Morgunblaðið - 01.05.1962, Page 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. maí 1962
L
íuriptjMaMli
Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kris.tinsson.
Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
1. MAÍ
l'Tvort er í dag stærsta hags
•“ munamál íslenzks verka
lýðs?
Svarið við þessari spurn-
ingu er ekki langsótt. Sigur
yfir verðbólgustefnunni, auk
in framleiðsla og áframhald-
andi framfarir og uppbygg-
ing í landinu eru stærsta
hagsmtmamál verkalýðsins á
íslandi í dag.
Ekkert er eðlilegra en að
launþegar vilji fá kaup sitt
hækkað. En frumskilyrði
þess að kauphækkanir verði
að tilætluðum notum, er að
bjargræðisvegir þjóðarinnar
fái undir þeim risið. Launa-
hækkanir, sem ekki byggj-
ast á auknum afrákstri fram
leiðslunnar, veita enga kjara
bót. Þær hafa þvert á móti
í för með sér hallarekstur at
vinnutækjanna, hækkað
verðlag og verðbólgu, sem
fyrr eða síðar leiðir tilþverr
andi verðgildis krónimnar.
Þettaþekkja íslenzkir laun
þegar af beizkri reynslu und
anfarinna ára.
Það sem nú skiptir þess
vegna mestu máli, er að all-
ar stéttir hins íslenzka þjóð-
félags einbeiti kröftum sín-
um að þvi að auka raun-
verulega verðmætissköpun í
landinu og skapa þar með
aukinn afrakstur af starfi
fólksins. Ennfremur verður
að leggja áherzlu á að fara
um að þvi að auka raun-
verulegar kjarabætur. Kem-
ur þar m. a. til greina auk-
in hagkvæmni í vinnubrögð-
um, ákvæðisvinna, arðskipti-
og hlutdeildarfyrirkomulag
um atvinnurekstur, almenn-
ingshlutafélög o. fl.
Á það hefur oftlega verið
bent, hversu háskalegt það
væri, að íslenzkir launþegar
einblíndu á aðferðir liðna
tímans í baráttunni fyrir
bættum lífskjörum. Hið ís-
lenzka þjóðfélag hefur eins
og öll önnur lýðræðisþjóðfé-
lög gerbreytzt á síðustu ára-
tugum. Nú er þörf nýrra úr-
ræða, nýrra leiða til þess að
skapa og viðhalda bættum
lífskjörum. Það er vissulega
engin ástæða til svartsýni í
þessum efnum. Stóraukin
tækni og hagnýting mann-
legrar snilligáfu til aukinn-
ar og fjölbreyttari fram-
leiðslu á að geta tryggt laun
þegum stöðugt batnandi af-
komu- og öryggi. ef rétt er
á haldið. En þjóðin verður
að gæta þess, og þá einnig
launþegar, að gerast ekki
eigin bölvaldar með því að
sleppa verðbólguófreskjunni
lausri og halda áfram að
veikja gmndvöll efnahags-
lífs síns.
STÆRSTI VERKA-
LÝÐSFLOKK-
URINN
CMálfstæðisflokkurinn hefur
^ á Lmdanfömum árum
barizt af manndómi og festu
fyrir sköpun jafnvægis í ís-
lenzkum þjóðarbúskap. Höf-
uðtakmark hans er heilbrigt
efnahagsástand, vaxandi
framleiðsla, sem síðan geti
staðið undir hækkuðu kaup-
gjaldi og bættum efnahag
alls almennings í landinu. —
Núverandi ríkisstjóm hefur
orðið mikið ágengt í barátt-
unni fyrir þessari jafnvægis-
stefnu. Framleiðslan er að
aukast og atvinna er nú
meiri og stöðugri um allt ís-
land en nokkru sinni fyrr.
Bf þjóðin heldur áfram að
treysta gmndvöll efnahags-
lífs síns, munu lífskjörhenn
ar í heild stórbatna á næstu
ámm.
Sjálfstæðisflokkurinn er í
dag stærsti verkalýðsflokkur
landsins. Honum ber þvi rík
skylda til þess að gæta hags
muna verkalýðsins, sem í
dag heldur hinn árlega bar-
áttudag sinn hátíðlegan. Það
er takmark Sjálfstæðisflokks
ins, að íslenzkur verkalýður
megi ævinlega búa við vel-
megun og öryggi um afkomu
sína. Að því takmarki mun
flokkurinn halda áfram að
berjast á gmndvelli raun-
hæfrar og víðsýnnar þjóð-
málastefnu sinnar.
Morgunblaðið óskar verka
lýðnum og öllum launþegum
til hamingju með 1. maí um
leið og það lætur þá von í
ljós, a ð launþegasamtökin
megi bera gæfu til þess að
taka stöðugt þátt í því upp-
byggingar- og viðreisnar-
starfi, sem núverandi ríkis-
stjórn landsins hefur hafið.
SPORIN HRÆÐA
Framsóknarmenn og komm
*■ únistar hafa staðið sam-
an í órofa fylkingu innan
verkalýðsfélaganna undan-
farið. Tilgangurinn með
þessu samstarfi hefur fyrst
og fremst verið sá að rífa
niður þær viðreisnarráðstaf-
anir, sem gerðar hafa verið
í efnahagsmálum lands-
manna. Framsóknarmenn
hafa ekki hikað við að taka
höndum saman við umboðs-
menn Moskvuvaldsins í
UTAN UR HEIMI
Þetta þykir sjálfsagt ekki mik
ii fréttamynd, svona fljótt á lit-
ið. Lítilil drengur ágirnist bíl
annars lítils drengs í skemmti-
garði í Tokyo. En þegar það er
upplýst að þessi drengur er Hiro
litli sonur Akikito prins og Mic-
hiko prinsessu í Japan, og mynd
in athuguð í því ljósi, þá lýsir
myndin þeim gífurlegu breyting
um, sem orðið hafa í Japan. Hiro
litli er klæddur í venjulegan
vestrænan fatnað Og fóstran fer
með hann út í almennan skemmti
garð. Slíkt hefði aldrei hent, þeg
ar faðir hans var lítill. Þá var
lítill ríkisarfi svo heilagur að
fóik mátti varla sjá honum
bregða fyrir.
Bjarga mætti sjón heimings
þeirra sem missa hana
í TILEFNI af Alþjóðlega heil-
brigðisdeginum 7. apríl sl. sendi
forstjóri Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO), dr. M G.
Candau, út yfirlýsingu þar sem
m. a. segir
— að hægt væri að fækka tölu
blindra manna í heiminum um
helming. Skurðaðgerðir og önn-
ur læknishjálp gæti varðveitt
sjón þeirra milljóna, sem nú eru
að týna henni. Vamarráðstafan-
ir munu geta tryggt það, að í
framtíðinni verði tala blindra
manna í heiminum þriðjungur
eða minna af því sem hún er nú.
Það er rétt, að enn eru ákveðn
ir sjúkdómar sem leiða til
blindu, og gagnvart þeim stönd-
um við ráðþrota, en hér er að-
eins um að ræða óverulegan
hluta af heildartölu blindratil-
fella. Meginorsakir til blindu eru
annars vegar slys, sem ekki
þurftu að verða, og hins vegar
sjúkdómar, sem hægt hefði ver-
ið að koma í veg fyrir, t. d.
trachoma, bólusótt og onchocer-
oiasis, sem einnig nefnist „fljóta-
blinda“ og kemur upp víða í
Afríku. Fjörefnaskortur er ennþá
orsök blindu á ákveðnum svæð-
um heimsins. Vagl, sem er al-
gengt um allan heim, má lækna
með skurðaðgerð, og sama er að
segja um skylda augnsjúkdóma
í háþróuðum löndum, ef brugðið.
er við nógu fljótt. Enn er brýn
nauðsyn á víðtækari rannsókn-
um til að auka þekkingu okkar
á augnsjúkdómum, en þau tæki,
sem við ráðum þegar yfir, má
taka í notkun strax við aðgerðir
gegn flestum augnsjúkdómum.
Það verður aldrei of oft ítrek-
að, að kostnaðurinn við varnar-
ráðstafanir er aðeins brot af
þeim útgjöldum, sem sparast
mundu með því að létta þá
byrði, sem blint fólk hlýtur ó-
hjákvæmilega að vera fyrir efna
hag hvers lands.
Ástandið í blindramálum- Evrópu
Alþóðlegi heilbrigðisdagurinn
7. apríl sl. var haldinn undir
kjörorðinu „Verndið sjónina —
— takið þátt í að
hindra sjónmisisi“. Evrópu-for-
stjóri Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, dr. Paul J. J.
van de Calseyde, ræddi þessi
mál og sagði þá m. a. :
— Hver maður er áfjáður í að
varðveita sjónina, og það er aug-
ljóst hlutverk heilbrigðisyfir-
valdanna í hverju landi að koma
í veg fyrir sjónmissi.
Ástandið í Evrópu, að því er
snertir blint fólk, er í stórum
dráttum gott. Milljónir manna
hafa haldið sjóninni vegna þess
að mjög hefur dregið. úr þeim
smitandi sjúkdómum, sem oft
höfðu í för með sér blindu.
Auk þeirra sjúkdóma, sem enn
fela í sér hættu á sjónmissi, og
þeirra slysa á vinnustað, sem í
flestum löndum Evrópu hafa
jafnan átt talsverðan þátt í sjón-
missi, hverjar eru þá helztu or-
sakir blindu í Evrópu? Skýrslur
sýna, að tveir hópar manna
verða tíðast fyrir þessu óláni:
börn og gamalmenni.
Alltof mörg börn fæðast al-
eða hálfblind af völdum sjúk-
dóms, sem móðirin fékk meðan
hún var þunguð, af völdum
erfða eða af völdum meðfæddra
annmarka. Slys eru líka tíð or-
sök blindu meðal barna. Getur
þar verið um að ræða leik með
oddhvassa hluti, slys sem stafa
af eldi, flugeldum eða annars
konar sprengiefnum og loks
hættulega leiki. Aukin fræðsla
og víðtækari varúðarráðstafanir
mundu geta forðað mörgum börn
um frá að fæðast blind eða
missa sjónina af völdum slysa.
þeirri veiku von að það gæti
orðið til þess að greiða þeim
götuna að valdastólunum að
nýju.
íslenzkur verkalýður veit
að Framsóknarflokkurinn
hefur á liðnum tíma verið
hans versti óvinur. Fram-
sóknarmenn hafa barizt hat-
rammlegra gegn mikilvæg-
ustu umbótunum, sem kom-
ið hefur verið á á sviði fé-
lagsmála á síðustu áratug-
um. Þeir hafa reynt að efna
til stöðugra illinda milli
sveita og sjávarsíðu og
hindra lífsnauðsynlega at-
vinnulífsuppbyggingu íkaup
stöðum og sjávarþorpum
landsins.
Dettur nokkrum hugsandi
verkamanni eða sjómaryii til
hugar, að samstarf Fram-
sóknarmanna og kommún-
ista geti haft í fpr með sér
bættan hag og raunveruleg-
ar kjarabætur til handa
verkalýðsstéttinni við sjávar
síðuna?
Áreiðanlega ekki. Fram-
sóknarflokkurinn er þröng-
sýnn valdastreituflokkur. —
Óheilindi hans og margvís-
legt ábyrgðarleysi hefur nú
leitt. til þess að hann er nú
í stjórnarandstöðu og í raun
og veru treystir honum eng-
inn. Kommúnistar reyna
hins vegar að nota hann í
neyð sinni.
Verkalýðurinn verður því
að gjalda varhug við niður-
rifsbandalagi þessara flokka.
Vonir hans um batnandi
þjóðfélag og bætt lífskjör
hljóta fyrst og fremst að
byggjast á heiðarlegri og
drengilegri samvinnu lýð-
ræðisaflanna, bæði innan
verkalýðshreyfingarinnar og
um stjórn landsins.