. Sigrún Sigurðardóttir. Alvirðu, Ölfusi Þórður Guðmundsson vélsmíðameistari — kveðjuorð F. 22. 2. 1906. D. 1. 4. 1962 ÞAÐ var bjart yfir .Siglufirði á sunnudaginn var. Frammi í firði þreyttu margir Siglfirðingar 4 km skíðagönguna í sólskini og fögru veðri .í þeirra hópi var Þórður Guðmund.ssori, vélsmíða- meistari Síldarverksmiðja riikis- ins. Engan grunaði, að þetta væri hans síðasta ganga. Um kvöldið var hann dáinn. Þórður fluttist 8 ára að aldri til Siglufjarðar með foreldrum sín- um, Guðmundi Björnssyni vél- smið og koniu hans, Guðbjörgu Þórðardóttur. Hann lærði vél- smíði hjá föður sínum, sem var dverghagur og rak eigin smiðju á Siglufirði. Tvær vertíðir var Þórður vélstjóri á bátum frá Siglufirði, en annars var vélsmíði ævistarf hans. Fyrstu árin vann Þórður í vél- smiðju föður síns, en ræðst sem vélsmíðameistari og verkstæðis- formaður til SR árið 1936. Þórð- ur var völundur í sinni iðn, hug- kvæmur, öruggur og skjótráður. Að eðlisfari var hann þó rólynd- ur og stilltur vel. Á þessa eigin- leika reyndi oft, þegar hálfur síldarflotinn kallaði á starf hans og úrræði, og verksmiðjur í landi þurftu skjótrar aðstoðar við. Ég minnist ótal dæma frá ár- um mínum á Siglufirði, er skipin hafa streymt inn á höfnina í byrjun vertíðar, mörg með bil- aðan vélbúnað ,og beðið um hina fljótustu afgreiðslu. Þótt skip- stjórar og vélstjórar þreyttu kapphlaup á fund Þórðar, þá raskaði ekkert stillingu hans og geðprýði. Þá reyndi oft á Þórð að ráðstafa vinnuafli sínu og manna sinna, svo að það kæmi síldarflotanum og verksmiðjun- um að sem mestu gagni. Veit ég ekki annað en að hann hafi átt vini á hverju skipi, sem við hann skipti. Thompson ólram í Moskvu Washington, 2. apríl — (NTB — Reuter). PIERRE Salinger, blaðafulltrúi Kennedys Bandaríkjaforseta lýsti því ákveðið yfir í dag, að allar fregnir um, að Llewelyn Thomp- son, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, léti af því embætti inn- an skamms, væru gersamlega úr lausu lofti gripnar. Sagðist Sal- inger ekki vita betur en Thomp son færi innan tíðar til Moskvu, eða þegar að loknum viðræðum sinum við stjórnina í Washing- ton. Samkvæmt umsögnum banda- rískra blaða átti Thompson að hafa óskað eftir því að fá að koma heim til Bandaríkjanna, en hann hefur dvalizt í Moskvu í mörg ár. Voru bornar fram ýms- ar tilgátur um eftirmenn hans í embættið — en einkum þó tald ir líklegir Jacob Beam, fyrrver- andi sendiherra í Póllandi, og Foy Kohler. háttsettur starfs- J maður utanríkisráðuneytisins. Vélaverkstæði SR var ungt og ófullkomið, þegar Þórður tók við því, en frá styrialdarlokum hef- ur það stöðugt vaxið, og á síð- ustu árum leyst af hendi flesta þá vélsmíði og vélaviðgerðir, sem þörf var fyrir á Siglufirði. Þannig hefur Þórður annazt smiði á nýj- um síldarvinnsluvélum, kyndi- tækjum, vélum í hraðfrystihús o. f 1., auk margskonar viðgerða á síldveiðiskipum og togurum. Á starfsárum sínum sem vél- smíðameistari hefur Þórður lagt mikla rækt við að kenna ungum mönnum iðn sína, og eiga margir 'honum þakkir að gjalda fyrir góða og nákvæma handleiðslu í iðnnáminu og síðar. Þórður var mjög kyrrlátur maður og gerði sjaldan víðreist. Það var helzt á sumrin, ef hann unni sér einhverrar hvíldar, að hann skauzt yfir fjallið til lax- veiða í Fljótaánni. Eins og hann jafnan glímdi ótrauður við nýj- ungar í starfsgrein sinni fylgdist hann vel með hverju, sem fyrir augun bar, og varð aldrei hinn einangraði fagmaður í afskekiktu þorpi. Víðáttan einkennir ekki útsýnið á Siglufirði, en Þórður heitinn velti fyrir sér gátunni miklu af mikilli skapfestu og skynsemi. Hann las talsvert um guðspeki og hafði yndi af góðri tónlist. Fyrir fáum árum lagði hann land undir fót og komst suður til Rómaborgar. Ég hef ekki hitt margfróðari mann koma aftur úr stuttri orlofsferð. Svo opnum augum hafði hann farið um forna staði. Þórður kvæntist árið 1933 Hólmfríði Pétursdóttur Hafliða- sonar, beykis í Reykjavík. Þáu eignuðust eina dóttur, Erlu, sem gift er Ragnari Sveinssyni, vél- stjóra. Hólmfríði missti Þórður eftir 4 ára sambúð. Síðar kvænt- ist hann Systur Hólmfriðar, Maríu, sem lifir mann sinn. Með fráfalli Þórðar Guðmunds- sonar hafa Siglufjörður og Síld- arverksmiðjur ríkisins misst einn af sínum beztu starfsmönnum. Við samsfarfsmenn Þórðar hjá SR eigum á bak að sjá traustum og góðum félaga. Það er bjart yfir minningu bans. Vilhjálmur Guðmundsson. Aðalfundur Prent- nemafél. í Reykjavík HINN 28. marz sl. var haldinn aðalfundur Prentnemafélagsins í Reykjavík í félagsheimili HÍP við Hverfisgötu. Fundurinn var vel sóttur, og voru mörg mál á dagskrá, þar á meðal lýstifund- urinn ánægju sinni yfir, hve vel gekk að fá kauphækkun þá er nemar fengu á síðastliðnu ári. Ber þar að þakka félags- mönnum HÍP, sem tóku þá hækkun inn í siðustu samninga sína við atvinnurekendur. Kosin var ný stjóm. Hana skipa nú: Ólafur Pálsson for- maður, Steindórsprenti, Þor- bergur Kristinsson, varaform., Prentsmiðju Mbl., Emil Ingólfs- son, meðstj., Leiftri, Jörundur Guðmundsson, meðstj., Odda, Þorsteinn Marelsson, meðstj., Gutenberg. Varastjóm: Baldur Garðarsson, Eddu, Hilmar Ey- steinsson, Félagsprentsmiðjunni. Ólafur Pálsson De GauBle á ftalíu Torino, Ítálíu, Jf. apríl. DE GAIJLLE forseti Frakklands og Amintore Fanfani forsætis- ráðherra Ítalíu ræddust í dag við um efnahags -og stjómmála framtíð Evrópu. Fóru viðræð- umar fram í einkabústað skammt utan við Torino. Að fundi þeirra loknum var gefin út sameiginleg yfirlýsing þar sem leiðtogarnir lýsa ánægju sinni yfir þeirri þróun, sem orð- ið hefur hjá aðildarríkjum Efna hagsbandalagsins í efnahags- málum. 1 sambandi við fund leiðtog- anna var gripið til mjög mik- illa varúðarráðstafana í ná- grenni Torino. Nokkur þúsund hermenn og vopnaðir lögreglu- menn voru á verði við fundar- staðinn og á leiðinni frá Caselle flugvellinum við Torino til fund Kosið í stjórn SPRN FYRIR FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur í gær lá kosning tveggja manna í stjórn Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis og tveggja endurskoðenda. Voru þeir Bjarni Benediktsson dióms málaráðherra og Baldvin Tryggvason endiurkjörnir í stjórn Sparisjóðsins, en endurskoðend ur þeir Björn Steffensen og Ingi mundur Erlendsson. arstaðarins. Flugvél de Gaullea kom snemma í morgun til flug- vallarins og höfðu franskar or- ustuflugvélar fylgt henni til landamæra Ítalíu, en þar tóku ítalskar orustuþotur við og fylgdu flugvél forsetans á leið- arenda. Fundurinn var haldinn f stón* einbýlishúsi, sem Luigi Medici del Vascello markgreifi á skammt frá Torino. Yfirlýsingin, sem þeir de Gaulle og Fanfani gáfu út í fundarlok, er stutt- orð. En þar lýsa þeir yfirþeirri von að samvinnan, sem náðzt íefur á sviði efnahagsmála hjá aðildarríkjum Efnahagsbanda- lagsins megi eflast og aukast einnig á stjórnmálasviðinu. — Utan úr heimi Frarnh. af bls. 12. komið í ljós. 70% allra saka* manna í fangelsum Ghicago eru negrar, en þeir eru aðeina 23% af íbúum borgarinnar. Negrar fremja 53% allra af- brota í Los Angeles þar sem hlutfallstala þeirra er miklu lægri en í Ohicago, og sivo mætti lengi telja. Hér er um að ræða þjóðfé- lagslegt vandamál, sem nær lengra en til glæpanna, sem framdir eru, og hafa yfirvöld í stórborgum Norðurrfkjanna miklar áhyggjur af þessu nýja vandamáh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.