Morgunblaðið - 30.05.1962, Page 20

Morgunblaðið - 30.05.1962, Page 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. mai 1962 GEORGE ALBERT CLAY: INA Saga samvizkulausrar konu ----------- 68 ----------- Teki stóð hjá foringjunum og svo var beðið og beðið, til þess að sjá, hvaða föngum þeir hefðu náð, en húsið var jafn'þögult og nokkru sinni áður, í morgun- skímunni. Einu sinni kallaði Gina til Ihans og spurði hann um Lolytu. Hún segist hafa komið hingað í gaer, eftir matvaelum, en svo hafi sér verið haldið fanginni þangað til í morgun. Við náðum í hana þegar hún var að fara, rétt um leið og við komum. . Ég sá hana ekki í gærkvöldi, laug Gina. Þá er hún ekki ein af hópnum. Það býst ég nú við, að hún sé, mótmælti hann, en ég hef sagt henni, að hún megi fara. Ég ætla að lofa henni að ganga lausri í þeirri von, að hún visi mér á hin. Hann hló. Ef bá nokkrir verða eftir þegar við höfum lokið dagsverkinu í dag. Nú tóku varðhóparnir — einn foringi með nokkra hermenn með sér í hverjum — að tínast út úr húsinu. Þeir komu tóm- hentir til majórsins og Gina sá, að þeir voru að reyna að út- skýra eitthvað fyrir honum, en hann vildi á engar útskýringar hlusta; hann vildi aðeins fá skæruliða og reiðin sauð upp í honum. Einu sinni hljóp hann fram og barði einhvern óæðri foringja, sem hafði leyft sér að andmæla honum. Teki öskraði skipanir sínar og margir menn hlupu inn í húsið aftur, eins og til að leita betur, en fegnir að losna frá majóxnum ofsareiðum. Aftur kallaði Gina til hans úr bílnum: Hvað er þetta, Teki, hvað er þetta? Reiðin hafði þurrkað allan lit úr andlitinu á honum og augun voru orðin að örmjóum rifum. Hann teygði fram hökuna og hendurnar skulfu og snerust, eins og hann þyrsti í líkamlegt ofbeldi, og Gina mundi nú, að hún hafði ekkert skilið, þegar hún heyrði skæruliðana kalla hann Teki, kvalarann. Nú skildi hún það betur. Það eru engir í húsinu! æpti hann. Foringj arnir mínir segja mér, að það sé ein flækja af leynigöngum og leyiniherbergj- um, eitt að baki öðru, óendan- lega. Þeir hljóta að vera þarna einhversstaðar. Þeir geta ekki hafa sloppið burt. Ég skal fá þá út. Svæla þá út. Ég kveiki í hús- inu. Gina ætlaði ekki að ná andan- um. En það er úr steini, Teki, það brennur ekki. Þú talar eins og foringjabján- arnir mínir, æpti hann að henni. Þakið er úr timbri og eins bit- amir og skilrúmin. Og gólfin eru úr timbri og húsgögnin. Og þeg- ar ég er búinn að brenna það, sem brunnið getur, ætla ég að nota sprengiefni. Ég skal svæla þá út! 1 fyrstunni lokuðu veggirnir eldinn inni, svo að ekki sást nema reykur upp úr húsinu, sem teygði sig upp, þunnur og gagn- sær. Gina leit í ofboði til Lolytu — þær voru báðar svo ósjálí- bjanga — og hún sá, að gamla konan hafði ekki Mtið undan. Ginu fannst líka sjálfri hún verða að horfa á þetta. Þá leið reykurinn út undan þakskegginu og þyrlaðist yfir lága risið á húsinu. Hann kom í litlum gusum, eins og hann hefði ekki kraft í sér til að brjót ast út, heldur yrðí að bíða þang- að til hann væri nógu sterkur til að brjóta sér leið með fullu afli, og stíga til himins sem svartur hnöttur. Eftir nokkrar mínútur hætti reykurinn að koma í smágusum, en streymdi nú upp, svartur og grár frá framhorninu á miðálm- unni. Nú var hann bein og óslit- in súla, þangað til aðrar stigu upp frá hliðarálmunum og sam- einuðust honum og teygðu sig svo hærra og hærra upp í heið- an morgunhimininn. Þegar hann færðist svona í aukana, hrósaði Gina happi, að þykki framvegg- urinn skyldi vera milli hennar og eldsins, því að hún hefði ekki þolað að sjá eldinn gleypa allt iþað dýrmæta, sem innan veggj- anna var og hafði verið í eigu de Aviles-ættarinnar öldum sam an. Teki hafði stillt upp hóp af skyttum fyrir framan húsið, sem áttu að skjóta hvern þann, er freistaðj útgöngu úr brunanum. Síðan tók reykjarsúlan á sig gulleitan blæ og gisnaði öðru hverju og Gina sá, að þetta var eldsúla, sem leitaði til himins og sleikti þakibrúnina, og hvarf síð- an, en kom síðan aftur með enn meira afli og sleiktá allt þakið. Gina hljóp út úr bílnum og til foringjanna. Teki! æpti hún. Frú Tina er uppi á þakinu! Bjargaðu henni niður, Teki, bað hún snökt andi. Hún vildi sjálf heldur fara upp, svaraði hann stuttaralega. Hún vildi það heldur en nota dymar. Og svo leit hann á skytt- urnar. Frú Tina sat nú ein uppi á þakinu, en hún horfði ekki á flöt ina fyrir framan húsdð og fólkið, sem þar var samansafnað, heldur út á sjóinn. Gina hljóp til frú Lolytu, en spænska konan sagði ekki orð. Hún hristi höfuðið hægt, eins og til að gefa ’ til kynna, að Gina skyldj ekki segja neitt. Það var rétt eins og hún vildi segja: Frúin vill hafa þetta svona, og hví skyldum við þá reyna að taka af henni ráðin, og hvað bíður hennar þegar búgarð- urinn er ekki lengur uppistand- andi? Gina stóð því kyrr og sagði ekkj orð. Loksins stóðust gömlu sperr- urnar ekki lengur eldinn. Þessi nýi óvinur hafði orðið þeim of- jarl, eftir að þær höfðu staðizt vinda og veður öldum saman. Þær létu hægt undan og gamla þakið svignaði og skalf. Síðan sökk það hægt og þegjandi niður í eimyrjuna fyrir neðan. Þar sem frú Tia hafði staðið, var nú að eins ofurlítill reykur og nokkrir neistar. Gina sneri hægt við og að bíln- um, en steig ekki inn í hann heldur gekk aftur þangað sem frú Lolyta sat. Augu gömlu kon- unnar báru vott um sársauka og sáiarstríð, en jafnframt skein stolt út úr þeim. Hún laut fram og stóð báðum fótum á fjölinni, sem fyrir framan hana var, svo að kjóllinn lyftist upp og grönnu hnén komu í ljós. Aðeins hvítir linúarnir sýndu sálarástand henn — Járnbrautirnar hafa alltaf verið ástríða Jónatans — manstu þegar hann strauk með lestinni á dögunum — það var daginn eftir að ég fékk fullorðinstönnina! ar er hún kreppti hendurnar um taumana. Gina klifraði upp í sætáð við hlið hennar. Farðu með mig heim, Lolyta, sagði hún grátandi og hallaði sér að gömlu konunni. Ó, mamma, farðu með mig með þér þangað sem ég á heima. Frú Lolyta smellti taumunum og hermaðuriinn hopaði á hæl, en uxarnir drögnuðust af stað, hægt og bítandi, frá húsinu og hvorug konan leit um öxl. XXXIX. Gina hallaðist fram á arfajárn- ið og henni varð hugsað til þess hve oft hún hefði heyrt svo til orða tekið, að einhver „hallaðist fram á arfajámið". Húin hafði hingað til aldrei lagt neina merk ingu í þetta orðatiltæki, sem henni fannst heldur hversdags- legt en nú fann hún til eihhverr- ar ánægju af því að geta hallast fram á Eirfajárnið og litið yfir verkið, sem hún hafði afkastað. Þetta var góð hvíldaxstelHng og nú mundu þær Lolyta hafa nóg- ar kartöflur, og það væri erfiði hemnar sjálfrax að þakka. Hún var hvorki í skóm né sokkum og á höfðinu hafði hún blaktandi stráhatt, eins og sveita menn notuðu á rísökrunum. Pils- dð hennar var með moldarblett- um af því að hún hafði lagzt á hnén til að reyta illgresi, og svit- iinn upplitaði og vætti skyrtuna af Vicente, sem hún var í, með ermarnar uppbrettar og löfin flaxandi. Hún stóð nú í lítilfjörlegum skugganum af háum pálma og leit yfir verk sitt. Sjö stuttar raðir af kartöflum og sjö mán- uðir, sem hún hafði ekki haft annað til matar en kartöflur. Fyrsta röðin — þessá, sem hafði verið svo vesaldarleg til að byrja með — var sama sem fyrsti mánuðurin-n, þegar hún hafði kynnzt leyndardómi þraut seigjunnar, þessum leyndardómi, sem hafði haldið Lolytu, Diego og Tim uppi, og svo skæruliðun- um, sem börðust svo vonlítilli baráttu og Spánverjunum, sem neituðu að beygja sig fyrir ofur- efldnu. Hún vissi nú, að þeir vildu ekki syrgja það sem liðið var eða reyna að halda dauða- haldi í fortíðina. Þeir lifðu a'lls ekki í fortíðinni og viðurkenndu alls ekki, að þeir hefðu verið rúnir fomri frægð sinni. Þeir horfðu tál framtíðarinnar. Þegar gömlu konurnar hittust var um- ræðuefnið ekki einhverjir fínir dansleikir eða sumarleyfi í út- löndum, né heldur skartgrdpir eða annað prjál. Þess í stað töl- uðu þær um, hvað þær ætluðu sér að gera í framtíðinni. Eftir að Gina hafði lært þenn- an leyndardóm þeirra, hugsaði hún æ minna um Klettahúsið, eins og það hafði verið, heldur eins og það mundi síðar verða. Þessi horfna dýrð, sem þau Vic- ente höifðu gefið því, yrði ekkert í samanburði við það sem þau Tim mundu gefa því. Fyrsti mánuðurinn hafði líka staðið í nokkru sambandi við Teki. Hún mundi hvað hann hafði orðið vondur þegar hún af- sagði að flytja aftur í Kletta- húsið. Hann hafði vonzkazt og hamazt og jafnvel haft í hótun- um, en hún gat ekki útskýrt fyr- ir honum, að hennar elskaða I'M WAY AHEAD OF YOU, JOHN' SIVITOHINS FfeOM . AUTOMATIC TO MANUAL , CONTROL RIMTMOW/ ) — Heimahöfn, við erum að koma! •— Geisli, strax og við erum laus- ir, stefnum við beint heim til okkar gömlu og góðu jarðar. — Ég hafði einmitt hugsað mér það og er að stilla af sjálfstýringu á handstýrinu! SJJlltvarpiö 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. og tónleikar. — 16.30 Veðurfregn- ir. — Tónl. — 17.00 Fréttir ;— Tónleikar). 18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynn* ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Gestur Ólafsson bifreiðaeftirlitsmaöur talar um umferðarmál. 20.05 Tónleikar: Eugene List og East« man-Rochester hljómsveitin leika „Rhapsody in Blue“ eftir Gershwin; Howard Hanson stj. 20.20 Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; XXIII. (Helgi Hjörvar rithöf- undur). 20.40 íslenzk tónlisit: Lög eftir Sig- valda Kaldalóns. 21.05 „Fjölskylda Orra“, níunda fjöl- skyldumynd til framhalds átta slíkum 1 fyrravor: Höfundur og stjórnandi: Jónas Jónassom Leikendur: Ævar Kvaran, Guð- björg ]>orbjarnardóttir, Halldór Karlsson, Guðrún Ásmundsdótt ir, Bryndís Schram, Ríkharður Sigurbaldursson og Valdimar Lárusson. 21.15 Tónleikar: Svíta op. 14 etftir Béla Bártók (George Solchany leikur á píanó). 21.40 „Frá harmi til huggunar", frá- saga Sigurðar Jónssonar bónda í Stafafelli (Séra Emil Björns- son flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ.á.m. leikur hljóm- sveit Guðmundur Finnbjörns- sonar „gömlu dansana", eftir ísl. höfunda. Söngvarar: Hulda Emilsdóttir og Sigurður Ólafs- son. 23.30 Dagskrárlok. Fimmtudagur 31. maí. (Uppstigningardagur) 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar: — .(10.10 Veð urfregnir). a) Trompetkonsert í Es-dúr eft- ir Haydn (Adolf Holler og hljómsveitin Philharmusica í Vín; Hans Swarowsky stj). b) „Lofið Guð í himnaríki'*. uppstigningaróratóría eftir Bach (Elisabeth Grúmmer, Marga Höffgen, Hans-Joac- him Rotzsch og Theo Adam syngja með kór Tómasar- kirkjunnar og Gewandhaus- hljómsveitin í Leipzig; Kurt Thomas stj.) c) Tvöfaldur konsert í a-moll op 102 eftir Brahms (David Oistr akh fiðluleikari, Pierre Fourni er sellóleikari og hljómsveitin Philharmonía leika; Alceo Gall iera stjórnar). 11.00 Messa í elliheimilinu Grund (Prestur: Séra Sigurbjörn Ást- valdur Gíslason. Organleikari: Gústaf Jóhannsson. Einar Sturlu- son og félagar hans syngja). 12.15 Hádegisútvarp. 12.50 „Á frívaktinni**, sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15.00 Miðdegistónleikar: Lög úr óper- unni „Tannháuser“ eftir Wagner (Marianne Schech, Rita Streich, August Seider, Franz Klarwein, Karl Paul, Otto von Rohr, kór og hljómsveit ríkisóperunnar í Múnchen flytja; Robert Heger stj.). 16.00 Kaffitíminn: Carl Billich og fé- lagar hans leika. 16.30 Vfr. — Guðþjónusta Fíladelfíu- safnaðarins í útvarpssal: Ásmund ur Eiríksson prédikar, og kór safnaðarins syngur. 17.30 Barnatími (Hildur Kalman): a) Vísnalög (Jórunn Viðar og Þuríður Pálsdóttir). b) „í æðarvarpinu“, leikrit eftir Líneyju Jóhannesdóttur (Áður útv. fyrir þremur árum). 18.30 Miðaftantónleikar: Rögnvaldur Sigurjónsson leikur píanólög og Björn Ólafsson fiðlulög. 19.00 Tilkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Upplestur: Jón Helgason prófes- sor les þýdd ljóð. 20.20 Tónleikar: Fiðlukonsert I g-moll eftir Vivaldi (Leonid Kogan og hljómsveit tónlistarháskólans í París leika; André Vandernoot stjórnar). 20:35 Erindi: Gengið um hlað á Stikla stöðum (Arnór Sigurjónsson riífc höfundur). 21.05 Orgeltónleikar: Martin Gúnther Förstemann frá Hamborg leikur á orgel Akureyrarkirkju: a) Improvisation yfir sálminn „Die goldne Sonne, voll Freud und Wonne" eftir Förstemann. b) Prelúdía og fúga í d-moll og D-dúr eftir Reger. 21.40 Erindi og upplestur: Gunnar Matthíasson talar við opnun Matfc híasarsafns á Akureyri I fyrra. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.30 Næturhljómleikar: Tvö verk effir Ludwig van Beethoven. a) Fiðlusónata nr. 9 í A-dúr op, 47, „Kreutzersónatan" (Yehudi og Hephzibah Menuhin leika). b) Fantasía í c-moll fyrir píanó, hljómsveit og kór op. 80 (Felix Schrönder, kór og sinfóníu- hljómsveitin 1 Berlín flytja, Hel« mut Koch stjórnar). 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.