Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 24
Fréttasímar Mbl
— eítir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
Heimssýningin
Sjá bls. 10.
98. tbl. — ÞriSjudagur 1. maí 1962
Neytendur fá
aflafé bænda
— segja Framsóknarmenn
í SEINNI tíð hefur Fram-
sóknarflokkurinn reynt að
láta til sín taka í verka-
lýðshreyfingunni og stund
um meira að segja talið
sig helzta málsvara laun-
þega. Gömul ognýreynsla
er þó af því, að a.m.k.
Reykvíkingar, hverrar
stéttar sem þeir eru, geta
lítils góðs vænzt af Fram-
sóknarflolcknum. — Það
vakti því enga sérstaka
furðu, þegar tvö aðalblöð
Framsóknarflokksins, í
Reykjavík og á Akureyri,
birtu nýlega eftirfarandi,
er þau ræddu framleiðslu
aukningu landbúnaðarins:
„En þessi framleiðslu-
aukning hefur þó nálega
ekkert aukið tekjur
bænda. Þeim hafa verið
skömmtuð launin í sam-
ræmi við laun verka-
manna. Hagurinn af fram
leiðsluaukningunni hefur
fallið í hlut neytenda.
Bændur hafa um langa
tíð sætt sig við „gerðar-
dóm“ um tekjur, einir
allra stétta. Hagur þeirra
væri góður, ef neytendur
hefðu ekki nær alveg not-
ið framkvæmdanna, sem
þjóðin öll og þó fyrst og
fremst bændur eiga heið-
urinn af.“
Slíkar fullyrðingar Fram
sóknarmanna byggjast á
tvennu. — í fyrsta lagi
gleyma þeir alltaf annað
veifið, að þeir eru að
reyna að seilast til áhrifa
í þéttbýlinu, og hins veg-
ar er það árátta þeirra að
reyna að efna til tor-
tryggni og jafnvel fjand-
skapar milli þeirra, sem
búa í dreifbýlinu, og höf-
uðborgarbúa.
1. maí er. full ástæða til
að þeir, sem í bæjum bua,
og ekki sízt Reykvíkingar,
veiti þessum orðum Fram
sóknarblaðanna athygli,
því að sjálfsagt mim þenn
an dag kveða við annan
tón, þótt hugarfarið sé
óbreytt.
Göðviðri í dag
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
Allt landið og miðin: Hæg-
viðri og góðviðri, skýjað víð
ast hvar. Næturþaka austan
tends.
Sjálfstæðisfélag
Seltyrninga
Stjóm og trúnaðarmannaráð
heldur fund í Valhöll annað
kvöld, miðvikudag, kl. 8:30.
Varbarfundur annah kvöld
Gatnagerð, íbúðabyggingar
Borgorstjóri
opnar Verka-
mannahúsið
í dag
KL. 16 í dag mun Geir Hall-
grímsson borgarstjóri opna hið
nýja Verkamannahús og sjó-
mannastofu Reykjavíkurborg-
ar við höfnina. Síðan verður
húsið opið almenninigi til sýn-
is tol. 18—21.
Húsið, sem er hið glæsi-
legasta og vandaðasta, stendur
við Tryggvagötu vestan Lofts
bryggju Hefur það verið í
byggingu nokkur undanfarin
ár. í því er m. a. biðsalur
fyrir verkamenn, sjómanna-
stofa, gistiherbergi fyrir sjó-
menn með samtals um 20 rúm-
um og stór veitingasalur. Arki
tekt byggingarinnar, sem er
mjög nytízkuleg í útliti Og frá
gangi, var Einar Sveinsson.
Kosningaslkrifstofa Sjálfsrtæðis
flokksins Kópavogi er í Sjálf-
stæðishúsinu. Opin kl. 13—22 dag
lega. Símar 19708 og 37314.
Hvar ■em llttð er af sýn-
ingarsvæðinu á heimssýn-
ingunni í Seattle blasir
þessi mkila súla við áhorf-
endum. Bandaríkjamenn
kalla hana „Space Needle“
— Geimnál — og hér á
myndinni sést er verið var
að þræða nálina. Það var
sérstaklega gert fyrir frétta-
ljósmyndara sem höfðu
flykkzt til Seattie hvaðan-
æva að, áður en sýningin
var opnuð. Þessa mynd tök
ljósmyndari Seattle Times,
Josef Scaylea. — Sjá fleiri
myndir frá heimssýning-
unui á bls. 10.
Geir Hallgrímsson
Gisli Halldórsson
Á fundi Landsmálafélagsins Varðar, sem haldinn verður ann-
að kvöld, 2. maí, mun Geir Hallgrímsson borgarstj gera grein
fyrir hinni nýju áætlun um fullnaðarfrágang gatna í Reykjavík-
urborg. Á sama fundi mun einnig Gísli Halldórsson, arkitekt,
sem er 3. maður á franr.hoðslista Sjálfstæðisflokksins vð borg-
arstjórnarkosningarnar í Reykjavík, flytja ræðu um íbúða-
byggingar í borginni.
Fundurinn verður haldinn í
Sjálfstæðighúsinu og hefst kl.
20.30. Þau mál. sem þarna verða
tekin til umræðu, eru vafalaust
Fundurinn á mivikudagskvöld
er einn af nokkrum fundum, sem
Vörður hefur gengizt fyrír á
undanförnum mánuðum til kynn
meðal hinna stærstu er nú liggja | ingar á starfi meirihluta sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn og
hinna ýmsu stofnana borgarfé-
lagsins. — Eru fylgismenn Sjálf
stæðisflokksins eindregið hvattir
til að mæta á fundinum.
fyrir hjá borgaryfirvöldunum
til úrlausnar. Hefur t.d. í marga
mánuði verið unnið kappsamlega
að undirbúningi gatnagerðar-
áætlunarinnar sem nú er full-
samin.
Blíndaðist af
tréspíritus
AÐFARANÓTT laugardags var
maður lagður inn á Landsspít-
alann og var hann drukkinn og
sjóndapur og bar einkenni þess
að hafa neytt tréspíritus. Með-
höndluðu læknar hann með til-
liti til þess og er hann nú á
batavegi.
Um kl. 2 þessa nótt, sá kona
ein drukkinn mann á ferli á
Frakkastíg og þótti hann undar-
legur í háttum. Er hún gaf sig
að honum, kvaðst maðurinn allt
í einu vera orðinn blindur. Bíl-
stjóri ók honum í Landsspítal-
ann, en þaðan var lögreglunni
gert aðvart. Kvaðst' maðurinn
hafa keypt pela af spíritus af
bílstjóra, sem hann vissi ekki
frekari deili á. Drakk hann að
mestu elnn úr flðskunni, en varS
ekki var við annað en að þetta
væri venjulegur spíritus.
Þrátt fyrir leit lögreglunnar
að sölumanni þessa drykkjar,
hefur ekki hafzt upp á honum.
Kópovogui
Utan kjörstaðakosning í Kóp»
vogi. Bæjarfógetaskrifstoifan 2
Kópavogi er opin vegna utan*
kjörBtaðakosninga alla virika
daga á venjulegum skriifstofu*
tíma og auk þess frá kl. 18—20
að kvöldinu.