Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 30. maí 1062 MORGUNBI. AÐIÐ 23 Tónleikar Rúss- anna * tjærkvöidi RÚSSARNIR Roris Kunyev fiðlu leikari og Igor Chernishov píanó- 'leikari eru ágætir listamenn eins og svo margir landar þeirra, sem hingað hafa komið á síðusúi ár- um. Fiðluleikarinn er nemandi Davids Oistrakhs og ber merki liins bezta skóla, mikla fágun og næma stílkennd. Tónninn er blæbrigðarikur en ekki ýkja mik ill. Píanóleikarinn gefur fiðlu- leikaranum í engu eftir, enda mun hann vera reyndari lista- maður. Tónleikar þeirra, sem haldnir voru á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæj arbíói í gærkvöldi, hófust á Chaconne eftir Vitali, og síðan var fiutt „Vor-sónatan“ eftir Beethoven. Samleikur lista- mannanna í Beethoven-sónöt- unni og í fiðlusónöfcu eftir Khachaturian var með sérstök- um ágætum. Síðastnefnda verkið mun vera nýnæmi á tónleikum hér. Það minnir dálítið á hús, sem smíðað er í verksmiðju — ásamt mörgum fleiri slikum, — flutt í flekum á byggingarlóðina og reist þar í snatri. Það mundi ekki koma verulega að sök, þótt flekarnir rugluðust eitthvað miLli húsa, því að tengslin eru — Verðfall Framh. af bls. 1 1 kauphöllinni í New York að undanfömu, og síðustu vikuna hefur sala verðbréfa aukizt mik ið. Hámarki náði þó saian í gær, og greip þá um sig mikill ótti meðail almennings, sem hluta- bréf á í ýmsum stórfyrirtækjum. Er kauphöllin opnaði í dag, hélt fólkið áfram að bjóða bréf sín til sölu, og verðfallið hélt áfram. Sérstakt kerfi, sem skráir sjálf krafa allar sölur, brást í gær, og var orðið 69 mánútum á eftir í skráningunni. í dag keyrði þó um þverbak, því að er verst lét, var skráningarkerfið orðið um 2 klst. og 29 mín. á eftir. Veld ur það því, að endanlegar tölur um viðskipti dagsins liggja ekki fyrir fyrr en löngu eftir lokun kauphallarinnar. Er leið á daginn tóku að 8treyma inn kauptilboð, og virt ust margir fjársterkir aðilar standa að baki þeim tilboðum. Mun það hafa verið álit þeirra, að um meira verðfail yrði vart að ræða að sinni, og að rétti tím inn til kaupa væri kominn. Sala hlutabréfa hefur mest orðið á þessum áratug, er frétt ist um hjartvei'ki Eisenhowers, þá forseta, í september 1955. Þá seldust á einum degi um 7,2 millj. verðbréfa. Mesta sala, sem fram hefur far ið á einum degi, var 2ð. október 1029, er hrunið mikla varð. Þá seldust rúmlega 16 millj. verð- bréfa á einum degi. í Löndon sagði verðfallið í New York til sin, strax er kaup höllin þar hafði verið opnuð. Fjármálasérfræðingar þar ráð- iögðu hins vegar eigendum bréfa að selja ekki, því að allar likur væru til, að aðeins væri um að xæða stundarfyrirbrigði. Samt var sala þar meiri en dæmi eru til um mjög langt skeið. Er áætl að, að verðfallið í dag hafi num ið um nokkur hundruð milljón um sterlingspunda. Sama sagan gerðist I Sviss, þar sem verðbréf í jafn tryggum fyr irtækjum og Union Bank Of Switzerland féllu úr 4.400 sviss neskum frönkum í 2.900 franka á örskömmum tíma. Verðfaliið 6töðvaðist þó, a.m.k. um stund arsakir, þwí að bankarnir gripu mn í og tóku að kaupa upp sín eigin bréf, er þau voru boðin til eölu. Er leið að lokum verð- brófaviðskipta í Sviss í dag, virt ist, sem allmikið hefði dregið úr verðfallinu. í Stokkhólmi varð einnig tals- vert verðfaH, strak Og kauphail- erviðskipti hófust, en þó hvergi um eins miklar verðbreytingar laus, og allt fellur í rauninni saman. Með öðrum orðum: verk- ið er „músíkantískt" og áheyri- legt, en ákaflega „rapsódiskt" og laust í böndum, án lífræns sam- hengis. — Önnur viðfangsefni voru eftir Prokofiev og Ravel. Listamönnunum var ákaft fagn að, en áiheyrendur voru með færra móti, eftir því sem gerist á TónlistarfélagBtónleikum. Jón Þórarinsson. Telpa fyrir bil á Atureyri AKUREYRI, 29. maí. — 1 gær varð níu ára telpa, Sigrún Magnúsdóttir, fyrir bfl. á Strand- götu og hlaut alvarleg meiðsli. Var hún þegar flutt á sjúkra- húsið hér og voru læknar rúm- ar þrjár klukkustundir að gera að sárum hennar, sem voru að- allega skurðir á fótum. Hlaut telpan skurði þessa af brotum úr ljóskerum bílsins, sem á hana ók, en það var Willys Stationbíll frá Dalvík. að ræða og i New York. Verðfall varð einnig á flestum verðbréfum í París, en frétta- menn þar segja, að ekkert sölu- æði hafi þó gripið fólk. Þar var heldur ekki um tiltakanlegt verð fall að ræða. f V-Þýzkalandi sagði verðfall ið strax til sín, er verðbréfa- viðskipti hófust, einkum í Franfc furt og Dússeldorf. Var verð- fallið yfirleitt um 10%, og .þótti það eftirtektarvert, að ein eftir- sóttustu hlutabréf, sem um getur, bréf í Volkswagenverksmiðjun- um, fylgdu með í verðfallinu. Mikið hefur verið rætt um þessa atburði, bæði í New York og víðar. Ber mönnum ekki sam an um, hvað valdið hafi. Margir eru þó þeirrar skoð- unar, að aukin ríkisafskipti af viðskiptalífinu í Bandaríkj unum, að undanförnu, kunni að vera aðalorsökin. Svissneskir fjármálasérfræð- ingar sögðu, síðdegis í dag, að verðfallið mættí rekja til ákvörð unar Kennedys, forseta, um að banna frekari verðhækkanir á stáli. Hann lagði, sem kunnugt er, bann við 6 dala hækkun pr. tonn af stáli nú nýlega. Þá er og í bígerð að leggja nýja skatta á ágóða bandarískra fyrirtækja, sem starfa utan Bandaríkjanna. Þykir þetta allt benda til auk- inna ríkisafskipta í höfuðvígi einkaframtaksins, Bandaríkjun- um. Douglas Dillon, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði eftir fundinn, sem haldinn var með Kennedy, forseta, fyrr í dag, að ráðstafanir forsetans ættu hér engan hlut að máli. Hann sagði, að verð á verðbréfum hefði ver- ið allt of hátt undanfarin ár, og nú væru þau að falla í það, sem eðlilegt gæti talizt. Viðskiptamálaráðherrann, Lut- her Hodges, sagði hins vegar á blaðamannafundi í dag, að nú yrði ríkisstjórnin að gera strax ráðstafanir, í formi skattaíviln- ana, ef ekki ætti að leiða af samdrátt i efnahagslífinu. Yfir- lýsing hans er ekki talin standa í neinu sambandi við fund Kenn- edys með sérfræðigunum í dag, enda sat Hodges ekfci fundinn. Verðlínurit, það, sem gengur undir nafninu Dow-Jones, og er miðað við verð hlutabréfa i um 20 stænsbu og tryggustu iðn- fyrirtækjum Bandaríkjanna féll í dag niður í 563,24. Lægst komst það í gær í 576,9. Undir kvöld í dag hafði það hækkað aftur í 565,8. Fyrir nokkrum dögum síðan stóð það langt yfir 600, og er það álit sérfræðinga, að falli það niður fyrir 600 geti vart talizt, að um eðlilegt ástand sé að ræða. Myndin hér að ofan birtist i stórblaðinu „New York Herald Tribune“ af sovézka njósnaskipinu „Shokalsky“, sem er stærst sovézku skipanna, er fylgjast nú með tiiraunum Bandarikjamanna á Jólaey. ---------------------- - Sovézk skip Þriár ferðir 1 |Ferðafélagsins FERÐAFÉLAG fslands efnir til þriggja ferða á uppstigningar- dag og um helgina. Verður far- ið i gróðursetningarferð í Heið- mörk kl. 2 á uppstigningardag frá Austurvelli og sömuleiðis næstk. laugardag. Þá verður helgarferð á Eyja- fjallajökul. Lagt upp kl. 2 á laugardag. Farið verður í Brú- arskörð á sunnudag, lagt upp kl. 9 frá Austurvelli. f fyrr- nefndu ferðina verða farmiðar seldir í skrifstofu Ferðafélags- ins, en í þá síðarnefndu við bilana. Leiðrétting Frarrnh. af bls. 1. kanna geislun af völdum spreng- inga í háloftunum. Það er tekið fram í tilkynning unni, að hin sovézku skip hafi ekki gerzt brotleg við neinar reglur með veru sinni á þessum slóðum. Þau haldi sig utan hins yfirlýsta bannsvæðis. Hins veg- ar hafi þau siglt inn á svæðið á leið sinni til núverandi staðar og ekki sinnt aðvörunum um hættu frá geislavirku úrfalli. — Utvarpið Framh. af bls. 24 varpsins, sem einnig var farinn í mat og búinn að loka skrifstofu sinni. Sagði Sigurður að stúlkur, sem voru að taka saman auglýs- ingar í hádegisútvarpið, hefðu verið reknar út áður en innsiglað var og bannað að taka með sér auglýsingarnar. Gjaldkeri komst ekki inn til að borga Sigurður sagði að skrifstofum ar hefðu ekkj verið opnaðar aft- ur fyrr en nokfcuð eftir klukkan fjögiur síðdegis. Kvaðst hann hafa hringt til tollstjóraskrif- stofunnar 10 mínútum fyrir kil. 4, og hefði þar verið tilkynnt að áður en skipun yrði gefin um að rjúfa innsiglin yrði að greiða umrædda peninga á tollstjóra- skrifstofunni sem þá fyrst mundi tilkynna lögreglunni að rjúfa mætti innsiglin. Sigurður kveðst þá hafa tilkynnt tollstjóraskrif- stofunni að ekki væri hægt að krefja útvarpið um greiðslu þvi að aug.lýsingastofan væri innsigl- uð og gjaldkerinn kæmist ekki inn til sín. Sagði Sigurður að skömmu síðar hefði komið mað- ur frá toHstjóraskrifstofunni og opnað. Afhenti útvarpið þá 10.000 kr. greiðslu. Sigurður tjáði Mbl. enmfrem ur að lítidl tími hefði þá verið til stefnu að vinna auglýsingar til lestrar í kvöldútvarp. Hefði að eins verið hægt að vinna úr skeytum, sem fyrir lágu frá landssímanum, og hefði því mik ið tjón af hlotizt vegna kvöld- auglýsinganna til viðbótar því, sem varð vegna hádiegisauglýs- inga. Munnleg tilkynning Sigurður tjáði Mbl. að bófcari útvarpsins hefði fyrir 12 dögum verið staddur á skattstofunni. Hefði honum þá verið tilkynnt munnlega að sinfóníuihljómsveit in, eða útvarpið vegna hennar, skuldaði söluskatt. Sagði Sigurð ur að hins vegar hefði aldrei bor izt skrifleg tilkynning um þetta frá skattstofunni. Hefði séx kom ið skattheimta þessi mjög á óvart því að sinfónían hefði aldrei ver ið krafin um eða borgað sölu- skatt. Hefði hann því talið að um misskilning væri að ræða, og beðið útvarpsstjóra að skrifa ráðuneytinu og fá úr þessu skor ið og leggja til um leið að hljóm sveitin yrði undanþegin sölu- skatti í framtíðinni. Sigurður sagði að bókari út- varpsins hefði tilkynnt skattstof Washington, 29 maí — NTB Talið er, að viðræður Dean Rusk, utanríkisráðherra, og Ana- tolyi Dobrynin, sendiherra Rússa í Washington, um Berlínarvanda málið, hefjist aítur í þessari viku. Damascus, 29. maí — AP — Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur veitt Sýrlandi 6,6 miUj. dala lán, til þess að styrkja gjaldmiðid landsins. Svar við gátu dagsins: ÁS. unni í síma að útvarpsstjóri hefði leitað til ráðuneytisins og beðið úrskurðar um, hvort greiða ætti þennan skatt. Gæti því orðið ein hver dráttur á afgreiðslu máls- ins þar til úrskurður ráðuneytis ins lægi fyrir. Tónleikar skyldu stoðvaðir með lögregluvaldi „Það er útvarpinu algjörlega óviðkomandi þótt skattstofa og tollstjóraskrifstofan blandi sam- an reikningum útvarpsins og sin fóníuíhljómsveitarinnar. Báðum þessuan aðilum var fullkomlega ljóst að hér var um söluskatt vegna sinfóníuhljómsveitarinnar að ræða, enda tilkynnti tollstjóra skrifstofan mér að ef þetta yrði ekki greitt strax, yrðu tónleik- ar sinfóníulhljómsveitarinnar næstkomandi föstudag stöðvaðir með Jögregluvaldi. Skattstofan vissi einnig að hér var um að ræða söluskatt, sem tiliheyrði sin- fóníuhljórosveitinni", sagði Sig- urður Þórðarson að iokum. Útvarpið meðal 400 aðila Mlbi. átti ennfremur tal við Torfa Hjartarson, tollstjóra, um málið. Tollstjóri sagði, að lagður hafði verið söluskattur á útvarp- ið eins og aðra fyrir fyrsta árs- fjórðung þessa árs. Útvarpið hefði greitt allan skattinn utan umrædda upphæð og sagt að hún væri vegna sinfóníuhljómsveit- arinnar. Væri það tollstjóraskrif stofunni óviðkomandi. Tollstjóri sagði að áikvæði væru um það í lögum um sölu- skatt að atvinnurekstur þeirra aðila, sem ekki standa í skilum, skuli stöðvaður mánuði eftir gjalddaga, sem í þessu ' tilviki hefði verið 15. apríl. Gerð hefði verið skrá um aHa aðila, sem ekfci hefðu staðið í skilum, og send lögreglustjóra með beiðni um stöðvun atvinnurefcstrar við komandi aðila. 21. maí hefði síð an verið hafizt handa um stöðv- un atvinnurekstrar samkvæmt þessari skrá, en á henni hefðu verið um 400 aðilar, þar á með al útvarpið. Tollstjóri sagið ennfremur að rísi deila um skatbheimtuna og gjaldandi telji ranglega á sig lagt, megi slíkt kæra til ríkis- skattanefndar, en það fresti hins vegar ekki greiðsluskyldu. Úr- skurði nefndin að ranglega hafi verið lagt á gjaldanda, fái hann leiðréttingu mála sinna með end urgreiðslu. a grcin Peters Hallbergs f GREIN Peters Hailbergs, „Blefken endurfæddur á ís- landi?“, sem birtist í Morgun- biaðinu 20. maí sl., féll niður heil lína úr handriti, þegar grein- in var prentuð. Breyttist því merking allverulega. Vegna þess ara mistaka. sem Mbl. biður af- sökunar á, verður endurprentað- ur hér kafli úr grein Hallbregs, eins og hann átti að vera. „Það er eitt sameiginlegt með þessum Vestur-Þjóðverja og Vallanes-klerki. Þeir hafa báðir sannkaUaða tröllatrú á áíhrifum mínum á þá átján virðulegu herra, sem nefna sig Sænsku akademíuna. Ég ætti líklega að vera talsvert upp með rnér út af þessari feikna trú þeirra, en því miður, eða sem betur fer: veruleikasans minn bannar mér að vera það. Þýðandinn frá Vestur-Þýzkalandi er sennilega frekar ókristinn maður og þar- afleiðandi lítill djöfuistrúarmað- ur. Hinsvegar virðist ég vera enginn smáræðis djöfull í augum Séra Péturs, ef ekki aðalpaurinn sjálfur — nokkurs konar fram- kvæmdastjóri í kommúnistisku alþjóðafyrirtæki, ákveðinn í því að útrýma allri dyggð í heím- inum, og þó sérstaklega á ís- landi, og að angra íslendinga með því að veita þeim vitlaus Nótoelsverðlaun. Það er sem sagt ekki laust við, að þvílík tröllatrú á manni gæti stigið £á- tækum menntamanni til höfuðs — ef staðreyndir væru ekki til. En ég er hræddur um, að ýms- um löndum mínum myndi stökkva bros, ef þeir fengju tækifæri til að iesa kynningu Vallanes-klerks á Peter Hail- berg“. íþróitir Framh. a£ bls. 22. Brasilía — Mexioo í Vina del Mar Argentína — Búlgaría í Ranca- gua. Á morgun fmmtudag verða þessir leikir: V-Þýkal. — Ítalía í Santiago Rússland — Júgóslavía í Arica Spánn — Tékkar í Vina del Mar Ungverjal. — Engl. í Rancagua. Það hefur mikið verið bolla- lagt og spjallað um mðguleg úr- slit! En í þetta sinn skulum við gefa Herberger þjálfara Þjóð- verja orðið: „Ég held að Þjóðverjar komist upp úr sínum riðli og verði í átta liða úrslitum, en mesta möguleika á titlinum og bikara- um hafa Suður-Ameríkuliðin, einkum Brailía, Argentína og Uruguay. Brasilíumenn og Argen tínumenn hjóta að teljast sigur- stranglegastir í þessari keppni. Rússar hafa einnig góða mögu- leika. Og ég mundi trúa að Uruguay-liðið mynd sýna allt annan svip en það sýndi á Evrópuferð sinni fyrir nokkrum vikum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.