Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 22
22 MORCllS TtLÁÐlÐ Húsmæður í leikfimi. Friíarleikfimin vinsæl ÍÞHÓTT AB A NDALAG Reyikja- víkur hefur í vetur gengist fyrir námgkeiðum í frúarleikfimi. Hafa æfingar verið haldnar á ýmsum gtöðum í bænum og æfingarnar einkum verið fólgnar í mýiking- ar- og afslöppunaræfingum Og ýmiskónar leikjum. Æfingarnar fóru í vetur fram í Miðbæjar- skólanum, Laugarnesskólanum, Bréiðagerðisskólanum og íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar. Nómskeiðin í vetur, þó í smærri stíl væru en ráð ^ar fyrir gert í upphafi, tókust með mikl- um ágætum. Alls tóku um 300 könur þátt í þeim, en þátttöku- gjald var 200 krónur, yfir nám- skeiðið. Svo mikil aðsókn var að nám- skeiðunum að eklki var unnt að fullnægja eftirspurn um þátttöku. N.k. vetur standa vonir til a rýmri tími tii náimskeiða fáist í íþróttahúsunum, og þé þannig að allar konur sem vilja geti tekið þátt í þessum ágætu nám- skeiðum. Húsmæðurnar sem þátt tóku í námskeiðunum á s.l. vetri fundu hversu heilnæmt er og gött að stunda létta íþróttaæfingu und ir góðri tilsögn. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar SÍLD & FISKUR Bergstaðastræti 37 r. THILMA SmiR BADFATATm Thelma Ingvarsdóttii' er orðin með vinsælustu og eftirsóttustu ljósmyndafyrirsætum í Kaupmannahöfn. í nýjasta FÁLKA er heil myndaopna af henni þar sem hún sýnir baöfatatízkuna 1962. DULARFYLLSTA HÚS í REYKJAVÍK Frá því að húsið að Höfða var reist, hefur það verið í vitund manna eitt dularfyllsta hús Beykjavíkur. Þar hafa frægir menn húið og kunnir menn gist. Þar íinæddi Sir Winston Churchill og Dr. Carcot kom þar oftar en einu sinni. Og þar bjó Einar Benedikts- son um skeið. 1 nýjasta FÁLKA cr rætt um húsið og búendur þess. Fimn^tudagur 3. ma.í 1962 Knattspyrna á sunnudag KNATTSPYRNAN byrjar á sunnudaginn. Og það eru Þróttur og Valur sem eiga fyrsta leikinn kl. 8,30 á sunnudagskvöld. Sá leikur er samkvæmt töflu 3. leikur Reykjavíkurmótsins, e n bleyta á vellinum hefur taf- ið fyrir því fram að þessu, að mótið gæti hafizt. Mibl. átti tal við Baldur Jóns- son vallarstjóra í gærkvöldi og hann sagði: Ég geri ráð fyrir að þetta verði allt í lagi á sunnudaginn. Völlurinn hefur tekið sig mjög vel síðustu góðviðrisdagana. — Hann verður án efa mjúkur og það er alveg óvíst, hvað hægt verður að gera fyrir hann með vélum, en við vonum hið bezta, og reynum að hafa hann eins góðan og unnt verður. — Hefur mikið verið æft á völlum Reykjavíkurborgar? — Ég veit að félögin hafa æft vel hvert á sínu svæði, en það hefur minna verið æft hjá okk- ur en oft áður vegna aurbleyt- unnar. — Hvernig er umhorfs á Laug ardalsvellinum? — Mér finnst völlurinn koma undravel undan vetrinum, Að vísu má merkja á honum hin hörðu frost síðla vetrar. Við vorum þar innfrá í fyrra- dag og þá mældist 29 cm niður á klaka í jörð. En slíkur klaki hverfur fljótt í veðri sem nú er. — Lízt þér vel á knattspyrn- una í sumar? — Ég held að félögin hafi æft vel, hvert fyrir sig, en með þeim æfingum hef ég ekki fylgzt vegna þess að lítið af þeim hef- ur farið fram hjá okkur á Mela- vellinum. En þetta skýrir sig fljótt í fyrstu vorleikunum, sagði Baldur að lokum. Benefica vann E vrópubikarinn PORTÚGALSKA knattspyrnulið ið Benefica vann Evrópubikarinn í knattspyrnu í annað sinn í gær- kvöid. Vann liðið Real Madrid frá Spáni með 5—3 í leik sem fram fór í Amsterdam. Frá upþhafi leiksins áttu Pörtú galir mikinn sóknarleik og það kom greinilega í ljós að Spán- verjarnir áttu í miklum erfið- leikum. En er 10 mín. voru af leik virtist Real Madrid-liðið kömið í gang Og á 14. mín. náði Real forystu. Á 23. min. skoraði Real Madrid annað mark. Puskas var að verki í bæði skipt- in eftir laglegar sendingar í síð- ara skiptið frá del Sol h. inn- herja. Benefica-menn gáfust ekki upp og á 25 mín. tókst Agus að minnka bilið. Sköraði hann eftir aukaspyrnu af 30 m. færi, sem Euseibo tók. V. framv. Camen jafnaði síðan fyrir Benefica á 34. mín. En aðeins 4 min. síðar náði Real aftur forystu öll framlínan vann að markinu með gflæsilegum sam leik og skiptingum en Puskas rak endahnútirm og hafði þar með skorað ,,hat-trick“. Þannig var staðan í hálfíeik. í síðari hálfleik var eins og nýtt Benefiea-lið kæmi á völl- inn. Upphlaupin komu hvert aí öðru að Real markinu og mark- vörðurinn var að yfirbugast. Bftir 6 mín. jafnaði Coluna v. innih. fyrir Benefica 12 mín síðar fékk Benefica vítaspyrnu og Eusibo skoraði. Fimm mín. síðar skoraði Esibeio fimmta mark liðs síns með fallegu skoti. Real Madrid sótti án aflóts í leilkslok ea tókst ekki að minnka ósigurinn þó oft lægi nærri. Vörn Benefica reyndist mjög sterk. 65000 manns sáu ieikinn. Mesta athygli vöktu Puskas hjá Real Madrid með sitt ,,hat-trick“ og hjá Benefica var hinn 19 ára gamli Euseibo hið mikla leyni- vopn. Hann vakti atihygli allra og var bezti maður Benefica, drif fjöður sigursins. Stúlka óskast til afgreíðslustarfa SÍLD & FISKUR Austurstræti Orðsending frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Fundur verður haldinn með togarasjómönnum í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 8,30 í kvöld. Kynnt verður miðlunartillaga frá sáttasemjara í togaradeilunni. STJÓRNIN. Stúlka óskast til afgreiðsiustarfa í húsgagnaverzlun Trésmiðjan Víðir Laugavegi 66 Vinna Ungur lagtækur maður óskast Verkstæði Egils Óskarssonar Ármúla 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.