Morgunblaðið - 07.04.1962, Page 23

Morgunblaðið - 07.04.1962, Page 23
Laugardagur 7. apríl 1962 MORGVNBLAÐIÐ 23 Gamanleikurinn Taugastríð tengdamömmu, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur nú tekið til sýninga, er framhald af Tann hvassri tengdamömmu, sem var sýnt hvorki meira né minna en 128 sinnum. Þessi Ieikur gefur hinum sízt eftir, með hnytnum setningum og ekemmtilegum tilburðum. — Þetta leikrit var sýnt úti á landi í sumar við metaðsókn, og frábærar undirtektir áhorf enda. Þetta leikrit er fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna og verður enginn svik inn á því að eyða kvöldstund með tengdamömmunni. (Frá Leikfélagi Keykjavíkux). — Myndin er af Amdísi Bjöms dóttur og Brynjólfi Jóhannes syni í aðalhlutverkum sínum. — Almannavarnir Framih. af bls. 1. mundi hann láta nægja að lýsa þeirri skoðun, að margt það, sem haft væri á móti frumvarpinu, hvíldi á fullkomnum misskiln- íngi um eðli málsins og tilgang þess. Kvað hann sér ljóst, að þar sem komið væri að þinglokum, mundi erfitt> að afgreiða það vegna hins mikla ágreinings, er risið hefði, þótt hann að mestu leyti væri á misskilningi byggð- Ur. Einnig væri það svo, að sam- þykkt frumvarpsins er að því leyti efeki aðkallandi, þótt um mikið nauðsynjamál sé að ræða, að ríkisstjórnin hefur þegar næg ar heimildir til undirbúningsað- gerða og raunar bein fyrirmæli Alþingis þar um. — Framkvæmd ir þurfa því ekki að tefjast, þótt afgreiðsla frumvarpsins verði lát in bíða til hausts, þar sem þær þurfa töluverðan undirbúning, sem hlýtur að taka marga mánuði, og kvaðst ráðherrann því mundu þegar í stað gera ráð- stafanir til að undirbúningsstarf ið hefjist, svo að framkvæmdir geti hafizt, er frumvarpið verður samþykkt á næst Alþingi. Veldur ekkl töfum á framkvæmdum. Að svo mæltu lagði ráðherrann til, að málið yrði afgreitt með evohljóðandi rökstuddri dagskrá: „Með samþykki fjárlagá fyryir 1962 lýsti Alþingi vilja sínum til þess, að almannavarnir skyldu upp teknar og treystir deildin ríkisstj órninni til að hefja nú þeg ar undirbúning þeirra í samræmi við meginreglur þessa frum- varps, meðal annars um þátttöku eveitarfélaga í kosnaði, og afla eér með bráðabirgðalögum heim ilda til skyndiráðstafana, ef brýn nauðsyn ber til og heimildir gild andi laga um ráðstafanir til loft- varna og annarra varna gegn hættum af hernaðarráðstöfunum verða ekki taldar fullnægjandi. Þar sem nú er orðið áliðið þings og sýnt er, að afgreiðsla frum- varpsins muni taka verulegan tíma, en frestun samþykktar þess nú mun samkvæmt því, sem fyrr greinir, ekki valda töfum á fram- kvæmdum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá, enda verði írumvarpið lagt fyrir næsta þing Ktrax og það kemur saman. IÞROTTIR Framh. af bls. 22. ingur án efa veitt FH mönn- um harðari keppnL * FRAM — ÍR Leikur Fram og lR var hörð barátta og lengi vel tvísýn og jöfn. Það var þó aldrei veruleg spenna í leiknum. Fram hafði lengstum forystu og í hálfleik hafði Fram 6 mörk yfir, 20—14. Náði Fram mjög góðum kafla í lok fyrri hálfleiks. Þetta forskot juku Framarar ekki nema um eitt mark í síð- ari hálfleik. Allan tímann höfðu þeir heldur undirtökin. ÍR-ing- ar gáfust aldrei upp og veittu harða keppni en það kom fyr- ir ekki. Varnir beggja liða voru opnar og þó ÍR-vömin opnari en það er galli ÍR-liðsins um árabil og mörgum leikjum hafa KR-ingar tapað gegn Fram á þeirn galla. Aðrir leikir þetta kvöld voru í 3. flokki milli Njarðvíkur og Kópavogs. Njarðvík vann með 12—2 og Fram vann FH með 15—10. AKRANESI, 6. apríl. — Nú er blíðuveður á miðunum hjá bát unum í dag. Alls fengu þeir í gær 90 tonn og voru aflahæstir Skagfirðingur með 21,6 lestir og Sigurður AK með 11 lestir. Hringnótabátarnir eru nú fyr ir austan Vestmannaeyjar og fékk Haraldur 100 tunna kast þar laust fyrir hádegi. — Oddur Virkjun Ijóssins Ljósgeislinn: skæðasta vnpn framtíðarinnar NÝJASTA kapphlaupið milli Rússa og Bandaríkjamanna er uiTi virkjun Ijóssins. I virkjun ljósöldunnar liggja ótakmarkaðir mögulcikar. — Nú þegar er svo komið að ljósgeislar hafa verið notaðir í stað skurðhnífa við hámá- kvæma uppskurði og til að skera sundur þynnur úr hertu stáli. En í náinni fram- tíð má búast við stórstígum framförum á þessu sviði og er sennilegt að ljósgeislihn verði notaður mjög mikið bæði í þágu vísinda og her- vama. Virkjun ljóssins er aðallega í því fólgin að safna saman ljósöldunum í einn þéttan geisla, þannig að þær dreif- ist mjög lítið á langri leið. Bandaríkjamenn hafa fundið upp tæki, sem þeir nefna „laser“, til að safna saman ljósöldunum. Tæki þessi eru ekki tærri en meðal vasaljós, en framleiða þó ljósgeisla, sem er nægilega öflugur til að skera sundur þynnur úr hertu stáli. Sams konar geisl- ar gætu að sjálfsögðu blind- að menn í mikilli fjarlægð og jafnvel drepið. Laser tæki var fyrst reynt í Bandaríkjunum árið 1960 og varð til þess að farið var að ræða dauðageisla í fullri alvöru. Það sem Laser gerir er að magna ljósið á svipað- an hátt og hátalarar magna hljóðið. Aðalmunurinn er sá að hljóðið dreifist í allar átt- ir en Laser safnar ljósöldun- um í einn samþjappaðan geisla. Árangurinn er hár- fínn geisli, áem er samsettur úr 400 milljón milljónum ljós alda á sekúndu. Einn vís- indamaður líkir þessu við ljós á stærð við fingurnögl en jafn bjart og milljón 100 kerta rafmagnsperur. Og geislinn dreifir sér lítið á langri ferð. Ef geislanum væri beint til tunglsins, sem er í um 400 milljón km. fjar- lægð, lýsti hann þar upp blett, sem væri aðeins um lí4 km í þvermál. í framtíðinni er fyrirhug- að að nota Laser til land- geisli geti annað einni millj- ón símtala í einu truflunar- laust. Og fjarlægðin er tak- markalítiL Ljósgeisli gæti flutt skilaboð milli gervi- hnatta, til tunglsins og til stjama í 10 ljósára fjarlægð. Til að senda skilaboð til tunglsins þyrfti minni orku en pera í jólatréskerti notar. Þá er ljósgeislinn ætlaður til stj örnur annsókna, oriku- varna. Er unnið að rannsókn um á þessu sviði og kemur margt til greina. Með ljós- geisla er t. d. talið að unnt verði að granda eldflaugum og flugvélum í mikilli fjar- lægð. Og jafnvel á að vera unnt að granda eldflaugum óvinanna skömmu eftir að þeim er skotið á loft, þvi ljósgeislinn fer með um 300 þús. km. hraða á sekúndu. í Bandaríkjunum eru rúfn- lega 400 fyrirtæki að rann- saka möguleika á beitingu Laser til friðsamlegra nota. Þar kemur einnig margt til greina, en höfuðáherzla er lögð á tilraunir, ervarðafjar skipti. Talið er að einn ljós- flutnings, skurðlækninga o. fl. Ljósið getur einnig komið að miklum notum í siglinga- fræði, sérstaklega úti í geimn um þar sem fjarlægðir eru miklar, og gefið mun ná- kvæmari staðarákvarðanir en radar. Laser er skámmstöfun á enska heitinu „light ampli- fication by stimulated emis- sion of radiation." En aðferð þessi til að virkja ljósið er einnig oft nefnt optical mas- er, eftir fyrirrennaranum „maser“, sem byggist á ó- sýnilegum radíóbylgjum. Um hvort tveggja er nánar ritað í þættinum „Tækni og vís- indi“ í Lesbókinni, sem fylg- ir blaðinu í dag. Miklar ræktunarframkvæmdir á Suðurlandi d sl. sumri „SUÐURLAND" átti fyrir skömmu tal við Kristin Jónsson, jarðræktarráðunaut Búnaðar- samjbands Suðurlands, og spurð- ist fyrir um helztu framkvæmd- ir í landbúnaði á sambandssvæð- inu á sl. ári. Hér á eftir fara upplýsingar þær, er Kristinn lét blaðinu í té. Til samanburðar eru, innan sviga, tölur frá árinu 1960: Nýrækt Ámessýsla 599 ha (388) Rangárvallasýsla 565 ha (381) V-Skaftafellssýsla 175 ha (141) Þurrheyshlöður Árnessýsla 19 þús. m3 (14) Rangárvallas. 14 þús. m3 (14) V-Skaftafellssýsla 6 m3 (5) Bæjarbíó hefur nú um skeið sýnt frönsku vcrðlaunamyndina Ungur flóttamaður (Les qatre cents coups), sem hlaut gull- verðlaun í Cannes og er sérlega góð. Hefur myndin hlotíð af- bragðsdóma, enda vel leikin. Votheyshlöður Árnessýsla 2975 m3 (1467) Rangárvallasýsla 387 m3 (431) V-Skaftafellssýsla 843 m3 (639) Súgþurrkunarkerfi Árnessýsla 2044 m2 (3888) Rangárvallas. 2177 m2 (2561) V-SkaftafelLssýsla 970 m2 (569) Vélgrafnir skurðir Árnessýsla 217 þús. m* (405) Rangárvallasýsla 710 m3 (317) V-Skaftafellssýsla 219 m3 (213) Nýrækt á vegum SÍS, í Hvol- hreppi, Rangárvallasýslu, var um 138 ha árið 1961. f Austur-Land- eyjum voru grafnir landamerkja- skurðir milli flestra jarða í sveit- inni, um 112 km að lengd, sam- tals um 568 þús. m3. — Drangajökull Framih. af bls. 24. honum, að nú sé „míla eftir í Eyrina". Líða svo um 5 mínút- ur, að því er skipstjóri telur, þangað til hann kemur á stjórn- pail. En þá segir hann að blasað hafi við sér „framandi úbsýni". Skipið strandar. Segir skipstjóri, að skipið sem þá átti skammt ófarið inn í hópið, hafi þegar hér var komið verið norður úr innsiglingarljósunum þangað inn. Lætur hann þvi strax taka sjálfstýringuna úr sam- bandi, setur bátsmann við handstýrið og gefur fyrirmæli um að sveigja á stjómborða. Gengu þá ljósin mjög fljótt saman og sundur hina leið- ina. Þá hafi hann gefið fyrir skipun um að setja stýri hart í bakborða. Þegar skipið var byrjað að snúast hratt tíl hak borða rakst það í marbakk- ann, en við það jókst snúing- urinn, en brátt stóð skipið fast að framan. Þriðji stýrimaður mótmselir því, að stefna skipsins hafi ver- ið úit úr innsiglingarljósmerfcj- um þegar skipstjóri kom upp, enda hafi hann tekið stefnuna samkvæmt þeim, strax og skip ið vSr statt úti af Suðureyri. (Sú er um 4 mílum utar en Sveins- eyri). — Héldtu báðir aðilar faist við sinn fraimburð í yfirheyrzl- unum og bátsmaður, sem eins og fyrr segir, var með þeiim á stjórnpalli, segist ekki hafa veitt þessu atriði athygli. Eyrum ruglað saman. Nokkur orðaskipti átfcu sér stað í brúnni milli skipstjóra og stýrimannanna beggja, aðallega eftir strandið, um hvar skipið hefði verið, þegar honum voru gerð boð. Virðist af því, sem fram kom um það aitriði við réttarhöldin, að þar hafi eitt- hvað farið á milli mála og m.a. átt sér stað ruglingur á eyrun- um Suðureyri, Sveinseyri og Laambeyri. Taldi Skipstjóri, að sér hefði verið gert viðvart seinna en hann æfclaðist til. Þegar „Drangajökull“ strand- aði, mun siglingarhraðinn hafa verið 12—13 sjómílur. Dýptar- mælir var ekki í gangi, en aftur á móti ratsjá. Sjóprófi í rmálinu stjórnaði Magnús Thoroddsen, fulltrúi yf- irborgardómara í Reykjavík. Guðlaugur Einai sson málflutningsskrifstofa Freyjugötu 3'.' — Símj 19740.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.