Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVPiBLAÐIÐ MiðVikudagur 30. maí 1962 keppnin hefst í dag 1 DAG hefst í Chile úrslita- keppni um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu 16 þjóðir hafa áunnið sér rétt til lokaúrslit- anna. Þeim verður í fyrstu lotu skipt í f jóra riðla og síðan keppa sigurvegarar í riðlunum um titil inn. Keppninni, sem hefst í dag er skipt niður á fjórar borgir í Chile og hefur einn riðill aðsetur í hverri þeirra ★ Börgirnar sem valdar hafa verið sem vettvangur keppninn- ar eru Santiago, Arica, Vina del Mar Og Kancagua. í Santiago- riðlinum eru Ohile, Sviss, Vest- ur-Þýzkaland og Ítalía. í Arica* riðlinum eru Uruguay, Colum- bia, Rússland og Júgóslavía. í Vina del Mar-riðlinum eru Brasi Éger svart- sýnn Hörður Felixson seinna mátti það ekki verða. Við þetta mark lifnaði svolít ið yfir leik KR og tókst að ná öðru marki. — Annars eru fsfirðingam ir hættulegir hvaða liði sem er. Ef þeir hefðu haft heppn- ina með sér í fyrri hálfleik er þeir léku undan allsnörp um vindi, og skorað mark, þá hefði þessi leikur vel getað farið á annan veg, sagði Hörð ur. — Og svo eru það Fram og Valur næstu dagana, sem þið mætið? — Já. Þetta eru mikil átök framundan. Það er dýrt að tapa Ieik, jafnvel einu stigi og við vonum því í KR að okkur takizt að ná betur sam an en verið hefur í undanförn um leikjum, sagði hinn stæði legi miðvörður að lokum. lí|i, Mexico, Spáinn og Tékkó- slóvakía. í riðlinum í Rancagua eru Argentina, Búlgaría, Ung- verjaland og England. í dag verða þessir leikir: Uruguay — Columbía í Arisa Ohile — Sviss í Santiago Framhald á bls. 23. Drengirnir með John Wood. Strákarnir litlu hjáþjálf- aranum banda ríska Körfuknattleikssambandið hefur mikið umleikis þessar vikumar. Sambandið fékk hingað til lands þrautreyndan bandarískan þjálfara og hef ur hann undanfarnar vikur þjálfað dag hvern frá kil. 5 til 10 og nemendur hans eru daglega um 100 talsins. Allar æfingarnar fara fram í Vals — Eg er dálítið svartsýnn á gang málla í sumar, sagði Hörður Felixson miðvörður KR og landsliðsins er við hittum hann á fömum vegi. „Við í KR höfum ekki náð góðum sóknarleik. Þetta er hálf bitlaust í f ramlínunni. En vonandi breytist þetta fljótt“. — Hvernig var á ísafirði um helgina? — Völlurinn er enn mjög slæmur, laus og grefst. Leik urinn var lélegur og þetta leit illa út þar til Garðar fram- vórður skoraði með þrumu- skoti úr aukaspymu. Þá voru 10 min. til leiksloka, svo ; húsinu við öskjuhlíð. Frá kl. 5—8 eru ungir piltar, 16 ára og yngri og er þeim skipt í tvo hópa. Eftir átta á kvöldin koma síðan 32 menn, sem KKÍ valdi í sérstakan hóp til æf- inga fyrir væntanlegt lands- lið. Æfingar drengjanna eru opnar öillum og ætti sérhver unglingur sem áhuga hefur á knattleikum að athuga hvort ekki væri rétt að kynnast körfuknattleiknum undir tiil- sögn færasta þjálfara. Piltar geta komið í Valshúsið og lát ið skrá sig. Greiða verður mjög vægt vikugjald fyrir æf ingarnar. Ekki þurfa dreng- irnir að óttast að skilja ekki bandaríska kennarann, því með honum starfar einn af beztu körfuknattleiksþjálfur- um landsins, Einar Ólafsson. Ljósmyndari blaðsins heim- sótti drengjatímann á dögun- um. Það var líf og fjör í saln um. Þjálfarinn Johin Wood (Myndir: Þorm. Sveinsson). gekk á milli drengjanna og fyrirskipaði nýjar og nýjar æfingaf. Drengimir, sem voru á misjöfnum aldri frá 9—16 ára framkvæmdu þær, að vísu misjafnlega vel, en all ir með áhuga og leikgleði. Það var mikil ánægja ríkj andi með æfingarnar. Alls æfa hjá Jothn Wood 60—70 drengir, Og núna þegar sumir fara í sveitina sína, er rúm fyrir fleiri. Strákarnir sögðu að það „væri voða gaman í körfuknattleik“, Sumir höfðu aldrei æft körfubolta áður, aðrir höfðu æft hjá félögun- um. En allir eru velkomnir. John • Wood lætur vel yfir starfi sínu hér og segir að ís lendingar eigi mikinn fjölda efnilegra körfuknattleiks- manna, en þeir þurfi góðrar þjálfunar' við. Það vantar alla skólun þeirra og merkin um að þessi íþrótt sé enn á bernskuskeiði má sjá, þótt framfarimar hafi verið ótrú lega miklar og örar. En það er kraftur í körfu- knattleiksmönnum, að vera með 100 manns á æfingu dag lega yfir sumarið, þegar hvíld artími inniknattleikja stend- ur. En með eljunni hefst það. H eimsmethafinn kemst ekki á EM John Wood og Einar ölafsson þjálfa „skotfimi." urinn ber sig liðlega að. — Pilt- Stiffataila t trjáisum íþróttum icomin út ÚT ER komin stigatafla í frjáls- um íþróttum. Tafla þessi hefur eigi verið gefin út áður hér á landi, en hún var samþykkt á þingi alþjóðasambands frjáls- íþróttamanna í Briissel 1950 og siðan með smábreytingum í Hels- ingfors 1952. Kemur hún í stað- inn fyrir svonefnda finnska stiga töflu, sem samþykkt var 1934, en sú tafla var gefin út hér á landi 1944 og aftur 1950. Skortur hefur verið á þessari töflu hér á landi undanfarin ár og er gott til þess að vita, að hún skuli hafa verið gefin út og von andi að það verði til þess að aufca áhuga fyrir frjálsum íþróttum hjá okkur. Taflan er fjölrituð í Letri Hverfisgötu 50 Reykjavík, með nýjum fjölritunanaðferðum, sem ekki hafa verið reyndar hér á landi áður. Bókin mun fást í mörgum bóka búðum, en aðalútsölustaður er ÞÝZKI sundmaðurinn Ger- hard Hetz, tvítugur prentari, hefur sett nýtt heimsmet í 4x100 m einstaklingssundi. Hann synti í Moskvu á dögun um á 4.53.8, sem er 1.8 sek. undir heimsmeti Bandaríkja- mannsins Stickles. Hetz er sagður mesti sund- maður sem fæðzt hefur í Evrópu og sá eini sem veru- lega ógni Bandaríkjamönnum. í heimsmetssundinu synti hann keppnislaust, en tímar hans voru 1.04.5 í flugsundi, 1.15.7 í baksundi, 1.27.5 í bringusundi og 1.06.1 í skrið- sundi, eða samtals 4.53.8. Hetz verður ekki með á Evrópumót inu í Leipzig. — Sundmenn Vestur Þýzkal. keppa aldrei austan tjalds af stjórnmálaleg um ástæðum. Þessi bezti sund Sportvöruverzlunin Hellas Skóla vörðustíg 17 Reykjavik, og geta þau iþróttafélög, sem panta þar 10 eintök eða fleiri, fengið af- slátt. Útgefandi er Sigurður Frið- finnsson, Hafnarfirði, og mun hann einnig gefa út stigatöflu kvenna í frjálsum iþróttum á næstunni. maður Evrópu verður þvl fjarri góðu gamni. Annar í sundinu varð Rúss- inn Androsov á 5.07.2 Og 3, Finninn Vaohtoranta á 5.17.7. EÓP-mót KR EÓP-MÓTIÐ verður haldið á íþróttavellinum mánudaginn 4. júní nk. Keppt verður í eftir- töldum greinum: 100 m hlaupi karla, 100 m hlaupi unglinga, 100 m hlaupi sveina, 400 m hlaupi, 1500 m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi, lang- stökki, hástökki, kúluvarpi og kringlukasti. Þátttökutilkynningar sendist Frjálsiiþróttadeild KR fyrir nk. föstudagskvöld. Skíðalands gangan LANDSNEFND Skiðalandsgöng- unnar beinir þeim tilmælum til Skíðaráða og héraðssambanda að gera sem fyrst »kil fyrir seld merki og þátttökuskýrslur, «tf þau eiga það eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.