Morgunblaðið - 17.05.1962, Síða 8

Morgunblaðið - 17.05.1962, Síða 8
8 U O R G V N B t 4 o r Ð Fimmtudagur 17. maí 1962 Á SL. áratug hefur öll að- staða til íþróttaiðkana hér í Beykjavík stórbatnað, og eru forvígismenn íþróttahreyfing- arinnar á einu máli um, að þessar öru framfarir megi fyrst og fremst þakka stór- auknum fjárframlögum Reykjavíkurborgar til íþrótta mála. Hvert íþróttamannvirk- ið hefur risið af öðru, ýmist fyrir beina forgöngu borgar- félagsins eða vegna góðs stuðnings þess. Það hefur ver- ið, og er, skoðun ráðamanna Reykjavíkurborgar, að því sem varið er til uppeldis hraustrar og heilbrigðrar æsku í höfuðborginni, sé ekfci á glæ kastað. Því hafa borg- arstjórar og borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna ætíð lagt sig fram um að efla og styðja íþróttalífið í borginni, bæði með byggingu glæsilegra íþróttamannvirkja og ýmis- legri aðstoð við samtök íþróttamanna. „Ég skal yfir“, segir svipur ungu dömunnar á myndinni, þar sem hún flýgur yfir snær- ið á hástökksæfingu á einu íþróttanámskeið anna, sem Reykjavíkurborg efndi til í fyrra- sumar í samvinnu við IBR. Sú, sem býr sig til stökks, virðist ekki síður ákveðin, og báðar stökkva þær vafalaust enn hærra í sumar. Glæsileg íþrötta- mannvirki rísa A því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, eða 17. júní 1959, var 1. áfangi hins glæsilega íþróttasvæðis í Laugardal vígður með fjölmennasta íþróttamóti, sem nokkru sinni hefur farið fram hér á landi. Það var tvímælalaust merk- asti áfangi íslenzkra íiþrótta- mala um langt árabil, þegar Laugardalsvöllurinn var fyrst tekinn í notkun. Knattspyrnu völlurinn þar hefur hlotið einróma lof, bæði íslenzkra og erlendra knattspyrnumanna. Umhverfis hann er svo sex- skipt hlaupabraut, 400 m á lengd, en það er sama braut- arstærð og notuð er á Olym- píuleikum. Stökkgryfjur á íþróttasvæðinu eru 7 talsins. A Malarvöllur í Laugardal Á næstu árum er fyrir- hugað, að gerður verði mal- arvöllur í Laugardalnum austan núverandi íþróttasvæð is, sem verði jafnstór gras- vellinum. Er honum ætlað að leysa Melavöllinn endanlega af hólmi. Þangað til hinn nýi völlur hefur verið gerður, verður lögð áherzla á að halda Melavellinum mjög vel við, því að knattspyrnukeppni á vori og hausti verður að fara fram á malarvelli. A Rúm fyrir 30 þús. áhorfendur Nú er rúm fyrir um 13 þús. manns á áhorfenda- 1 næstu viku hefjast á vegum borgarfélagsins íþrótta- námskeið fyrir æsku borgarinnar á aldrinum 6—11 ára. Verður þessi starfsemi nú með svipuðu sniði og á sl. sumri, en þá gaf hún svo góða raun, að stefnt er nú að því, að í framtíðinni geti námskeiðin staðið yfir alla sumarmánuðina. Myndin hér að ofan er frá einni knatt- spyrnuæfingu drengja í fyrrasumar, og eftir tilburðum þeirra og einbeittum svip að dæma virðast fslendingar ekki þurfa að kvíða framtíðinni á sviði knattspyrnunnar. svæði Laugardalsvallarins, en alls er gert ráð fyrir, að ’það rúmí 39 þús. m-anns, þegar leikvangurlnn er fullgerður Þessi stækkun mun að sjálf- sögðu ekki verða framkvæmd í einum áfanga, þess gerist ekki þörf, heldur verður hún framkvæmd eftir því sem borgarbúum fjölgar og þörfin eykst fyrir stærra áhorfenda- svæði. ★ Stærsta sundlaug landsins Á þessu kjörtímabili hef- ur verið unnið verulega að byggingu sundlauganna í Laugardalnum, sem verða norðan við leikvanginn. Er stefnt að því, að útisundlaug- in verði fullgerð á næstu 2—3 árum. Þegar hafa verið steypt ir upp búningsklefar og sjáif sundlaugin, sem er 50x18 m að flatarmáli. Laug þessi verð ur stærsta sundlaug landsins, og er ætluð til almennings- notkunar og keppni. Með til- komu hennar verður hægt að efna hér til alþjóðasundmóta í framtíðinni og færa keppnis tímabil sundfólksins yfir á sumarið, eins og annars staðar tíðkast. Auk þessarar laugar, sem mest áherzla verður lögð á að hraða, verða svo byggðar í Laugardalnum dýfingalaug, vaðlaug fyrir börn, og svo síð ar yfirbyggð laug til sund- kennslu: að. vetrarlægi fyrir nærliggjandi skóla. Vaðlaugin verður fullgerð eftir 2—3 ár, eða um sömu mundir og almenningslaugin En bygg- ing hinna lauganna tveggja dregst að öllum líkindum eitthvað, enda ekkí eins að- kallandi. ★ Vélfryst skautasvell Þá er stefnt að því, að á allra næstu árum verði komið hér upp vélfrystu skauta- svelli, eins og skautafólk hef- ur lagt mikið kapp á, og eru margir þess fýsandi, að einn- ig það verði staðsett í Laugar dalnum. Eins og gefur að skilja mun aðstaða skauta- fólks gjörbreytast með til- (Ljós. Gunnar Rúnar). komu þess og ætti þá m.a. að vera hægt að taka hér upp æfingar og keppni í ísknatt- leik (hockey), en sú íþrótta- grein nýtur mikilla vinsælda víða um lönd, svo sem kunn- ugt er. ★ Byggingu íþróttahússins verði hraðað Á sl. ári hófst vinna við að steypa upp hið nýja íþrótta og sýningahús í Laugardaln- um, og verður það fokhelt á þessu ári, en framkvæmdir við byggingu þess hófst á árinu 1959. Er það helzta hagsmuna- og áhugamál allra um aðstaða fyrir iðkun körfu knattleiks, knattspyrnu, tenn- is, badminton, glímu og frjálsra íþrótta. Húsið verður alls 3000 ferm. að grunnfleti og 49000 rúmetrar. en auk þess, sem nefnt er hér að fram an, verður þar aðstaða fyrir ýmis konar félagsmála- og sýningax starf semi. •k Glæsileg miðstöð íþróttalífs borgarinnar Aðalsalur íþrótta- og sýn- ingahússins verður steyptur upp á þessu ári, en þegar er búið að steypa þar upp 1100 fermetra kjallara, forstofu og áhorfendarými fyrir 1200 manns. Þt.gar þetta nýja hús verður tekið í notkun, sem verður á næsta kjörtímabili, verður hér risin glæsileg miðstöð íþróttalífs borgarinn ar, þar sem ungir sem gamlir geta stundað íþróttir í fögru umhverfi. Að byggingu hússins stend- ur Reykjavíkurborg með 51%, en aðrir aðilar hennar eru íþróttabandalag Reykjavíkur, Bándalag æskulýðsfél. Reykja víkur og Sýningarsamtök at- vinnuveganna hf. Á þessu kjörtímabili hefur borgarsjóður Reykjavíkur lagt 4 millj kr. til íþróttaleik- vangsins í Laugardal, 4.8 millj. kr. til sundlaugarinnar og varið hefur verið 7.0 millj. kr. til íþrótta- og sýningahúss ins. ■k íþróttamiðstöð Síðustu daga hefur verið unnið við að steypa upp kjallara iþróttamiðstöðvarinn ar í Laugardal, sem íþrótta- bandalag Reykjavíkur og íþróttasamband fslands standa sameiginlega að, ásamt sér- ráðum sínum og sérsambönd- um. Verður þarna bækistöð Eitt hinna glæsilegu felagsheimila, sem risið hafa í borg- inni á undanförnum árum fyrir stuðning borgarfélagsins. íþróttaiðkenda og annarra á- hugmanna um íþróttamál, að byggingu þessa mikla og veg- lega íþróttamannvirkis. verði hraðað svo sem verða má, og á það er lögð rík áherzla af hálfu forráðamanna borgar- innar. ■k Stærsti íþróíí. landsins í húsi þessu verður stærsti salur landsins, og má nýta hann jafnt fyrir íþróttakeppni, vörusýningar og hvers konar fjöldasamkomur. Á íþrótta- mótum rúmar salurinn 2.000 manns í sæti, en á fjölda- samkomum 3.300 manns í sæti. Hinn nýi salur mun e.t.v. skipta hvað mestu máli fyrir handknattleiksmenn, sem hafa nú í nær tvo áratugi orð ið að notast við hið úrelta íþróttahús við Hálögaland, en handknattleiksvöllur hússins verður af stærstu gerð. Enn- fremur verður m a. í sal þess fyrir skrifstofuhúsnæði sam- takanna og gistihúsnæði fyrir íþróttaflokka, sem hingað koma til keppni, bæði erlend- is frá og utan af landi Á vetrum er gert ráð fyrir, að þarna fari fram ýmis konar tómstunda- og félagsmála- starfsemi. Má telja fullvíst, að íþróttamiðstöðin verði tekin í notkun á næstu 2—3 árum, en alls verður hún 260 fer- metrar að grunnfleti á 3 hæð- um. Á 50 ára afmæli ÍSÍ á sl. ári gaf Reykjavíkurborg sam bandinu 300 þús. kr. til bygg- ingar íþróttamiðstöðvarinnar, en auk þess mun borgarsjóð- ur veita ÍBR styrk til bygg- ingarinnar, sem nemur 30% af hlut bandalagsins í kostn- aði við bygginguna. Má þannig segja, að Reykjavíkúr- borg leggi fram 20—30% heildarkostnaðarins við bygg- inguna. Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.