Morgunblaðið - 30.05.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.05.1962, Qupperneq 13
MiSvikudagur 30. maí 156° MORGUNBLAÐ1Ð 13 það motaði hann sér, er hér- ioringjarnir gerðu uppreisn- ina í Alsír, í fyrra. Fréttatiikynning var gefin út á fimmtudag, frá þing- mönnum floklks De Gaulle. Þar er því lýst yfir, að dóm- Vignancourt faðmar einn af vinum sínum fyrir utan „Palais de Justice", að dómsupp- kvaðningu lokinni. Lögreglan fékk vart við nokkuð ráðið. Leiöir dómurinn yfir Salan til falls DeGaulle, forseta? DÓMURINN, sem kveðinn var upp yfir Raoul Salan, fyrrum hershöfðingja, og síð- ar yfirmanni OAS-hreyfing- arinnar í Alsír, hefur hvar- vetna vakið geysilega athygli. Allir, sem fylgzt höfðu með réttarhöldunum, r.unu hafa búizt við, að krafa saksókn- arans, André Galvada, um dauðadóm, yrði tekin til greina af herrétti þeim ,sem fjallaði um mál hans. Úrslit- in komu því mjög á óvart, og sennilega engum meir en De Gaulle, forscta. I fyrstu var ekki ljóst, hver viðbrögð ráðamanna yrðu, en á sunnudag ákvað De Gaulle, að herrétturinn yrði leystur upp. Vitað var, að strax eftir að Salan hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, tóku nán- ustu samstarfsir.snn De GauIIe að íhuga, hvaða leiðir væru færar, til þess að fá mái Salans tekið upp að nýju. — Ein leið var talin sú, sem nú hefur verið farin, að leysa upp dóminn. De Gaulle hef- ur fengið nýja ástæðu til þess að taka mál Salans fyrir aftur, þar eð nú er komið upp, að OAS -foringinn hefur stjórnað aðgerðum OAS- hreyfingarinnar, úr Santé- fangelsinu, þar sem hann sat lnni, meðan hann beið dóms. Er Canal, foringi OAS- manna í Frakklandi, var handtekinn nú fyrir skömmu fannst á honum, bréf, frá Salan, skrifað 24. maí sl., eða á þeim tíma, er Salan átti að vera í ströngu varðhaldi. Þar leggur Salan svo fyrir, að Canal greiði tveimur stjórn- málamönnum nokkrar millj. (ísl. kr.) Báðir eru þeir stuðnlngsmenn OAS, og ann- ar þeirra mun vera Georges Bidault, fyrrverandi ráð- herra, sem hefur farið huldu höfði nú um skeið. Salan var aðeins ákærður fyrir þá glæpi, sem hann var talinn hafa framið, fram til þess tíma, er hann var hand- tekinn. Nú þykjast yfirvöld- in hafa fengið óyggjandi sannanir þess, að Salan hafi haldið áfram að leggja á ráð- ln um hryðjuverk OAS, eftir þann tíma, og þar með gefst tækifæri dl að sækja hann tU saka á nýjan leik. Það varð strax Ijóst, eftir að réttarhöldunum yfir Sal- an lauk, að erfitt yrði um framkvæmd dauðadómsins yf ir Edmond Jouhaud, undir- manni Salans í OAS-hreyf- ingunni, þar eð Salan fékk mildari dóm. Verjendur Jou- hauds sneru sér því strax til franska dómsm.álaráðuneytis- ins, með beiðni um, að mái Jouhauds yrði tekið fyrir aftur, þótt ekki megi áfrýja dómi herréttarins, lögum samkvæmt. Þetta var áður en De Gaulle leysti upp herrétt- inn. — Yfirmenn dómsmála lögðu þá að De Gaulle, for- seta, að leyfa athugun þess- arar beiðni, á þeim forsend- um, að ráðuneytið myndi ör- ugglega hafna henni. Ekki er enn ljóst, hvern endi þessi hluti m.á.lsins fær, en úr því mun verða skorið síðar í vikunni. I kjölfar þess fylg- ir, að tveir aðrir menn, sem handteknir voru um leið og Jouhaud, hafa farið fram á endurupptöku mála sinna. Eitt mesta áfallið, eftir að ljóst varð, að Salan gat hald- ið áfram að helga sig stjórn hryðjuverka OAS, meðan hann sat i Santé-fangelsinu, eru upplýsingar lögfræðings OAS-mannsins Ferrandi, sem handtekinn var um leið og Salan. Lögfræðingurinn, Is- orni, heldur því fram, að Salan hafi haft náið samband við æðstu stjórnmálarr.°nn Frakklands, meðan hann dvaldist enn í Alsír. Hafi þeir menn stöðugt aflað upplýs- inga fyrir Salan um þau mál, sem til umræðu voru, og þá sérstaklega aðgerðir gegn herm.darverkahreyfingunni. Isorni heldur þvi einnig fram, að um náið samband æðstu ráðherra núverandi stjómar í Frakklandi við OAS sé, og hafi verið að ræða. Hafi Salán strax fengið upplýsingar um það sem gerðist á fundum stjórnarinn- ar. — Þá segir Isorni, að OAS hafi greitt tveim.ur af nán- ustu samstarfsmönnum De Gaulle nokkrar milljónir (ísl. kr.), fyrir stuðning þeirra við OAS. Engu er hægt að spá um, hvort yfirlýsingar Isornis hafa við rök að styðjast, en þar sem þetta mál hefur vak- ið óskipta athygli um heim allan, verður hér rakin gang- ur mála frá því í síðustu viku, að réttarhöldunum yfir Salan lauk: urinn yfir Salan hafi valdiðsínum. slíikri ringulreið, að likast væri borgarastríði. Lýstu þing mennirnir því yíir, að þeir myndu gera al-lt, sem í þeirra vaidi stæði, til þess að tryggja forsetann í sessi, og lýstu stuðningi við viðleitni De Gaulle, til að varðveita 5. lýðveldið. inn. Beiddisthann þess af Sal- an, að þótt nú væri komið fram á elleftu stundu, þá ætti hann að viðurkenna villu síns vegar, og reyna að flá því til vegar komið, að OAS-samtök- in létu nú af hryðjuverkum Sakborningurinn: Salan • HNEFAHÖGG Uppliýsingamiálaráðlherra frönsku stjórnarinnar, Alain Peyrefitte, lýsti því ytfir á fimmtudag, að stjórnin hefði miklar áhyggjur af þeim otf- leiðingum, sem Orðið gætu af dómnum, bæði í Alsír og í Frakklandi. Hann sagði, að dómurinn væri hnefahögg í andlit þeim, sem berðust fyrir því, að fá komið á friði og ró í Alsír, og sagði, að stjórnin liti svo á, að dómur inn væri bein hvatning til OAS-samtakanna. Þau kynnu nú að gera alvarlega tilraun ti'l þess að steypa stjórninni, kollvarpa 5. lýðveldinu og koma á einræði í Frakklandi. Þá tók Peyrefitte fram, að ytfir völdin myndu gera ráðstafan- ir til þess að koma í veg fyrir glæpi gegn ríkinu. • GRÍPUR DE GAULLE TIL ALRÆÐISVALDS- INS AÐ NÝJU? Raddir voru einnig uppi um það í París, að De Gautfle kynni að grípa til alræðis- valds, og lýsa ytfir hernaðar- ástandi í landinu. Samkvæmt 16. grein stjórnarskrárinnar hefur hann vald til sMks, og • VIDBRÖGÐ FRANSKRA BLAÐA. Viðbrögðin í frönskum blöð um voru á margan veg. íhalds blaðið Le Figaro, segir, að dómurinn sé furðulegur, en álitur að hann geti leitt til málamiiðlunair. France Soir, óháð, á'lítur að dómurinn þurfi ekki að leiða til nýrrar hermdarverkaöldu í Alsír og Frakklandi. • ÓSIGUR FYRIR DE GAULLE. Margir, sem kunnugir eru frönskum stjórnmálum, telja hins vegar, að dómurinn sé beinn ósigur fyrir De Gaulie, — enn einn ósigur, eftir marga, sem florsetinn hetfur beðið að undanförnu. Benda menn, í því sambandi, á á- Iflvörðun ráðherranna tfimm sem sögðu sig úr stjóminni, nú fyrir nökikrum dögum, á- lásir fyrrverandi forsætisráð- herra Paul Reynaulds Og full- yrðingar sósíalista, um að De Gaulle gangi með ólæknandi minnimáttarkennd gagnvart Bandaríkj amönnum. Forsetinn er sagður gera sér fulla grein fyrir þvtf, hve mik illi andspyrnu hann hefur mætt frá hálfu margra stjórn- málamanna og starfsmanna ílokka, en ’hann hefur samt lýst því yfir, að hann muni ekki segja af sér stöðu sinni. • DÓMURINN KVEÐINN UPP. tííðasti hluti réttarhaldanna hófst síðla kvölds á miðviku- dag. Dómsforsetinn, Bornet, hóf ræðu sína með því að segja, að Salan hefði verið sek ur fundinn um iþau atriði, sem hann hefði verið ákœrður fyrir. Hins vegar sagði h'ann, að meirihluti dómaranna 9 hefði talið, að taka yrði til greina „mildandi aðstæður“. Er áheyrendur í dómssalnum heyrði þessi orð Bornets, ráku þeir upp mikil fagnaðarlæti, svo að vart heyrðist mannsins mál. Skömmu síðar tóku þeir að syngja „Marseillesiiui.“ • LEIÐ YFIR VERJAND- ANN. Verjandi Saians, Tixier Vignanoourt var þá ekki leng- ur í neinum vafa um, að skjól- stæðingur hans myndi halda lífi. Hann rauk upp um háls Salans, kyssti hann, — en varð svo mikið um, að hann féll í ómegin. Það var Salan sjálfur, sem sagði síðasta orðið, áður en dómararnir drógu sig í hlé, flyrr um kvöldið, til þess að fella dóminn. Þá sagði Salan: „Lifi Frakk- land — Ég fel mig Guði.“ Athyglisvert var, að Salan sagði ekki aukatekið orð, með an réttarhöldin stóðu, utan ræðu þeirrar, sem hann hélt í byrjun þeirra, og lokaorðanna. Rétt er að minna hér á ógn- anir þær, sem OAS-samtökin höfðu haft í frammi við dóm- arana. Þeim hafði öllum verið hótað lífláti, ef Salan yrði dæmdur til dauða. Síðasta ræða saksóknarans, André Galvalda, gekk að mestu út á það, að krefjast dauðadóms, og þess, að engin þau atriði mætti taka titf greina, sem mildað gætu dóm- Salan þagði aðeins, og hristi höfuðið. • „SALAN BLEKKTUR AF DE GAULLE", SAGÐI VERJANDINN. í síðustu varnarræðunni, sagði Tixier Vignancourt, að Salan hefði verið blekktur af De Gautfle, sem hefði svikið loforð sitt frá 1958, um að Alsír yrði áfram franskt. Til áherzlu las verjandinn upp bréf frá De Gaulle, til Salans, frá þeim tíma, en þar segir De Gaulle: „Við megum ekki sleppa Alsír.“ Á þessum forsendum reyndi verjandinn að láta líta svo út, sem þátttaka Salans í uppreisn inni og starfsemi hans innan OAS hefði verið „lögleg“, á sama hátt og barátta De Gaulle 1940, gegn Þjóðverj- um, hefði verið lögleg. • „AÐSTAÐA SALANS OG DE GAULLE EKKI SAMBÆRILEG.“ Saksóknarinn benti hins vegar á, að eíkki væri hægt að bera saman aðstöðu De Gaulle 1940, og Salans 1961, þvi að De Gaulle hefði staðið í baráttu sinni á þeim tím- um, er Frakkland var herset ið af óvinum. Staða Alsírs hefði hins vegar verið ákveðin með frjálsum stjórnarathötfnum, og sú staða hefði verið, og yrði staðfest með kosningum. Þótt breytingar hefðu orð- ið á vitfja þjóðarinnar, þá væri það skylda hersins að hlýða þjóðinni. Herinn gæti ekki gripið titf vopna, og slík- um viðbrögðum yrði að mæta með þyngstu refsingu. • LOFORÐ FRÖNSKU HERSHÖFÐINGJANNA. Verjandinn lýsti því þá ytfir, að heráhöfðingjarnir í Atfsír hefðu lofað Evrópubúum og vinveittum Serkjum því 1958, að Atfsír yrði alltatf franskt. Saksóknarinn sagði, að hers höfðingjar hefðu ekki leyfi titf að gefa nein slík lotforð. Þeirra Vignancourt — bjargaði hann lífi Salans? startf væri aðeins að hlýða skipunum stjórnarinnar. Ræða saksóknarans, Galvada er ekki talin lí'kleg titf þess að skipa verulegan sess í réttar- farssögu Frakklands. Málflutn ingur hans var yfirleitt tatfinn laus í reipunum, og einkenn- ast frekar af aukaatriðum en aðalatriðum. Verjandinn, Vignancourt, sló hins vegar um sig með stóryrðum, og sagði m.a., að hann væri ekki að verja Sal- an fyrir hæstarétti hersins, heldur „rétti sögunnar." Annar af verjendunum, Goutermanov, sló á sömu strengi, og lauk tali sínu með því að segja við Salan: „Ef þér eigið að stíga á krossinn, þá verðum við atflir krossfest- ir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.