Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 14
W Huglheilar þakkir tii þeirra, sem glöddu mig á 70 ára afmæli minu 18 maí s.i. með heimsó.knum, gjöfum, heilla- skeytum og blómum. — Lifið heil Jóel Jónasson, Ljósheimum 10 Innilegt hjartans þakklæti til allra, sem 'heimsóttu mig á 70 ára afmæUsdaginn. Hjartans þakklæti fyrir allar gjafirnar, blómin og skeytin, — Guð blessi ykkur öll. Hjörleifur Ólafsson. I ÞórBur Einarsson Kvennaskólastúlkur *nunið kvöldfagnað Nemendasambandsins í Klúibbnum í kvöld kl. 19,30. Allir árgangar velkomnir. Stjórnin Nýkomið Italskir sumarskór frá „Lombardi“ . . ~ Engir eins ^ l! I J Lönguhlíð ÖLarcÁss ______milli Miklabrautar og Barmahlíðar Spónaplötur nýkomið 16, 18 og 22 mm Húsasmiðfan Súðarvogi 3 Timburverzlun — Trésmiðja — Byggingavörur Faðir okkar EINAH MAGNÚSSON frá Glerárshögum, andaðist að reimili sínu Meðallholti 11 þann 28. þ. m. Guðbjörg Einarsdóttir, Magnús Einarsson. Útför móður okkar GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram föstudaginn 1. júni og hefst með húskveðju að heimili hennar. Torfastöðum, Fljótshiíð kl 2 eJh. — Jarð- sett verður að Breiðabólstað. Fyrir hönd vandamanna. Ingibjörg Jónsdóttir, Guðjón Jónsson. JÓN JÓNSSON frá Flatey, fyrrverandi kennari, ándaðist 19. maí. Úfcförin er afstaðin. hökkum sýnda samúð. Þökkum einnig hjúkrunarfólki á Sólvangi hlýja umönnun í veikíndum hans. Ingibjörg Snorradóttir og aðrir vandamenn. Útför mannsins míns GÍSLA INGVARS HANNESSONAR bónda á Skipum, Sfcokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 2. júní. — Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e.h. Bílferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 10 f.h. Guðfinna Guðmundsdóttir ÞÓRÐUR Einarsson bökhaldari, er andaðist 21. þessa mánaðar, verður jarðsettur í dag. Þórður var fæddur 12. janúar 1881 að Nýlendu í Garði, en foreldrar hans voru hjónin Sesselja Sig- mundsdóttir, fædd og uppalin að Reyni í Mýrdal, og Einar Matthíasson frá Hofi í Garði. Fæðingarvetur Þórðar var mjög kaldur hérlendis, svo sem oft var um þetta árabil. Kom það mjög hart niður á lands- fólki öllu, ekki sízt úti við sjávarsíðuna, en þar voru húsa- kynni víða mjög léleg og upp- hitun húsa nær óþekkt. Minn- ist ég þess, að oft talaði Þórður um það, að móðir sín hefði haft hvað mestar áhyggjur af því, er hún lá á sæng, hvort hún mundi geta varið nýfæddan sveininn kali. Fraus þá allt úti sem inni og sængurfötin af skornum skammti. Þórður var aðeins á 7. aldursári, er hann kom fyrst á sjó með föður sín- um. Kröfur voru þá almennt gerðar til barna og unglinga um að rétta fram hjálparhönd, ef létta mætti hina hörðu lífsbar- áttu foreldranna. Þetta var oft harður skóli, en hann var raun- hæfur. Ætíð minntist Þórður foreldra sinna með virðingu og ástúð, þótt hann lifði stundum við harðan kost. Sjálfur tók hann þátt í baráttu lífsins strax og kraftar hans leyfðu, og voru það fyrstu morgungeislarnir í lífi hans, er hann varð fær um að leggja foreldrum sínum eitt- hvert lið. Þórður fann fljótt til þess, að hann vantaði þekkingu, meiri en þá, er almennt var að hafa úr barnaskóla. Innritaðist hann því í Flensborgarskölann í Hafnarfirði haustið 1898. Eftir námið i Flensborgarskóla var Þórður mest í Keflavík. Stund- aði hann þar sjóinn fyrst í stað. Síðari hluta vetrar og á vorin kom oft fyrir, að enskir „troll- arar“ komu inn á höfnina í Keflavík og vildu skipstjórar selja fisk við vægu verði. í þá daga hirtu Englendingar aðeins flatfisk, og var hér því um að tefla góð föng til bjargar lé- legri vertíð Suðurnesjamanna. Fylltu vertíðarmenn oft báta sína með enskum togarafiski og guldu fyrir í áfengi, vanalega tvær til þrjár flöskur af Whisky fyrir farminn. Yfirleitt var Þórður Einarsson túlkur fyrir formann sinn í þessum ferðum, og minntist hann oft á þessa kaupsýslu með ánægju. Árið 1905 kvæntist Þórður heitmey sinni Solveigu Bjarna- dóttur, hinni ágætustu konu, og bjuggu þau saman í 37 ár. Ári síðar fluttust þau hjón til Hafn- arfjarðar og stundaði Þórður þar ýmis störf við höfnina á- samt sjómennsku. En um haust- ið 1907 tók hann við vélgæzlu í ljósastöð Reykdals, er þá var fyrst tekin í notkun. Vann Þórður óslitið við þetta til haustsins 1914, er hann gekk í þjónustu enska fiskveiðifélags- ins Bookless Bros. Síðar réðist Elsku litli drengurinn okkar S V E R R I R lézt á barnadeild Lamdspítalans 25' maí. — Jarðarförin hefur farið fram. — Þökkum innilega auðsýnda samúð. Sólborg Marinósdóttir, Rúdolf Ásgeirsson. Ráðskona óskast að vistheimilinu að Elliðavatni nú þegar. — Uppl. í síma 3-30-27 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur íbúðarhœð við Coðheima Til sölu er 3ja hæð rússins nr. 14 við Goðheima. fbúðin er 4 herb. og eld'hús alls 108 ferm. að stærð. Sér hiti og vtöfalt gier að mestu. Sfcofa. gangur og Hall teppalagt. Harðviðarhurðir. Svaiir. Failegt útsýnL — Húsið fullgert að utan. Góð lán til langs fcíma fygja. Til sýnis í dag frá kl. 6—8 síðdegis. Verðtillboð ásamt greiðsluskilmálum óskast sent til undirritaðs fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 2. júní. Ausiurstræti 20 . Sfmi 19545 Þeir innflytjendur sem óska að selja Reykjavikurborg strætisvagna með eða án yfirbjggingar eru beðnir að senda oss upplýs- ingar um tegundir og verð sem fyrst. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Húsnæði Til leigu strax 60 ferm. húsnæði við Laugaveginn fyrir léttan iðnað eða geymslu. — Tilboð merkt „Húsnæði —4604“, sendist afgr. MbL hann til annars félags, Hellyer Bros. og vann þar um árabil. Þessi ensku fiskveiðifélög voru bæði stór þáttur í lífi Hafnfirð- inga um þessar mundir og höfðu mikil mannaforráð. For- ráðamennirnir vissu vel að vanda þurfti val þeirra manna, er höfðu aðalstjórn á höndum, bæði 1 skrifstofum og þó ekki síður í þurrkunarstöðvunum, þar sem tugir karla og kvenna unnu. Það var því engin til- viljun, að þessir framtaksmenn réðu til sín Þórð Einarsson, og hjá þeim vann hann um langan tíma sem skrifstofumaður, gjaldkeri eða bókhaldari og framkvæmdastjóri í frávikum eigendanna. Þetta sýndi ljós- lega, hversu rétt þeir mátu fjölhæfni Þórðar til starfa. Á Hörðuvöllum, þar sem þau Solveig og Þórður bjuggu lengst í Hafnarfirði, var oft langur vinnudagur hjá þeim hjónum. Árvekni og dugnaður var þeim hjónum jafnt í blóð borið. Húsbóndinn alltaf vak- andi yfir velferð heimilisins og húsmóðirin önnum kafin með sinn stóra barnahóp. Þau hjón- in eignuðust tólf börn. Af þeim eru átta á lífi, og eru þau öll góðir og nýtir borgarar og hafa getið sér góðan orðstír bæði hér heima og erlendis. Þótt efni væru ekki mikil að Hörðuvöllum, voru þau hjónin ávallt veitandi og þótti mörgum þangað gott að koma. Solveig, kona Þórðar, andað- ist'hér í Reykjavík árið 1942. Það sama ár réðist Þórður til starfa hjá Kassagerð Reykja- víkur og gegndi þar skrifstofu- störfum allt til ársins 1957. Árið 1949 kvæntist Þórður æskuvinkonu sinni Margréti Þorsteinsdóttur og lifir hún mann sinn. í þessi nærfellt 13 ár, er þau hafa búið saman, Þórður og Margrét, hefur heimili og sam- búð þessara öldruðu heiðurs- hjóna verið til sérstakrar fyrir- myndar. Ástúð, fórnfýsi og göfuglyndi hefur verið þeirra aðalsmerki og skipað öndvegis- sess á heimili þeirra. Þórður Einarsson var maður fremur lágvaxinn, en hann var léttur í spori og léttur í lund. Ég kynntist Þórði fyrst, er hann kom til starfa í Kassa- gerðina. Fyrir allan þann tíma, er hann starfaði þar, vil ég færa honum kærar þakkir, þakka honum gott samstarf og afkastamikinn vinnudag. 1 ná- vist Þórðar var gott að vera, lund hans ávallt létt og hlátur' hans sérstæður og smitandi, því að græzkulaus var hann ætíð. Þórður var ljóðelskur og hag- yrtur og einkar fljótur að kasta fram stöku. Við kveðjum Þórð Einarsson hinztu kveðju í maí. Hann sagði oft: „Maí er minn hættumánuð- ur, og þegar ég fell frá, verður það í maí“. Eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum Þórðar sendi ég öllum mínar fyllstu samúðarkveðjur. Vilhjálmur Bjarnason. Moskva, 28. maí — AP-NTB. Rússar skutu í dag á loft nýju gervitungli, sem fengið hefur nafnið „Kosmos V“. Umferðar- tími þess er rúimar 102 minútur. Mesta fjarlægð frá jörðu er 1600 km en miimsta um 200 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.