Morgunblaðið - 17.05.1962, Side 19
Fimmtudagur 17. maí 1962
19
M O R GTl Tt f.A T* 1Ð
samtök
HINN 11. maí s.l. var haldinn
stofnfundur kristilegra bindind-
dssamtaka í Safnaðarheimili Lang
holtssafnaðar í Reykjavík.
Það er Landssambandið gegn
áfengisbölinu undir forystu Pét-
urs Sigurðssonar, ritstjóra, sem
gengst fyrir slíku samstarfi.
Boðaði hann til fundar presta
©g safnaðarfuilltrúa fyrir ári
eða 12. maí 1961, til að ræða
þessi mál og kusu þá þegar
nokkrir safnaðanna í Reykjavík
og nágrenni fulltrúa innan sinna
vébanda til að sinna þessum mál
um og undirbúa samband til
átaka gegn áfengisbölinu.
Engin slík samtök kristinna
safnaða hafa verið til hér áður og
kirkjan lítt unnið markvisst að
bindindismálum, þótt margir
prestar hafi tekið þátt í barátt-
unni af lífi og sál.
Kirkjur annarra Norðurl. hafa
hins vegar fyrir löngu stofnað til
samstarfs á þessu sviði, ekki ein-
ungis innan hvers lands heldur
vinna þær saman og nefnast
eamtökin Den kristna samfund-
ens nykterhetsrörélse, eða
Ibindindishreyfing kristinna safn
aða.
1 Svíþjóð hefur t. d. slík starf-
semi staðið með blóma yfir 40 ár
og margir kunnir menn gengið
|>ar í broddi fylkingar meðal
þeirra sr. Joel Kullgren sem
hefur verið framkvæmdastjóri
samtakanna í þrjá áratugi með
miklum dugnaði.
Svíar hafa nú 10 erindreka,
sem ferðast um á vegum þessara
samtaka og flytja mörg hundruð
erindi til fræðslu og hvatningar
um bindindismál í kirkjum og
samkomuhúsum. Þeir sýna einn
ig kvikmyndir og gangast fyrir
ibindindisdögum og bindindisvik-
um innan safnaða og kirkna.
Árlega eru haldin námskeið á
einhverjum vel völdum fallegum
stað, þar sem fólk er oft í alls
konar félagsstarfsemi, sem að
gagni gæti komið í þessum störf-
um. Hefur íslendingum verið boð
ið á þessi námskeið og nokkrir
notfært sér það og orðið stór-
hrifnir af dugnaði, áhuga og öllu,
sem þarna fer fram.
Samtökin gangast einnig fyrir
ársmótum til að ræða sín mál
og vekja áhuga og eftirtekt á
starfsemi sinni, og kirkjur Norð-
urlanda halda sambandsþing
sinna bindindissamtaka annað
hvort ár.
. Hingað til hefur íslenzka kirkj
an aðeins átt þar gesti en ekki
fulltrúa. >að er því ekki vonum
fyrri ,að slík samtök eru stofnuð
hér, og vseri naumast vanzalaust
«ð sitja aðgjörðalaus hjá og horfa
á svona starfsemi án einhverrar
iþátttöku, svo brýn sem þörfin er
þó hér á landi.
Söfnuðir í Reykjavik, Hafnar-
firði ög Kópavögi hafa nú þegar
lýst yfir vilja sínum til stofn-
unar samtakanna og kosið bráða
birgðastjórn, sem undirbýr fram
haldsstofnfund síðar í vor. Nauð-
synlegt er að allir söfnuðir á
þessu svæði verði í samtökun-
um, helzt frá upphafi og fylgist
vel með öllu, sem gjört verður
til eflingar markvissu bindindis-
Starfi innan kirkjunnar.
Svíar verja til starfseminnar
*llt að fjórum milljónum ísl.
ikróna árlega. Og sést á því að
þeim finnst það mikilsvert. Hér
er þvi nierk byrjun, sem hlúa
verður að til vaxtar og viðgangs
eftir föngum.
Þótt við verðum ekki þess um-
lcomin að ganga í spor milljóna-
þjóða, þá geta samt íslenzkir
söfnuðir unnið þarna stórvirki,
ef þeir eru vakandi og samtaka,
gengist fyrir eftirliti með ungl-
ingum, fræðslu um bindindismól,
bindindisdögum í kirkjum,
barnastúkustarfi, námskeiðum
og einnig hjálp við heimili, sem
eru í Ihættu vegna áfengisbölsins.
Akrarnir eru hivitir til uppskeru,
en verkamennirnir fáir.
Árelíus Níelsson.
Silfurtunglið
Dansað frá kl. 9—11,30
T R I X O N
og Sigurður Johnie
— Ókeypis aðgangur —
Kúseigendur í Safamýi i og nágr.
Vil taka S leigu 3—6 herb. íbúð 1. okt. í haust eða
fyrr. Fámenn fjölskylda. Ársfyrirframgreiðsla. —
Upplýsingar í síma 35585 og 38394.
Emil Hjartarson
Framtíðaratvinna
Nú eða á næstunni vantar stúlku við skrifstöfustörf og
símagæzlu. Málakunnátta, eitt norðurlandamálanna,
enska og helzt þýzka eða franska nauðsynleg. Reynsla
í þjónustu við ferðafolk æskileg. — Þær sem óska eftir
upplýsingum varðandi starf þetta leggi nöfn sín á afgr.
Mbl. fyrir laugardagskvöld merkt: „Framtíðarvinna—■
4795“.
Hótelstörf
Viljum ráða stúlku til að annast kalt borð og smurt
brauð. Ennfremur aðstoðarmatreiðslukonu og nokkr-
ar stúlkur til ýmsra starfa. — Yngri stúlkur en 18 ára
koma ekki til greina. — Upplýsingar á Café Höll, uppi,
föstudag og laugardag frá kl. 4—6.
Sumarhótelið Laugavatni
Starfstúlku
vantar nú þegar í Hjúkrunarstöð Bláa bandsins, Flóka-
götu 31. — Upplýsingar hjá ráðskonunni.
Iðnaðarhúsnœði
að Borgartúni 3 (balkhús) eru til leigu 2 hæðir 216
fei-m. hvor. — Upplýsingar á staðnum eða í síma
22450“.
3ja herb. jarðhæð
108 ferm. mað sérinr.gangi og sérhita við Kvisthaga
til sölu. 1. veðréttur laus.
NÝJA FASTEIGNASALAN
Bankastræti 7 — Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h.
simi 18546.
*-• Breiðfirðingabúð
BINCÓ - BINCÓ
aV.v aÝ. ^♦V ^♦a ^♦W
y
*♦*• nrvmiirminiHiami ♦»♦
¥
T
T
f
T
T
f
f
.
Wa
T
f
f
!♦. .♦. .♦. .♦. .♦. .♦. —♦.
v e r 8 u r
í kvöld kL 9.
""16881 vinninga:
SKRIFBORÐ
Borðpantanir í síma 17985.
Ókeypis aðgangur — Húsið opnað kl 8,30.
BBEIÐFIRÐINGABÚÐ
Hljómsveit: Guðmundar Finnbjömssonar
Söngvari: Hulda Emilsdóttir
Vetrargarðurinn
DANSLEIKUR í kvöld
Sími 16710.
Rdngæingar — Arnesingar
Kurlokór Reykjovíkur
efnir til samsöngs n.k. sunnudag, 20. maí 1962 að
Hvoli kl. 3,30 og að Fiúðum kl. 9,30
Söngstjóri: Sigurður Þórðarson
Einsöngvarar: Sigurveig Hjaltested og Guðm. Jónssön
Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel
Fjölbreytt efnisskrá.
Karlakór Reykjavíkur
hljónssveit svavars gesfs
leikur og syngur
borðið í lidó skemmtið ykkur í lidó