Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur S. maí 1962 Reynt ab sækja fársjúkan mann: Úðinn flytur björgun- arþyriu til Grænlands Björn Pálsson varb ab snúa v/ð nokkra km. frá Kulusuk á sunnudag — flugvöllur á Kifak ófær og þyrla eina vonin KLUKKAN 10 í gærkvöldi lagði varðskipið Óðinn af stað frá Húnaflóa með þyrlu frá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli, og stefndi til Grænlands. Erindið er að sækja sjúkan danskan mann til lítillar loranstöðvar skammt frá Kulusuk, en þar liggur maðurinn fársjúkur af botnlangabólgu. Mun Óð- inn sigla upp að ísröndinni fyrir Grænlandsströnd og þyrlan síðan hefja sig til flugs og sækja sjúklinginn, en ekki hefur endanlega ver ið afráðið hvert hann verð- ur fluttur. Reynt hefur ver- ið að sækja sjúklingimr síð- an á sunnudag, en þá flaug Björn Pálsson ásamt Þor- steini Jónssyni, flugstjóra, og dr. Friðrik Einarssyni lækni, til Grænlands, en varð frá að hverfa vegna veðurs, þá aðeins nokkra kílómetra frá Kulusuk. Síðan hefur komið á daginn að flugvöllurinn við loranstöðina var ófær vegna krapaelgs, og er nú eina leiðin að sækja sjúkl- inginn með þyriu. — Ludvig Storr, aðalræðismaður, tjáði Mbl. í gærkvöldi að sjúkl- ingnum hefði verið gefið mikið af pensillíni og yrði að vona að það dygði þar til hjálpin bærist. — í gær flaug gæzluflugvélin Rán meðfram ísröndinni frá Vest fjörðum og miðja vegu út á Grænlandshaf. Leizt áhöfn- inni vel á að leiðangur Óð- ins mundi takast, en áætlað er að hann verði kominn að ísröndinni í kvöld, og þyrl- an geti þá sótt sjúklinginn ef þoka tefði ekki fyrir. Á laugardagskvöldið um kiluk/kan 11 var hringt til Björns Pálssonar frá danska sendiráð- inu Og hann beðinn um að fara til Grænlands Og sækja þangað sjúkling, svo fljótt, sem auðið væri. Sjuklingurinn var á eyj- unni Kitak. sem er 43 mílur vestan við Kulusuk og höfðu þær uppiýsingar borizt að lend- ingarskilyrði þar væru í lagi. Jafnframt gerði sendiráðið ráð- stafanir til þess að fá lækni með í ferðina, og fékk til þess dr. Friðrik Einarsson. Radaiflugvél fylgdist með Um sjöt'.eytið á sunnudags- morguninn hóf Björn að undir- búa ferðina og fékk með sér Þorstein Jónsson, flugstjóra hjá Flugfélagi Ísíands, sem er kunn- ugur vel víða á Grænlandi. Klukk an rúmlega níu var síðan haldið Velvakanda hefur verið sent bréf, þar sem greint er frá ógeðslegu níðingsverki, sem menn í vinnuflokki hér í bæ eru sagðir hafa unnið á ketti. Er sagt, að hann hafi verið kvalinn og drepinn að lokum. Bréf þetta er nafn- laust, og getur Velvakandi því ekki birt það, en hann hefur frétt eftir öðrum leið- um, að hér muni vera um nokkurn misskilning að ræða, því mennirnii hafi ver- ið með kattarhræ í höndum en ekki lifandi kött. Þrátt fyr ir það er hér um viðbjóðs- legan verknað að ræða, sem framinn var fyrir augum ungra barna. Höfðu mennirn ir fundið hræið, eftir að ek- ið hafði verið yfir það, og Kortið sýnir flugleið Björns ■Pálssonar frá Reykjavík til, Grænlands. I.engst til vinstri !er smáeyjan Kitak, þar sem sjúklingurinn er, Kulusuk; nokkru fjær og Reykjanes er lengst til hægri á kortinu.. af stað frá Reykjavík og voru þá áðurnefndir 3 menn um borð. Ætlaði sendiráðið að útvega nán ari upplýsingar um flugvöllinn á Kitok, sem áttu annað hvOrt að berast Birni á leiðinni eða vera til staðar í Kulusuk, er þangað væri komið. Síðan var flógið yfir Keflavík og stefna tekín þaðan beint á Kulusuk. Eftir að flogið hafði verið í klukkustund eða svo kom banda rísk radarflugvél frá varnarlið- inu upp að flugvél Björns, en radarflugvél þessi var á eftir- litsflugi yfir hafinu. Fylgdi hún flugvél Björns alveg að ísrönd- inni við Grænland, en þá gat hún ekki haldið flugvél Björns leng- ur á radarnum sökum þess að hafísinn truflaði á radarskíf- unni. Sneri radarflugvélin þá við, Snúið við í þoku Litlu síðar flaug Björn inn á úrkomusvæði, þar sem skýin náðu mjög hátt í loft upp. Nokkru áður en flugvélin fór að nálgast ströridina sáu þeir Björn niður og lækkuðu nú flugið niður undir sjó, en þá lá ísþoka yfir ísbreiðunni og náði hún sums- staðar alveg upp í neðra skýja- lagið. Flaug Björn samt áfram um hríð, eða þar til skyggnið varð næstum ekkert. Vissu flug- hengt það upp í háðungar- skyni við vinnuveitendur sína, að því er sagt er. • Stakkahlíð Öllum þykir vænt um sína götu, og þá, sem búa við malargötur, langar til þess að gera þær hið bráðasta að mal biksgötum. Annað veifið ber ast Veivakanda bréf, þar sem hann er beðinn um að minna á þær götur í borginni, sem ekki hefur verið gengið frá til frambúðar enn. Hér birtist eitt slíkt bréf, þar sem taldir eru upp kostir Stakkahlíðar. Velvakandi getur glatt bréf- ritarann með því að upplýsa, að skv. heildaráætlun um gatnagerð í Reykjavík, sem birt var í apríl s.l., á að ljúka við gatnagerðar og holræsa- mennirnir þá að þeir ættu skammt eftir ófarið til strandar- innar og var því ekki hægt að halda áfram, og . var þá snúið við. Skevti frá Kulsuk um Straumfjörð og SAS flugvél Rétt eftir að snúið hafði verið við barst flugvélinni skeyti frá Kulusuk. Hafði skeytið borizt frá Kulusuk til herflugvallarins í Syðri Straumfirði og þaðan til flugvólar frá SAS, sem hafði beint sanrvband við Björn. Má geta þess að talsamband milli Kulusuk og Syðri Straumfjarð- ar er mjog fullikomið. í skeytinu var Birni eindregið ráðlagt að snúa frá þar sem flug völlurinn í Kulusuk hefði lokast vegna þoku. Var þá ekki um annað að ræða en að fljúga beint til Reykjavíkur aftur. Gekk sú ferð prýðilega og var lent í Reykjavík eftir 5 klukkutíma og 40 mínútna flug. Er flugvélin sneri við telja flugmennirnir að aðeins 10—15 kílómetrar hafi verið ófarnir til Kulusuk. Er flugvélin ienti 1 Reyfcjavík var benzín á geymum hennar til tveggja klukkustunda og 10 min- útna flugs, og má af þessu ráða langdrægni hinnar nýju sjúkra- flugvélar Björns, og hefði verið hægt að fljúga með sjúklinginn til Reykjavíkur án þess að taka benzín í Kulusuk. Einihver mistök munu hafa verið í upplýsingum þeim, sem danska sendiráðinu bárust fyrst, því síðan hefur komið í ljós að 20 sentimetra krapalag var yfir alla flugbrautina á eyju þeirri, sem sjúklingurinn var á, en þær. framfcvæmdir í Stafckahlíð á næsta ári. Áætlaður kostnað- ur við þær er hálf sjötta millj. króna. — Hér kemur svo bréfið: Kæri Velvakandi. Beztu þakkir fyrir þætti þína, sem ég les mér ávallt til gagns og skemmtunar. Og af því að ég veit að þú hefur mikil á'hrif og getur ýmsu góðu komið til leiðar, þá vil ég nú skrifa þér um það, sem mér liggur á hjarta. Svoleiðis er, að ég var að lesa það í blaðinu um dag- inn, hvaða götur borgarverk fræðingur ætlaði að láta mal bifca næst og satt að segja varð ég alveg undrandi þeg- ar ég sá, að Stakkahlíðin var efcki þar á meðal. Er tæplega um aðra skýr- ingu á því að ræða en þá, að upplýsingar hefði Björn að sjálf sögðu fengið þegar hann kom til Kulusuk. Af þessari ástæðu er ekki hægt að sækja sjúklinginn öðru vísi en með þyrilu. Danska sendiráðið mun hafa gert allt sem í valdi þess stóð að komizt yrði til Kitak. Var m. a. athugað hvort efcki væri hægt að fá stóra flutningaflugvél til þess að fljúga með þyrlu eða litlu skíðaflugvél Björns Páls- sonar til Kitak, en engin nægi- lega stór flugvól var handbær til slíkra flutninga, Og var þá gripið til þess ráðs að senda Óðin. Samkvæmt upplýsingum Pét- urs Sigurðssonar forstjóra Land- helgisgæzlunnar, hafði varnar- liðið sanxband við Landhelgis- gæzluna í gær og bað hana að flytja þyrluna til Grænlands til að sæfcja sjúklinginn. Var þyrl- unni síðan flogið til Blönduóss í gærdag og tók Óðinn hana um borð í gærkvöldi. Fór þyrlan fyrst fjórar ferðir milli skips og lands til þess að flytja útbúnað leiðangursmanna. Klukkan 10 1 gærkvöldi var síðan haldið af stað og er ráðgert að Óðinn verði kominn að ísröndinni seint í kvöld og mun þyrlan þá sækja sjúklinginn, ef veður hamlar ekki aðgerðum. — Á þessum árstíma er yfirleitt greiðfært upp undir land á þessum slóðum, og er bú- izt við að ísbeltið við ströndina sé efcki nema ca. 10 kílómetra breitt. Rán fiaug meðfram ís- röndinni frá Vestfjörðum út á mitt Grænlandshaf og köm úr þeim leiðangri á elle.fta tíman- um í gærkvöldi. Leizt flugmönn um vel á að leiðangur Óðins mætti takast. borgarverkfræðingur hafi aldrei ekið eftir þeirri götu, svo stórfellda yfirburði hefur hún yfir alla aðra vonda vegi sem hér er völ á. Öll umferð gangandi fól'ks um götu þessa er nánast sagt útilokuð í vætutíð, sérstak- lega við syðri enda hennar, næst Miklubraut. Þetta er þeim mun baga- legra þegar þess er gætt að hér er um eina mestu um- ferðargötu borgarinnar að ræða. Veldur því margt. Við götuna er stórverzlun, Aust- urver, þar sem mjög margir verzla, ein mest sótta mjólk- urbúð í bænum, góð fiskbúð og bakarí að ógleymdu þvi vinsæla veitingahúsi, Lido. Litlu norðar er skóli ísaks Jónssonar og fylgir honum stöðug umferð bíla og barna. Sjómannaskólinn er við norð urenda götunnar, margir eiga erindi þangað, og Kennara- sfcóli er að rísa þarna. Fyrir okkur, sem í grennd búum, svo og fjölmarga aðra borgarbúa, er hér um slíkan farartáima að ræða, að við hljótum að fara fram á ein- hverj lagfæringu, sem allra fyrst. Bið ég þig, Velvakandi góður, að birta bréf þetta i dálkum þínum, ef verða mætti til þess að leiða at- 'hygli borgaryfirvaldanna að þessu máli. Virðingarfyllst, J.J. P.S. Hér átti að vera P.S., svohljóðandi: „Klukkan í Sjómannasfcólanum er alltaf vitlaus. Er ekki hægt að gera við hana eða fjarlægja að öðrum kosti.“ En nú er búið að gera við klubkugreyið. svo hér verður ekkert P.S. Sami, J.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.