Morgunblaðið - 30.05.1962, Page 2

Morgunblaðið - 30.05.1962, Page 2
2 MORGVTSBLÁÐIÐ MiSvikudagur 30. mal 1962 De Gaulle hdtar að lífláta Jouhaud — dragi OAS ekki úr hryð|uverkum FRÁ því hefur verið skýrt í París, að de Gaulle, forseti, hafi fyrirskipað að Edmond Jouhaud, undirmaður Salans í OAS-hreyfingunni, verði tekin af lífi hið bráðasta, ef ekki verði dregið úr hryðju- verkum í Alsír. Eftir að Salan hafði hlotið lífstíðarfangelsi, leituðu lög- fræðingar Jouhauds til dóms málaráðuneytisins, og báðu þess, að tekin yrði fyrir beiðni um náðun eða ný rétt arhöld yfir honum, þar sem Salan hefði fengið vægari dóm en undirmaður hans. Ráðuneytið lagði hart að stjóminni, að taka fyrir beiðnina, en Iýsti því jafn- framt yfir, að öruggt mætti teljast, að henni yrði hafnað. De Gaulle hafði ákveðið, að Jouhaud yrði tekinn af lífi sl. laugardag, en aftök- unni var frestað um sinn, og fæst úr því skorið, síðar í vikunni, hver verða endalok þessa máls. De Gaulle hefur leyst upp herréttinn, sem skipaður var í apríl sl. ár, og fjalla átti um öll þau mál, sem rekin yrðu gegn OAS-mönnum og hermönnum, sem stóðu að uppreísninni í Alsír í fyrra. Eitt mál beið þess aðverða tekið fyrir af herréttinum, mál þriggja manna, sem á- kærðir eru fyrir að hafa Edmond Jouhaud reynt að myrða de Gaulle, forseta, í september sl. Mál þeirra bíður nú meðferðar, en um það verður sennilega fjallað af borgaralegum dóm stól. Ýmsir höfðu búizt við að dómurinn yfir Jouhaud yrði mildaður, með tilliti til dóms ins yfir Salan. De Gaulle virðist nú ætla að nota sér Jouhaud til þess að fá OAS- menn til að draga úr ofsókn- um sínum í Alsír, eða láta skjóta hann að öðrum kosti. Sjá grein um Salan á bls. 13. Samið KLUKKAN hálf níu í gærkvöldi var haldinn fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og lagtt fram samkomulag, sem orðið hafði með samninganefndum Iðju og Félags isl iðnrekeinda. Stóð fund ur aðeins í 20 mínútur og var samkomulagið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. f upphafi fundarins skýrði for- maður Iðju, Guðjón Sigurðsson, frá samningaumleitunum Iðju og Félags ísl. iðnrekenda. Lagði hann síðan fram samningsupp- kast sem samkomulag hafði náðst um í samninganefndunum. Aðeins einn maður tók til máls auk formanns, Bjöm Bjamason. Var samningsuppkastið sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum eins og fyrr getur. Sam kvæmt uppl. formanns Iðju er hér um að ræða 10% hækkun á öllum vinnutöxtum félagsins og 8% hækkun á ákvæðisvinnutöxt um. Kaup karla, sem unnið' hafa í fjögur ár hækkar þannig um tæpar 500 krónur á mámuffi, en í sama flokkn kvenna um rúm- lega 400 krónur á mánuði. Samn- ingurinn fer hér efnislega á eftir: Kaup karla: Á mánuði Fyrstu 12 mán. 4.544.00 kr. Eftir 12 mán. 4.981.00 kr. Eftir 24 mán. 5.117.00 kr. Eftir 36 mán. 5.254.00 kr. Eftir 48 mán. 5.390.00 kr. Kaup kvenna: Á mánuffi Fyrstu 12 mán. 3.611.00 kr. '<S>- í Iðju Eftir 12 mán. 4.093.00 kr, Eftir 24 mán. 4.205.00 kr. Eftir 36 mán. 4.316.00 kr. Eftir 48 mán. 4.429.00 kr. Kaup unglinga yngri en 17 ára: Á mánuði Fyrstu 6 mán. 2.844.00 kr. Eftir 6 mán. 3.133.00 kr. Eftir 12 mán. 3.537.00 kr. Ákvæðisvinnutaxtar, sem eru í gildi 1. júní 1962 hækka um 8%. Samningur þessi gildir frá 1. júní til 1. júní 1963 og er upp- segjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Verði samningum þá eigi sagt upp, framtengist hann um sex mánuði í senn með upp- sagnarfresti. Áður en hálfur mánuður er liðinn af uppsagnartimanum, — skal sá aðili, sem tilkynnir upp- sögn sína, hafa lagt fram við gagnaðila kröfur sínar til breyt- inga á gildandi samningum. Nú hækkar vísitala framfærslu kostnaðar um 5 stig á tímabilinu frá gildistöku samnings þessa til 1. desember 1962 eða um 7 stig á tímabilinu frá gildistöku samn ings þessa tíl 1. júní 1963, og er Iðju þá heimilt að segja kaup- gjaldsákvæðum samningsins upp með eins mánaðar fyrirvara. Verði breyting á skráðu gengl íslenzku krónunnar, skal aðilum heimilt að segja samningum upp með eins mánaðar fyrirvara. Útvarpsskák Svart: Svein Johannessen, ósló ABCDEFGH A KORTINU frá því kl. 12 í gær er það sýnt með örvum, hvernig Ioftið streymir rétt- sælis kring um hæðirnar vestur af Bretlandseyjum og fyrir norðvestar. land. Hlýtt og rakt loft kemst norður að hitaskilunum hér suðvestur af Reykjanesi, en svalt og þurrt loft berst hægt úr norðri hér inn yfir land. 011 i vítisvél tlug- slysinu f lowa? Ljóst er, oð sprengíng varð i afturhluia vélarinnar, er hún var á flugi EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, varð mikið flugslys nærri Centerville, í Iowa ríki, sL þriðjudag. Sprenging varð í risaþotu af gerðinni Boeing 707, og féll hún til jarðar, með þeim afleiðingum, að 45 manns létu liiið. Flugvélin var í eign Contin- ental-flugfélagsins, en forstjóri þess hefur nú óskað eftir því, að lögreglurannsókn verði látin fara fram á þvi, hvort slysið sé af mannavöldum. Segir forstjórirm, Robert F. Six, að „miklar Irkur séu fyrir því, að slysið hafi orðið vegna sprengju, sem sprengd hafi verið inni í flugvélinni“. Ljóst er þegar, af rannsóknum, að einhvers konar sprenging hefur orðið í afturhluta flugvél- arinnar. sennilega á salerni, sem rofið hefur gat á búkinn. Ennfremur hefur komið í Ijós, að a.m.k. einn maður var vá- tryggður fyrir mikið fé, og segix í sumum fréttum, að vátrygg- ingarupphæðin nemi 225.000 döl- um. Hafi vátryggingin verið keypt, áður en vélin lagði upp frá Chicago, þ.e. í síðustu flug- ferðina. Ikveikju- og sprengju- æði OAS-manna Yfir 20 skólahús eyðilögð á 3 dögum — fjöldagrafir Evrópumanna sagðar fundnar Algeirsborg, 29. maí. AP-NTB. HRYÐJUVERKUM hélt áfram í Alsír í dag. Það virðist nú vera stefna OAS-manna að brenna, eða sprengja í loft upp, alla skóla og byggingar, sem hugsanlegt er að kynnu að verða notaðir sem kjörstaðir, er þjóðaratkvæði fer fram í Alsír, 1. júlí nk. Alls hafa nú rúmlega 20 skólahús verið sprengd í loft upp á 3 dögum. Fulltrúi serknesku stjórnarinn ar lýsti því yfir í dag, að ósann- ar væru fregnir, þess efnis, að Serkir væru að reyna að ná sam- komulagi við OAS-hreyfinguna, um að hætta hryðjuverkum. Manndráp voru í lágmarkj í dag, í Alsír, og höfðu aðeins 6 verið drepnir og 3 særðir, er komið var undir kvöld. Serk- neska lögreglan hefur tekið sér stöðu í miðborg Algeirsborgar, og er það í fyrsta skipti. í gær réðst serkneska lögreglan gegn OAS-mönnum, er þeir skutu á serkneska hafnarverkamenn. Listaskólinn i Algeirsborg var í dag brenndur til grunna og samtímis var kveikt í tveimur öðrum byggingum. Orðrómur er uppj um það, að fundizt hafi fjöldagrafir, með líkum Evrópumanna. Einnig var skýrt frá því, að fundizt hefðu tvö herbergi, full af líkum Evr- ópumanna. Er talið, að hér sé um að ræða fórnardýr Serkja, sem hafi viljað koma fram hefndum. Flugritum hefur verið dreift að undanförnu, þar sem frá hef- ur verið skýrt, að Serkir væru að leita samkomulags við OAS, en talsmenn Serkja segja þetta aðeins einn liðinn i blekkinga- og lygastarfsemi hryðjuverka- mannanna, sem geri allt, sem þeir geta, til að veikja aðstöðu Serkja. KENNARASKÓLANUM var slitið kl. 2 e. h. í gær og er ekkl ósennilegt að um síðustu skóla- slit í gamla skólahúsinu hafi verið að ræða, þar eð vonir standa til að hægt verði að taka nýja skólahúsið við Stakkahlíð í notkun í haust. Nemendur í skólanum hafa aldrei verið fleiri en í vetur. Mbl. átti í gær tal við Frey- stein Gunnarsson, skólastjóra. Sagði hann að 170 nemendur hefðu hafið nám í öllum deild- um í haust. Til prófs komu 162 og fullnægjandi prófi luku 153. Aldrei hafa fleiri nemendur verið í skólanum og var fyrsti bekkur svo fjölmennur að hon- um varð að tvískipta. — Mjög þröngt er nú orðið í gamla skólahúsinu. Kennaraprófi úr fjórða bekk luku nú 14, kennaraprófi úr stúdentadeild 22 og tveir luku ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannssoa 10. Bcl—e3 e5xdl 11. c3xd4 Rc6—a5 12. Bb3—c2 Ra5—c4 13. Be3—cl c7—c5 14. b2—b3 Rc4—a5 15. d4—d5 Rf6—d7 kennaraprófi úr handavinnu- deiid. Hæstu einkunn í fjórða bekk hlaut Rúna Gísladóttir, en hæstu einkunn í stúdentadeild Kristinn Jóhannsson. Freysteinn Gunnarsson sagði að sennilega hafi þetta verið síðustu skólaslitin í gamla hús- inu við Laufásveg. Stæðu vonir til þess að hægt verði að hefja kennslu í nýja skólahúsinu, en það stendur við Stakkahlíð, rétt ihjá gömiu vatnsgeymunum. —. Mikið væri þó ógert í nýja hús- inu enn. — Ýmsir eldri nemend- ur skólans voru viðstaddir skóla uppsögnina í gær, fluttu ávörp og færðu skólanum gjafir. Freysteinn Gunnarsson, skóla- stjóri, verður sjötugur á þessu ári, og lét hann þess getið við skólaslitin, að þetta yrði í síð- asta sinn, sem hann sliiti skól- anum. — Kennaraskólanum * slitið í gær Vonir standa til oð kennsla geti hafizt i nýja skólahúsinu i haust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.