Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 4
4
MORGVNBLAÐtb
Þriðjudagur 19. júní 1962
Matsveinn
óskar eftir morgunvinnu.
Tilboð er greini kaup og fl.
sendist Mbl. fyrir 22. þ. m.
,merkt: „Vanur — 7317“.
Síldarpláss
Óska eftir góðu síldar-
plássi sem matsveinn eða
stýrimaður. Tilboð sendist
blaðinu, merkt: ,,Síld 12 —
7318“.
Skellinaðra
NSU ’57 í ágætu lagi, til
sölu. Uppl. í síma 35091.
Jarðýta til Ieigu
Sími 24078 eftir kl. 8 á
kvöldin.
Véltækni hf.
15 ára stúlka
óskar eftir vist, eða ann-
arri vinj-^u.
Uppl. í síma 32265.
6 tonna bátur
til sölu nýendumýjuð vél
með línuspili og línu. Mjög
hagstæðir greiðsluskilmál-
ar. Uppl. í síma 36648
frá kl. 1—2.
Múrarar
Tilboð óskast í utanliúss-
múrhúðun á fjölbýlishúsi.
Uppl. í síma 34901.
Húsnæði óskast
2—4 herb. og eldhs óskast
til leigu strax. Þrennt full-
orðið í heimili. Uppl. í
síma 13327.
Silki rúmteppi
Vatteruð silki rúmteppi
fallegir litir — til sölu að
Grettisgötu 26.
íbúð til leigu!
á Högunum, 3 herb. og eld-
hús. Leigist til 1. október.
uppl. frá kl. 2—6 í síma
20024.
Reglusamur
piltur óskar eftir herbergi,
helst í Laugarnesinu. Tilib.
sendist blaðinu fyrir 25.
þ. m. merkt „7268“.
Rauðamöl
Rauðamöl, fín og gróf. —
Vikurgjall. — Ennfremur
mjög gott uppfyllingarefni.
Sími 50997.
Ódýr skrúðgarðaúðun
Látið sérfræðing annast
verkið. Rétt lyf á hverjum
stað. Meinlaus úðun. Mein-
dýra- illgreisiseyðing.
Guðmundur örn Árnason,
skógarverkfr. Sími 50682.
Múrarar
Tilboð óskast í að múrhúða
Vesturbrún 14 að utan.
Uppl. gefur Steinar Guð-
mundsson. Sími 15 —
Brúarlandi.
íbúð óskast
Tvö herb. og eldhús óskast
til leigu nú þegar til 1. okt.
Steina-r Guðmundsson.
Sími 15 — Brúarlandi.
i dag er þriðjudagur 19. júnl.
17D. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 06:04.
Síðdegisflæði kl. 18:25.
Slysavarðstofan er opln allan sólar-
tiringmn. — L.æknavöróur L..R. tiyru
vitjanir) er 6 sama stað fra kl. 18—8.
Sími 15030.
NEYÐARLÆKNIR — sími: 11510 —
frá kl. 1—5 e.h. alla virka daga nema
laugardaga.
Næturvörður vikuna 16.—23. júní
er í Lyfjabúðinni Iðunni.
Kópavogsapótek er opið alla virka
daga kl. 9,15—8,/ laugardaga trá kl
9:15—4. helgid frá 1—4 e.h. Síml 23100
Sjúkrabifreið Hafnarfjarðar sími:
51336.
Holtsapótek, Garðsapótek og Apó-
tek Keflavíkur eru opin alla virka
daga kl. 9—7, laugardag frá kl. 9—4
og helgidaga frá kl. 1—4.
Næturlæknir í Hafnarfirði 16.—23.
júní er Páll Garðar Ólafssor/, sími 50126
Prestkvennafélag íslands heldur
aðalfund sinn í Valhöll á Pingvöllum
næstkomandi miðvikudag 20. þ. m.
Messað verður í Þingvallakirkju kl.
10. Ferðir frá B. S. í. kl. 8.30 árdegis
og kl. 1.30 síðdegis. Bílferð frá Þing-
völlum að fundinum loknum.
Kvenréttindafélag íslands. 19.
júní-fagnaður félagsins verður í Silf-
urtunglinu kl. 8.30 e. h. á þriðjudags-
kvöldið. Dagskrá: Ræða, upplestur og
einsöngur. Vestur-íslenzkum konum
er sérstaklega boðið. Félagskonur fjöl
memiið og takíð með ykkur gesti.
Sjómannskonur, er stóðu fyrir kaffi
sölu á sjómannadaginn, þakka hjart-
anlega öllum þeim, er lögðu þeim lið
með gjöfum, vinnu og annarri fyrir-
greiðslu. Sérstakar þakkir færa
þær forstöðumönnum Sjálfstæðishúss
ins og Hafnarbúða fyrir lán á húsun-
um. Öllum ágóða verður varið til jóla
glaðnings vistfólki á Hrafnistu.
Bifreiðaskoðun í Reykjavík — í dag
eru skoðaðar bifreiðarnar R 5551 til
R 5700.
Frá Orlofsnefnd húsmæðra, Reykja-
vík. Þær húsmæður, sem óska eftir
að fá orlofsdvöl að húsmæðraskólan-
um að Laugarvatni í júlímánuði, tali
við skrifstofuna sem fyrst. Skrifstof-
an er í Aðalstræti 4, uppi og er opin
alla daga nema laugardaga frá kl. 2-5
e. h. Hún gefur allar nánari upplýs-
ingar. Sími 16681.
Kvenfélag Bústaðasóknar fer í
skemmtiferð á Snæfellsnes sunnudag-
inn 24. júní. Uppl. í síma 34229.
Kvenréttindafélag íslands. — 7.
fulltrúaráðsfundur félagsins verður
haldinn dagana 20. og 21. júní. í fé-
lagsheimili Hins ísl. prentarafélags að
Hverfisgötu 21. Fundurinn hefst kl.
10 árdegis á miðvikudag. Konum er
heimill aðgangur að fundinum.
85 ára er í dag 19. júní frú
Sigurveig Björnsdióttir Víðimel
45. Hún dvelur í dag hjá dóttur
sinni, Álfheimum 70.
Sextug er í dag frú Sólveig
Þórðardóttir, Njálsgötu 15. Hún
dvelur ekki heima á afmælisdag
inn.
Um heigina 17. júní hafa ver-
ið gefin saman af séra Árelíusi
Níelssyni,, Alla Árdís Alexand-
ersdóttir og Ragnar Þór Jörunds
son smiður, Hvassaleiti 18.
Ennfremur ungrú Díana
Nancy Herberts og Guðmundur
Björnsson bílstjóri, Efstasundi
32.
Ennfremur Jósefína Lára Lár-
usdóttir (Lárusar Jóhannessonar
hæstaréttarlögmanns) og Hall-
dór Árni Bjarnason stúdent
(Bjarna Oddssonar læknis), Suð
urgötu 4.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband Bera Melax og Bolli
Haraldsson. Heimili þeirra er
að^ Meðalholti 11.
í Langholtskirkju voru enn-
fremur gefin sa-man í hjónaband
af sama presti ungfrú Þuríður J.
Bjarnadóttir og Baldvin Árna-
son bílasmiður, Smáratúni 7,
Selfossi.
Ennfremur ungfrú Arnþrúður
Kristín Ingvarsdóttir og Jón Sig
urjón Skúlason verzlunarmaður,
Hveragerði.
Ennfremur ungfrú Guðdís Sæ
unn Guðmimdsdóttir og Bjarni
Magnússon, Garðsenda 12.
Og ennfremur ungfrú Jóna
Sigrún Harðardóttir og Guðjón
I. Sigurðsson skrifstofumaður,
Heiðargerði 51.
I dag verða gefin saman i
hjónaband á Dalvík ungfrú Þor-
björg Þórarinsdóttir Dalvík og
Jón Auðunn Guðjónsson, Marð-
arnúpi í Vatnsdal. Stefán Snæv-
arr prestur á Völlum framkvæm
ir hjónavígsluna.
Hinn 17. júní sl. opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Hrefna
Pétursdóttir hjúkrunarkona og
Bolli Kjartansson stud. oecon.
Hinn 17. júní sl. opinberuðu
trúlofun sína Ragnheiður Bára
Stefánsdóttir og Guðleifur Guð-
mundsson handavinmikennari,
Laugarnesvegi 86.
Þann 17. júní opinberuðu trú-
lofun sína, unnur Steindórsdótt-
ir Vatúskoti, Þykikvabæ og
Gunnar Guðmundsson, Skipa-
gerði, V-Landeyjum.
Hinn 17. júní sl. opinberuðu
trúlofun sína, ungfrú Ásta Björt
Thoroddsen stúdent og Auðunn
Klemenz Sveinbjarnarson stud.
med.
Hinn 16. júní opinberuðu trú-
lofun sína Kristín Jónsdóttir,
öldugötu 33, Hafnarfirði og Bald
ur Sveinsson, stúdent, Goðatúni
2°.
Á sjómannadaginn voru gefin
saman í hjónaband Steinunn
Felixdóttir Ytri-Grund Seltjarn-
arnesi og Herbert Jónssop frá
Bolungarvík. Heimili þeirra er
að Granaskjóii 23.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína, ungfrú Wilhelmína Regin-
baldsdóttir, Miðhúsi, Grindavík
og Jón Samúelsson Þingdal, Vill-
ingaholtshreppi.
Þann 9. júní s.l. opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Hjördís
Bergsdóttir HofsvaUagötu 59 og
Þórir Ólafsson, Tunguvegi 5.
HafnarfLrði.
Loftleiðir h.f.: Leifur Eiríksson er
væntanlegur frá NY kl. 09.00. Fer
til Luxemborgar kl. 10.30. Kemur til
bak frá Luxemborg kl. 24.00. Fer til
NY kl. 01.30.
Flugfélag íslands h.f. MUlUandaflug:
Gullfaxi fer tU Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08:00 í dag. Vænt-
anleg aftur til Rvíkur kl. 22:40 í
kvöld. Flugvélin fer tU Oslóar og
Kaupmannahafnar kl. 08:30 í fyrra-
málið. Skýfaxi fer til Lundúna k5.
12:30 í dag. Væntanleg afltur tU
Rvíkur á miðnætti í nótt.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (3 ferðir), EgUs-
staða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauð-
árkróks og Vestmannaeyja (2 ferðir).
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu
Homafjarðar, ísafjarðar og Vest-
mannaeyja (2 ferðir).
H.f. Jöklar: Drangjökull er í Rostoak
fer þaðan til Rotterdam. Langjökull
kom 17 þm. til Helsingborgar fer
þaðan til Klaipeda, Norrköping, Kcrt-
ka og Hamborgar. Vatnajökull kom
til Grimsby í gær fer þaðan tU Ham
borgar, Rotterdam og London.
SkipadeUd S.Í.S.: Hvassafell er í
Rvík. Amarfell er I Rvík. Jökulfell
lestar á Austfjörðum. Dísarfell fór
í gær frá Akranesi áleiðis til ísa-
fjarðar, Blönduóss, Siglufjarðar og
Akureyrar. Litlafell er í oliuflutning-
um í Faxaflóa. Helgafell er í Archang
elsk. Hamrafell fór 10 þm. frá Rvík
til Aruba.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er vænt
anleg tU Rvikur kl. 7.30 á morgun frá
Norðurlöndum. Esja kom til Rvíkur í
gærkvöldi að austan frá Vopnafirði.
Herjólfur er í Reykjavík. Þyrill fór
frá Rvík í gær tU Ingólfsfjarðar og
Raufarhafnar. Skjaldbreið fór frá
Rvík í gær vestur um land til Akur-
eyrar. Herðubreið fer frá Rvík í dag
austur um land í hringferð.
H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar-
foss fór frá NY 15 þm. tU Rvíkur.
Dettifoss er í Rvík. Fjallfoss er í
Rvík. Goðafoss fer frá Hamborg 21
þm. til Rvíkur. Gullfoss fór frá Rvík
16 þm. til Leith og Kaupmannahafnar.
Lagarfoss er í Rvík. Reykjafoss er á
Patreksfirði, fer þaðan tU Þingeyrar,
Súgandafjarðar og Stykkishólms. Sel-
foss fór frá Dublin 16 þm. tU NY.
TröUafoss fór frá Gautaborg 16 þm. til
Rvíkur. Tungufoss er í Gautaborg,
fer þaðan tU íslands Laxá lestar í
Hamborg 26 þm. Medusa lestar í
Antwerpen um 28 þm.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er á Siglufirði. Askja fer vænt-
anlega frá Kotka 1 dag áleiðis til
Rvíkur.
Tekið á móti
filkynningum
f DAGBÓK
trá kl. 10-12 f.h.
HALLGRfMUR DALBERG
hefur nýlega lokið flutningi
tilskilinna prófmála fyrir
hæstarétti. Hallgrímur tók
stúdentspróf frá Menntaskól-
anum í Reykjavík vorið 1937.
Hann varð cand. juris frá Há-
skóla íslands í jnúar 1944.
Vann fyrst við málflutning og
lögfræðistörf. Stundaði fram
haldsnám í þjóðarétti 1944—
1945 við Oxfordiháskóla. Hef-
ur starfað í félagsmálaráðu-
neytinu síðan 1947. Hann hef-
ur átt sæti í Varnarmlálanefnd
síðan 1956.
móðir ungan son sinn, að þii
skeklkir alltaf skóna þína.
Það er vegna þess, mamma.
sagði drengurinn, að jörðin
er hnöttótt.
Maður nokkur bað sér konu á
þessa leið: Heldurðu, að þú vilj-
ir ekki ganga með mér veg
allrar veraldar? Ég er hrædd
um, að heldur verði ég skólítil
til þess, svaraði hún.
Páll mætir kunningja sínum á
götu, sem stöðvar hann. Blessað-
ur tefðu mig ekki, ég er á leið
heim til konunnar minnar með
skraut og útflúr og ég verð að
flýta mér, áður en tízikan breyt-
ist aftur.
JÚMBÖ og SPORI — X- X— Teiknori: J. MORA
I>eir höfðu aðeins tvær axir til
þess að fella trén með og meðan
Júmbó og' flugmaðurinn athuguðu,
hvemig vélinni yrði komið á land,
lagðist Spori í grasið og hugsaði
málið.
hvíslaði Júmbó að flugmanninum,
— þegar hann vaknar, höfum við
lokið við brúna, og hann verður
undrandi og glaður. Hann á það skil-
ið eftir allt, sem hann hefur gert
fyrir okkur.
— Já, þið hafið sannarlega unnið,
hrópaði Spori, þegar hann vaknaði
næsta morgun.
— Brúin er tilbúin, sagði Júmbó
hreykinn, — og við bíðum eftir yður
til þess að draga vélina á land.
— Leyfúm Spora að hvíla sig,