Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 10
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. maí 1962
Heimssýningin
í Seattle
MYNDIKNAR hér á síðunni
eru frá heimssýningunni í
Seattle, sem -opnuð var laug-
ardaginn 21. apríl með mikilli
viðhöfn.
Myndirnar voru teknar áður
en sýningin var opnuð og á
flestum þeirra sjáum við geim
nálina miklu blasa við. Hún
er 600 fet á hæð. Á pöllunum,
sem snúast, eru veitingastöfur
Og efst í kúlunni er útsýnis-
salur. Og upp er vitaskuld
farið með hraðgengri lyftu.
Bogarnir, sem bera við
geimnálina á 2. d myndunum
eru rúm hundrað fet, ög fyrir
neðan þá sem og víða annars
staðar á sýningarsvæðinu, eru
stórir gosbrunnar, þar sem
vatnssúlur þeytast hátt í lotft
upp.
Sem fyrr segir, voru mynd-
irnar teknar rétt fyrir opnun
sýningarinnar og má sjá, að
þar Iiefur verið mikið um að
vera, enda margar hendur
lagt hönd á plóginn við undir
búning sýningarinnar. Sýning
ársvæðið tekur yfir 72 ekrur
lands Og verður sérstakur
,,MonoraiI“, sem mætti
kannske nefna „Einteinung“,
meðan ekki finnst annað orð
betra, í förum til og frá sýn-
ingarsvæðinu, auk sporvagna
og annarra farartækja.
Kostnaður við uppsetningu
þessarar sýningar nemur um
það bil eitt hundrað milljón-
um dala.