Morgunblaðið - 10.05.1962, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.05.1962, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 10. maí 1962 Sigríður Jónsdóttir kennari skoðar handaivnnu nemenda í sex ára bekk. Fió Fulltrúuróði Sjúll- stæðisfélagonno í Reykjnvíb OPNAÐAR hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag anna í Reykjavík hverfaskrifstofur á eftirtöldum stöðum í Reykja vík: Kennarar í heimsókn á Keflavíkurflugvelli Fjöldi nemenda islenzkrar ættar KEFLAVXKURFLUGVBLLI, 2. maí. — Síðastliðinn þriðjudag fcomu nálægt 30 kennarar frá Ibama- og framhaldsskólum Reykjavíkur í heimsókn til starfsbræðra sinna á Keflavíkur- flugvelli. Enn fremur voru ýms- ir framámenn íslenzkra fræðslu- mála með í förinni, svo sem Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi og fleiri. Á Keflavíkurflugvelli tók hr. Baldwin, skólastjóri barnaskólans þar, á móti kenn- urunum og bauð iþá velkomna. Heimsóknir þessar hafa verið gagnkvæmar á undanförnum ár- um. Bandarísku kennararnir hafa heimsótt skóla í Reykjavík og rætt við islenzka starfsbræð- ur sína um kennslumál. Hefir samvinna þessara aðila jafnan verið hin bezta. Kennaramir dreifðu sér um bekki barnaskólans, töluðu við börnin og fylgdust með kennslu. Það kom kennurunum skemmti- lega á óvart, að oft, er þeir ávörpuðu lítinn glókoll, sem grúfði sig niðux í námsbækurn- ar, þá var þeim svarað á góðri Islenzku. Skýringin á þessu er sú, að samkvæmt frásögn hr. Baldwins eiga um 60 hundraðs- hljitar barnanna íslenzka móður og fjöldi þeirra er fæddur og uppalinn á landi hér. Góður bókakostur Bamaskólinn á Keflavíkurflug velli er til húsa í nokkrum óvist- legum bröggum, sem eru varnar- liðinu til stór-skammar. Hús- gögn eru yfirleitt forngripir og aðbúnaður barna og kennara slæmur. En þrátt fyrir hinar ytri aðstæður, þá töldu íslenzku kennararnir þó eitt til fyrir- myndar, en það var hinn mikli og vandaði bókakostur, sem nemendurnir höfðu yfir að ráða. í 12 ára bekk, sem að vísu var fámennur, höfðu nemendumir hver sitt skrifborð og á það var raðað heilu bókasafni af alls konar heimildarritum, svo sem orðabókum, lexíkonum, bókum um vísindi, sögu og listir. Nem- endur em látnir vinna mjög sjálfstætt og er þeim kennt að efninu, fram yfir það, sem er í hinum venjulegu námsibókum. 290 nemendur Skólanemendur á Keflavíkur- flugvelli eru samtals um 2Ö0. Við barnaskólann starfa 11 kenn arar, en 7 kennarar starfa við gagnfræðaskólann. Sex starfsmenn við sjónvarpsstöðina Kennararnir heimsóttu hina umdeildu sjónvarpsstöð á flug- vellinum og nokkrir þeirra komu fram í barnatíma, sem sjónvarpað var og virtust þeir jafn brattir, eftir sem áður. Aðalþulur sjónvarpsstöðvarinn ar sagðf m. a. frá því að sjón- varpað væri í 60 klst. á viku, en starfslið sjónvarpsstöðvarinnar væri aðeins 6 manns. Til saman- nota sér bókakostinn til að afla sér viðbótar þekkingar á verk- Ingólfur Noto, 12 ára, segir frá bók um bandarískan íþróttamann, sem hann hefir nýlega lesið. Hann sagði bekknum frá efni bókarinnar á ensku og endurtók síðan fráoögnina á íslenzku fyrir gestina. Ennfremur sagðj hann kennurunum frá náminu í skólanum og kom þá í ljós að hann var gæddur ósvikinni íslenzkri kýmaiigáfu. burðar gat hann þess að starfs- lið danska sjónvarpsins væri yfir 200, en sjónvarpstími þar væri skemmri heldur en í Kefla- víkurstöðinni. Þó bæri að gæta þess að mest allt sjónvarpsefni Keflavíkurstöðvarinnar kæmi á filmum frá Bandaríkjunum, en Iþó færi í vöxt að skemmtiatrið- um væri útvarpað beint úr sjón- varpssal. T d. hefðu ýmsir ís- lenzkir listamenn komið fram í sjónvarpinu, eins og Sigríður Geirs, Haukur Morthens, hljóm- sveitir Árna Elfar og Andrésar Ingólfssonar og á lokadaginn ætti að sjónvarpa kvikmyndinni „Björgunin við Látrabjarg". Framtakssamir bifreiðasalar I Reykjavík hafa komið upp bíla- sýningu á Keflavíkurflugvelli fyrir varnarliðsmenn. Sýning þessi er til húsa í skála einum miklum og var kennurunum boð ið að skoða gripina. Þetta mun vera fyrsta sýning þessarar teg- undar hér á landi. Alls eru til sýnis yfir 30 mismunandi gerðir af bifreiðum af árgerð 1962. Má sjá þar opna sport bíla, kapp- akstursbíla, stationbíla, fjöl- skyldubila og lúxusbíla. Bifreið- arnar eru jafn ólíkar að ytra út- liti og þær eru margar, en allar eiga þær iþó eitt sameiginlegt ef talað er við umboðsmennina: „Þetta er lang bezfi bíllinn á sýningunni“. Og kennararnir ganga um sal- inn og líta á gripina, setjast und- ir stýri og sumir gerast svo djarfir að spyrja um verð. Hann kostar um 700 þúsund þessi, er svarið og þegar kennarinn fer að leggja saman í huganum hvað það taki hann mörg ár að spara fyrir svona bíl af kennara- launum, þá bendir góðhjartaður náungi honum á annan bdl, sem kostar ekki nema hálfa milljón. BÞ. 65 nýjar kennslu- stofur í FRÁSÖGN af kjósendafundi Sj álfstæðisflokkisins hér í Morg- unblaðinu er haift eftir frú Auði Auðuns, forseta bæjarstjórnar, að 85 nýjar kennslustofur hafi verið teknar í notkun á þessu kjörtíima- biili til viðbótar þeiim 175, er fyrir voru, en 20 muni bætast við í haust. Er þetta á misskiiningi byggt. Frú Auður sagði í ræðu sinni á fundinum, að 65 nýjar kennslustofur hafi þegar verið teknar í notkun, en 20 muni bæt- ast við í haust. Þetta leiðréttist hér með, um leið og beðið er velvirðingar á mistökunum. VESTURBÆJARHVERFI Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu) Simi: 20130 MIÐBÆJARHVERFI Breiðfirðingabúð — Sími: 20131 NES- OG MELAHVERFI K.R.-húsinu við Kaplaskjólsveg — Sími: 20132 AUSTURBÆJARHVERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími: 20133 NORÐURMÝRARHVERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími: 20133 HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Brautarholti 4 — Sími: 20134 LAUGARNESHVERFI Hrísateig 1 — Sími: 34174 LANGHOLTS- OG VOGAHVERFI Álfheimar 22 — Sími: 3832S SMÁÍBÚÐA- OG BÚSTAÐAHVERFI Breiðagerði 13 — Sími: 3832«. Allar skrifstofurnar eru opnar daglega kl. S—7 «g 8—1« e.h., nema laugardaga og sunnudaga kl. 2—6 e.h. og veita þær aliar venjulegar upplýsingar um kosningarnac. Vfi Kosnlngaskrifstofa Sfálfstæðisflokksins er í Morgunblaðshúsinu Aðalstræti 6 H. hæð. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—10. — • — Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosningarnar. — • — Gefið skrifstofunni uppiýsingar um fóik sem verður fjar- verandi á kjördag innanlands og utanlands. Símar skrifstofunnar eru 20126—20127. Utankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Rvik hjá borgarfógeta. Eriendis er hægt að kjósa hjá islenzkum sendiráðum og ræðism.tmnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfóget-a | Reykjavík er í HAGA- SKÓLA. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Aðalstræti 6 H hæð veitir allar upplýsingar og aöstoð í sambandi við utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá ki. 10—10. Símar 20126 og 20127. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 20129. D-listinn er listi Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.