Morgunblaðið - 08.04.1962, Page 12

Morgunblaðið - 08.04.1962, Page 12
4fc. 12 JlfotgtfStlrfafrft Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átxm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólíur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞARFIR IDNAÐARINS ■pins og frá hefur verið^ ^ skýrt hér í blaðinu hef- ttr nú verið skipulagt nýtt iðnaðarhverfi við Grensás- veg. Á því svæði verður gólf- flatarstærð iðnaðarhúsa um 65 þúsund fermetrar og er gert ráð fyrir samráði við samtök iðnaðarmanna og iðn rekenda um endanlegt fyrir- komulag bygginga í þessu nýja hverfi. Nokkuð hefur skort á að hægt væri að sinna umsókn- um iðnaðarins um lóðir að undanförnu, en með þessu nýja hverfi, sem lokið verð- ur við að undirbúa á næstu þrem mánuðum, er bætt úr skorti á iðnaðarlóðum. Við afgreiðslu þessa máls í borgarstjórn gerðust þau furðulegu tíðindi, að komm- únistar snerust gegn lausn lóðamála iðnaðarins og börð- ust hatrammlega á móti því, að hinu nýja svæði væri út- hlutað til iðnaðarins. Samt héldu þeir því fram, að vegna lóðaskorts hrektust iðnfyrirtæki burt úr höfuð- borginni. Á hverju ári rísa upp nýj- ar iðngreinar í Reykjavík og íslenzk iðnaðarframleiðsla batnar ár frá ári. Á sviði iðn aðar eru framfarjr og nýj- ungar hvað mestar. Þess vegna eru mörg þau hús, sem iðnaður er nú rekinn í, orðin úrelt, þótt þau séu ef til vill ekki mjög gömul. — Brýna nauðsyn ber þess vegna til þess að sjá iðnað- inum á hverjum tíma fyrir lóðum til nýbygginga, þar sem hægt er að koma við hagkvæmum rekstri og nýj- ustu vinnuaðferðum. Meirihluti borgarstjórnar hefur fullan skilning á þörf- um iðnaðar í vaxandi borg, sem stöðugt býður borgurun- um fleiri og betri tækifæri til að öðlast velmegun. Þess vegna verður hið nýja og glæsilega iðnaðarhverfi reist, þrátt fyrir andstöðu komm- únískra afturhaldsmanna. IÐNAÐARVEITA Eins og kunnugt er verður lokið við að leggja hita- veitu í öll hús borgarinnar innan fjögurra ára. — Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra, hefur þegar tekizt að tryggja fjármagn til fram- kvæmdanna, og er það rétt, sem Jóhannes Zoega, hita- veitustjóri, benti nýlega á í ræðu, að það mun vera eins- dæmi hérlendis í seinni tíð, að allt fé til slíkra stórfram- kvæmda sé tryggt áður en þær hefjast. En þótt þessu stórátaki verði lokið á aðeins fjórum árum, er ekki hugmyndin að láta þar staðar numið. Hita- veitustjóri hefur bent á, að margháttaður iðnaður þurfi á mikilli gufu að halda. — 1 borholunum í bæjarlandinu er varminn langt yfir 100 gráður. Þess vegna er hægt að leggja gufuveitu um iðn- aðarhverfi og sjá hinum vax- andi iðnaði höfuðborgarinnar fyrir nægilegri gufuorku. — í námunda við iðnaðarhverfi það, sem nú er að rísa við Suðurlandsbraut og hið nýja hverfi við Grensásveg eru einmitt heppilegar borholur, og þess vegna er hin nýja hugmynd hitaveitustjóra mjög athyglisverð. ANDSTAÐAN GEGN ALMANNA- VÖRNUM 17‘ommúnistar berjast hat- rammlega gegn því, að ráðstafanir séu gerðar hér á landi til almannavarna til að mæta hættum kjarnorkustyrj aldar, ef hún ætti eftir að dynja yfir eða hættur steðj- uðu að af aukinni geisla- virkni. Kommúnistar segja að ekkert sé hægt að gera til bjargar í slíkum tilfellum og þess vegna sé fásinna að gera varúðarráðstafanir. Þrátt fyrir þessar fullyrð- ingar kommúnista liggja fyr- ir upplýsingar um það, að austan járntjalds séu víðtæk- ar ráðstafanir gerðar til al- mannavarna. í þeim löndum telja kommúnistar sjálfsagt að slíkar ráðstafanir séu gerð ar, en í lýðræðisríkjunum má ekkert aðhafast. Er það í samræmi við alla afstöðu kommúnista um víða veröld. En ráðstafanir til almanna- varna eru ekki einungis nauð synlegar vegna geislunar- hættu og styrjaldarógnana, heldur líka vegna þess að náttúruhamfarir geta hvenær sem er dunið yfir, og þá á að sjálfsögðu að vera undirbú- ið að gera sérhveriar þær ráð stafanir, sem til hjálpar geta orðið. Hér í blaðinu var fvrir skömmu skýrt frá því, að á fundi hjá Flugbiörgunarsveit íslands hefði dr. Sigurður Þórarinsson flutt fyrirlestur um þær náttúruhamfarir, sem hugsanlega gætu dunið yfir. Þar vék hann að því, að nú væri mikið rætt um al- mannavarnir og úr því að MORGVNBLAÐÍÐ Sunnudagur 8. aprfl 1962 Hver veröur framtíð heimskommúnismans KOMMÚNISTAFLOKKAR allra landa, þar á meðal sjálfs Rúss- lands, bíða eftir fréttum frá Pe- Sking, fréttum, sem geta ráðið framtíð heimskommúnismans. Eftir langar tafir og frestanir og rétt á hæla áríðandi auka- funda ríkisráðsins og ráðgjafa- nefndarinnar hóf „Þjóðþing Aliþýðunnar", æðsta löggjafarsam kunda Kína, lokaða fundi þriðju- daginn í síðustu viku. Þagnarmúrinn er órjúfanlegur. í fyrsta sinn hafa hvorki blaða- anenn né sendimenn erlendra ríkja verið viðstaddir og enn hef ur ekki orðið vart við leka. En fundurinn þarf að berjast til lykta um tvö mikilvæg málefni sem ljóst er að valdið hafa mi'kl- um deilurn meðal leiðtoga Kín- verja um nokkurn tíma. Hið fyrra varðar innanríkis- stefnuna: Hvað á að gera til að bjarga Kína frá gjaldþroti, vegna fyrri mistaka í áætlunum, óhag- stæðs veðurfars og hinna alvar- legu efnahagslegu afleiðinga af deilunum við Sövétríkin. Krúsjeff Hið síðara er, hvórt eigi að reyna að sættast í þessari deilu eða slíta opinberlega vináttu við Rússa. Krúsjeff hefur gert lýðum ljóst, að þó hann ætli ekki að gefa eftir um hænufet, sé hann ákveðinn í að taka ekki á sínar herðar beina ábyrgð á vin- slitum. Til að binda endi á þetta óþolandi ástand, verða Kínverjar annað hvort að láta undan, eða opinbera deiluna. Ein af ástæðunum til síðustu frestunari.nnar á samkomu „Þjóð þings Alþýðunnar" var, að Kín- verjar vildu heyra fyrst hvað Krúsjeff segði á aðalfundi mið- stjórnar kommúnistaflokksins í Moskvu hmn 5. marz. Reyndin varð 9Ú að hann sagði næstum ekki neitt, að minnsta kosti ekki í þeim ræðum sem hafa verið birtar. Það var þó nóg af mátu- lega dulbúinni gagnrýni á Kína til að sýna, að hann væri ekki að láta neitt undan, en frum- verið væri að ræða um þær, þá væri ástæða til að hafa hamfarir náttúrunnar líka í huga. Auðvitað á að gera allar þær ráðstafanir sem til bjarg ar geta orðið, ef ógæfan dyn- ur yfir. Allt annað er ábyrgð- arleysi, og afstaða kommún- ista markast sýnilega af því að þeir telja íslenzk manns- líf minna virði en þær „hug- sjónir“, sem þeir berjast fyr- ir. Enever Hoxha kvæðið var látið Kínverjum eftir. Eftir síðustu hnútum Albana að dæma hefur hið raunverulega markmið Kínverja verið að velta KrúsjeÆf úr sessi. Nýlega var gerð á hann árás í dagblaðinu ZERI I POPULLIT í Tirana. Þar var hann kallaður svikari við stefnu Marx og Lenins, Og honum lýst sem manni, er hefði fastráðið að selja völdin í heiminum í hendur auðvaldsríkjanna í vestri. Enn- fremur var sagt að hann sé reiðu Crankshaw Eflir Edward búinn til að knýja bróðurflökk- ana með hótunum og þvingun- um til að samþykkja stefnu sína. Greinin upplýsti, að rétt áður en 22. flokksþingið hófst í Októ- ber síðastliðnum, ritaði miðstjórn albansika kommúnistaflokksins til miðstjórnar rússneska kommún- istaflakksins og staðhæfði, að „hinar ruddalegu, and-marxis- tísku aðgerðir N. S. Krúsjeffs og klíku hans“ hefðu grafið , undan einingu hins kommúníska heims. í bréfinu var hvatt til að þessum Tito „hæ.ttulega sjúkdómi" yrði út- rýmt, — þ.e. trúvillustefnu for- ingja helzta kommúnistaflokks heimsins. Ljóst er, að Krúsjeff hefur haft rniklar vonir um að kljúfa sjálfa kínversku stjórnina og steypa helztu fylgismönnum and- so- vézku línunnar af stóli. Þetta má ráða af upplýsingum frá Rúss- landi, þar sem talað er um leyni- samband milli Krúsjeffs og kín- versku stjórnarandstöðunnar, svo pg af hinum stöðugu tilraunum Rússa til að vinna stuðning bróð- urflokkanna gegn ásökunum Kín verja. Allt þetta er nú rætt í Peking á fundi, sem marka mun þátta- skil í sögu heimskommúnismans, hvað sem ákveðið verður. í versta falli verður samsteypa kommúnistanna sprengd, en gangi vel, verður fyllt upp i sprungurnar. Þetta er ekki að neinu leyti hrein barátta milli Peking og Tir ana gegn Moskvu og öllum hin- um. Þótt Krúsjeff tækist, sem smávegis tilslökunum, að ganga með sigur af hólmi á hinum mikla fundi kommúnistafloikka 81 ríkis í nóvember-desember 1960, neyddist hann til að lofa öðrum fundi ,innan tveggja ára“ til að ræða hið síbreytilega ástand. Og jafnvel þá áttu Kínverjar marga stuðningsmenn, einkum frá Asíu og Suður Ameríku. Fjöldi þessara stuðningsmanna jókst þegar Krúsjeff dró allt málið ofsalega og ruddalega fram í dagsins ljós á 22. flokksþinginu, með árásinni á Albaníu og hinn seinheppna Molotoff (báðum þess um aðilum voru kenndar syndir Mao Tse-tung Kínverja). og þegar hann fleygði líki Stalins út úr grafihýsinu með ferskum krans frá Sjú En-læ við fótagaflinn. Jafnvel meðal evrópsku flokk- anna — í Austur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og einnig Ítalíu — voru hópar, sem voru mjöig and- vígir gleiðgosalegri tilraun Krú- sjeffs til að skelfa og fótum troða alla andstöðu. Einkum eru marg ir í Asíu Og Suður Ameríku sam- mála því sjónarmiði Kínverja, að byltingartilraunir skuli studdar til hins ítrasta og að það séu mikil mistök að veita borgaraleg- um stjórnum, eins og Indlands- stjórn, siðferðis og fjárhagsstuðn- ing, eingöngu vegna þess að þær eru á móti heimsveldastefnu. Mörgum finnst einnig að Krú- sjefif hafi enga heimild haft til að opinbera ósamlyndi kömrnún- istasamsteypunnar með því að ráðast opinberlega á leiðtoga Albaníu. Og enn fleiri skelfast jafnmilkið og Kínverjar af til- raunum hans til að semja við Bandaríkjamenn. í rauninni virðist óhætt að segja að Krúsjeff hafi eingöngu tekizt að halda bróðurflokkun- um saman. vegna ákvörðunar hans um að forðast styrjöld — andstætt skoðun Kínverja sem enn líta á styrjöld sem leiðina til að tryggja sigur kommúnism- ans um allan heim. Ef unnt væri að fiá Kínverja til að sýna eðli- legan ótta við kjarnorkustyrjöld, gætu þeir unnið marga stuðn- ingsmenn við andstöðu sína gegn stefnu Krúsjeffs. (Observer — öll réttindi áskilin).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.