Morgunblaðið - 03.05.1962, Side 13

Morgunblaðið - 03.05.1962, Side 13
Fimmtudagur 3. maí 1962 MORGUNBL'AÐIÐ 13 RÆÐUMENN á útifumdi Full- trúaráðs verloalýðsfélaganna á aLækjartorgi 1. maí víttu mjög Vinnubrögð kommúnista í 1. maí nefndinni, sem leiddu til þess, að ekki náðist samstaða um há tíðahöldin á þessum baráttudegi verkalýðsins. Þá lögðu þeir m. a. dherzlu á, að framleiðsla og vinnuhagræðing ykist, laun hinna lægst launuðu yrðu hækkuð og lausn fengist í togaradeilunni. Keppa bæri að raunhæfum kjara bótum, svo að kaupmáttur launa ykist en ekki að óraunhæfum kauphækkunum sem leiddu til víxlhækkunar verðlags og kaup- gjalds, en leiddu ekki til kjara- bóta. Mikið fjölmenni var á fund inum, sýndi hann einhug og bar- áttuvilja lýðræðissinna. Lúðra- sveitin Svanur lék í uppliafi fundar og á milU ræðnanna. Getum ekki án togara verið Um leið og J[ón Sigurðsson, form. Sjómannasamtajkanna, setti fundinn, lýsti hann nokkuð að- draganda þess, að ekki náðist samstaða um hátíðanhöldin. Aug- ijóst væri af vinnubrögðunum, að 1. maí á Lækjartorgi. Mikið fjölmenni og einhugur á fundi lýðræðissinna á Lækjartorgi 1. maí kómmúnistar ætluðu sér aldrei samkomulag, heldur vildu þeir vera einir um daginn sem að undanförnu. — Þá ávarpaði Jón Sigurðsson fundinn Og gerði að umtalsefm togaraverkfaliið og erfiðleika togaraútgerðarinnar. Kvaðst hann neita því algjör- lega sem hinni mestu firru að ekki væri iengur grundvöllur fyrir togaraútgerð hér á landi. Krafa okkar í dag væri og kvaðst hann vita, að mikill meirihluti þjóðarinnar tsðki undir það, að án tafar verði gerðir samningar um verulegar bætur togaramönn um til handa, svo að togararnir verði leystir og geti sótt á miðin é ný, sækjandi björg í bú. Á lagalegan og siðferðilegan rétt á inmgöngu í ASÍ Sverrir Hermannsson, for- maður Landssambands íslenzkra verzlunarxnanna vék m. a. að því í ávarpi sínu, er landssambandinu var meinuð innganga í ASl, þótt við lagalegan og siðferðilegan rétt væri að styðjast, — þótt samtök verzlunarfól'ks á íslandi hafi fengið iýllstu viðurkenningu gamalla og gróinna alþýðusam- banda á Norðurlöndum sem full- veðja verkalýðssamband og þrátt fyrir það að verzlunarfólk þurfi flestum óðrum fremur á öftugum bakhjarli að halda í baráttunni fyrir bættum kjörum sinna lægst launuðu. Unnt hefði verið að ná samkomulagi Öskar Haligrímsson, form. Fé- !ags ísl. rafvirkjam. gerði m. a. að umtalsefni vinnubrögð kommún- ista í 1. maí nefndinni. Þeir hefðu í blöðum sínum reynt að láta líta svo út, að ágreiningur um kjaramálin hefði valdið því, að samkomulag náðist ekki. Hér væri hlutunum snúið við eins og venjulega á þeirn bæ. Enginn vafi væri á, að unnt hefði verið að ná samkomulagi um kröfur dags- ins í kjaramálum, ef kommún- istar hefðu haft nokkurn áhugaj á því. Fulltrúar lýðræðissinna í 1. maí nefndinni legðu fram til- lögu um að reynt yrði til hlítar að ná samkomulagi um ávarp dagsins eingöngu á stéttarlegum grundvelli. Þá tillögu hefðu kommúnintar fellt, þar eð stéttar leg eining verkalýðsins þennan dag hefði skipt þá minna máli en flokkshagsmunir þeirra. Guðjón Sigurðsson, form. Iðju, kvað stefnu lýðræðissinna í kjara mélurn að knýja fram raunhæfar kjarabætur fyrir launþega, kjara bætur, sein ekki verða teknar aftur með hækkuðu vöruverði og sköttum en einblína ekki á krónu tölu kaupsins eingöngu. En til raunhæfra kjarabóta teldist m. a. næg Og örugg atvinna, betri vörur og ódýrari; einnig þyrfti að vinna að visinaalegri hagræðingu vinnunnar á öllum þeim vinnu- stöðum, sem unnt er að koma því við, þar sem það sé grundvöllur hærra kaups. Ákvæðisvinna, þar sem henni verður við komið, Og margs konar uppbótakerfi, þar sem laun eru greidd eftir afköst- um, er það sem hlýtur að koma hér til framkvæmda á næstu ár- um. Á þessum hátíðisdegi verka- lýðsins sameinuðumst við öll um að bera fram kröfur um raun- hæfar kjarabætur en létum kommúmsta ekki kljúfa fylkingu okkar í sóknmni til betri lífs- kjara. Hugsum til stéttarbræðra okkar mn heim allan Eggert Þorsteinsson,, form. Múrarafélagsins, kvað okkur á þessum degi hollt að hugsa til stéttarbræðra okkar um heim allan, þar sem fæstir eru komnir lengra í bættum þjóðfélagshátt- um en ailt oí margir skemmra á veg. Okkur verður hugsað til þeirra, sem búa við efnahagslega Og andflega kúgun erlendra stór- velda. Þess vegna sameinumst við alþýðu ailra landa í kröfunni um skoðanafrelsi og jafna að- stöðu til mennta og aukinnar hag sældar og óskinni um bræðralag þjóða í milli. Sækir fram til nýrra o& stærri sigra Bergsteinn Guðjónsson, form. Frama, komst svo að orði, að um leið og íslenzk alþýða fagnaði því, er áunnizt hefði á liðnum ár- um til bætíra kjara, aukinna rétt- inda, menningar og öryggis, strengdi hún þess heit, að efla samtök sín og sækja fram til nýrra og stærri sigra. Á degi sín um, 1. maí, gerði alþýðan kröfur sínar. Þær væru að sjálfsögðu margar, en ræðumaður kvaðst m. a. vilja ieggja mesta áherzlu á, a ríkisvaldið tæki fullkom- lega til greina réttlátar kröfur al- þýðunnar Og sjái jafnframt um, að ávallt verði næg vinna handa öllum, er unnið geta; að hægt verði að lifa mannsæmandi lífi með því að vinna 8 stundir á dag og að kauipmáttur launa verði aukinn, að ríkisvaldið lækki aðflutningsgjöld á samgöngutækj um, sem notuð eru til almenn- ingsþarfa og alit verði gert ti’l að búa svo að æsku þessa lands, að hún geti hlakkað til framtíðar * Islenzkt öl og súkkulaði í skipum Eimskipafélagsins Allsherjar tollvömgeymslu komið upp fyrir rekstrarvömr skipanna SAMKVÆMT lögum frá Iþví í maí 1961 um tollvöru- geymslur var heimild fyrir skipa og flugfélög til þess að eiga hér á‘ landi vistir, út- búnað og annan forða. er þurfti til farkosta þeirra, sem eru í stöðugum ferðum milli íslands og annarra landa. Leyfi ráðherra þurfti þó til að koma upp slíkum geymslum. Eimskipafélag fslands hefur nú komið sér upp slíkri forða- geymslu og spurðLst blaðið fyrir um rekstur hennar hjá Guð- mundi W. Vilhjálmssyni, inn- kaupastjóra félagsins. Nú keypt hjá framleiffendum Neyzlu- og rekstrarvörur fyrir skip og skipshafnir félagsins voru áður keyptar hjá svonefnd- um „skipshöndlurum“ erlendis. Nú eru þær hinsvegar keyptar beint frá framleiðendum og fluttar hingað og varðveittar í tollvörugeymslunni þar til þeirra eru not. Þráfaldlega henti að skipin urðu að kaupa vörur, sem „skipshandlarar“ þeirra höfðu ekkj sjálfir á boðstólum, en gátu útvegað frá öðrum, en að sjálfsögðu með aukakostnaði. Flestar slíkar vörur eru nú fyrií hendi í tollvörugeymslu félags- ins. Málning, sem er stór liður í rekstrarvörum skipanna, er nú keypt beint frá framleiðendum, bæði hér og erlendis, Sterkur bjór var keyptur hér hjá ölgerðinni Egill Skalla- grímsson og í fyrsta'sinn settur um borð í Gullfoss í síðustu ferð hans, en ekki er vitað hvernig hann hefur reynzt fyrr en eftir komu skipsins hingað. Þá hafa íslenzk vín, svo sem brennivín og ákavíti verið not- uð um borð í farþegaskipunum og þótt fyllilega sambærileg við samkonar erlend vín, sem þar hafa verið veitt. Auk bjórsins og vínsins er íslenzkt súkkulaði á boðstólum í skipunum. Raunar er ekki hægt að segja að vörur þær, sem í þessa toll- vörugeymslu fara, séu fluttar inn, því af þeim er aldrei greidd ur tollur og þær eru aðeins not- aðar um borð í skipunum. Sama gegnir um framleiðslu innlendra fyrirtækja. Af þeim er ekki greitt framleiðslugjald og gildir um þær hið sama og um útflutn- ing væri að ræða. Marg-háttaður sparnaður Af þessu leiðir margháttaðan spamað, fyrst og fremst fyrir skipafélagið sjálft, ennfremur er þetta gjaldeyrissparnaður og raunar í sumum tilvikum auk- inn útflutningur, þegar um ís- lenzkar framleiðsluvörur er að ræða, sem áður voru keyptar er- lendis sökum þess að hinar ís- lenzku vörur, þótt samkeppnis- færar væru að gæðum, voru ávallt dýrari. í heild lét Guðmundur mjög vel af framkvæmd þessa máls það sem af er, en þetta fyrir- komulag hefur nú gilt í tvo mánuði. Kjörskrá Kærufrestur vegna kjör- skrár er til 5 maí nk. Rétt til að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa allir þeir sem þar voru búsettir 1. des. sl. Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins, Aðalstræti 6, II. hæð, aðstoðar við kjörskrár- kærur. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Upplýsingar um kjörskrá í síma 10129.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.