Morgunblaðið - 03.05.1962, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.05.1962, Qupperneq 23
Fimmtudagur 3. maí 1962 MORGVNBLAÐtÐ £3 — Hafnarhúðir Frh. aí bls. 24. byggingu nýs verkamanna- skýlis við höfnina og skyldi jafnfra>mt athugað, hvort hag kvæmt væri, að sjómanna- stofa yrði í sambandi við verkamannaskýlið í sama húsi. Að atthuguðu máli var ákveðið, að hvort tveggja skyldi vera í sama húsi, og árið Í956 var staðsetning á- kveðin, en árið eftir voru samþykktir uppdrættir, gerð ir af húsameistara Reykja- víkurborgar, Einari Sveins- syni, og Aðalsteini Riohter arkitekt. Um mánaðamótin nóv.—des. 1957 var farið að grafa grunn, en lokið að steypa upp húsið í ágúst 1959.“ Síðan lýsti borgarstjóri hús inu og húsbúnaði, gat þeirra manna, sem starfað hefðu að byggingunni og skýrði m.a. frá því, að uppdrættir að hús búnaði hefðu verið gefðir í teiknistofu húsameistara Reykjavikurborgar, og hefði Gunnar H. Guðmundsson að- allega annazt þá. Magnús Óskarsson vinnumálafulltrúi Reykjavíkurborgar hefur i umboði borgarstjóra fylgzt með framkvæmdum og haft sér til ráðuneytis borgarfull- trúana Einar Thoroddsen og Magnús Jóhannesson og Har- ald Hjálmarsson forstöðu- mann Verkamannaskýlisins, sem samkvæmt sérstöku sam komulagi mun sjá um rekst- ur þessa nýja húss til næstu áramóta. Einnig hafa fulltrú- ar frá Verkamannafélaginu Dagsbrún og Sjómannafélagi Reykjavíkur verið með í ráð- um um gerð uppdrátta. Lét borgarstjóri I ljós þakklæti sitt til allra þeirra, sem stuðl að hefðu að því, að þessi veg lega bygging væri nú risin af grunni. f lok ræðu sinnar komst Geir Hallgrímsson borgar- stjóri svo að orði: „Þótt opntm þessa húss bæti vonandi starfsskilyrði verkamanna og sjómanna við höfnina, og góður aðbúnaður á vinnustað sé vissulega mik- ils virði, ekki sízt fyrir þá, sem líkamlega erfiðisvinnu stunda, þá opnar þessi áfangi augu okkar fyrir því, að mörg og mikil verkefni biða okkar, ef kjör þeirra stétta, sem þetta hús er helgað, eiga að batna í framtíðinni sem hin gað til. Það væri t.d. ekki óeðli- legt. að verkamönnum og sjó mönnum, sem hingjað sækja í önnum dagsins sér til hvíld- ar og hressingar stutta stund, sé hugleikið að eiga þess kost að hverfa að loknu dags- verki til konu sinnar og barna að sínu leyti í jafn- vönduð húsakynni og við höfum hér fyrir augum í þessu húsi. f engri höfuðborg munu að vísu hlutfallslega fleiri verka mannafjölskyldur búa í eig- in húsnæði en hér í Reykja- vík, en þó vantar enn á, að húsnæði margra verkamanna og sjómanna sé viðunandi. Til þess að bæta kjör verka manna og sjómanna þarf áfram að halda á þeirri braut að bæta starfsskilyrðin við höfnina, taka tæknina sífellt meira í þjónustu sína. svo að auka megl afköstin án þess að leggja meira á manninn.“ Af Ætlað s,1ómönn.um og verkatrönnum. Ræðu sinni lauk borgar- stjóri með svofelldur orðum: „Verkamanna og sjómanna hús þetta er að sínu leyti nokkurt vitni um skilning og viðurkenningu Reykvíkinga í heild á gildi starfa þeirra, eem verkamenn og sjómenn vinna. Höfnin er undirstaða Reykjavfkurborgar. Ef ekki hefðu komið til hin ágætu hafnarskilyrði, er vafasamt, að nokkru sinni hefði risið hér sá kaupstaður, sem raun ber vitni. Þetta hús er þeim ætlað, sem þar koma fyrst og ■ fremst við sögu, sjómönnum, sem hingað koma um sollinn sæ, og verkamönnum, sem hér starfa hörðum höndum. í dag er hátíðlegur haldinn um heim allan dagur verka- lýðsins. Það þykir því vel til fallið að opna í dag, Hafn- arbúðir, verkamannahús og sjómannastofu Reykjavíkur- borgar. F.h. borgarstjórnar Reykja vikur flyt ég reykviskum sjó mönnum og verkamönnum beztu hamingjuóskir í tilefni dagsins og bið þeim öilum heilla, sem í Hafnarbúðir koma til hvíldar og hress- ingar." — Gainakerfið Framh. af bls. 15. (Kringlumýrarbraut — Mikla- braut), Álftamýri, Starmýri, Safamýri. ★ Árin 1969—1971 Suðurlandsbraut, Elliðavog- ur, Reykjanesbraut, Kringlu- mýrarbraut s. Hamrahl., Bú- staðavegur, Kleppsvegur, Borg- artún, Sundlaugavegur, Kringlu- mýrarbraut n. Laugav., Lækjar- teigur, Laugavegur Brautarmúli, Ármúli, Síðumúli, Fellsmúli, Selsmúli, Vegmúli, Hallarmúli, Lágmúli, Langholtsvegur, Eikju- vogur, Gnoðarvogur, Klepps- mýrarvegur Súðarvogur, Duggu vogur. Kænuvogur, Snekkju- vogur, Köllunarklettsvegur, Héð insgata, Sætún, Steintún, Njarð- argata, Hörpugata, Góug., Fossa- gata, Þjórsárgata, Suðurgata, Shellvegur, Baugsvegur, Ægi- síða, Þvervegur, Eiðsgrandi, Ána naust, Grandavegur. Borgin okkar Frh. af bls. 10. fyrir, þ.e. biðsalur hafnar- verkamanna, sem ætlað er að leysa gamla Verkamannaskýl- ið af hólmi. Hér eru öll hús- gögn úr brenni, mjög sérkenni leg og nýtízkuleg £ útliti og auðsjáanlega traust. f þess- um sal geta þeir verka- menn snætt bitann sinn, sem heldur kjósa að hafa hann með sér heiman að en kaupa sér mat á hæðinni fyrir ofan. Þá eru á þessari hæð 6 steypi böð, sem verða til afnota fyrir verkamenn og aðra, sem þar vilja baða sig. „Og hérna hef ég mikinn hug á, að hægt verði að gefa mönnum kost á að komast í nudd, þegar fram líða stundir," sagði Haraldur. „Það væri ekki amalegt eftir erfiðan vinnudag." Á þessari hæð eru svo loks fjögur skrifstofuherbergi, þar sem Ráðningarstofa Reykja- víkurborgar verður til húsa framvegis, og mun hún flytja í þetta nýja aðsetur sitt ein- hvern næstu daga. Að lokum höldum við niður í kjallara hússins. Þar eru all- ar geymslur fyrir húsið, og komumst við að þeirri niður- stöðu eftir að hafa litið þar á birgðimar, að enginn ætti að þurfa að yfirgefa þetta hús með tóman maga. Þá rákumst við í kjallaranum einnig á mik inn fjölda skápa, sem helzt minnti okkur á fataskápana i sundhöllinni. Sagði Haraldur, að þeir væru að sínu áliti ein- hver þarfasta nýjungin í hús- inu, því að nú hefðu hafnar- verkamenn fengið aðstöðu til að geyma vinnufatnað sinn svo að segja á sjálfum vinnu- staðnum, sem mörgum mundi sjálfsagt þykja mikill hægðar- auki. Um leið og við kvöddum Harald og þökkuðum honum fyrir leiðsögnina, sagði hann: Ég vona að verkamenn, sjó- menn og aðrir þeir, sem hing- að koma, muni leggjast á eitt til að halda þessum glæsilegu búsakynnum vel við með góðri og hreinlegri umgengni. Og þá er víst að verkamenn og sjómenn geta um ókominn tíma verið stoltir af byggingu þeirri, sem hér hefur verið komið upp fyrir þá. — Miðlunartillaga Framh. af bls. 2. verja til greiðslu úr lífeyrissjóði tog- arasjómanna. Trygging þessi kemur til frádráttar slysa- og dánarbótakröfu á hendur út gerðinni með sama hætti og bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. 16. Á eftir 26. gr. sem verður 24. gr. komi ný grein svohljóðandi: 25. gr. Fná 1. júni 1962 hækkar mánaðar- kaup, tímakaup svo og aflaverðlaun af saltfiski samkvæmt samningi þess- um um 4%. 17. I. málsliður I. mgr. 27. gr. sem verður 26. gr. orðist svo: Samningur þessi gildir til 1 júní 1963 og er uppsegjanlegur með tveggja mánaða fyrirvara. Reykjavík, 2. maí 1962. Tonfi Hjartai'son Einar Arnalds. ★ Höfð hliðsjón af röð hitaveituframkvæmdanna í hinni áætluðu röð fram- kvæmdanna, sem hér hefur ver- ið gerð grein fyrir, hefur verið höfð hliðsjón af röð hitaveitu- framkvæmdanna í hverfunum, þannig að þeim sé að fullu lokið áður en hafizt verður handa um fullnaðarfrágang gatnanna. í aðalatriðum er röð fram- kvæmdanna þannig, að á árun- um 1964—68 verði gengið frá íbúðahverfunum og nauðsynleg- um aðalumferðargötum, en 1969 —71 verði aðalumferðargatna- kerfið aukið og endurbætt. Árið 1972 verði síðan fullgerð hverfi, sem gerð hafa verið byggingarhæf á árunum 1963— 69, en eftir það verði nýjar göt- ur fullgerðar 2—3 árum eftir að hverfin eru byggingarhæf. Á Tekjustofnar í þeim kafla áætlunarinnar, þar sem rætt er um tekjustofna, er bent á ýmsa möguleika, sem til greina koma. Er m.a. vikið að því, að víða erlendis tíðkist það, að húseigendur taki þátt í kostnaði við gatna- og gang- stéttagerð. Eins og nú er, er hús- eigendum með lögum frá 1911 gert skylt að greiða % af kostn- aði við gerð gangstétta, en gild- ir þetta þó því aðeins, að um eignalóðir sé að ræða. Eðlilegt virðist að breyta þessu ákvæði þannig, að allir húseigendur greiði hluta af kostnaði við gang stéttagerð og mundi sú endur- greiðsla nema um 60 millj. kr., ef húseigendum væri gert að greiða helming kostnaðar. Á Eðlilegt, að bifreiðaeigendur grciði meira en aðrir til gatnagerðar Þá er bent á þann mögu- leika, að benzín til bifreiða verði skattlagt í stærri stíl en nú er gert. Er á það bent, að benzín sé hér mun ódýrara en víðast hvar annars staðar og því eðli- legt, að bifreiðaeigendur greiði meiri hluta af kostnaði við bætta gatnagerð en aðrir þjóð- félagsþegnar, þar sem beinn á- vinningur þeirra af slíkum 'ram kvæmdum sé meiri en annarra. Á árinu 1960 mun héildar- sala bifreiðabenzíns á landinu öllu hafa numið nálægt 56,6 millj. kr. Ef innflutningsgjald af benzíni yrði hækkað um 60 aura pr. lítra, mundi sú hækkun miðað við innflutn- ing á árinu-1960, nema um 34 millj. kr. Væri nú ákveðið að þessj fjárhæð rynni til sveitarfé- laga og henni skipt niður eftir ökutækjafjölda, yrði sá hluti af þessu viðbótargjaldi, sem rynni til Reykjavíkurborgar, um 15,1 millj. kr miðað við árið 1960. Með þessu viðbótargjaldi mundi útsöluverð á benzíni hækka um 11,4% frá því sem nú er. Til þess að mismuna ekki um of eigendum benzínbifreiða og þeirra bifreiða, er ganga fyrir öðru brennsluefni, er um það rætt í áætluninni, að það mundi þurfa að hækka þungaskatt af slikum bifreiðum tilsvarandi. Þessi skattur mun á árinu 1960 i hafa numið nálægt 13,4 millj. I kr. og sé miðað við þá fjárhæð, 1 verður hækkunin sem næst 1,5 millj. kr., ef miðað er við sömu hundraðstölu. Miðað við öku- tækjafjölda yrði hlutur Reykja- víkur af þeirri viðbót nálægt 660 þús. kr. Samanlagt yrði hlut- ur Reykjavíkur því um 15,8 millj. kr. miðað við árið 1960. Ef gert er ráð fyrir árlegri hækkun, yrði upphæðin árið 1962 um 18 millj. kr. Er komizt að þeirri niðurstöðu í áætlun- inni, að að öllu samanlögðu virð ist eðlilegt að fá tekjustofn þann, sem nauðsynlegur er, með því að húseigendur taki þátt í gerð gangstéttanna með greiðslu gangstéttgjalda og bifreiðaeig- endur í kostnaði við gerð akbraut anna með aukinni greiðslu fyrir benzín. ★ 1 lokaorðum sínum með áætl- uninni benda þeir Gústaf E. Pálsson borgarverkfræðingur og verkfræðingamir Ingi Ú. Magn- ússon og Ólafur Guðmundsson á, að þessi nýja áætlun geti ekki talizt tæmandi, þar sem fyrir- sjáanlegt er, að fólksfjölgun borgarinnar og þar af leiðandi stóraukin umferð krefjist í fram tíðinni kostnaðarsamra umferðar mannvirkja á gatnamótum og ýmissa skipulagsbreytinga, sér- staklega á eldri götum. Enn- fremur sé fyrirsjáanlegt, að byggja verður dælu- og hreihsi- stöðvar fyrir skolp, vegna vax- andi óhreinkunar sjávarins í kringum borgina. En þrátt fyrir þær takmarkanir, sem þeir telja að áætluninni séu settar, láta þeir þá von í Ijós að hún muni ná þeim tilgangi, sem til er ætl- azt. — — Utan úr heimi Framh. af bls. 13. ganga jaínvel svo langt, að halda því fram, að nái meðal aldurinn 100 árum, sem nokk- ur möguleiki virðist fyrir, þá muni svo fara, að aðeins tveir karlmenn verði á móti fimm konum. Ef þessi kenning þeirra hefur við rök að styðj- ast, gæti þetta orðið til þess að draga úr fólksfjölguninni. Japanskir sálfræðingar við Shizokaháskólann, hafa und- anfarið stundað rannsóknir á 10,000 skólabörnum, í þeim tilgangi að komast að raun um, hvort samband kunni að vera mitli þess árstíma, sem börnin eru fædd á, og gáfna, annars vegar. Hins vegar, hvort það Skipti máli hvort um er að ræða fyrsta barn foreldra eða þau sem síðar fæðasí. Þeir segja að rannsóknirn- ar hafi leitt í ljós að börn fædd í marz séu bezt gefin en næst komi börn fædd í janúar og febrúar. Þé segjast þeir vera sannfærðir um að fyrsta bo.rn foreldra sé yfir- leitt bezt gefið. Þetta gæti, ef rétt er, leitt til þess, að mæður stefndu að því, að eiga börn á ákveðn- um árstíma, Og létu sér- þá nægja aS eiga aðeins eitt barn, í stað fleiri. Vart getur þetta þó talizt nein lausn. Nokkrir þeirra, sem athug að hafa mannfjölgunarvanda- málið, hafa litið á möguieik- ann fyrir því að flytja fólk til annarra bnatta, á komandi tímum. Þetta virðist þó held- ur engin lausn, því að nú sem stendur. er tæknin ekki það langt á veg komin, að reikna megi með fólksflutningi af jörðinni næstu árin eða jafn- vel áratugina, jafnvel þótt finnast kunni hnettir með hentugu iífsskilyrði. Auk þess yrði að flytja a. m. k. 100 þús. manns dag hvem er frá líður, til þess að halda í horf inu hér á jörðinni. Hver er þá lausnin? Tak- mörkun barnsfæðinga kann að reynast haldgóð, en hvort henni verður komið við, í nógu ríkum mæli, verður ekki sagt að svo stöddu. Ég nota Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. F élagslíf Knattspyrnudeild KR. Frá og með 1. maí verða æf*» ingar knattspyrnudeildar KR þannig: Meistarafl. og 1. fl. Mánudaga kl. 8,30—10. Miðvikudaga kl. 7,30—9, Föstudaga kl. 8,30—10. 2. flokkur. Mánudaga kl. 7,30—9. Miðvikudaga kl. 8,30—10. Fimmtudaga kl. 8,30—10. Sunnudaga kl. 10,30 f.h. 3. flokkur. Þriðjudaga kl. 8—9. Fimmtudaga kl. 8—9. Laugardaga kl. 5—6. Sunnudaga kl. 1,30—3. 4. flokkur. Mánudaga kl. 7—8. Miðvikudaga kl. 7—8. Fimmtudaga kl. 7—8. Föstudaga kl. 8—9. 5. flokkur A og B. Mánudaga kl. 6—7. Þriðjudaga kl. 7—8. Miðvikudaga kl. 6—7. Föstudaga kl. 7—8. 5. flokkur C og D. Mánudaga kl. 5—6. Þriðjudaga kl. 6—7. Miðvikudaga kl. 5—6. Föstudaga kl. 6—7. Knattspyrnudeild KR, íþróttakennarar Munið fundinn á föstudaginn í Miðbæjarskólanum. kl. 8,30. Samkomur K.F.U.M. AB fundur í kvöld kl. 8,30. Skógarmenn sjá um fundinn. Allir karlmenn velkomnir. Hjálpræðisherinn. ' Fimmtudag kl. 8,30. Almenn samkoma. Föstudag: Hjálparflokkurtinn. Sunnudag kl. 1.: S'kemmtiferð Sunnudagaskólans. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.