Morgunblaðið - 08.04.1962, Side 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. aprfl 1962
Frá aðalfundi Fél. bifreiðaeigenda:
Rítissjdðiir haföi 230 millj.
kr. tekjur af bifreiöum 1960
Af þvi runnu 100 millj. til
byggingar vega og brúa
AÐAL.FUNDUR Félags ísl. btfreiðaelg-
enda var haklinn 12. marz sJ. For-
maður félagsins Arinbjörn Kolbeins-
son læknir, setti fundinn og skipaði
fundarstjóra Pál S. Pálsson hæstarétt-
arlögmann, er stýrði fundinum. For-
maður félagsins flutti ítarlega árs-
skýrslu, og fara hér á eftir nokkur
atriði hennar. •
Tala félagsmanna 1 árslok 1961 var
1780, og hafði þá aukizt um 518 á
árinu, eða nær 40%. Skrifstofa félags-
ins var starfrækt í Austurstræti 14,
eins og undanfarin ár. Annaðist skrif-
stofan sölu alþjóðaskírteina, útgáfu
ferðaskírteina fyrir bifreiðir til ferða-
laga erlendis (carnet), sá um bréfavið
skipti og almenna upplýsingastarf-
secmi fyrir félagið. Á mánudögum og
fimmtudögum voru þar veittar tækni-
legar upplýsingar fyrir félagsmenn
varðandi varahluta og viðgerðaþjón-
ustu. Nokkrum sinnum var aðstoðað
við bílakaup og leyst úr deilum, sem
upp höfðu komið vegna þjónustu á
viðgerðarverkstæðum og tókst að ná
sættum I slíkum málum. Frá því um
miðjan september var félagsmönnum
gefinn kostur á lögfræðilegum upp-
lýsingum og aðstoð. Voru þær upp-
lýsingar veittar á skrifstofunni milli
kl. 5—7 á þriðjudögum.
VEGAÞJÓNUSTA.
Á s.l. sumri var gerð tilraun með
víðtækari og meiri viðgerðaþjónustu
fyrir bifreiðir á vegum úti en áður
hefur tíðkast. Var fyrirkomulag þjón-
ustunnar með svipuðum hætti og ger-
ist hjá erlendum bifreiðaeigendum.
Þörfin fyrir þessa þjónustu reyndist
meir en gert var ráð fyrir, og nutu
1032 bifreiðar hennar, eða um 140
bílar á dag. Þjónusta þessi var látin
félagsmönnum í té ókeypis.
VEGAMÁL.
Eins og F.Í.B. hefur oft áður bent á,
eru auknar og bættar framkvæmdir
á vegamálum eitt mesta hagsmuna-
mál bifreiðaeigenda og jafnframt eitt
mesta hagsmunamál bifreiðaeigenda
og jafnframt eitt mesta framfara og
nauðsynjamál fyrir þjóðfélagið, því í
þessum efnum erum við í flokki hinna
vanþróuðustu þjóða.
í tilefni fundarsamþykktar frá síð-
asta fundi E.Í.B. ritaði stjóm félags-
ins samgöngumálaráðherra bréf og
beindi þeim tilmælum til ríkisstjóm-
arinnar að hún notaði nú þegar heim-
ild í lögum um Austurveg nr. 32, 6 gr.
frá 1946 til þess að taka allt að 20
millj. kr. lán til framkvæmda við
Þrengslaveg 1961. Bent var á að fjár-
veiting til þessa vegar væri aðeins 2
millj. kr. árlega Samkvæmt lauslegri
kostnaðaráætlun myndi vegur þessi
koeta 180—200 millj. kr., að óbreyfct-
um aðstæðum myndi það taka um
90 ár að leggja þennan veg. í sam-
bandi við vegamálin telur F.Í.B. ein-
kum þýðingarmikið að upplýsa bif-
reiðaeigendur um þá sérstöku skatta,
sem lagðir eru á þá og hversu mikið
af því fé sé varið til vega og brúa.
Samkv. upplýsingum frá Hagstofu ís-
lands námu tekjur ríkissjóðs af bif-
reiðum og helztu rekstrarvörum þeirra
árið 1960 230 millj. kr. en það ár nam
fjárveiting öll til vega aðeins 91 millj.
kr., auk 8,5 millj. kr. úr brúarsjóði.
F.Í.B. hefur lagt áherzlu á, að hér
er um mikla skattlagningu að ræða,
en alltof lítið framlag til vegamála,
skilningur á þessu máli hefur að vísu
farið vaxandi að undanfömu en samt
er mjög aðkallandi verkefhi óunnið,
að láta öllum bifreiðaeigendum skiljast
að hér sé um þjóðhagslega óheppilega
ráðstöfun skattfjár að ræða.
i ATHAFNASVÆÐI FYRIR BIF-
í REIÐAEIGENDUR.
l>á ræddi formaðurinn nofckuð um
framtíðarfyrirætlanir félagsins, og
drap m.a. á eftirfarandi.
Um skeið hefur verið til afchugana
að félagið sæki um lóð fyrir athafna-
svæði, þar sem reisa mætti bifreiða-
geymslur, sjálfsafgreiðslu verkstæði,
þvottastöð, og benzínstöð fyrir félags-
menn. Verður reynt að hafa benzín-
stöð þessa með nýtízku sniði þannig
að unnt verði að fá benzín með mis-
munandi octane-tölu eftir því sem
hentar á hvem bíl. Margir hinna nýju
bíla er gerður fyrir benzín með hærri
octane tölu en hér er fáanlegt.
BIFREIÐATRYGGINGAR OG
TJÓN.
Iðgjöld af bifreiðatryggingum I
heild geta ekki lækkað nema að tjón-
in minnki. Að þessum verkefnum vill
F.Í.B. vinna með því að láta gera
nákvæma athugun á tíðni, eðli og or-
sökum slysa, og auka umferðafræðslu,
sem af verulegu leyti byggist á upp-
lýsingum um þessi atriði. Vinna að
breyttu fyrirkomulagi á bifreiðatrygg
ingum, á þann hátt að draga úr of-
tryggingu og stuðla að því að &-
byrgðin lendi meira á þeim, sem tjón
unum valda, heldur en nú er. Vinna
að því að reglum um veitingu og svipt
ingu ökuleyfa verði breytt, og tekin
upp sá háttur, sem víða tíðkast er-
lendis, að ökumenn, sem títt brjóta
ökureglur sökum kæruleysis eða van-
kunnáttu I akstri, séu sviptir ökuleyfL
Slík ökuleyfasvipting er ekki refsing,
heldur nauðsynleg öryggisráðstöíun og
er ekki timabundin. Hins vegar fær
sá, sem ökuleyfi er sviptur á þennan
hátt þá og því aðeins réttindi sin
aftur að hann gangi undir mjög
strangt próf og standist það. Fyrir-
komulag sem þetta hefur gefið góða
raun erLendis og mundi vafalaust fjar-
lægja margan óhæfan ökumann af
ísl. vegum. Þá hyggst F.Í.B. virma
að því, að unnt verði að tryggja ísl.
bifreiðir hér heima til ferðalaga er-
lendis, og sömuleiðis að erlendar bif-
reiðatryggingar verði teknar í gildi hér
á landi.
NÝ AÐFERÐ VIÐ VEGA-
GERÐ -- NÓG FÉ TIU
FRAMKVÆMDA.
Bifreiðaeigendur leggja nóg fé fram
með sínum sérstöku sköttum til að
unnt sé að byggja góða vegi á öllum
fjölfömum leiðum á fáum árum. En
þvi miður er of litlum hluta þess fjár,
varið til vegagerða eða tæpum helm-
ing.
í>á hefur verið bent á nýja og til-
tölulega ódýra aðferð við gerð slitlags
á vegum, sem sennilega mundi henta
vel hér á landi. Aðferð þessi er fund-
in af sænskum vegaverkfræðingi og
hefur reynzt vel þar 1 landi. Nauð-
synlegt er að halda áfram að kynna
þessi mál, fyrir almenningi og stjóm-
málamönnum. í þeim tilgangi meðal
annars er ætlunin að auka og breyta
útgáfu Ökuþórs, þannig að hann komi
út 4 sinnum á ári. Einnig er gert ráð
fyrir að hann flytji meiri fræðslu um
tæknileg efni, en hingað til hefur
tíðkast. Félagið á 30 ára afmæli 6. maí
n.k. er ætlunin að breyta útgáfu Öku-
þórs um það leyti.
AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ
FÉLAGSMENN.
Félagið hefur hug á að auka veru-
lega vegaþjónustu á næsta sumri og
verður hún veitt öllum félagsmönnum
ókeypis, en aðrir greiða fúlit verð
fyrir slíka þjónustu.
Pá hefur félagið hug á að eignast
viðgerðarbila, sem verði til taks að
aðstoða félagsmenn I skyndi, þegar ó-
væntar bilanir er að ræða. Þessi þjón-
usta myndi ekki aðeins ná til Reykja-
víkur og nágrennis, heldur er einnig
fyrirhugað að hún verði á Akureyri,
og vegum norðurlands.
Vegna hinnar auknu starfseml, svo
sem meiri vegaþjónustu, stækkunar
Ökuþórs, áframhaldandi og vaxandi
kynningarstarfsemi, á þvi mikla
nauðsynja- og framfaramáli að byggja
vandaða vegi á fjölförnum leiðum, þá
var borin fram tillaga um hækkað ár-
gjald og samþykkt samhljóða.
ÖRUGGARI OG GREIÐARI
UMFERÐ.
Mikil nauðsyn er á aukinni um-
ferðafræðslu til þess að vinna á móti
hinum tíðu umferðaslysum og miklu
tjónum af völdiun bifreiðaárekstra,
en þau nema tugum miHjónum árlega.
Hefur félagið þegar hafið þetta starf
með kvikmyndasýningum og fræðslu-
fundum. Einkum hefur verið lögð á-
herzla á að kenna fólki akstur í hálku.
Er þess sérstök þörf, þar sem snjódekk
Steyping Miklubrautar boðar þáttaskil í gatnagerð.
eru nú almennt notuð, en keðjur að
hverfa. betta er framfaraspor í um-
ferðamálum, en krefst meiri þjálfunar
af ökumönnum. Hefur félagið stungið
upp á því, að efnt verði til námskeiða
í hálkuakstri svo sem tíðkast erlendis.
Bent hefur verið á, að oft sé aðstaða
til slíkra æfinga á Rauðavatni á vetr-
um.
Að skýrslu formanns lokinni ræddu
fundarmenn um helztu áhugamál fé-
lagsins. Á fundinum voru bomar upp
eftirfarandi tillögur, er samþykktar
voru einróma.
A 1) Að ríkissjóður taki nú þegar
20 millj. kl. lán til Austurvegar, sam-
kvæmt heimild í lögum um Austur-
veg nr. 32/1946, og verði því fé varið
í þann veg á þessu ári.
2) Að ríkisstjómin hlutist til um
það, að á næstu fjárlögum verði 2/3
hlutum af tekjum ríkissjóðs af bif-
reiðum og rekstrarvörum þeirra varið
til vega og brúa, enda verði lögð
megin áherzla á að leggja vanöaða
vegi á fjölfömum leiðum.
3) Að vegamálaskrifstofunni verði
séð fyrir nægu fé I sambandi við rann
sóknir á vegagerð hér á landi, þar
sem ekki er unnt að styðjast við er»
lenda reynslu í þessu efni, nema að
nokkru leyti.
B) Aðalfundur F.Í.B. fagnar þeim
markverða áfanga á viðskiptasvæðinu,
er bílainnflutningur var gefinn frjála
á sJ. ári, og þar með leyst nær 30
ára verzlunarhöft á þessu sviði.
I>á lýsti fundurinn ánægju með þær
framkvæmdir sem hafnar eru með
nýjan veg til Ketflavíkur og væntir
þess að því verki miði svo vel, sem
beztu vonir standa til, þannig að
lokið verði að leggja vandaðan veg
um þessa fjölfömustu langleið lands-
ins, innan fárra ára.
Formaður félagsins var endurkjörinn
til 2ja ára, ritari var kosinn Magnúa
Höskuldsson skipstjóri, en gjaldkeri
gekk ekki úr stjóm að þessu sinni.
Stjórn félagsins skipa nú Arinbjörn
Kolbeinsson formaður, Magnús Hösk-
uldsson ritari, Valdimar J. Magnússon
gjaldkeri. Meðstjómendur Haukur
Pétursson verkfræðingur og Bárður
Daníelsson verkfræðingur. Varastjóm
Guðmundur Karlsson blaðamaður og
Gísli V. Sigurðsson póstftr.
(Frá F. f. B.)
• Sunnudags-
spurningin
Stunduim hitti ég konur,
sem eiga menn sína á sj ónum
langtímum saman. Allir hafa
saimúð með þeim, og spyrja
hvort ekki sé óttalega þreyt-
andi að sjá ekki eiginmanm-
iinn nema með höppum og
glöppum. l>að venjulegasta £
hjónaibandi er þó að maður-
inn sé í vinnu 8 tíma á dag,
burt frá heimilinu og komi
svo heim til ástkærrar eigin-
konu á mínútunni sex eða
sjö á hverjum einasta degi.
En til eru líka konur sem
mega hafa það að eiginmað-
urinn sé alltaf heima hjá
þeim, vinnutíma sinn líka.
Hvernig skyldi það vera?
Eg hringdi til Steinunnar
Briem, píanóleilkara eiginkonu
Kristmanns Guðmundssonar,
skálds og spurði:
• Hvernig er að hafa
eiginmanninn
alltaf heima?
Hún svanaði:
Ja, ætli það fari ekki ofur-
lítið eftir þvd, hivernig eigin-
maðurinn er? Og þá kannske
líka konan? Og hvernig þau
eiga saman? Ég er svo heppin,
að Ohris er allra manna skap-
beztur og þægilegastur í um-
gengni á heimili. Áður fyrr
hélt ég, að skáld og svoleiðis
fóLk væri meira og minna
brjálað á taugum og mestu
óhemjur í skapi, en til allrar
hamingja get ég borið um
af eigin reynslu, að svo þarf
alls ekki að vera.
Annars býst ég við, að það
taki alltaf dálítinn tíma fyrir
tvær mannverur að laga sig
svo hvor að annarri, að hvergi
sé um neina þvingun að ræða
í náinm samibúð. Gott hjóna-
band hlýtur ávallt að vera
samruni tveggja einstaklinga,
sem læra smátt og smátt að
lifa, starfa Og gleðjast saman,
þar til „ég“ er orðið að „við“ og
*Wr'V
V. .Bin
hjónin eru eins og tveir helm
ingar sem mynda eina heild,
án þess þó að glata nokkru
af persónulegum sérkennum
sínum. Það hefur oft verið
sagt, að eðli sannrar ástar sá
að gefa og ríkasta hamingj-
an í því fólgin að gleyma sjálf
um sér, og ef til vill er ekkert
jafngóð æfing í slíku og hjóna
bandið. Ég gæti trúað, að hjón.
sem eru saman flestum stund-
um, eigi við meiri örðugleika
að stríða í upþhafi, meðan
þessi s.'tmruni er að verða að
veruleika því að viss þvingun
er óhjákvæmileg í fyrstu: við
getum því miður ekki alltaf
verið með spariandlitið,
hversu fegin sem við vildum,
og okkar ýmsu brestir bitna
löngum k þeiim, sam við elsk
um heitast — en sem betur
fer er sönn ást ævinlega um-
burðarlynd í eðli sínu. Þegar
hjón eiu komin yfir byrjun-
arörðugleikana og öll þving-
un horfin, held ég hina
vegar, að samband þeirra geti
orðið enn nánara, ef þau eru
mi'kið saman. Einhver aðskiln
áður er auðvitað alltaf hollur,
enda eykur hann bara gleðina
við að koma saman aftur og
deila öllu, sem gerzt hefur,
hvort með öðru. Hamingju-
samt hjónaband hlýtur ætíð
að byggjast á félagsskap og
vináttu. gagnkvæmu trausti
og þarafleiðandi algjöru frelsL
Persónutega get óg hiklausit
svarað spurningunni þannig,
að ég nýt þess af öllu hjarta
að hafa Chris sem mest hjá
mér. Ég er innilega þakklát
forsjóninni fyrir hjónaband
okkar, og mér er engin laun-
ung á því, að ég er 1 rauu
og sannleika það, sem ég hélt,
að einungis væri til í ævin-
týrum: fullkomlega hammgju-
söm eiginkona.