Morgunblaðið - 04.05.1962, Side 13
r Föst«<?agtir 4. maí 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
Hákon Bjarnason:
Það vorar
llm barrtré og lauftré
ÉG GAT þess fyrir nokkru, að á-
stæðulaUiSt vseri að hafa mjög
mörg tré í görðum sakir þess,
Ihve mikið rúm þau taka þegar
þau stækka. Ennfremur var bent
ó, að garðar án nokkurra trjáa
væru mjög tómlegir. Hér verður
sem endranær að fara meðalveg
tiil þess að árangur verði sem
beztur.
* Menn verða samt í upphafi að
gróðursetja nokkru íleiri tré en
ætluniin er að hafa að lokum, en
slíkt kostar skilyrðislausa grisj-
un innan hæfilegs tíma. Þetta er
eitt af aðalskilyrðunum, sem fara
verður eftir, til þess að eignast
fallegan garð.
% ★ ★ ★
' Það eru varla meir en tíu ár
liðin frá því að garðeigendur
áttu engan kost á að velja um
margar trjátegundir í garða sína.
Nú geta menn fengið margisikonar
tré, bæði barrtré og lauftré á
hverju vori. Þó mega menn ekki
en-n búast við að geta fengið allt,
eem hugurinn girnist á sama
árinu, því að tré bera ekki á-
valt fræ á hverju ári, og ef
mokkur ár detta úr, verður stöðv-
un á uppeldi viðkomandi tegund-
ar. Þegar plöntur eru aldar upp
með það fyrir augum að vera
settar í garða, en ekki unnt að
halda þeim, nema eitt eða tvö
ár í gróðrarstöðvunum, eftir að
þær eru útplöntunarbæfar. Góðar
garðplöntur verða að vera 6—8
ór í stöðvunum og því eru þær
évallt miklu dýrari en skógar
plöntur.
★ ★ ★
Sakir þess, hve sumar eru stutt,
standa lauftré eikki með blöðum
hér á landi nema 4—5 mánuði,
Þess vegna er það mikilll fengur
að geta haft sígræn tré í görðun-
um, því að þau eru til augnayndis
sumar jafnt sem vetur, og ekki
hvað sízt á vetuma. Þannig kvað
Stephan G. Stephansson:
Alein grær þú gaddinn við
greniskógarhliðin,
sem þar óhult eigi grið
útlæg sumartíðin —
Blettur lífs á líki fróns
' lands og vetrarprýðin.
Flestir munu sammála honum.
Fáeinir menn virðast sarnt
telja barrtré óíslensk svo að vart
megi rækta þau hér. Slíkt er
meir en lítið bröslegt, því að ef
ísaldir hefðu ekki gengið yfir
landið væru hér miklir greni og
furuskógar líkt og í Noregi. Úr
því að fjöldi barrtrjáa vex hér
nú orðið góðu lifi væri meir en
vitfirring að aimast við þeim.
Fyrr en síðar verða þau talin
með íslenzkum gróðri.
★ ★ ★
Nú skal á það bent, hvaða
trjátegundir menn eiga kost á að
fá í garða sína, en rúmsins vegna
verður sem minnst sagt um kosti
Og galla þeirra.
Sitkagreni ber að nefna fyrst
ftllra barrviða. Það er stórvaxið
og hraðvaxta þegar það fer á
etað. Um það verður skrifað síð-
ar, svo að ekki skal orðlengja
um það að sinni.
Til eru tvær trjátegundir, ná-
ákildar sitkagreninu, sem geta
verið jafngóð garðtré. Það eru
blágreni og hvítgreni. Þau eru
bæði seinvaxnari og ekki eins
grófgerð og sitkagrenið. Blágreni
er á stundum með grábláuim blæ.
Slíkar plöntur eru mjög eftirsótt-
ar í garða.
i Bauðgreni er flínlegra en hin,
en það þarf mjög frjóa mold og
því verður að skýla fyrir næð-
ingum um nokkur ár, meðan trén
eru að rótfestast. Broddgreni
þrifast illa bér sunnanlandis, miss
ir barrið og verður ritjulegt, en
norður á Akureyri er það með
fallegustu garðtrjám.
Af furu getum við bæði ræktað
stafafuru og broddfuru í görðum.
Stafafuran hefur sama ókost og
sitkagrenið. Hún er full hrað-
vaxta og notokuð gróf. Brodidfur-
an er enn líitið reynd í görðum,
en hún er afar falleg. Þetta er
lágvaxið tré en eitt hið harð-
gerðasta, sem völ er á. Hún vex
mjög hægt og þarf ekki mikið
rúm. Þessi tegund hefur vaxið
5
hér á landi í 60 ár, og aldrei
orðið misdægurt. Nú t>er hún iðu
lega fræ, svo að hún verður á
boðstólum framvegis.
Ekki skyldi fjailafurunni
gleymt. En hún er margstofna
runnur, sem aldrei verður mjög
hár. Fjallafuran er ijómandi
falleg sem skrautrunnur, en ekki
skal mulið undir hana eigi hún
að verða þétt og brúskuð. Nefna
mætti nokkur fleiri barrtré, sem
hér þrífast, en líða munu fáein
ár áður en þau koma á markað.
Þar á meðal er fjallaþinur, eitt
fallegasta barrtré í garða.
★ ★ ★
Af lauftrjám höfum við bæði
reyni Og björk og höfum haft
þessi tré um langt skeið. Reyrinn
sómir sér ávallt vel, en það er
oft erfitt að fá fallegar bjarkir.
Þeim hættir við að kræfclast. En
í limgerði er björkin forláta tré.
Sauðkindin hefur kennt okkur
hvernig megi klippa hana til allt
frá upphafi fslandis byggðar. Grá-
reynir og silfurreynir eru líka
algeng garðtré, en þau eru bæði
lengi að komast í vöxt og þurfa
nákvæma umihirðu hvað klipp-
ingu snertir á unga aldri.
Norskur álmur þolir bæði
skugga og næðing flestum trjám,
betur, en hann gefur líka mikinn
Skugga og má því ekki vera sunn
arlega í neinum garði.
Aiaskaöspin er svo stórvaxin,
að menn skyldu varast að hafa
hana annars staðar en á lóða-
mörkum í stórum görðum. En
falleg er hún og því er freistandi
að nota hana.
As'kur er ljómandi fallegt tré,
en erfitt er að fá nægilega gott
fræ af honum. Aski hættir við
að greinast og verða tvístofna, Og
þarf því skyiyrðislaust að fylgj
ast með vexti hans og greiningu
um mörg ár. Hann er mjög
heimtufrekur hvað áburð snertir.
Hér hefur verið til lítilsháttar af
aski úr Þrændalöguim, og hefur
hann reynst vonum framar. En
vafasamt er að hann verði til í
vor eða á næstu árurn.
Rauðelri og hvítelri eru lítil
tré skyld björkinni. Þau eru
mjög falleg og elskuleg tré. Hvít-
elri eða gráelri hefur fengizt hér
um nokkur ár, en rauðelri verð-
ur skortur á um skeið.
Hlynur og hvítelri eru lítil trjá
tegund, sem hefur staðizt sína
raun falleg og elskuleg tré. Hvít
elri verður skortur á um skeið.
Hlynur er stórvaxinn trjáteg-
und, sem hefur staðist sína raun
hér á landi með prýði. Þetta er
lauflmifcil trjátegund og sæmi-
lega hraðvaxta,
Á síðari árum hefur verið alið
upp töluvert af hlyn af íslenzku
fræi.
Nú skal staðar numið að sinni.
Aðeins þetta: Öllum nýgræðingi
verður að skýla og hlífa fyrstu
tvo til þrjá veturna; alveg eins og
við verðum að dekra við börnin.
Síðan verður að skóla ungviðið
til með tolippingu og muna að
láta það aldrei svelta, nema því
aðeims að vöxturinn verði meiri
en æskilegt er.
Sigurjón Vilhjálmsson (Bör), Guðrún Bjarnadóttir (Lára),
Ingólfur Bárðarson.
Leikfélagið „Stakkur46
Bör Börsson"
í Keflavík
Leikstjóri: Kristj. Jónsson.
BÖR Börsson, sveitastrákurinn,
kaupmaðurinn, generalagentinn
og bankastjórinn frá Öldurdal,
er góðvinur allis þorra okkar Is-
lendinga frá því er Helgi Hjörv
ar las af mikilli snilld í útvarp-
ið hina bráðfyndnu og skemmti
legu sögu um hann eftir norska
rithöfundinn Johan Falkberget.
Söguna hefur Thorolf Sandö
færst í leiksviðsbúning, en þýð-
inguna hefur gert Sigurður
Kristjánsson frá Akureyri.
Bör vinur okkar hefur í hin-
um nýja búningi sínum sótt
heim nokkra staði hérlendis und
anfarið, svo sem Akureyri og
Siglufjörð og nú síðast Keflavík
og hvarvetna verið aufúsugest-
ur. Er það hið nýstofnaða leik-
félag í Keflavík—Njarðvík er
hlotið hefur heitið „Stakkur“,
eftir söguríkum kletti þar í ná-
grenninu, sem haft hefur veg
og vanda af þessari virðulegu
heimsókn bankastjórans til
Keflavíkur, undir ágætri leið-
sögu og stjórn Kristjáns Jóns-
sonar, leikara. Kristján er ung-
ur maður, fæddur á Patreks-
firði árið 1933 en fluttist til
Reykjavíkur 1956. Hann byrjaði
að leika barn að aldri þar
vestra, en er hingað kom stund
aði hann nám í leiklistarskóla
Ævars R. Kvarans og síðar í
skóla Þjóðleikhússins og útskrif
aðist þaðan árið 1960. Síðan hef
ur Kristján gefið sig að leik
og leikstjórn og er þetta þriðja
leikritið, sem hann hefur sett á
svið, fyrsta leikritið sem hann
stjórnar á vegum leikfélagsins
„Stakks“. Leikfélagið tók fyrst
til starfa sl. haust og er Bör
Börsson jr. annað leikritið sem
það tekur til sýninga. Hitt var
„01ympíuhlauparinn“, og lék
Kristján Jónsson þar aðalhlut-
verkið.
Það mátti glöggt heyra það á
Keflvíkingum og Njarðvíking-
um, að þeir eru ánægðir með
þetta unga leikfélag sitt og
vænta góðs af því í framtíðinni
ð&iSsSæ
Helga Oskarsdóttir.
Þórunn Sveinsdóttir
og er óhætt að segja, að ef
árangurinn verður í samræmi
við áhuga leikendanna og allra,
sem í félaginu starfa og að því
standa, þá má mikils af starf-
semi félagsins vænta í framtíð-
inni.
Hlutverkin í „Rör Börsson jr.“
eru 18 og leikendur 17 (einn fer
með tvö hlutverk). Flestir eru
leikendurnir lítt þjálfaðir leik-
arar, og einn þeirra, og einmitt
sá, sem leikur höfuðpaurinn,
sjálfan Bör Börsson jr., hefur
aldrei fengizt við leiklist fyrr
en nú. Það gefur því auga leið
að leilíistjóranum hefur verið
mikill vandi á höndum að koma
leiknum á svið svo að sæmilega
færi, en það hefur honum vissu
lega tekizt. Vitanlega gerðu
etoki leikendur allir hlutverkum
sinum jafngóð skil frekar en
gerist á öðrum leiksviðum, og
Sigurjón Vilhjálmsson
nokkur viðvaningsbragur var á
sýningunni, og er það vissulega
ekki tiltökumál, ekki sízt þeg-
ar þess er gætt, að aðstæður all
ar til leikæfinga og leikis eru
þarna mjög frumstæðar og erf-
iðar. Þó sýna sumir leikendanna
furðulega góðan leik. Ber þá
fyrst að nefna Sigurjón Vil-
hjálmsson í hlutverki Börs
Börssonar jr. Kom hann mjög á
óvart með skemmtilegum og
öruggum leik í þessu erfiða
hlutverki, því að Bör er á svið-
inu óslitið, að heita má, allan
leikinn, frá upphafi til enda.
Hefði engum getað dottið í hug
að leikandi hefði aldrei stigið á
leiksvið fyrr. Þá var og leikur
Ágústs Jóhannessonar í hlut-
verki Börs eldra, mjög góður,
persónan skýrt mótuð og gervið
ágætt. — Guðrún Bjarnadóttír,
sem leikur Láru ísaksen, létt-
úðuga unga stúlfcu, er fríð og
glæsileg og fór vel með hlut-
verk sitt. Einnig var skemmti-
legur leikur Þórunnar Sveins-
dóttur í hlutverki barónsfrúar-
innar. — Óla í Fitjakoti leikur
Ingvi Þorgeirsson. Óli er
skemmtilegur náungi frá hendi
höfundarins, en naut sín ekki
sem bezt í meðferð Ingva og
gerði hann þó sumt dável. Þá
var leikur Ingólfs Bárðarsonar
í hlutverki Nielsar á Furuvöll-
um dágóður á köflum, en nokk
uð misjafn. Önnur hlutverk eru
minni og misjafnlega með þau
farið.
Leiktjöld Óskars Jónssonar
eru vel gerð og eru þó unnin
við hinar erfiðustu aðstæður.
Má af þeim sjá að Óskar er
listhneigður maður og kann vel
til verlca sem leiktjaldamálari.
Þýðing Sigurðar Kristjánsson-
ar er lipur og á því máli sem
við á. Var margt smellið og
skemmtilegt í þýðingunni, eink
um það, sem Bör Börsson jr. er
lagt í munn.
Húsið var þéttskipað og leikn
um afbragðsvel tekið.
Sigurður Grímsson.