Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 19. júní 1962 ' r f - IMorðmenn langt norð- austur í hafi Siglufirði, 18. júní. A LAUGARDAG fékk frétta- ritari þær upplýsingar að 20 norsk síldveiðiskip lægju í vari við Langanes og fjöldi annarra væru á leiðinni til landsins. Virðast hinar góðu spár norskra og íslenzkra síldar- rannsóknarmanna hafa hleypt nýjum krafti í íslandsútgerð norskra síldveiðimanna, sem virðast ætla að verða á und- an þeim íslenzku a.m.k. fyrsta áfangann. í dag fékk frétta- ritarinn þær upplýsingar að um 20 síldarskip hefðu kast- að á vaðandi síld út af Kol- beinsey og hefði fyrsta kastið verið 1100 tunnur. — Stefán. Jakob Jakobsson fiskifræð ingur upplýsti í gær að í fyrri nótt hefðu skipin fengið 200 til 400 tunnur í kasti á fyrr- greindum slóðum. Að því er blaðið hefir kom ist næst eru norsku síldveiði- skipin að veiðum 90 sjómílur NNA-A af Kolbeinsey eða um 120 sjómílur NNA frá Rifs- tanga. Þorkell Grtmsson, fornleifafræðingur, og Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, meo oor- kjarna, sem teknir hafa verið undanfarna daga í Miðbænum, þar sem líklegt er að finn- Ist leifar um byggð á landnámstíð. Borað niður á land Ingólfs Undanfarna daga hafa Þor- kell Grímsson fornleifafræð- ingur og Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, unnið að því á vegum Þjóðminjasafnsins og með styrk frá borgarráði að bora á svæði því í Miðbænum, sem líklegt er að leifar finn- ist um byggð Ingólfs Arnar- sonar. Eru þetta fyrstu raun- verulegu rannsóknimar sem gerðar eru í þessu skyni. f gær var búið að bora á 12 stöðum, við Tjamargötu, milli Herkastalans og Steindórs- prentáhússins. á auðu lóðinni sunnan við Steindórst>rent, í garðinum sunnan við Suður- götu 5, í portinu sunnan við Suðurgötu 3 og var verið að byrja á bílastæðinu á Dillons- hússlóðinni. Eru teknir upp borkjarnar af jarðlögum. sem geymdir eru, ásamt öðrum jarðvegssýnishomum, til rann sókna seinna. Þorkell Grímsson hefur í vet ur verið að búa sig undir þetta verkefni, aðallega með því að kynna sér skjöl um byggS í Reykjavík. Fyrir síð- ustu helgi var svo hafizt handa með tveimur jarðbor- um frá Jarðborunum ríkisins, sem einnig lánuðu tvo menn til starfsins. Hafa þeir Þor- leifur og Þorkell borana fram á næsbu helgi og hyggjast bora sem víðast, þar sem hægt er að komast að fyrir bygg- ingum, og vonast jafnframt til að geta aftur borað eitt- hvað í haust. Mlög gamalt lag Þorkell tjáði blaðinu í gær, að þegar hefðu fundizt ýmis konar merki mannavistar á ýmsum tímum. Er borað gegn um möl og lausan jarðveg nið ur á stóra steina og þétt mal- arlag. sem er á þriggja m dýni eða jafnvel grynnra. í sund- inu milli Herkastalans og Steindórsprents eru fundnar mannvistarleifar mjög djúnt niðri og bví sennilega frá elztu tíð. Þar fundust einmitt forngrÍDÍr og úrgangshaugar frá landnámstíð. er grafið var fvrir grunni Steindórsprent- hússins árið 1944. Eru um 20 hlutir sem bá fundust, varð- veittir í Þióðminjasafninu. svo sem steinlamnar, steinlóð af færum, járnfolað af páli o. fl.. en eldstó, er þerna var. er ekki til lengur. Á Náttúru- gripasafninu eru varðveitt dýrabein, birkikurl og jarð- vegsleifar frá sama stað. Þor- kell sagði í gær, að sýnishorn- in frá borununum hefðu ekki verið rannsökuð og vildi hann því ekkert um þau segja á þessu stigi málsins. Gróðurfarið í landi Ingólfs Þorleifur Einarsson lagði einnig áherzlu á, að enn sem komið er. sé þetta aðeins könn un. En hann hefur áhuga á að athuga gróðurfarið í landi Ingólfs og eru ýmsar aðferðir til að finna svo gömul gróður- lög. T. d. má finna dýpsta gróðurlagið, sem ekki sést í gróðurfarsbreyting af manna völdum. Ef öskulag finnst, má beita öskulagaaðferð Sigurð- ar Þórarinssonar. en öskulög eru í mýrum á Revkj avíkur- svæðinu, t. d. eitt frá Torfa- jökulsvæðinu, sem fallið hef- ur í landnámstíð og nær til Revkjavíkur, að því er Þor- leifur tjáði okkur. Einnig er hugsanlegt að friókorn finn- ist. en til að hafa gagn af þeim má ekkert jarðrask hafa orðið á staðnum. Tjörnin mundi vera grundvöilurinn, sem hægt er að nota til sam- anburðar, því þar leggst lag yfir lag gegnum aldirnar, og ekkert raskast. — Þetta er að- eins það sem hugsanlegt er, sagði Þorleifur að lokum, rannsóknirnar eru rétt að byrja. Próf við Háskóla Islands í maí og júní Embættispróf í guðfræði: Bernharður Guðmundsson, Ingólfur Guðmundsson. Svart: Svein Johannessen, ósló ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 28. Bc2-d3 Dc7-a5 Embættispróf i læknisfræði: Egill A. Jacobsen, Guðjón Sigurbjömsson, Halldór Halldórsson, Inger Idsöe, Jóhannes Bergsveinsson, Leifur Jónsson, Ólafur Gunnlaugsson, Ólafur Jónsson, Páll G. Ásmundsson, Sverrir ó. Georgsson. Embættispróf í lögrfæði: Bragi Steinarsson, Gunnar Hafsteinsson, Heimir Hannesson, Jóhannes J. L. Helgason, Jón Ægir ólafsson, Jón S. óskarsson, Jónas A. Aðalsteinsson, Ragnar Aðalsteinsson. Kandídatapróf í viðskipta- fræðum: Björg Gunnlaugsdóttir, Einar Sigurðsson, Gunnar Þór Hólmsteinsson, Oddur Sigurðsson. Próf í íslenzku fyrir erlenda stúdenta: Johan H. W. Poulsen. . B.A.-próf: Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgrímur Pálsson, Auður Gestsdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Bergljót Gyða Helgadóttir, Guttormur Sigurbjarnason, Kristín ólafsdóttir Kaaber, Sigríður Sveinsdóttir, Skúli Jón Sigurðsson, Þórarinn Andrewsson, Þórarinn Guðmundsson. Fyrra hluta próf í verkfræði: Birgir Ágústsson, Benedikt E. Guðmundsson, Sigurður Þórðarson, Þorbergur Þorbergsson, Þráinn Karlsson. íslenzk listaverk sýnd í Þýskalandi í DAG verður opnuð í borginni Kiel í Vestur-Þýzkalandi sýning á 70 íslenzkum listaverkum, graf ik teikningum og vatnslitamynd um eftir 17 listamenn. Sýningin er haldin að tilhlutan „Deutsch Umferðarslys og ölvun við akstur f GfflRDAG var lögreglunni i Reykjavik tilkynnt um að bíll væri útaf veginum við Laxá i Kjós. Fór lögreglan á staðinn en mennirnir i bílnum höfðu náð foonum unp á vesinn og haldið áfram áður en lögreglan kom. Lögrevlan elti bílinn og náði hon um við Botnskálann í Hvalfirði. Tveir menn voru ? bílnum. báð- ir töluvert ölvaðir. Bíl'inn er eign annars beirra, en báðin eru mennirnir frá Akranesi. Höfðu þeir báðir ekið ölvaðir. Þá var bíl ekið á Ijósastaur á Mýrargötu í fvrrinótt. Mun stýr- isútbúnaður bílsins hafa bilað. Sex manns var í bílnum og hlaut það nokkur meiðsli, sem gert var að á slysavarðstofunni. Þá var stolnum bíl ekið á hús við Bræðrafoorgarstíg. Tyeir menn. sem nokkru áður höfðu stolið bílnum, meiddust í árekstr inum og voru fluttir á slysavarð stofuna. Bíllinn stórskemmdist. Ausland-Gesellsdhaft", en félag ið Germania í Reýkjavík hefur haft veg og vanda af undirbún- ingi hennar. Pétur Eggerz, sendl herra íslands í Bonn opnar sýn- inguna, og verður forseti borgar stjórnar Reykjavíkur, frú Auður Auðuns viðstödid opnunina. Sýningin í Kiel er tengd við svokallaða Kielarviku, sem eru alþjóðleg hátíðahöld, er haldin eru árlega þar í borg. Listaverk- in á sýningunni verða síðar svnd í öðrum borgum í Vestur-Þýzka- landi m.a. í Köln. Þeir list.a- menn, sem verk eiga á sýning- unni er þeir: Ásgeir Bjarnbórs- son, Ásgrímur Jónsson. Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Blöndal, Hafsteinn Austmann, .Tón Engílberts. Jó- hannes S. Kjarval, Pétur Frið- rik. Ragnar Páll Einars«en, Ríkfoarður Jónsson. Si°urður Sig urðsson. Sveinn Þórarinsson og Veturliði Gunnarsson. Félarið Germanía hefur un^nn farin ár haldið uoni v'ðtækU menningarsamtstarfi við Vestur- Þýzkaland. M.a. fi'itti mennte- málaráðberra, dr. Gvlfi Þ. Gísia- son erindi um íslenzk hióðfAi--v- mál á síðastliðnu hausti í Berlíri ov Liibeck. Núverandi stiórn Germon'u skina: dr. Jón E. Vesfxial, fnr- mað"r og meðstiórnendur Lúð- vik Siemsen stórkaupmaður. fr-'i Þóra Timmermann. og haafr-'ð- ínaarnir Pétur Ólafsson og Már Elísson. í GÆR kl. 12 var djúp lægð vestur af Bretlandseyjum á hreyfingu norður. — Víðast hvar hér á landi var hæg austlæg átt og skýjað, en þokuloft sums staðar á NA- landi. Með suðurströndinni voru skúraleiðingar. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land og miðin: NA kaldi, stinningskaldi á mið- unum, smáskúrir austan til. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: NA kaldi, víða létt- skýjað. Vestfirðir og miðin: NA kaldi, léttskýjað sunnan til. Norðurland og miðin: Aust an kaldi, úrkomulítið en skýjað. NA-land tdl SA-lands og miðin: Austan og síðar NA stinningskaldi, skýjað, dálítil rigning 4 morgun. Horfur á miðvikudag; Austan og NA átt, þurrt og bjart veður um vestan vert landið og lítils háttar rigning á Austur- og NA- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.