Morgunblaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. maí 1962 JMmngnttlifðfrifr Ctgefandi: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át)m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: 'V.ðalstræti 6. Aug'iýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sfmi 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GEGN SPARIFJÁR- MYNDUN OG FRAMFÖRUM segir Ludwig Erhardt, og hvetur til gætni Sókn sú, sem kommúnistar hafa nú hafið fyrfr sköp- un nýrrar dýrtíðaröldu í landinu, er fyrst og fremst hnefahögg í andlit þeirra tugþúsunda sparifjáreigenda, sem lagt hafa fyrir af tekj- um sínum og þar með skap- að bönkum og sparisjóðum möguleika til útlána til nauð- synlegra framkvæmda og umbóta í landinu. Kommún- istar stefna enn sem fyrr að því að höggva ný skörð í ís- lenzka krónu og gera hana enn verðminni. En þeir eru jafnframt að ráðast á kjör hinna lægst launuðu, sem þeir þó segj- ast vera að hjálpa til bættra lífskjara. Hinum lægst laun- uðu er engin kjarabót í kaup hækkun, sem tekin er af þeim að vörmu spari með hækkuðu verðlagi. Framsóknarflokkurinn hjálp aði kommúnistum á sl. sumri til þess að hleypa nýrri dýrtíðarskriðu a-f stað. Afleiðingin varð ný gengis- felling, sem verðbólguvald- ararnir báru fyrst og fremst ábyrgð á. Framsóknarmenn voru sjálfir búnir að segja það fyrir að krónan mundi falla, ef kaupið hækkaði. — Engu að síður hikuðu SÍS- herrarnir ekki við að taka höndum saman við kommún- ista um skemmdarverk þeirra gegn sparifjáreigend- um og efnahagsgrundvelli hins íslenzka þjóðfélags. Nú reyna kommúnistar að hrinda af stað nýrri skriðu verkfalla og dýrtíðar. Til- gangurinn er ekki að knýja fram raunverulega bætt kjör launþeganna, heldur að brjóta á bak aftur þær við- reisnarráðstafanir, sem kom- ið hafa hinu íslenzka þjóð- félagi á réttan kjöl eftir hrunadans vinstri stjómar- innar. Fram til þessa tíma hafa Framsóknarmenn stutt kommúnista innan verka- lýðsfélaganna til hvers kon- ar hermdarverka. Þegar þetta er ritað er ekki full- séð, hvemig S í S-herr- amir snúast við hinu nýja áhlaupi kommúnista á hend- ur hinu íslenzka þjóðfélagi. ERU ÞEIR VINIR REYKJAVÍKUR? Ij'ramsóknarmenn telja það * mjög óvirðulega nafngift sér til handa, að vera kall- aðir óvinir Reykjavíkur. Af þessu tilefni mætti spyrja: Vom það vinir Reykjavík- ur, sem snerust gegn Sogs- virkjuninni árið 1931 og sögðu reykvískum húsmæðr- um að það skipti ekki miklu máli, hvort þær syðu við rafmagn eða kol? Voru það vinir Reykjavík- ur, sem reyndu að tefja fyrstu framkvæmdir hita- veitunnar eftir fremsta megni? Var það af vináttu við Reykjavík og íbúa hennar, sem Framsóknarmenn höfðu í hótunum innan vinstri stjómarinnar um að setið skyldi á hlut höfuðborgar- búa og hindraðar nauðsyn- legar umbætur og fram- kvæmdir í borginni? Var það af vináttu til Reykvíkinga, sem vinstri stjórnin undir forystu Fram- sóknarmanna og kommún- ista, stórminnkaði stuðning við íbúðabyggingar í land- inu og þar með í höfuðborg- inni, þrátt fyrir stórkostlega fólksflutninga til borgarinn- ar og brýna þörf fyrir aukið íbúðahúsnæði? Var það vegna hlýhugs Framsóknarmanrta í garð Reykvíkinga, sem Tíminn hefur í áratugi reynt að ala á illindum milli Reykvík- inga og almennings í sveit- um landsins? í>að færi vel á því, ef Tím inn vildi svara þessum fyrir- spurnum við tækifæri. HÆTTUÁSTAND í ASÍU jtfjög alvarlegt hættu- ástand er nú að skap- ast í Asíu. Undanfarnar vik- ur hafa kínverskir kommún- istar stöðugt verið að færa sig upp á skaftið á landa- mæmm Indlands og Kína. Hefur indverska stjórnin lýst því yfir, að hersveitir kommúnista hafi víða farið inn fyrir landamæri Ind- lands. Hafa miklar viðsjár verið með Indverjum og Kínverjum af þessum orsök- um síðustu vikur. I Laos er ástandið þó enn- þá viðsjárverðara. Þar hafa kommúnistar fyrir skömmu hafið nýja sókn, þrátt fyrir víðtækar tilraunir til þess að koma á varanlegu vopnahléi í landinu og samkomulagi NÚ fyrir nokkrum vikum hélt Ludwig Erhardt, ráðherra efna- hagsmála í V-Þýzkalandi, ræðu, þar sem hann gagnrýndi mjög toæði samtök launþega og at- vinnuveitendur fyrir þá stefnu, sem þeir bafa fylgt undanfarin ár. Atvinnuveitendur fyrir að hafa verið of fúsir til að verða við kröíum um síhækkuð laun, og launþegana fyrir að hafa krafizt þoirra, í slíikum mæli, sem hann telur raun bera vitni. Þessum skoðunum sínum hélt Erhardt aftur fram í viðtali við fréttamenn, skömmu síðar. Hversu mikils virði er v-þýzka markið? Það hefur verið haft eftir v-þýzkum efnaihagssérfræðing- um, að markið sé nú aðeins 81 pfenninga virði, þ. e. að raun- verulegt verðgildi þess nemi að- eins 81 % af nafnverði. Erhardt hefur vakið athygli á því, að gengi marksins hljóti að vera mælikvarði á það, hve traustum fótum efnahagskerfið stendur. „Takist öbkur að treysta gengi um stjóm þess. Bandaríkja- stjórn lítur síðustu hemað- araðgerðir kommúnista í Laos, sem studdir eru af Rússum og Kínverjum, svo alvarlegum augum, að hún er nú að setja hersveitir á land í Thailandi að beiðni stjórnar þess. En Thailend- ingar óttast um öryggi sitt, þegar svo væri komið, að kommúnistar hafa tögl og hagldir í Laos. Um það getur engum blandazt hugur, að friður- inn í Suðaustur-Asíu hangir nú á bláþræði. Bæði Suður- Vietnam og Laos em nú í stórkostlegri hættu fyrir hinni nýju framsókn komm- únista. Svo gæti farið, að til svipaðra tíðinda drægi í þess um löndum og í Suður- Kóreu á sínum tíma. Þá voru það Norður-Kóreu- menn, sem Rússar og Kín- verjar öttu á foraðið og létu þá hefja árásarstyrjöld á hendur Suður-Kóreu-mönn- um. Eins og kunnugt er sner- ust Sameinuðu þjóðimar þá til vamar og hmndu árás kommúnista. Vel gæti svo farið, að þau lönd í Suður-Asíu, sem nú er ógnað af herneðarofbeldi Kínverja og Rússa, leituðu ásjár Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og bandamenn þeirra í Suðaustur-Asíu- bandalaginu hafa þegar sýnt að þau gera sér ljósa þá hættu, sem nú vofir yfir austur þar. marksins, treystum við lí<ka vel- megunina", segir ráðherrann, jþví að jafnvel kraftaverkum eru takmörk sett“. Á undanförnum árum, hefur það vakið heimsathygli, hve mjög allt viðskiptalíf hefur blómgazt í V-Þýakalandi. Á hálf um öðrum áratug hefur tekizt að rétta landið við, eftir hörm- ungar stríðsins, svö það hefur jafnvel verið aflögufært við þau lönd, sem minnst tjón biðu í stríðinu. í viðtali því, sem áður er minnzt á, reyndi ráðlherrann að gera grein fytir helztu grund- vallaratriðum þeirrar stefnu, Ludwig Erhardt. . y sem hefur reynzt svo vel, og jafnframt, hvers vegna nú verð- ur að fara liægar í sakirnar. Tím arnir hafa breytzt, og sumt af því, sem var miikilvægur þáttur í uppbyggingunni, er þess eðlis, að áihrifin verða ekki eins já- kvæði nú, eða geta beinlíhis Orðið skaðsamleg. Hvemig viðhorfin voru Er hafizt var handa um endur reisnina, að loknu stríðinu, var ekki úr miklu fjármagni að spila. Er-fitt^var að útvega nýjum fyrir tækjum tónsfé, og því var það einn þátturinn í þeirri frjálsu efnaihagsstefnu, sem Erhardt fylgdi, að veita framleiðendum nokikurt ráðrúm, hvað viðvók álagningu. Sá ágóði, sem þar kom fram rann strax til stækk- unar fyrirtækjanna, og aukning- ar framleiðsiu, og leiddi þá um leið til aukinnar atvinnu. Um þet.ta segir Erhardt: „Þetta var eina leiðin, sem fær var, er við stigum fyrstu ákrefin til iðn væðingar þjóðarinnar, eftir stríð ið. Jafnfiamt opnaði þetta rík- inu leið til þess að tryggja sér nauðsynlegt íjármagn með skött- um“. Þess ber að gæta, í þessu sam bandi, að þótt þjóðin væ« fátæk, á þeim tímum, þá hafði hún þó yfir að ráða óbeizluðu vinnu- afli og mtkilli tækniþekkingu, frá gömlum tíma. Þáttinn, sem vantaði til þess að hægt væri að hefja framleiðslu I stórum stíl var fjármagn. Það fékkst með því að leyfa framleiðend- um að safna sjóðum með rými- legri álagningu. Þáttur launþeganna Strax óg framleiðslan jókst, varð til grundvöllur fyrir hærri launum, og reyndar var það einnig í þágu framleiðendanna að auka launin, er þeir urðu aflögufærir, því að aukin laun til þeirra var sama og aukinn kaupmáttur, og fjármagnið skii- aði sér aftur, og jók þá í senn framleiðslu, atvinnu og velmeg- un. Þessi „samvinna", þessara tveggja sterku afla, varð þjóð- félaginu lyftistöng, og hagstæðra afleiðinga þeirra hefur gætt allt fram til þessa dags. Það hefur ekki aðeins tekizt að auka neyzluna heima fyrir á þeim vörum sem þjóðin framleiðir sjálfri sér til handa, heldur hef- ur útflutningur Þjóðverja einnig vaxið gífurlega undanfarin ár. Einmitt þess vegna þarf nú að gjalda varhug við síhækkuðu vöruverði, sem fylgt er eftir með hærri launum, því að þótt þetta 'hafi reynzt happadrjúgt á fyrstu stigum endurreisnarinnar, þá getur siíkt verið hættulegt nú. Hvernig viðhorfin hafa breytzt Það sjónarmið skýrir Erhardt á þann hátt, að eftir því, sem framleiðendur og atvinnurek- endur verða að treysta meir og meir á útfiutning, til þess að auka starfsemi sína, þá verða þeir háðari verðlagi erlendis á þeim vörurn, sem þeir framleiða. Sumir atvinnurekendur, t. d. þeir, sem stunda byggingariðn- að, selja emungis á innanlands- markaði. Þeir verða ekki fyrir neinni samkeppni erlends frá. Þeir hafa, vegna mikillar eftir- spurnar, getað hækkað söluverð næstum ótakmarkað, enda hefur það sýnt sig, að í þeirri grein hafa átt sér stað hæklkanir, sem hafa numið um 10% að meðal- tali, undanfarin ár. Það eina sem byggingariðnaðurinn þarf að óttast, er rninnkandi eftirspurn, heima fyrir, en hún er komin undir því fé, sem kaupendur geta fengið á lánamarkaðinum. Öðru máli gegnir um útflytj- endur. Þeir verða að miða verð framleiðslu sinnar við útflutn- ingsvorð, og sá tími er kominn, að þeir geta ekki hækkað vöru- verð sitt jafn mikið, og hratt, og t. d. byggingariðnaður, og aðrir svipaðar greinar. Misræmið, sem af þessu leiðir Þótt þeir, sem nær eingöngu framleiða fyrir innanlandsmark- að, finnist þeir geta óhræddir ihækkað laun starfsmanna sinna, iþá gegnir öðru máii um útflytj- endur. Þeirra greiðslugetu eru takmörk sett. Þetta misræmi kom hvað bezt fram, «ú nýlega, er þýzkir bifreiðaframleiðendur hugðust hældka verð á bifreiðum, til sölu á Þýzkalandi sjálfu. Heimsmank- aðsverðið verður ekki ákweðið heiima fyrir Og þýðir efcki að ætla að mæta nýjuim launkröf- Fih. á bLs. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.