Morgunblaðið - 01.05.1962, Page 3
Þriðjudagur 1. maT 1962
Moncinvnr.TiÐiÐ
3
FLESTIR Reykvíkingar gera
nú ráð fyrir, að framtíðar-
höfn höfuðborgarinnar verði
þar, sem kallað er inni í Sund
um. Þessi skoðun virðist vera
rökstudd af niðurstöðum
þeirrar rannsóknar, sem Al-
menna byggingafélagið h.f.
hefur framkvæmt á vegum
! hafnarstjórnar Reykjavíkur á
; hafnarstæði í Reykjavík sið
an sumarið 1958. I kostnaðar
áætlun, sem fylgir greinar-
gerð byggingafélagsins um
Uppdráttur af framtíðarhafnarstæði Rvíkur: Sundahöfn. Yzt til vinstri á myndinni er Klettur,
en þar ofan við sést í Viðey, Neðri vogurinn hægra megin á myndinni er Elliðavogur, en
hinn efri Grafarvogur.
Höfn fyrir 500 þúsund
manna borg
rannsóknina er áætlað, að
samanlagður kostnaður við
Sundahöfn yrði um 855 millj.
kr., svo að hér verður um
að ræða eitthvert stærsta
fyrirtæki, sem nokkru sinni
hefur verið ráðizt í hér á
landi.
Blaðamaður Mbl. hitti Val-
geir Björnsson hafnarstjóra
að máli fyrir nokkrum dög-
um og bað hann gefa lesend
um blaðsins nokkra innsýn í
þessar framtíðarfyrirætlanir’
og verður stuðzt við frásögn
hans hér á eftir.
★ Samþykkt
borgarstjórnar 1958
Aðdragandi þeirrar rann
sóknar, sem nú fer fram, er
tillaga, sem fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins fluttu í
hafnarstjórn síðla árs 1957 og
var síðan samiþykkt í borgar
stjórn í janúar 1958. Var i
þeirri sambykkt gert ráð fyrir
höfn á Engeyjarsvæðinu, og
beindust athuganir fyrst í
stað eingöngu a3 því svæði,
sem afmarkað var í ályktun
borgarstjórnar. En þær kostn
aðaróætlanir, sem gerðar voru
fyrir höfn á þessu svæði, voru
ekki uppörvandi, svo að haf
izt var handa um rannsókn á
hafnarskilyrðum í Sundun
um, þar sem áður hafði verið
álitið, að hafnarskilyrði væru
ekki heppileg.
★ Stmdahöfn jafnstór
Oslóarhöfn
Við boranir, sem fram
kvæmdar voru, kom í ljós, að
auðvelt mundi að dýpka þar
verulega og athafnasvæði
mætti fá með því sem dœlt
yrði upp. Samkvæmt
þeirri teikningu, sem
fyrir liggur að Sundahöfe
nær hið áætlaða svæði henn-
ar yfir Viðeyjarsund, Klepps
vík g Grafarvog. Bólverks-
lengd yrði 12.2 km, samanlagð
ur kostnaður 855 millj. kr,
þ.e. 70 þús. kr. á hvern ból-
verksmetra, s#m er helmingi
lægri upphæð en kostnaður á
bólverksmetra í Engeyjar-
höfn. Til samanburðar má
geta þess, að hér er gert ráð
fyrir jafnstórri höfn og Osló
arborg hefur nú, en hafnar-
garðar í Reykjavíkurhöfn eru
nú um 3 km á lengd.
★ Núverandi höfn
enn nógu stór
Við inntum hafnarstjóra
eftir því, hvort núverandi
Reykjavíkurhöfn væri orðin
of lítil. Kvað hann ekki hægt
að segja, að svo væri, þvj að
það kæmi vart fyrir, að skip
þurftu að bíða vegna þess að
þau komust ekki að í höfninni.
Hitt væri algengara, að þau
tefðust vegna þess að menn
vantaði til þess að vinna í
þeim. Auk þess mætti bæta við
um 1 km í bólverkum £ hinni
núverandi höfn, enda sífellt
unnið að stækkun, svo að gera
mætti ráð fyrir, að hún yrði í
sjálfu sér nógu stór fyrir borg
ina fyrst um sinn, Hins vegar
mælti ýmislegt annað með
því, að framtíðarhöfn borgar-
innar yrði ætlaður staður ann
ars staðar.'t.d. samgönguerfið-
leikar við hina núverandi
höfn og takmarkaðri stækk-
unarmöguleikar.
Framkvæmdir
hefjast um 1965
Aðspurður um það, hve-
nær líklegt mætti telja, að
framkvæmdir hæfust við
Sundhöfn svaraði hafnarstjóri
því til, að ekki væri ótrúlegt,
að það yrði á árunum 1965—
66, en gæti þó hugsazt fyrr.
Raunar mætti kannske segja,
að framkvæmdir hæfust á
þessu ári, því að búizt væri
við því, að Sementsverksmiðj
an setti upp pökkunarstöð í
Elliðaárvogi, og þá yrði að
koma þar bryggja. Samninga-
viðræður verksmiðjunnar við
hafnarstjórn og Reykjavíkur- -
borg komast sennilega á loka ,
stig innan tíðar.
if Nógu stór fyrir
500 þús. manna borg
Bygging Sundahafnarinnar
mun vafalaust taka mjög lang
an tíma, því að Reykjavík þarf
að stækka mjög mikið áður en
hér verður þörf á svo gífur-
lega mi'klu hafnarrými, sem
þar er reiknað með. Nú er
bryggjulengdin í borginni
41.5 m á hverja 1000 íbúa, sem
er mjög há tala, miðað við
t.d. Osló, þar sem samsvar-
andi tala er aðeins 16 m.
Kvaðst hafnarstjóri ekki gera
ráð fyrir, að Reykjavíkurhöfn
þyrfti að stækka meira en
sem svarar íbúafjölguninni
nema því aðeins, að stóriðnað
ur komi til. Þegar þessi höfn
verður fullgerð mun hún
ásamt gömlu höfninni, sem
'hafnarstjóri kvað mundu
verða notaða jafnhliða um
ófyrirsjáanlega framtíð, nægja
fyrir a.m.k. 500 þús. manna
borg miðað við sömu bryggju
lengd á hverja 1000 íbúa og
nú er. Má af þessu sjá, að hér
er áætlað langt fram í fram-
tíðina. Það er þó nauðsynlegt
vegha þess, að öðrum fram-
kvæmdum verður að haga eft
ir því, hvar Reykjavíkurhöfn
verður staðsett í framtíðinni.
Hrekkur 1
drengja veldur |
slysi
Gjaldeyriseignin aukist um
649,1 miiljón á einu ári
ing veltiinnlána 134.3 millj. kr. Jisstjórnar í efnahagslífi landsins,
Þessar staðreyndir eru enn einn sem aldrei hefur þróazt svo ört
vottur hinna hagstæðu áhrifa við til batnaðar og einmitt síðan
reisnarráðstafana núverandi rí'k- | áhrifa þeirra fór að gæta.
Morgunbla&ið í Grindavík
MORGUNBUAÐIÐ hefur fregn-
að, að í lok marz sl. hafi gjald-
eyriseign bankanna numið 787.1
tmiHll. kr., og þvi batnað um
649.1 millj. kr. síðan á sama
tima á sl. ári, en þá nam hún
148 millj. kr. Á fyrstu 3 mánuð-
am þessa árs batnaði gjaldeyris-
staðan um 260.5 millj. kr. Er
óhætt að fullyrða, að gjaldeyris
etaða landsins hafi aldrei verið
svo hagstæð síðan í lok styrjald-
arinnar.
' Sömnleiðis hefur blaðið fregn-
«8, að aukning spariinnlána í
ibönkum og sparisjóðum hafi á
S fyrstu málnuðum þessa érs
numið 121.6 millj. kr. og aukn-
FRÚ SIGURBJÖRG Ólafsdóttir,
Hraunhamri Járngerðarstaðar-
hverfi í Grindavík, hefur tekið
að sér að vera umboðsmaður
Mbl. þar í hverfinu. Þeir sem
búa þar í hverfinu og hafa hug
á að gerast fastir áskrifendur
blaðsins og fá það borið heim til
sín, gjöri svo vel að snúa sér til
frú Sgurbjargar. Hún mun einn
ig hafa á hendi lausasölu blaðs-
ins.
NÝJU DEDHI, Indlandi, 30. apríl
(AP) — Heilbrigðismálaróðherra
Indlandis skýrði frá því í dag að
fimmti hver blindi miaðurinn
í heiminum væri Iudverji. Þar í
la.ndi eru nú um 2 miilj. blindra,
en ails í heiminum 10 millj.
SÍÐDEGIS í gær varð óven ju l
legt slys á Gunnarsbraut. 12
ára drengur, Gísli Árni Atla
son, var þar á hjóli, en aðrir
drengir köstuðu að honum
bambuspriki, sem lenti í tein
unum á hjóli hans. Steyptist
Gísli fram yfir sig og lenti í
götunni og missti meðvitund.
Var drengurinn fluttur í
Slysavarðstofuna. Hafði högg
ið komið svo nálægt auganu
að augnlaeknir var til kvadd-
ur, en augað reyndist ekki í
hættu. Var hann fyrst nokkuð
ruglaður eftir að hann fékk
meðvitund og talið að hann
hafi fengið heilahristing. Var
Gísli Árni fluttur heim til sín
og hafðl jafnað sig nokkuð í
gærkvöldi.
STAKSTEIKEAR
— . ...... ii i ■ . ■
Framsókn hopar
í ritstjórnargrein í T manum
s,l. sunnudag er rætt um þa9,
þegar vextir voru lækkaðir um
2% í árslok 1960. Síðan segir:
„Þetta hefur dregið mjög úr
samdráttaráhrifum „viðreisnar-
stefnunnar“.
Þá hefur barátta Framsóknar-
flokksins gegn því að dregið
yrði úr framlögum til verklegra
framkvæmda tvímælalaust bor-
ið þann árangur að niðurskurð-
ur þeirra hefur orðið miklu
minni en ætlað var sam-
kvæmt „viðreisnarstefnunni"
upphaflega. Þetta hefur einnig
dregið verulega úr samdráttar-
áhrifum hennar.
Þetta þrennt, ásamt batnandi
aflabi-ögðum, hefur átt megin-
þátt í þvi að koma í veg fyrir
þann stórfellda samdrátt og at-
vinnuleysi. sfem hæglega h e f ð i
g e t a ð skapazt, »f „viðreisnar-
stefnunni" hefði verið fylgt eins
og hún var ráðgerð í upphafi."
Framsóknarmenn eru þannig
sýnilega orðnir hræddir við
hinn bjálfalega áróður sinn «n
samdrátt og móðuharðindi og
reyna nú að draga í land, ,
Óábyrg afstaða
Sjaldan mun lýðræðislegur
stjórnmálaflokkur hafa fylgt
óábyrgari stefnu i stjómarand-
stöðu en Framsóknarflokkurinn
hefur gert, síðan hann hrökkl-
aöist úr vinstri stjórninni við
lítinn orðstir. Framsóknarfor-
ingjarnir voru ákveðnir í að
kippa stoðum undan efnahags-
þróun landsins, hvað sem það
kostaði. Um þetta verður ekki
deiit. Þetta er staðreynd, sem
öllum er ljós. Nú loks gera
Framsóknarmenn sér grein fyr-
ir því, að viðreisnin hefur tekizt,
þrá.tt fyrir „þjóðfylkingu"
þeirra og kommúnista, sem átti
að kollvarpa ríkisstjórninni og
taka síðan völdin. Nú tala Fram
sóknarmenn um samdráttinn
sem „ætlað var“ að kæmi eða
„hefði getað skapazt." Fram að
þessu hafa þeir talað um sam-
drátt sem veruleika. sem hrjáði
og þjakaði Iandslýðinn. Sann-
leikurinn er sá, sem Bjarni Bene-
diktsson, dómsmálaráðherra,
benti nýlega á í weðu að Við-
reisnarstjórnin er vinsæl, bótt
hún sé hinsvegar enn sem kom-
ið er ekki jafn vinsæl og vinstri
stjórnin var óvinsæl. Frarosókn-
armenn gera sér orðið grein fyr
ir því. að viðreisnarstefnan mun
verða stjórnarflokkunum tH
framdráttar í borgarstjórnar-
kosningunum. Þess vegna gef-
ast þeir upp á að gagnrýna hana.
Sjálfstæðismenn verða hinsveg-
ar að gera sér glögga grein fyr
ir því, þrá.tt fyrir þessa stað-
reynd, að sigurinn 1958 hyggð-
ist að miklu leyti á óvinsæld-
um vinstri stjórnarinnar og við-
reisnarstjórnin er e*m ekki orð
in jafn vinsæl og vinstri stjórn-
in var óvinsæl. Þess vegna verða
kosningarnar harðari og tví-
sýnni nú en 1958.
Enginn verkamaður
Mikii ólga er f komnvúnista-
flokknum út af því, að enginn
maður, sem er í nokkrum tengsl-
um við verkalýð eða launþega
skuli skipa fyrstu sæti á komm-
únistalistanum. Þar eru ekl-
göngu menn, sem allt önnur
áhugamál hafa og engar líkur
eru til að telji sig miklu skipta
hag verkamanna.
Þótt Guðimindur J. Guðmunds
son hafi ekki verið sérlega
merkilegur borgarfulltrúi, þá
hefur hann þó a.m.k. nokkur
kynni af þörfum verkamanna.
Nú er honum sparkað af Ust-
anum i einlægu samstarfi Hanni
bals Valdimarssonar og Einars
Olgeirssonar.