Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 23
,' Sunnudagur 13. maí 1962 MORGVNBLAÐIÐ 23 - Jakob Kristinsson Frh. af bls. 8. vel að lifa eftir göfugum kenningum og samkvæmt eig- in predikunum, hvað þá bet- ur. Sjálfsaginn er furðuleg- ur og viljastyrkurinn frábær. Mannvit og þekking hafa þar öruggt taumhald á hverri þrá og hneigð líkama og huga, og 6veigja mikið skap og heitar til- finningar til þjónustu við fagra lífsskoðun og einlæga trú. Jakob Kristinsson ber aldur sinn ágætlega, hann er ennþá léttur á fæti og kvikur í hreyf- ingum, lundin hlý og glöð, áhug inn á menningar- og trúmál- um sami og áður, og hugurinn opinn fyrir umhverfinu. En heyrnarleysið er þar slæmur þrándur í götu. Hefði það og nokkur líkamleg vanheilsa ekki lamað þrekið, mundi hann enn fær til mikilla starfa. En ég ætla, að heilsa Jakobs hafi aldrei verið sterk, og líkamleg hreysti hefur ekki skipað hon- um á bekk afurða manna, held- ur andlegir yfirburðir hans. Ég hygg, að afmælisbarnið áttræða sé barn mikillar ham- ingju, ekki einungis vegna frá- bærra vöggugjafa, heldur miklu fremur vegna þess að það hef- ur borið giftu til að þroska þær sjálfum sér og þjóðinni til gagns og gæfu. Hann hefur átt ágæt heimili og frábæra lífs- förunauta, ástríkar eiginkonur, sem hafa stutt hann til mikilla starfa og nauðsynlegrar hvíld- ar. Fyrri konu sína, Helgu Jóns dóttur, missti hann eftir þung- bær veikindi árið 1940, en seinni kona hans, Ingibjörg Tryggva- dóttir, hefur skapað honum sér- staklega gott og fagurt heimili, friðsælan hvíldarstað efri ára, og þaðan hygg ég, að hann — sáttur við fortíðin'a — horfi nú ókvíðinn fram til komandi tíma. Það er ekki ætlun mín að rekja hér hinn fjölþætta starfs- feril Jakobs Kristinssonar á sviði menningar og trúmála, eða æfiatriði hans. Það munu aðrir gera mér færari. En ég vildi aðeins — við þessi merku tíma- mót í æfi hans — rifja upp nokkur persónuleg kynni mín af honum — og taka fram myndir sem frásögn annarra og eu>in reynsla hefur mótað í huga mínum. Ég þakka þér, Jakob Kristins- son fyrir öll okkar kynni. Sam- vistin við þig minnir mig á þjóð sögur um skyggna menn, sem tóku óskyggnt fólk undir hönd sér, og sá það þá með þeirra sjónum fjöllin opnast og dýrð- lega byggð huldra vætta. Undir hönd þinni sáu og sjá enn hin- ir mörgu aðdáendur orðsnilldar þinnar, ekki einungis björgin opnast, heldur líka að mann- heimar eru fögur byggð, sem hverjum einum ber að bæta og fegra — og að engin ástæða sé til að efast um að það takist, almættið kærleiksríka sér um það — tíminn skipti þar engu máli. Bið ég nú blaðið á þessum merkisdegi að flytja þér Jakob, og frú Ingibjörgu konu þinni, innilegar óskir mínar og míns fólks um fagrar og góðar stund- ir. — Rifjast nú aftur upp fyrir mér fyrstu kynnin af þér, mynd in sem vegfarendur drógu upp í frásögn sinni, er ég vann að vegagerð á unglingsaldri á Þverárbökkum, áður en þeir þeystu austur sléttlendið móti „silfurbláum Eyjafjallatindi, sem gnæfði hátt yfir sveit og sval- aði björtu höfði í himinblámans fagurtærri lind, glæstur gull- rauðum loga síðdegis sólar". í>essl mánaðardagur, 13. m<af, hefur orðið þjóðinni mikill auðnudagur. Hann hefir fært þessari kynslóð tvo fyrrverandi fræðslumálastjóra, brautryðjend «r og frábæra leiðtoga á sviði skóla- og menningarmála, þá Ásgeir Ásgeirsson, núverandi for eeta íslands og sr. Jakob Krist- insson. Skyldi hann eiga aftir að færa þjóðinni þriðja leiðtog- ann? Bjarni M. Jónsson. Útboð Tilboð óakast í að tryggja og fullgera, Hamraíhlíðar- skóla, 3. áfanga, hér i borg. — Útböðslýsingar og upp- drátta má vitja í gkrifstofu vora, Tjarnargötu 12, IH. hæð, gegn 1000,00 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Rcykjavíkurborgar Uppháir strigaskór Stærði'r 27—35. — Vöggu- Og unglinga og fullörðins sængurver. — Dömu- og telpnahanzkar. Verzlunin Miðhús Vesturgötu 15 Einbýlishús til sölu við Heiðagerði. — Á 1. hæð eru 2 saml. stöfur, eldlhús Og W. C. á lí. hæð 4 herb. og bað. Geymsluris. Stór bílskúr, girt ræktuð lóð. FASTEINGA- og LÖGFRÆBISTOFAN Tjarnargötu 10 — Sími 19729 Jóh. Steinasön. sími heima 10211 Har. Gunnlaugsson, sími heima 18536 Reglusamur maður sem unnið hefur við matreiðslu í mörg ár, óskar eftir einhverskonar atvinnu. — Upplýsmgar í síma 19427, eftir kL 5 næstu daga. Til sölu 4 olíufýringar með öllu tiTheyrandi til hiúshitunar. Upplýsingar í Húsgagnavinnustofu Þorsteins Sigurðs- sonar, Grettisgötu 13, sími 14099. Saumastúlkur óskast KLÆÐAVERZLUN ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR Chevrolet vörubifreið — 4% tonn — Smiðaár 1955, er til sölu. Bifreiðin verður til sýnis frá kl. 8—10 ejh. mánudag- inn 14. maí á bílasiæðinu við Vesturgötu 2 (Tryggva- götu-megin). IMathan & Olsen hf. DOMUDEILD Austurstræti 14 — Súni 14260 Nýkomið mikið úrval af tÖskum Nýjustu gerðir Nýjustu litir Póstsendum um allt land Velkomin til Reykjavíkur Ferðafólk — Skólafólk Ferðahópar CAFETERIA OPIÐ 7—11.30 HRADI-GÆÐI.ÞÆGINDI ATH.: EKRERT ÞJONLSTUGJALD Pantið í tíma í síma 10-3-12. FÍ.JÓTT OG ÓDÝRT S J ÁLFS AFGRED3SLA Súkkulaði m/Rjóma Milk Shake-ís Öl — Gos Kaöi — Te Heimabakað kaffibrauð Smurt brauð • Fjölbreyttur heitur matur Matstofa Austurbæjar Laugavegi 116 — Simi 10312 — Laugavegi 116. Heimsækið XXXI. alþjóðlega Kaup- stefnan FóUand wam 10.—24. júní 1S«62 Kaupstef na f imm heimsálf a. Ákjósanlegasti staður fyrir viðskipti austurs og vestun*. — Almenn vörusýning. Stærð sýningarsvæðis 230.000 ferm. 18 höllum óg 110 sýningarskálum. Niðursett fargjöld- túlkar- upplýsingar um viðskipta- sambönd- tækni- upplýsingar- blaðaauglýsingar. Þátttaka árið 1961: 57 lönd, 36 samsýningar. Erlend þátt taka á 56% af öllu sýningarsvæðinu. Tala gesta var 450.000 frá 66 löndum. Tækni.ráðstefnur - alþjóðlegur klúbbur - veitingasalir. Gjörið svo vel og bíðjið um frekari upplýsingar frá: Board of P. I. F. Ponzari, Glogowska 14. Pólland. Aðal tizkulitirnir MUURURINN Hafnarstræti 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.