Morgunblaðið - 17.05.1962, Page 20

Morgunblaðið - 17.05.1962, Page 20
20 r MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 17. maí 1962 ' GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu að .... Hún lauk ekki við setn- inguna. Honum þykir vænt um, að þú skulir vera hjá okkur og hann vill, að þú vitir, að hann sé stoltur af því að þú hefur hjálp- að okkur. Svo var hún farin út og Gina varð ein eftir með hugs- anir sínar og ákvörðun. Næstum áður en hún hafði af- ráðið, hvað gera skyldi, var hún búin að taka saman litlar föggur sínar og vefja Þ®r inn í hinn kjólinn sinn. Það var auðvelt að komast út. Hú ætlaði að fara tfl Tim og deila kjörum með skæru- liðunum þangað til Ameríku- mennirnir kæmu. Hún vonaðist eftir að geta verið hjá Tim dag og nótt. Luisa var háttuð. Hún var kom in í síða bómullar-náttkjólinn sinn, en ekki komin upp í rúmdð Hún hafði verið að biðja bænirn- ar sínar, þegar Gina barði að dyrum. Þú verður að segja mér, hvern ig ég get komizt til skærulið- anna, sagði Gina og stóð á önd- inni. Ég vil fara þangað. Mér er ekki óhætt hérna. Kempei Tai talaði við mig í dag. Ég vil fara í kvöld — strax! Það er erfitt líf, sem þeir eiga, Gina. Engin þægindi, ekki einu sinni eins og við höfum hérna. Hún leit kring um sig í herberg- inu, sem var jafntómt og Ginu herbergi. Það er sama. Ég get alltaf þol- að það í fáeinar vikur. Fáeinar vikur! Hversvegna segdrðu það. Hvað á að verða eftir fáar vikur? Þangað til Ameríkumennirnir koma Luisa svaraði hægt, eins og hún vildi dvelja við hvert orð: Við getum vel orðið að bíða eftir þeim í nokkur ár enn. Nokkur ár? Það setti hroll áð Ginu. En þið talið öll um þetta eins og þið búizt við þeim rétt á næstunni. Komdu inn og settu þig niður Gina, sagði Luisa rólega. Þetta hefur verið misskilningur. Ég held, að við ættum að tala sam- an. Ég vil ekkert tala! hvæsti Gina. Til hvers hafið þið verið að Ijúga að okkur um Ameríku- mennina? Við höfum engu logið, enda þótt við höfum kannske valdið misskilningi hjá þér. í okkar aug um, sem getum eins búizt við eilífðardvöl Japananna hérna, eru nokkur ár ekki nema skamm ur tími. Þú skilur það sjálfsagt ekki, Gina, en fyrir okkur var lífinu lokið þegar Japanirnir komu hingað og það hefst ekki að nýju fyrr en þeir eru farnir. Og heldurðu, að þetta geti skipt árum? Það er bágt að segja. Luisa yppti öxlum. Það er vitanlega strangasta leyndarmál, en okkur hefur verið tilkynnt, að það geti skipt árum en hinsvegar geti verið, að þeir séu þegar lagð'r af stað hingað. Meira vitum við ekki. Ginu varð hugsað til Tims. Jæja, þá, ef það getur skipt ár- um. Ég þoli það líklega ef aðrir þola það og einhverjar konur verða þeir að hafa þarna. Það eru þar fáeinar, sagði Luisa, og ég fer þangað eftir nokkrar vikur, því að þá verður verki mínu hér lokið. Við erum búin að nota sömu aðferðina of lengi og verðum nú að finna ein- hverja aðra. Og þá fer ég til Tims og við giftum okkur. Giftið ykkur? öskraði Gina. Vissirðu það ekki, að við mund um einhverntíma gera það? Nú höfum við prest þarna, og við erum búin að bíða nógu lengi. Gina fann til ógleði. Hún hall- aði sér máttleysislega að hurð- inni, og fannst helzt eins og ætlaði að líða yfir hana, og hún endurtók í sífellu. Þá mátt það ekki! Þú mátt það ekki! Ég var að hugsa um, hvort þú vildir fara upp í fjöll til að forða þér — eða til þess að hitta Tim. Gina gekk að Luisu og lagði hendur á axlir hennar. Hún gleymdi algjörlega öllu stolti sínu fyrir hinu, að hún varð að koma Luisu í skilning um það, sem henni lá á hjarta. Þú mátt ekki giftast honum, Luisa! Ég elska hann! Já, en þú ert nú gift kona, sagðj Luisa rólega, og við elsk- um hvort annað af öllu hjarta. Við höfum ákveðið þetta allt. Tim hefur þegar elskað mig lengi. Auðvitað gefur hann þér griðastað uppi í fjöllunum, en .. Það vil ég ekki! Gina reif upp hurðina og hljóp eftir ganginum til herbergis síns. Hún fleygði sér á rúmið, en tárin vildu ekki koma — eina tilfinningin hjá henni var reiði. Og hatur! Hún iþóttist vita, að ef hún gæti hitt Tim, þó ekki væri nema stundar- korn, þá mundi hún geta út- skýrt allt fyrir honum: að hún hefði aldrei elskað Vicente, held ur aðeins hann einan, og svo mundi það verða um alla framtíð Væri ekki Luisa, gætu þau verið saman og orðið hamingjusöm. En svo var Luisa alltaf og allsstaðar fyrir henni. Ef Luisa bara færi eða eitthvað kæmi fyrir hana .. Það var íil leið út úr þessum ógöngum. Ein leið. Hún settist á rúmstokkinn og hugleiddi þessa einu leið. En Tim mátti aldrei fá að vita það og heldur ekki gömlu hjónin. Hún neri á sér augun og dró greiðu gegn um hárið á sér. Síðan læddist hún eftir ganginum og framhjá dyr- um Luisu, en þaðan barst ekkert hljóð. Á næstu mínútu var hún komin yfir garðinn og að morg- unstofunni. Þar var ljós inni, en Teki majór var þar ekki. Þar var enginn maður. Hún gekk að borðinu og hringdj í númerið, sem majórinn hafði gefið henni forðum. Einhver japönsk rödd svaraði og hún bað aftur og aftur um einhvern, sem talaði ensku. Með- an hún beið, leit hún kringum sig í þessu þögla herbergi, þar sem birtan náði ekki út í horn- in, svo að hún bjóst við, að ein- hver skæruliðinn gæti komið þjótandi fram úr myrkrinU á hverri stundu. Hefði majórinn bara getað verið þarna! Ekkert hljóð heyrðist nema tifið í klukku einhversstaðar inni, en það færðist í aukana, þangað til það var einna líkast því, sem það fyllti stofuna. Fingurnir á henni voru kaldir meðan hún hélt um heyrnartólið, og hjartað barðist þangað til hún heyrði meira í því en klukkunni Já, hver talar? Röddin kom svo snögglega í simann að hún hrökk við og varð að stilla sig um að æpa upp. Hver talar, meö leyfi? Hún vissi, að hún yrði að stilla sig. Maðurinn í símanum mátti ekki halda, að hann væri að tala við einhvern taugaveiklaðan aumingja. Hann varð að trúa henni, og hann varð að hafast eitthvað að. Hún svaraði: Á morgun ætlar Luisa Sffredo, sem hefst við í húsi Diego de Aviles, að fara upp í fjöllin til móts við skæruldðana, sagði hún og rödd- in var nú alveg róleg, og hún vissi alveg hvað hún var að gera. Hún mun hafa meðferðis dýr- mætar upplýsingar og peninga handa þeim. Hver talar, með leyfi? Hún ýtti frá sér símanum, rétt eins og hann væri að brenna hana. Hún hafði talað lágt og nú heyrði hún aftur tifið í klukk unni, og horfði dauðskelfd út í dimmu hornin í stofunni. Þar gat einhver ósýnilegur verið að hlusta. Jæja, þú gazt þá náð í upp- lýsingar, þegar til kom! sagði karlmannsrödd við hliðina á hehni og hún hrökk við og æpti, er hún sá Teki majór, sem var aðeins íklæddur lendaklæði, eins og Japanir nota oft eitt fata. Hann var einkennilegur í daufri birtunni, með vott hárið og vatn- ið hripandi af breiðu herðunum. Hún hló hátt. Það var svo skrítið, að hann skyldi vera úti í sundpollinum. Hún hló æ meira þegar hún hugsaði sér hann syndandi fram og aftur í myrkr- inu, án alls asa eða assingar, með an hún bjó yfir leyndarmálum, sem hann hefði viljað gefa allt fyrir að komast að. Hún hló þang að til hann sló hana í andlitið, en þá fór hún að gráta. Hann hélt henni fast x örmum sér meðan hún var að gráta út, en þegar hún var orðin róleg og búin að jafna sig, sleppti hann henni ekki að heldur. Nakið brjóstið á honum var vott, vott og sterklegt og andli hennar kom upp að andliti hans, þangað til hann lyfti upp hökunnj á henni og kyssti hana og hendurnar á SHUtvarpiö Fimmtudagur 17. mal. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfrengir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Á frívaktinni', sjómannaþáttu* (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, t*l- kynningar og tónleikar. — 16.30 Veðurfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynningar, — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kyar- an leikari). 20.20 Einsöngur: Brenda O’Dowda syng ur vinsæl lög. 20.40 Erindi: Múhameð spámaður (Jón R. Hjálmarsson skólastj.). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveiitar ís lands í Háskólabíói; fyrri hluti. Stjórnandi Olav Kielland. a) Pastoral-svíta op. 19 eftir Lars-Erik Larson. b) „Bergljót" op. 42 eftir Grieg. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikkona segir fram kvæði Björnstene Björnson, í þýð- ingu Matthíasar Jochumsson- ar. 21.40 Upplestur: Andrés Björnsson les ljóðaþýðingar úr norsku. 21.50 Einsöngur: Lillemari Östvig syng- ur lög eftir Grieg. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur: Þorgrímur Ein- arsson garðyrkjubóndi talar um plöntuval fyrir skrúðgarða. 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 18. mai 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.(0 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfrengir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, til- kynningar og tónleikar. — 16.30 Veðurfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tón- listarefni). 18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand mag.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; XXIV: Irm- gard Seefried syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Sveinn Skorri Hösk uldsson magister les kvæði eftir Hannes Hafstein. 21.10 Tónleikar: Tvær flautasónötrur eftir Bach (Jean-Pierre Rampel leikur á flautu, Robert Veyron- Lacroix á sembal og Jean Huc- hot á selló). 21.30 Útvarpssagan: „I>eir‘‘ eftir Thor Vilhjálmsson; II. (Þorsteinn Ö, Stephensen). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Allt að veði“, smá- saga eftir Donald Hough (Stein- dór Hjörleifsson, leikari). 22.35 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. a) Lög úr óperunni „Káta ekkj- an‘ eftir Lehár (Anneliese Rot henberger og Herbert Ernst Groh syngja með kór og hljómsveit; Wilhelm Stephan stj.) b) „Kvöld í Vín": Fílharmoníu- sveit Vínarborgar leikur óper ettuforleikina „Leðurblakan" eftir Strauss, „Morgunn, mið degi og kvöld“ eftir Suppé og valsinn „Gull og silfur“ op. 75 eftir Lehár. J 23.15 Dagskrárlok. Blaöaafgreiösla á Akranesi Oss vantar áhugasaman og ábyggi- legan mann eða konu til að annast útsölu og afgreiðslu Morgun- blaðsins á Akranesi frá 1. júní n.k. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra blaðsins >f X- GEISLI GEIMFARI X- X- X- — Við höfum eytt nógu miklum tíma. Farið út! Sendu vörðinn þarna burt, Geisli. Ég drep hann einnig, ef með þarf! Seinna, um borð í öðru geimskip- inu.... — Og nú ætla ég að nota eitt af þínum eígin brögðum á þig, John. Þegar við höfum bundið ykkur rækilega, setjum við Lára sjálfstýr- inguna í samband og stökkvum út úr skipinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.