Morgunblaðið - 04.05.1962, Side 23

Morgunblaðið - 04.05.1962, Side 23
Fðstudagur 4. maí 1962 MORGVNBL4ÐIÐ £3 MMMMMtMMMWkMV Halldór Laxness, Gerpla og siðleysinginn Úlafur helgi" 99 EINS og skýrt hefur verið frá í Morguublaðinu, hefur Halldór Kiljan Laxness sent danska blaðinu „Politiken“ bréf í tilefni af kjallara- grein, sem blaðið birti eftir danska skáldið Tom Kristen- sen vegna afmælis Kiljans. 1 bréfi sínu snýst Laxness gegn gagnrýni Dana á þýð- ingu Martins Larsens, há- skólakennara, á Gerplu. — Tom Kristensen minntist á þessa gagnrýni í grein sinni og ráðleggur dönskum les- endum að kynna sér efni skáldsögunnar með þessum orðum: „Lesið hana þrátt fyrir hina skoplegu dönsku þýðingu!" I svargrein sinni tekur Halldór Kiljan upp hanzk- ann fyrir Martin Larsen og segir m.a.: „Skapandi vinna Larsens við Gerpluþýðing- una er danskt afrek, sem ég freistast til að telja, að mín- ir kæru íslenzku lesendur geti ekki verið dómbærir um“. Hann segir enn frem- ur, að þýðingin sé byggð á nákvæmri rannsókn á ýms- um gömlum heimildum um danska tungu í því skyni „að reyna að ná sömu stíl- áhrifum og Gerpla hefur á frummálinu“. Hér á eftir verður hirt bréf Nóbelsskáldsins til Politiken, en áður er vert að geta þess, að í samtali við Morgunblaðið í október 1956 sagði Kiljan m.a. um Gerplu, að hún væri óþýð- anleg, „þó að það sé hægt að skrifa hana um á öðru máli, og það hafl verið gert ágætlega“. 1 samtalinu seg- Ist skáldið við samningu sögunnar hafa farið eftir þeirri reglu að „nota ekkert orð sem hægt væri að sanna að ekki hafi verið til í mál- inu á 11. öld. Þetta er regl- an“. Bréfið til Politiken er svo- Alltá einum stað SKRIFSTOFUR Flugfélags ts lands eru nú fluttar á 4. hæð Bændahallarinnar og var fyrsti starfsdagur þeirra þar í fyrradag. Fréttamenn blaðs- ins skoðuðu hin nýju húsa- kynni í fyrradag, en þá var enn verið að vinna að frá- gangi tækja skrifstofanna. k | Flugfélagið hefir fengið alla hæðina til sinna nota og verða þar allar skrifstofur fé- lagsins utan farmiðasöluskrif- etoéa, sem verður áfram í Lækjargötu 4 þar til siðar á árinu að fyrirhugað er að hún flytjist í Lækijargötu 2. | Í hinum nýju skrifstofum eru til húsa aðalframkvæmda- stjórn, yfirmenn innanlands- flugs og millilandaflugs og starfslið þeirra, búkhald, gjald hljóðandi í lauslegri þýð- ingu: „Leyfið mér að þakka þá ánægju, er mér veittist, þeg- ar einn helzti bókmennta- frömuður Dana, Tom Krist- ensen, reit kjallaragrein um verk mín í „Politiken" í til- efni afmælis míns. Þetta var einkennandi fyrir mann með yfirsýn Tom Kristen- sens, og sá góði skilningur, sem hann sýnir á jafn erf- iðri bók og Gerplu, hefur sérlega glatt og hrært mig. Bókin hefur verkað á marga hámenntaða lesendur, sem annars þola sitt af hverju, og einnig mér til mikillar undrunar, á marga málfræðinga og bókmennta- sagnfræðinga bæði heima og erlendis, eins og hvatning, sem hefur skotið þekkingu þeirra til hliðar, en vakið í þeim rómantíska vandlæt- ara. Oft hefur farið svo, að þessir fræðimenn í málfræði og bókmenntum hafa gleymt að stanza við málfræðilegar og bókmenntalegar hliðar bókarinnar í ritdómum sín- um og farið að bera í bæti- fláka fyrir norðurevrópskt barbarí á ömurlegustu myrkratímum miðaldanna, á því lággöngutímabili mann- kynsins á 10. og 11. öld, sem Gerpla lýsir. Nokkrir lær- dómsmenn frá háskólunum hafa meira að segja notað Gerplu sem tækifæri til að lýsa yfir siðferðilegum stuðn ingi sínum við hálf dular- fullar eða hreinar þjóðsagna- persónur úr hinum norður- evrópíska sagnaheimi; til dæmis siðleysingjann ólaf helga, sem að mestu er hjúpaður myrkri sögunnar. Talsvert lærður, þýzkur norrænufræðingur gekk svo langt, þegar þýzkur bókaút- gefandi bað hann um að þýða bókina, að hann lýsti sig ófæran um að fást við bók, sem lýsti samgermönsk- um hugsjónum og siðferðis- hugmyndum kynþáttarins á jafnóaðlaðandi hátt og Gerpla gerir. Til eru aðrir menn, sem hvorki eru málfræðingar né bókmenntasagnfræðingar, en eru í hópi hógværra, róman- tiskra og siðavandra hvers- dagsmanna, og sjá næstum ekki innihald Gerplu sem er bæði andsnúið rómantik og vandlætingu, heldur hugsa eingöngu um ytra form hennar, mál og stíl, sem hinum lærðu hefur sézt yfir hingað til. Gerpla er ein- mitt sérstæð að því leyti, að málinu á henni er haldið innan marka, sem liggja við enda 11. aldar, þ.e.a.s. þeirri reglu er fylgt að nota hvorki orð né orðasambönd, nema mögulegt væri að sanna, að þau hefðu verið til í málinu fyrir 1100. Frá þeirri reglu finnast þó nokkrar undan- tekningar, sem greinilega eru gerðar með vilja, og á- reiðanlega nokkrar villur líka, og væri ég feginn ef hinir lærðu vildu benda á þær í stað þess að villast út í ótímabæra vandlætingu. f kjallaragrein sinni vitn- ar Tom Kristensen óbeint í nokkrar af hinum formfast- ari lesendum mínum heima fyrir, sem hafa lýst yfir van- þóknun sinni á hinni dönsku þýðingu lektors Martins Larsens á Gerplu við hann. Ég held, að þessir sóma- kæru, íslenzku lesendur myndu láta sömu vanþókn- un í ljós á sérhverri þýð- ingu á Gerplu. Og með til- liti til áðurnefndrar grund- vallarreglu um orðfæri Gerplu myndu þeir á viss- an hátt hafa á réttu að standa ekki aðeins um þýð- ingu Gerplu á unga tungu eins og nútíma dönsku, held- ur og öll önnur mál. í raun- inni kemur þarna til skjal- anna sjálft vandamálið um þýðingu íslendingasagnanna. Það var ótrúlega erfitt verk, sem Larsen byrjaði á, þegar hann tók sér fyrir hendur að endurrita Gerplu á dönsku, þ.e.a.s. að láta sér ekki nægja að þýða bókina beint, heldur gera dönsku útgáfuna hliðstæða frumút- gáfunni að máli og stíl. Skapandi vinna Larsens við Gerpluþýðingima er danskt afrek, sem ég freistast til að telja, að mínir kæru ís- lenzku lesendur geti ekki verið dómbærir á. Hún er vinna, sem er grundvölluð á ýtarlegri rannsókn á ýmsum , gömlum, heimildum um danska tungu, sem Martin Larsen notar til að réyna að ná sömu stíláhrifum og Gerpla hefur á frummálinu. Það gleddi mig meira sjálf- an en alla mína kæru dönsku og íslenzku lesendur, ef ég væri kynntur fyrir Dana, sem hefði betra vald á að þýða af íslenzku á dönsku en Martin Larsen. Gerplu- þýðing hans er slíkt afreks- verk, að ég tel, að hlutlæg- ur dómur um hana frá hendi hæfra manna yrði ekki aðeins gagnlegur fyrir vandláta landa mina, heldur einnig til að auka skilning danskra lesenda á þessari metnaðarfullu og ef til vill óvart nokkuð hégómlegu bók. Kaupmannahöfn, 27. apríl 1962 Halldór Laxness", ...............v' ......... keri og upplýsingaþjón,usta. <*> Forráðamenn félagsins láta mjög vel yfir að vera nú komnir með skrifstofurnar á einn stað, sem ekki hefir verið allt frá því á bernskiuskeiði félagsins. Myndin, sem hér fylgir er tekin í aðalbókhaldssal hins nýja húsnæðis. Samvinnuskóla- slit AKRANESI, 2. maí. — Kirkju- kórinn, styrktur nokkrum söng mönnum úr „Svönum", söng við skólaslit samvinnuskólans í Bif- röst í Borgarfirði á þriðjudag. Stjórnandi var Haukur Guð- laugsson. Söng kórinn sjö lög. Svo söng og kór skólans undir stjórn Björns Jakobssonar sex lög. Þarna voru fluttar margar ræður og verðlaunum úthlutað til nemenda. — Oddur. Hraðkeppnismót í Hálogalandi HAFNARFIRÐI — í kvöld og á laugardag verður háð hrað- keppnismót í handknattleik í Hálogalandi og er það í tilefni af 35 ára afmæli Knattspyrnu- fél. Hauka. 1 því taka þátt öll sterkustu handknattleikslið landsins, meðal annars Fram og FH, sem stillir nú upp símun allrasterkustu mönnum. Auk þess keppa í 1. deild KR, IR, Þróttur, Valur og Haukar. Tvö lið verða úr annarri deild. — f kvennaflokki keppa FH og Val- ur (meistarafl.) Verður afmælismót þetta án efa mjög sterkt og spennandi. Verður þetta síðasta mótið í Hálogalandi að þessu sinni. — Borgarstjórn Frh. af bls. 8. inn er til tillöguflutningsins, að hún er flutt fyrst og fremst i áróðursskyni. Enda hefðu flutn- ingsmenn hennar farið allt öðru vísi að, ef einhverjar breytingar hefðu vakað fyrir þeim. Þá hefðu þeir t.d. grundvallað til- löguna á þeim röksemdum, að fyrst yrði kannaður möguleiki þess að segja sig úr samtökum botnvörpuskipaeigenda, en ekki hent tillögunni inn með þessuxn hætti. Nýtt gistihús í Bolungorvih BOLUNARVÍK, 2. maí. — Hér var í gær opnað nýtt gistihús, sem hlotið hefur nafnið Hótel Búðanes. Það er til húsa við Hafnargötu 79, þar sem áður var gamla símstöðm. Húsið hef- ur verið mikið endurbætt, og á neðri hæðinni er eldhús og mjög vistlegur veitingasalur, sem rúmar 50 manns í sæti. Vön matselja úr Reykjavík hef- ur verið ráðin til að standa fyr ir veitingum. Á efri hæðinni eru í þremur herbergjum sjö ágæt gistirúm. Hótelið bætir hér úr mjög brýnni þörf, og ber að þakka þetta framtak. Stöðugur straumur gesta var í gær allt fram að lokunartíma í hið ný*ja hótel. — Eigandi hótelsins er ungur maður, Einar Þorsteins- son, ættaður frá Tungukoti í Skagafirði. — /Jbró/f/r Framh. atf bls. 22. 3. Jón Sigurðssön UMFbisik 5.39.6 4. Júliíus Árnason Á 5.40.0 5. Eiríikur Ingólfsson KR 5.42.1 6. Hrafn Bachmann Val 5.45.0 Keppni 3 manna sveit fór svo: Ármann 12 stig KR 16 stig Vaihir lf? stig 5 manna sveitir. Ármann 27 stig KR 28 stig — Titov og Glenn Framh. af bls. 1 í áivörpum þeim er þeir fluttu á geimrannsólknaráðstefnunni, ræddu Titov og Glenn noikkuð um geimtferðir sínar. Sagði Glenn að ef „Friendiship 7“ gei-miskipið, sem flutti hann þrjá hringi uim ■hverfis jörðina, hetfði verið mannlaust, hefði geimskotið mis heppnast og skipið hvorki getað lokið ferðunum þremur né held ur verið unnt að ná því til jarð ar atftur. Taldi ham-n að ein menk asta reymsla ferðarinnar vœri sú að leggja mætti enn meiri ábyrgð á herðar geimtfaranna en hingað til var talið mögulegt. Titov skýrði frá því að eld- flaug sú, er flutti geimskip hams á braut umhvertfis jörðu, hatfi verið sex hreytfla, og að hamn hatfi sjálfur stjómað geimskipi sínu tvær af 17 hringferðum um hverfis jörðu í ágúst s.l.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.