Morgunblaðið - 01.05.1962, Side 8

Morgunblaðið - 01.05.1962, Side 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 1. maí 1962 Sinfóníuhljómsveitin heldur tónleikn ú fimmtudag Róbert A. Ottósson stjórnar Fílharmóníukórinn syngur NÆSTK. fimmtu.dag, 3. maí, verða. 13. tónleikar Sinfóníu- 'hljómsveitar íslands haldnir í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 21.00. — Stjórnandi hljómsveitarinnar verður að þessu simii Róbert A. Ottósison. Er þetta í annað Skiptið, sem hann stjórnar *• - Róbert A. Ottósson. hljómleikum hennar á þessum vetri. Fílharmoníukórinn syng- ur með hljómsveitinni á tón- leikunum. Verkefnin, sem flutt verða, eru: Sinfónía nr. 1 í B-dúr, Op. 38 (Vorsinfónía) eftir Sehu- mann, forleikur að óperunni „Hollendingurinn fljúgandi" eft ir Wagner, Polovetskir dansar fyrir hljómsveit og kór úr óper unni „ígor fursti“ eftir Borodin og mars úr „Sinfonisohe Metam orphosen“, eftir Hindemith. Aðgöngumiðar að hljómleik- unum verða seldir í bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar, bóka- verzlun Lárusar Blöndal á Skóla vörðustíg og í Vesturveri. Þetta eru, eins og fyrr segir, 13. tónleikar Sinfóníuhljómsveit ar íslands á þessum vetri, en þeir verða alls 1S. Síðustu tón- leikarnir verða haldnir 31. maí n. k. —• Íslenzkukennsía tekin upp við norska menntaskóla næsta haust Rætt v/ð Henrik Groth, sem heldur fyrirlestur i Háskólanum i kvöld í KVÖLD flytur einn þekktasti fyrirlesari Noregs, Henrik Groth forlagsbóksali í Oslo, erindi í hátíðasal Háskólans kl. 8.30, sem hann nefnir „Norden og Verd- en“. Henrik Groth er formaður Norræna félagsins í Noregi og hefur tvisvar áður komið hingað til lands. Hann er forstjóri ann- ar.s stærsta bókaútgáfufyrirtæ'kis Noregs, J. W. Cappelens Forlag, og formaður samtaka norskra bókaútgefenda. Hann hefur ritað margar greinar um menningarleg vandamál og flutt fyrirlestra. sem vakið hafa mikla athygli manna, umræður og blaðaskrif, og er þekktur að því að fara ekki troðnar slóðir. Henrik Grofh er hér á vegum félagsins Ísland-Noregur. Hann fer síðar í vikunni til Akureyrar og heldur þar fyrirlestur. ★ Blaðamenn áttu samtal við Henrik Groth á skrifstofu norska sendiherrans í gær. Hann viidi sem minnst ræða um efni fyrir- lesturs síns, kvaðst vona að hann vekti athygli manna og leiddi til umræðna á sama hátt og aðrir fyrirlestrar hans hafa vakið í Noregi. Þar kæmu fram ýmis viðhorf, séð frá bókmenntalegum ■sjónarhóli en ekki stjórnmála- legum, um afstöðu Norðurlanda innbyrðis og til annarra þjóða. — En það er annað mál, sem mig langar til að ræða við ykkur blaðarr.enn, sagði Henrik Groth, og það er að í sumar kemur út á vegum bókaforlags míns fyrsta íslenzka kennslubókin og verður hún tekin til kennslu í mennta- skólum næsta haust, í stað forn- norskunnar. Sá háttur hefur verið hafður á í norskum menntaskólum, að forn-norska er kennd einn tíma á viku þrjá seinustu veturna, en þess hefur ek'ki verið krafizt að nemendur tækju próf í þeim fræðum. Ég tel að rétt sé að taka upp kennslu í nútima íslenzku í stað fornnorskunnar. Þessi skoð- un hefur unnið sér töluverðs fylgis og Því hefur verið ákveðið að hefja íslenzkukennslu við menntaskóla næsta haust. í júlí í sumar verur haldið námskeið með 50 menntaskólakennurum, sem munu i framtíðinni hafa is- lenzku-kennsluna með höndum, og verður lögð aðaláherzla á rétt an framburð. Ivar Orgland, sendikennari, sér um námskeið þetta. „Ekki þarf að taba það fram, að herseta Rússa er eigi vinsæl . . . Ekki þarf heldur að fjölyrða um það, að megin stefna stjórnarvalda hér er mótuð af þeim sjónar-miðuim, sem uppi eru í Sovét hverju sinni, enda eiga Kremlverjar hauk í horni, þar sem er Walther Ulbrioht". „Flokkurinn hefur ríkisvald ið í höndum . . . , “ „Ráðamenn reyna fyrst og fremst með valdi að hindra fólkið í að komast til V- Þýzkalands“. (Úr leyniskýrslunnl til Einars Ol geirssonar um ógnarstjórnina í Austur-Þýzkalandi). f hinni nýju kennslubók er sagt frá islenzkri hljóðfræði og mál- fræði, .þá eru þar íslenzkir les- kaflar og Ijóð, kafli um fsland ! dag og orðasafn. Norski textinn er skrifaður á nýnorsku. Magnúa Stefánsson og Ivar Eskeland, bókmenntaráðunautur. hafa séð um samningu bókarinnar. — Ef allt gengur að óskum, sagði Henrik Groth að lokum, má gera ráð fyrir, að eftir tíu ár verði 5000 norskir stúdentar læs ir á íslenzku og geti jafnvel talað hana, sem er lokatakmarkið. Fer ekki hjá því að slík kennsla I menntaskólum okkar vekji áhuga nemenda á fslandi og íslenzkum bókmenntum. fsland hefur ætíð skipað sérsta'kan sess í hugum Norðmanna, og seinustu árin hef ég orðið var við svalan vestan- vind, sem fært hefur fsland nær okkur en áður. Má í því sam- bandi nefna norræn mót, sem ísland hefur tekið þátt í, skóg- ræktarskiptivinnu og margt fleira. Henrik Groth. Vanur rennismiður PLAST EINANGRUN Ódýr og mjög góð einangrun Ávallt fyrirliggjandi J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. Bankastræti 11 Skúlagötu 30 GUNNAR IÓNSSON LÖGMAÖUR við undinrétti oq hæstarétt hin'gholtsstræb 8 — Sími 18259 Smábátaeigendur Kaupi fisk af bátum. Get útvegað viðlegupláss. Uppl. í sima 5, Höfnum. Heildverzlun óskar að ráða mann eða konu til skrifstofustarfa, sem getui unnið sjálfstætt við enskar bréfaskriftir. Nafn og beimilisfang leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Þagmælska — 4957.“ „Framtíðaratvinna“ Viljum ráða mann f stöðu er krafst góðra sölu- mannshæfileíka. — Umsókn merkt: Sendifulltrúi —4966, sendist afgr. Mbl. óskast sem fyrst. — Mikil vinna framundan. — • Svar ásamt uppl. um fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag, merkt: „Rennismiður — 271“, TIL SÖLU I Norðurmýri 5—6 herb. efri hæð um 160 íerm., ásamt rlsl sem í eru 2 herb og fleira Sér þvettahús er á hæðinni. Sér inngangur. NÝJA FASTEIGNASALAN gankastræti 7. Sími 24300 og eftir kl. 7,30—8,30 Sími 18546. Verkstæðispláss 150 ferm. verkstæðispláss óskast til. kaups eða lelgu nú þegar. Tilboð merkt: „4972“ sendist afgr. MbL fyrir 10. þ.m. -------- — ..." ■ ■ ■ ■ " n •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.