Morgunblaðið - 17.05.1962, Page 5
Fimmtudagur 17. maí 1962
MORCVNBLAÐIÐ
3
Neðri myndin var tekin að
vígslunni lokinni, þegar brúð
hjónin komu út úr kirkjunni,
en þar beið þeirra gullbúinn
vagn, sem sex hvítir hestar
voru spenntir fyrir. Fimm af
prinsessunum átta, sem voru
brúðarmeyjar Sophiu sjást hér
bera slóða hennar út úr kirkj-
unni.
í GÆR birtum við frásögn
af brúðkaupi Sophiu Grikkja-
prinsessu og spánska ríkisarf-
ans Don Juan Carlos, sem
fram fór í Aþenu 14. þ.m. Hér
sjáið þið tvær myndir, sem
teknar voru við það tækifæri.
Efri myndin var tekin við
vígsluna í grísk-kaþólsku
kirkjunni. Faðir brúðarinnar,
Páll konungur, leggur kórónur
á höfuð brúðhjónanna. Fyrir
aftan Sophiu sést Konstantin
prins, bróðir hennar.
Herbergi
til leigu í Miðbænum. —
Upplýsingar í síma 14223.
Óskum að taka á leigu
2 herbergi og eldhús. —
Sdmi 23220.
Stúlka óskast
L,eðurverkstæðið
Víðimel 3ð.
Tvö ung óska eftir jörð
og húsnæði í nágrenni
Reykjavíkur. Tilboð merkt
„4978“, óskast sent blaðinu.
Iðnaðarhúsnæði
til leigu, stærð ca. 50 ferm.
Uppl. í kvöld frá kl. 8—9 í
síma 14664.
Mótatimbur
Notað mótatimbur óskast
keypt. Upplýsingar í síma
35609.
Notaður pússurokkur
með nýjum mótor, til sölu
á góðu verði. Uppl. í Leður
verzl. Jóns Brynjólfssonar.
Óska eftir
að kaupa notaðan mið-
stöðvarketil, 3%x4 ferm.,
fyrir sjálfvirka olíufíringu.
Upplýsingar í síma 34004.
Sumarbústaður
óskast til leigu. Sími 13557
og 14726.
Keflavík
Vel með farinn barnavagn
til sölu. Sími 1803.
Nýlegur barnavagn
óskast til kaups. Uppl. í
síma 51181.
Express mótorhjól
Til sölu Express mótorhjól
(nýuppgert). — Verð kr.
7.000,00. — Uppl. í síma
34758 eftir kl. 6.
Sumarbústaður
í nágrenni Reykjavíkur
óskast til leigu. Uppl. í I
síma 32142.
Vélkrani til leigu
lyftir allt að 5 tonnum. —
Uppl. í síma 19013 milli
kl. 7—9 á kvöldin.
Atvinnurekendur
Stúlka óskar eftir vinnu.
Margt kemur til greina. —
Upplýsingar í síma 22776.
Sendiferðabifreið
Til sölu Chevrolet sendi-
ferðabifreið, smíðaár ’53,
hærri gerðin. Uppl. í síma
23700,
Söfnin
Listasafn Islands: Opið sunnud. —
þriðjudag. — fimmtudag og laugardag
kl. 1:30 til 4 e.h.
Asgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þnðjud., fimmtud. og iaugard. kl
1,30—4 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
á sunnudag og miðvikudag kl. 1,30 til
3,30 e.h.
Bæjarbókasafn Reykjavikur, sími:
Hann: — Hvort kjósið þér held
ur að verða piparmey eða giftast
bjána?
Hún: — Fyrirgefio þér, að ég
get ekiki svarað samstundis, bón-
orðið kemur mér svo á óvart.
— ★ —
Hún: — í>ér hafið málað Amor
*neð skammibyssu í hendinni.
Hann hefur boga og örvar.
1-23-08 —■ Aðalsafnið, Þingholtsstræti
29A: — Útlánsdeild: 2—10 alla virka
daga, nema laugardaga 1—4. Lokað á
sunnudögum. — Lesstofa: 10—10 alla
virka daga, nema laugardaga 10—4.
Lokað á sunnudögum. — Útibúið
Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla virka
daga, nema laugardaga. — Útibúið
Hofsvallagötu 16: Opið 5,30—7,30 alla
virka daga, nema laugardag.
Bókasafn Kópavogs: — Utíán þriðju
daga og fimmtudaga í báðum skólun-
um.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túnl 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 eJi.
nema mánudaga.
Málarinnr — Já, þannig var
það í gamla daga, en listamenn
verða að fylgjast með tímanum.
Nýtrúlofuð stúlka, varð að
segja vinkonu sinni frá því, að
hún hefði staðið með kærastan-
um við búðarglugga og verið að
hrósa steinhringum, hálsfestum
og öðru gullskrauti, sem þar lá,
og svo hefði hún sýnt á sér háds-
inn og handleggina.
■— Skildi hann það?, spurði
vinkonan.
— Nei, hann misskildi það
hrapalega, Næsta dag sendi hann
mér eina öskju af sápu.
— ★ —
Hjálpaður svo að þér verði hjálpað
Heim kemst þó hægt fari
Heilsan er hverri eign betri
Hálfu meira er að hirða en afla
Gull reynist í eldi, en geðprýði
í mótlæti
Giftu skal til göfugra manna sækja
Geðspekt er gulU betri
Garður er granna sætt
Fögur er sjóhröktum fold
Færri deyða last en lífga það
Fyrr skulu menn fá «ér brauð,
en brúður
(Úr safni Einars frá Skeljabrekku).
M A N É G.
Man ég áar máttug völd,
man ég bláa strauma,
man ég gljáu mánatjöld,
man ég þrá og drauma.
Man ég fátt til mæðu dró,
man ég kátt var geðið,
man ég sátt í muna bjó,
man ég hátt var kveðið.
Ég er sátt við allt og eitt
ennþá kátt er geðið,
er þó háttum orðið breytt,
oft-ast lágt er kveðið.
Ólína Jónasdóttir.
Leikur Elízu
Eins og kunnugt er, er nú í
ráði að kvikmynda söngleiik-
inn „My Fair Lady“. Er það
Warner kvikmyndafélagið í
Hollywood, sem keypt hefur
tökuréttinn. Félagið hefur nú
gert samning við kvikmynda
leikkonuna Audrey Hepburn
um að leika aðalhlutverkið í
kvikmyndinni, hlutverk El-
, ízu.
Reglusaman pilt
vantar gott herbergi í
Vogahverfi eða Heimunum
Uppl. í síma 38242 milli kl.
8 til 9.
Renault ’47 til sölu
í varastykkjum. Nýupp-
gerð vél. 2 stólar, dekk og
felgur o. fl. Uppl. á Breið-
holtsveg 10.
Stúlka
sem vinnur úti, óskar eftir
að taka á leigu litla íbúð.
Uppl. í síma 12394 eftir kl.
5.30.
Skrifstofuhúsnæði
á 1. og 2. hæð til leigu í
húsi nálægt Miðbænum. —
Uppl. í síma 15723 milli
kl. 1 og 3 í dag og á morg-
un.
Þvottavélaviðgerðir
Gerum við þvottavélar,
skerpum garðáhöld og fl.
Sækjum — Sendum.
Fjölvirkinn, Bogahlíð 17.
Símar 20599 og 20138.
Gott forstofuherbergi
óskast fyrir reglusaman
karlmann. I>arf að vera
nokkuð stórt, en mætti
vera í úthverfi bæjarins.
Upplýsingar í síma 24753.
Akranes
Góð íbúð til leigu með
húsgögnum og heimilis-
tækjum. Aðeins fyrir reglu
samt barnlaust fólk. Leigu
tími eftir samkomulagi. —
Uppl. í síma 58.
Keflavík
Stúlka óskast á sauma-
stofu. Uppl. gefur Bryn-
leifur Jónsson, Hafnargötu
56. — Simi 1888.
Stúlka
vön skrifstofustörfum —
óskar eftir vinnu í mánuð.
Tilboð merkt: „Vön - 4780“
sendist afgr. Mbl.
Til sölu
Remington ferðaritvél —
(notuð) ásamt svefnsófa
og 2 stólum. Selst ódýrt.
Laugaveg 68 (inn sundið).
Sniðkennsla
Dagnámskeið í kjólasniði
hefst 28. maí, líkur 7. júní.
(42 kennslustundir).
Sigrún Á. Sigurðardóttir
Drápuhlíð 48. Sími 19178.
Þvottavélar
— Kaupum ógangfærar
þvottavélar.
Fjölvirkinn, Bogahlíð 17.
Uppl. í símum 20599 og
20138.
8 tonna
vökvadrifin pressa til sölu
ásamt stans o. fl., ágætt
fyrir járnsmið eða lagtæk-
an mann. Tilboð sendist
Mbl., merkt: „Akranes".
Kynning
Ung stúlka, sem á 2ja ára
barn, óskar að kynnast
góðum manni, með hjóna-
band fyrir augum. Tilboð
sendist Mbl. sem fyrst —
merkt: „Framtíð — 4797“.