Morgunblaðið - 08.04.1962, Side 24

Morgunblaðið - 08.04.1962, Side 24
Fréttasímar Mbl — eftir iokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 83. tbl. — Sunnudagur 8. aþríl 1962 Hekla sigldi niður fiskibát ' ’ KLUKKAN 20.30 í fyrra- kvöld sigldi strandferða- skipið Hekla niður vélbát- inn Pálma II frá Litla-Ár- skógssandi, skammt innan við Hrísey. Fimm manna áhöfn Pálma bjargaðist ó- meidd í gúmbátinn og síðan upp í Heklu. Bátur- inn sökk á fimm mínút-‘®> um. — VéXbátnrinn Pálmi II. var að koma úr róðri, hafði ver- ið á þorskanetum út af Eyja- iirði. Hann var með góðan afla. Kom hann siglandi sitefn una frá Gjögrum og á Litla- Árskógssand og fór því álinn austan við Hrísey. Hekla var að koma frá Siglufirði og fór álinn vestan við Hrísey. Siglingaleiðir skipanna sker- ast skammt sunnan við Hrís- ey og Pálmi hefur Hekluna á stjórnborða. Það skiptir engum togum að skipin sigla saman og lendir stefni Heklu aftarlega á Pálma. Björguðust í gúmbátinn Fimm manna áhöfn Pálma bjargaðist í gúmmíbátinn og Hekla reyndi að taka Pálma á síðuna og var rétt búin að koma böndum á hann er bát- urinn sökk. Áhöfn Pálma var tekin um borð í Heklu. Gott veður var þegar slys- ið átti sér stað og ekki orðið full dimmt. Gamall bátur Vélbáturinn Pálmi er 10 tonna trébátur smíðaður á Akureyri 1930. Hann er eign Vigfúsar Kristjánssonar o. fl. á Litla-Árskógssandi. Formað- ur á Pálma var Gunnlaugur Sigurðsson, Brattavöllum. — Skipstjóri á Heklu er Guð- mundur Guðjónsson. Sjópróf í málinu hófust á Akureyri í gærmorgun kl. 10.30 og stóðu enn yfir er blaðið fór í prentun. Á minni myndinn sést yfir Kópavog, þar sem fimm ára drengurinn festist í fyrradag. Drengurinn, Blængur Bík- harðsson, var kominn meira Síðasti dagur prófkosning- anna í dag í DAG er síðasti dagur prófkosninganna um val manna á lista Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórn- arkosningarnar 27. maí. Kosið er í skrifstofum flokksins á annarri hæð Sjálfstæðishússins við Austurvöll frá kl. tíu fyrir hádegi til kl. tíu eftir há- degi. Verða því atkvæði að hafa borizt þangað í sein- asta lagi kl. tíu í kvöld. Kosningarétt hafa allir skráðir félagar Sjálfstæð- isfélaganna, sem búsettir eru í Reykjavík, svo og allir aðrir, sem styðja Sjálf stæðisflokkinn, og eru á kjörskrá í Reykjavík. Þeir. sem fengið hafa kjörgögn send, eiga að skila atkvæða seðlunum á skrifstofurnar. en aðrir kjósa í kjörklef- um þar. Sæluvikan einn brandari Sauðárkróki, 7. apríl. í GÆR og dag hefur verið mjög gott veður hér á Sauð- árkróki, sólskin og logn og margir innanhéraðsmenn og einnig úr fjarlægjum byggð- um hafa heimsótt þessa gleðiviku Skagfirðinga. Þeir sem koma á sæluvikuna eru á öllum aldri eða frá 10— 90 ára. Gjarnan. hafa þeir eldri Skagfirðingar á hraðbergi stök- una, enda er hún þeim laus í munni. í gærkvöldi fæddist þessi staka: „Vínið æsir vesalt geð, vínið hressir suma, vín er ætíð velkomið, vínið kætir guma“. Sjópróf leiddu ekkert ■ Ijós SJÓPRÓF vegna sjóslyssins á Verði, er brann og sökk út af Reykjanesi á fimmtudagskvöld- ið, fór fram hjá borgardómara- embættinu í Reykjavík á föstu- dag. Blaðið spurðist fyrir um það hjá Valgarði Kristjánssyni, sem sá um sjóprófið. Sagði hann að ekkert hefði komið fram sem skýrði hvernig eldurinn kvikn- aði né nákvæmlega hvar kvikn- I aði í bátnum. Enginn af skip- verjum vissi um ástæðuna fyrir eldinum, enda urðu þeir hans ekki varir fyrr en seint, er þeir sáu að vélarrúmið var orðið fullt af reyk. Þeir tæmdu handslökkvi- tækin þanigað niður, en án ár- angiurs og yfirgáfu bátinn. Skip- stjóri og vélstjóri voru á vakt uppi, og aðrir skipverjar vak- andi. A/götunni í morgun rakst ég I a 76 ára gamlan mann, Jón [Jónsson frá Bessastöðum. Hann hefur sótt sæluvikuna lengst af frá því fyrir aldamót og segir svo frá henni: — Það fyrsta sem ég heyrði frá sæluvikunni, eða sem þá var kölluð sýslufundarvika, var nokkru fyrir aldamótin, en þá átti ég heima í Svartárdal. Það- an fór miðaldra fcóndi til Sauð- árkróks á sýslufundinn. Hann sagði, er hann kom heim, og taldi það til frétta, að kaup- maðurinn hefði boðið sér á leik- sýningu. Þá var leikið í gömlu pakkhúsi, er Fopp-verzlunin átti. Mér fannst þetta merkilegt atriði og hugsaði næstu árin hvemig leiksýning færi fram. — Innan við tvítugsaldur gafst mér færi á að vera á sælu viku. Þá var ekki leikið í pakk- húsi, því þá var nýbyggt gamla templarahúsið á Sauðárkróki. Það var Skugga-Sveinn, sem ég sá, og mér fannst mikið til um sýninguna. Ég er ekki viss um að ég hafi sofnað rólegur um kvöldið, því mér fannst ég sjá útilegumenn á báðar hendur. Á þeim árum var margt öðru vísi á sæluvikunni en nú er og man ég sérstaklega eftir mælsku- fundunum. — Einna skemmtilegast var að hlusta á séra Amór í Hvammi og séra Hallgrím jThorlacius. Ég man eitt sinn eft ir því að Hallgrímur sagði í ræðu að það væri nú lítið að marka sem hann Arnór segði, sérstaklega í sambandi við stærðfræðina, því hann hefði miklu betra próf í henni en Arnór. í svarræðu sinni gat Arnór þess að það væri ekki von hann Hallgrímur væri góð- ur í stærðfræðinni, því það. var lélegasta fagið mitt í skólanum, en við fengum jafna einkunn. Steindór Steindórsson er Reykvíkingur, en fluttist fyrir 6 árum til Sauðárkróks. Hann segir að um sæluvikuna hafi hann heyrt af afspurn, en ekki vitað hversu dásamleg hún væri fyrr en hann tók þótt í henni sjálfur. — Þetta er einstæður viðburð ur og engri skemmtun annarri lík, sem ég hef þekkt, segir Steindór, — fólkið er svo sam- hent og allir leitast við að skemmta sér án allra illinda. — Geturðu ekki sagt mér ein hvern brandara um sæluvik- una? Steindór lagar eldhússvuntu konunnar, því hann er að þvo upp fyrir hana í dag, en það gera skagfirzkir hsbændur iðu- lega á sæluviku, veltir vindlin- um út í annað munnvikið, horf- ir á mig með mesta spekings- svip og segir: — Sæluvikan er einn brand- ari frá sunnudegi til sunnudags. — St. E. Sig. en hálfa leið yfir voginn og ætlaði sér yfir í Arnames, þeg ar hann tók að sökkva í leðj- unni í f jörunni, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Þegar háfjarað er, sýnist vogvrinn auðveldur yfirferðar, en botn inn er gljúpur og hættulegur. Það varð Blængi til bjargar, að hann hafði magasleða með ferðist, sem hann gat setið á. — Móðir hans sagði okkur í gær, að hann hefði týnt af sér bæði sokkum og hosum, en stigvélunum tókst honum að bjarga. Á stærri myndinni er Blæng ur (lengst til vinstri) ásam>t leiksystkinum sínum fyrir framan hcimili sitt. „Lögg- an varð að hjálpa honum“, sagði vinkona hans. — „Nei“, sagði Blængur, „það var lög- reglan“. (Ljósm.: Mbl. Ól. K. Mag.). Góð köst í fyrradag í FRRADAG fengu iþrjú skip síld skammt frá Vestmanna- eyjum samtals 1200 tumiur. í fyrrakvöld fengu fimim skip samtals 6500 tunnur flest um 10 sjómílur undan Selvogs- vita. Hæstir voru Guðmundur Þórðarson með 1700 tunnur, VíSir II 1500, Höfrungur H 1400 og Jón Trausti 1300 tunn ur. Leitarskipið Fanney var með síldarskipunum. í gær var komin brœla á miðunum og ekki veiðiveður. Samsöngvur Karlokórs Reyfcjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur helð- ur fimm samsöngva í Austurbæj- arbíói á næstunrni. Fyrsti sam- söngurinn verður n.k. miðviku- dag kl. 7 síðdegis. Á söngskrá eru íslenzk og er- lend lög. Einsöngvarar verða óperusöngvai-arnir frú Sigurveig Hjaltested Og Guðmundur Jóns- son, og syngja þau einnig óperu- dúetta saman. Sigurður Þórðar- son er söngstjóri og Fritz Weiss- happel undirleikari. Nýtt húsnæði Karlakór Reyikjavíkur hefur starfað í 36 ár og hefur nú fest kaup á húsnæði, tveimur hæðuan á Freyjugötu 14, og standa vonir til þess, að hægt verði að flytja þangað í sumar. Hljómplötur Að samsöngvunuim loíknum syngur kórinn lög inn á hJjóim- skífur hjá Monitor-fyrirtœkinu f New York, því sama og kórinn söng hjá árið 1960. Þær plötur hafa verið til sölu hjá H.J. Fálk- anum 1 Reykjavíik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.