Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 24
Fréttasimar Mbl — eftir lokun — Erlemlar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 SALAN Sjá bls. 13 Auglýsingastofu ins lokað með Mál risið milli útvarpsins og toll- stjóraskrifstofunnar vegna söluskatts smfóniuhljómsveitarinnar — útvarpið mun fara fram á skaðabætur 1 HÁDEGINU í 'gær brá svo við að innheimtumaður frá tollstjóraskrifstofunni og lög reglumaður lokuðu og inn- sigluðu auglýsingastofu og skrifstofu aðalgjaldkera ríkis útvarpsins vegna vangoldins söluskatts af miðasölu Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Þó lítur útvarpið svo á, að það hafi staðið í fullum skilum með söluskatt sinn, Sinfóníu- hljómsveitin hafi sjálfstæðan fjárhag og hafi aldrei áður greitt söluskatt, og beðið hefði verið eftir úrskurði menntamálaráðuneytisins hvort greiða skyldi slíkan skatt vegna hljómsveitar- innar, Tollstjóraskrifstofan segir að söluskattur sé lagð- ur á útvarpið eins og aðra, og hafi það greitt söluskatt- inn utan tæpar 10 þúsund krónur, sem útvarpið segir að sé vegna Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, en totlstjóra- skrifstofan viti ekkert um. — -Lauk málum svo í gær að engar auglýsingar voru lesn- ar í hádegisútvarpi. Neitaði tollstjóraskrifstofan að láta rjúfa innsigli fyrr en greitt hefði verið, en var þá til- kynnt að féhirðir útvarpsins kæmist ekki inn til sín fyrir innsiglinu. Var það þá rofið og útvarpið setti 10 þúsund 7000 kr. slolU lró sofandi manni í GÆRMORGUN var farið inn í herbergi sofandi manns í kjallara að Hvassaleiti 16. Svaf þar vaktmaður, Árni Jónsson að nafni, og hafði Ihann verið á vakt fram undir morgun. Er hann vaknaði um hádegLSbilið hafði veski hans verið stolið úr fötum, sem voru á stól í herberginu. — 1 veskinu voru 6—7000 krónur. Ef einhverjir kynnu að hafa orðið varir mannaferða við umrætt hús í gærmorgun eru þeir vinsamlegast beðnir að gera rannsóknarlögreglunni aðvart. < kr. tryggingu með fyrirvara og mim krefjast skaðabóta fyrir það tjón, sem varð vegna auglýsingataps í há- degisútvarpi í gær. Mbl. átti í gær tal við Vil- hjálm Þ. Gislason, útvarpsstjóra, um mál þetta. Sagði útvarps- stjóri að útvarpið liti svo á að það skuld-aði engan söluskatt ag hefði jafnan staðið í fullum skil- um með skattinn. Sinfóníu- ihljiómsveitin hefði aldrei' fyrr verið krafin um söluskatt né greitt hann og þvi hefði útvarp- ið, er kunnugt varð um skatt- (heimtuna, leitað til mennta- mólaráðuneytisins um að það úrskurðaði réttmæti skatt- heimtunnar. Fráleitt að loka auglýsingastofunni Útvarpsstjóri sagði að þegar inniheimtumaður hefði fyrst kömið í gærmorgun, hefði verið farið fram á að málið yrði látið kyrrt liggja, þar til úrskurður ráðuneytisins væri fenginn. — Hann sagði ennfremur að jafn- vel þótt skattur þessi ætti að greiðast, liti Ríkisútvarpið svo á að kröfunum ætti að stefna á hendur hljómsveitinni, þar eð hún hefði sérstakan fjárhag og sérstakt fjárhald, sem ekki kæmi inn í reikninga útvarpsins. Taldx útvarpsstjóri fráleitt að loka aug lýsingastofunni, sem málið kæmi ekkert við. Kvað hann útvarpið hafa sett tryggingu með fyrir- vara, mótmælt greiðslunni og farið yrði fram á skaðabætur vegna taps, sem orðið hefði vegna þess að fella hefði þurft niður auglýsingalestur í hádeg- inu í gær. Taldi útvarpsstjóri að Ríkisútvarpið hefði tapað 20—30 iþúsundum króna af þessum sö-k- um. Yrði nánar athugað í dag hve mikið tjónið væri. Starfsfólk rekið út >á átti Mlbl. tal við Sigurð Þórðarson, skrifstofustjóra út- varpsins. Sagði hann að inn- 5000 tunnnr til Akroness AKRANESI, 29. maí. — Hing- að bárust í dag 5230 tunnur síldar. Aflahæstur var Höfrung ur II með 1700 tunnur, þá Anna með 1671, Sigurður AK 982 og Höfrungur I með 807. Sá síðast- taldi landaði tvisvar. — Oddur. Þakkir fyrir sigur ÞÖKKUM fulltrúum, trúnaðarmönnum á vinnustöðum og öðrum sjálfboðaliðum, sem unnu að sigri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, fyrir ötult starf á kjördegi. STJÓRN FULLTRtiARABSINS útvarps- innsigli heimtumaður tolistjóra hefði fyrst komið í fylgd lögreglu- manns laust eftir klukkan 11 um morguninn. Sigurður fór sáðan í mat kJ. 12 á hádegi og eftir kl. 12 segir hann að innheimtu- maðurinn og lögreglumaðurinn hafi innsiglað auglýsingastofu og skrifstofu aðalgjaldkera út- Framh. á bls. 23 Guðmundur Þórðarson, kemur úr síðustu síldveiðiförinni í gæir. Aflinsí fór yfir 50 Jbiis. tunnur í ssðusfu ferðinni Guðmundur Þórðarson hættur sildveiðum í GÆRKVÖLDI um klwkkan bálfsjö kom vélskipið Guðmund- ur Þórðarson úr síðustu veiði- ferðinni af vetrarsíldveiðinini að þessu sinni. Blaðamaður hitti Harald Ágústsson skipstjóra nm borð í skipi sínu ásamt útgerðar- manninum Baldri Bjarnasyni. Þeir fræddu okkur um, að með þessari ferð hefði afli skipsims Haraldur skipstjóri í brúnni. Ægir til hafrannsókna Athugaðar sildargöngur að Norðurlandi HINN árlegi síldar- og hafrann- sóknarleiðangur hófst 26. maí. Tilgangur leiðangursins er að rannsaka síldgöngur að Norður- landi næstu vikur, en auk þess Teygjubyssur í A-Berlín BERLÍN, 29. maí. — AP. — A-þýzkir landamæraverðir í Berlín hafa gripið til nýrrar tegundar vopna, eftir að kvartað hafði verið yfir skot- hríð landamæravarðanna und anfarið. Hafa þeix skotið á flóttamenn eftir að þeir voru komnir yfir til V-Berlínar. í dag stóðu tveir a-þýzkir landamæraverðir á þaki verk' smiðjuibyggingar í A-Berlín, fast við landamærin, og skutu blýkúlum úr teygjubyssum yfir múrvegginn. verða einnig framkvæmdar mælingar og rannsóknir á hita- stigi, þörungagróðri og átu sjáv- arins. Sem fyrr, er leiðangurinn þátt ur í hinum sameiginlegu haf- og síldarrannsóknum, er Norð- menn og Rússar taka einnig þátt í. íslenzki leiðangurinn, semfar inn er á Ægi, mun einkum framkvæma rannsóknir á haf- svæðinu fyrir vestan fsland og á vestur og miðsvæðinu norðan- lands, en hinar þjóðirnar fram kvæma sínar rannsóknir norð- austan og austan landsins. Leiðangursstjóri á Ægi er Jakob Jakobsson, en aðrir starfs menn Fiskideildar, sem þátt taka í leiðangrinum, eru Sig- þrúður Jónsdóttir, Árni Þor- móðsson, Guðmundur Svavar Jónsson og Sverrir Guðmunds- son. Skipstjóri er Haraldur Björns son. I komizt yfir 50 þúsund tunnur £ | vertíðinni, en landað var úr skip inu fyrst í haust binn 18. októ- ber. Aflinn í þessari veiðiför var 2100 tunnur, sem veiddist um 20 sjóm. suður af Látrabjargi. Tvö skip munu vera hærri en Guð- mundur að þessu sinni, Víðir H með um 58 þús. tunnur og Höfr- ungur U með rúmlega 51 þúo. tunnur. — Það er sjálfgert að síldar- skipin hætti veiðum núna um mánaðamótin, þar sem enn hefir ekki verið samið um kjöcr á síld- veiðum. Haraldur Ágústsson seg- ist nú hafa stundað síldveiðarnar linn/ulaust í tvö ár og ekki snert annað veiðárfæri (hringnót kraftblökk) á þessuxn táma. A Vaðondi síld ó Stranda- grunni SIGLUFIRÐI, 29. mai. — í gær kom hingað norskur bát- ur, Sulbuen, sem verið hafði á línuveiðum á Stranda- grunni. Var báturinn með 12 lestir af saltfiski (ca. 35 lestir aí nýjum fiski) eftir fimm ( lagnir. — Skipstjórinn segist hafa séð síld vaða á þessum slóðum undanfarna daga. — Stefán. Úrslit í Hafna- hreppi í FYRRAKVÖLD voru talin at- kvæði í hreppsnefndarkosning- um í Hafnahreppi. Kosning var óhlutíbundin og hlutu eftirtaldir menn kosningu: Jens Sæmunds- son, Hvammi, Eggert Ólafsson, Vesturhúsi, Ketill Ólafsson, Kal- manstjörn, Þorsteinn Kristins- son, Kirkjuvogi, og Jósef Borg- arsson, Sjónarhóli. Á kjörskrá voru 129. Atkvæði greiddu 70, 1 seðill var auður og trveir ógildir. Talið var í fyrstu iþegar að kjörfundi loknum, en ágreiningur reis 1 talningar- nefnd þar eð atkvæði aðalmanna og varamanna voru talin sam- an. Var málinu skotið til félags- málaráðuneytisins á mánudag- inn og ákveðið að talið skyldi að nýju á mánudagskvöld .— Hlutu þá aðalmenn sin atkvæði og varamenn sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.