Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 1
vill halda áfram bar- áttu Serkneska útlaga- stjórnin á Öndverðum meiði við bráðbirgða stjómina Algeirsborg, Oran, 18. júní. — (AP-NTB) — 1 G Æ R tilkynnti Chawki Mostefai, fulltrúi alsírsku útlagastjórnarinnar í alsírsku bráðabirgðastjórninni, að tek izt hefði samkomulag með fulltrúum OAS-hreyfingar- innar og ráðherrum hráða- birgðastjórnarinnar, um að veita OAS-mönnum grið, eft- ir að Alsír hefði öðlazt sjálf- stæði, gegn því, að þeir legðu nú þegar niður vopn og hættu við gereyðingar- stcfnu sína. Klofnir í afstððu sinni til vopnahlésins flAS ■ Hran INiý viðhorf í Alsír SAMKOMULAQ Serkja og OAS og hin nýju viðhorf íi Alsír eins og þau voru síð- degis í gær eru reifuð á bls. 10; þar eru einnig birtar myndir frá Alsír. Tilkynningin kom mjög á óvart, þar eð forráðamenn Serkja höfðu áður lýst því yfir, að OAS-menn yrðu að sæta ábyrgð gerða sinna, og þeim yrði ekki, frekar en öðr um Evrópumönnum í Alsír, veitt nein réttindi umfram það, sem kveðið er á um í Evian-samkomulaginu. Fares forsætisráðherra bráða birgðastjórnarinnar hélt í gærkvöldi útvarpsræðu, þar sem hann endurtók fyrirheit Mostefai, og hvatti menn til að virða samkomulagið. Framh. á bls. 23 Treglega gengur að ná saman þjóð- stjórninni Souphanouvong dvelst í N-Vietnom Vientiane, 18. júní. (AP-NTB) TÖF hefur orðið á því, að þjóð- Stjórnin I Laos, sem samkomu- lag náðist um 12. þ. m., komi saman. Ætlunin var, að ráð- Jherrarnlr kæmu til Vientiane í dag, en af því varð ekki. Soupa- nouvong, fulltrúi Pathet Lao, er ekki enn kominn til Vienti- ane. Þá hefur stjórn Boun Oums og Nosavans ekki enn skilað af eér í hendur Savang Vatthana, konungs. Souvanna Phouma, foringi hlutlausra, og væntan- legur forsætisráðherra þjóð- Stjórnarinnar, kom hins vegar til borgarinnar í dag, frá Krukkusléttu, en áður hafði hann setið ráðstefnu með Ho- Chi-Minh, foringja kommúnista f N-Vietnam, og Souphanou- Vong, sem enn dvelst þar. Ekki er ljóst, hvað tafið hef- ur ferð Souphanouvongs frá N- Vietnam, né hvað þeir ræddust við, hann, Souvanna Phouma og Ho-Chi-Minh. Souphanouvong og Souvanna Phouma hafa báðir mótmælt því, er þingið í Laos (sem þeir viðurkenna hvorugur) sam- þykkti myndun þjóðstjórnarinn- ar, og telja þeir, að aldrei hefði átt að tilkynna opinberlega um þá ákvörðun þingsins. Nokkur uggur ríkir meðal vestrænna stjórnmála- og sendi- manna, um að allt sé ekki á hreinu með afstöðu Souphanou- vongs, og velta menn því fyrir sér, hvað hann og foringi hlut- lausra hafi verið að gera í Hanoi, er þeir ræddu þar við Framhald á bls. 23. Frelsisþráin er of- beldinu yfirsterkari sagði Adenauer í V.-Berlín 17. júní Berlin, Bonn 17. júní — (AP). I dag var þess minnst í V.- Berlín og flestum öðrum borg- um V.- Þýzkalands, að 9 ár eru liðin frá því að a.-þýzk alþýða IManndráp Berlin, 18. júní — AP Til tíðinda dró í Berlín í dag, er hópur manna, eða um 13 talsins, hugðist flýja til V-Berlínar, um jarðgöng. A-þýzkir verðir sáu til fólksins og hófu skothríð. Þrátt fyrir það er sagt, að tvær konur og börn hafi kom izt vestur yfir, en í skothríð- inni féll einn a-þýzkur landa mæravörður. Talið var í fyrstu, að v-þýzkir lögreglu- menn hefðu svarað skothríð- inni, er kúlur austanmanna flugu yfir landanrærin. Síðar kom þó í ljós, að svo var ekki A-<þýzki lögreglumaðurinn, sem lét lífið, var að aðstoða flóttafólkið, en féll fyrir kúl- um starfsbræðra sinna. hins flóttafólksins. gerði byltingu gegn kommúnista stjórninni þar. ★ ★ Adenauer, kanzlari V.-Þýzka- lands, kom til Berlínar í morg- un og talaði á fjöldafundi, sem haldinn var þar í tilefni bylt- ingarafmælisins. í ræðu sinni hvatti kanzlar- inn A.-Þjóðverja til að vera þolinmóðir og sagði; — Við vit- um, að Þýzkaland verður ekki sameinað í bráð. Við munum ekki beita valdi til að ná tak- marki okkar, framtíðin verður okkur hliðholl, því að frelsis- þnáin er ofbeldinu yfirsterkari, þegar til lengdar lætur. Willy Brandt, borgarstjóri V.- Berlínar tók einnig til máls á fundinum, en hann sóttu um það bil 100 þús. manns. Áður en fundurinn hófst ók Adenauer til Seestrasse-kirkju- garðsins, en þar eru grafin átta Madrid, 18. júní — AP. f ræðu, sem Franco, ein- ræðisherra Spánar, hélf á laugardag, lýsti hann því yf- ir, að órói sá, sem gætt hefur á Spáni að undanförnu, væri runninn undan rifjum komm únista. Lagði Franco mikla áherzlu á það, að nú ríkti hvarvetna prentfrelsi á Spáni Gífurlegur mannfjöldi tók þátt í hátíðahöldunum í Reykjavík 17. júní og voru líklega fleiri en nokkurn tíma áður á Arnarhóli með an barnaskemmtunin og kvðldvakan fóru fram. — Nánar er sagt frá hátíða- höldunum á blaðsíðu 3. fórnarlömb byltingarinnar. Var kanzlarinn meðal þeirra, sem lögðu blómsveiga á leiðin. Þessi heimsókn Adenauers til Berlínar er sú þriðja frá því að kommúnistar reistu múrinn milli borgaihlutanna í ágúst sL Rússar dæma 9 Gyðinga til dauða París, 18. júní. (NTB) TVEIR Gyðingar hafa verið dæmdir til dauða í Moskvu fyrir „fjárglæfra“ og tveir aðrir hlutu langa fangelsis- dóma. Alls hafa þá 9 Gyðingar verið dæmdir til dauða fyrir sams konar afbrot á nokkr- um vikum, fjórir í Moskvu, tveir í Odessa og þrír í bæn- um Dniepropetrovsk. Frá siðustu dauðadómun- um er sagt 12. júní í blað- inu Pravda Ukraina, sem er opinbert málgagn kommún- istaflokksins í Ukraninu. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.