Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. júní 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Því ekki að kæra sig kollóttan? VALDIMAÍR Kristinsson gengur hugprúður fraim fyrir skjöldu í Morgunlblaðinu lð. júní og ver „Liljuna fríðu“ með oddi og egg að hætti þeirra riddara miðalda, sem ekki þoldu óvirð- ingu eða styggðaryrði í garð fagurra kvenna. Er vörn hans drengileg, eins og vænta miátti af svo prúðum riddara, þó hún einkennist fremur af kappi en forsjá. Hann eignar mér t. d. skoðanir, sem ég veit ekki til að ég hafi látið í ljós. Ég þyk- ist hvergi hafa neitað rétti fólksins, „sem helduir uppi rekstri Þjóðleikhússins11, til skemmtisýninga á borð við „My Fair Lady“. Þær eiga að mínu viti fullan rétt á sér sam- hliffa öðru sem meiri veigur er í. Það sem ég fann að í fyrri grein minni var' það furðulega framferði Þjóðleikhússins að hafa ekkert annað á boðstólum síðustu þrjá mánuði leikársins (april-júní) en tvær kabarett' eýningar, sem kunna að hafa mikið skemmtigildi, en eru al- tjent ekki sú andlega fæða sem Þjóðleikhiús getur sóma síns vegna miðað starfsemi sína við. Ég gagnrýndi sem sé þann hátt að láta umræddar kabarettsýn- ingar ýta öðrum og vonandi veigameiri verkum út af efnis- skrá leikársins. Það eru engar ýtkjur að „My Fair Lady“ hafi drottnað yfir og mótað allan rekstur Þjóðleikhússins síðan um áramót, og hef ég þá að sjálf sögðu í huga undirbúning all- an, auglýsingaskrum og æfingar ásamt sýningum. Mér finnst hreint út sagt fráleitt að gera þessu verki svo hátt undir höfði og láta það bókstaflega kæfa alla aðra starfsemi leikhússins mánuðum saman. Verkefnaskrá Þjóðleitóhússins á síðasta leikári er svo hörmulega fátækleg, að ekkert sæmilegt smábæjarleik- hús í útlandinu hefði talið sér samboðið að bjóða upp á annað eins. Ef hugtakið „Þjóð- leikhús“ felur ekki í sér ann- að en undanþágu frá skemmt- anaskatti og ýmislega opin- bera ívilnun, þá er kannski ekkert við þessu að segja, en mér hefur alla tíð skilizt að það hefði hlutvenki að gegna í okkar litla og frumvaxta þjóðfélagi, hlutverki sem taka bæri alvar- lega. Menn hafa jafnvel kastað því fram (að vísu helzt við há- tíðleg tækifæri, svo kannski var það bara hótfyndni), að Þjóð- leikhúsið ætti að, vera musteri íslenzkrar tungu. Svoleiðis til- ætlunarsemi þykir náttúrlega hlægileg á þessum síðustu for- frömuðu tímum. Vilji menn kom ast að raun um hvernig þetta margítrekaða (við hátíðleg tæki færi) hlutverk er af hendi leyst, þá fari þeir og hlusti á meðferð móðurmálsins í „My Fair Lady“ og klappi síðan í sannri hrifn- ingu yfir nýjum áfanga í þróun íslenzkrar leikmenntar. Valdimar Kristinsson viður- kennir, að okkur skorti forsend- urnar fyrir því, að „sýningin geti náð sömu gæðum hér og í enskumælandi löndum", og dreg- ur af þvi þá frumlegu ályktun, að slíkt „ætti sízt að vera á- hyggjuefni menningarfrömuða". Sem sagt. ef sýning er vinsæl og velsótt, þá á það þó aliavega að gleðja blessaða „menningarfröm uðina", að hún sé slæm. Eða átti það kannski að skiljast hinsegin: ef sýning er slæm, þá hljóta „menningarfrömuðir“ að gleðj- ast yfir því að hún sé vinsæl? Ég veit það etóki. Ég hef ekki mér vitanlega „óskapazt“ yfir því, að „ýmiss konar léttara efni sé vinsælla en harmleikir". Ástæðan er einfald lega sú, að ég hef ekki enn ver ið sannfærður um,. að svo sé, af RENAULT er bifrelSIn sem 811 Evrópa hefir þekkt um áraraðir fyrir gæði. Renault Dauphine er 5 manna. Renault Dauphine er 4ra dyra og með sérstök- um öryggislæsi ngum á afturhurðum. Renault Dauphine er sparneytinn 5,9 1. pr. 100 km. Renaull Dauphine er með öflugri vatnsmiðstöð. Renault Dauphine er ryðvarinn Renault Dauphine kostar aðeins 119 þúsund. Renaulí Dauphme er fyrirliggjandi. Renault Dauphine varahlutir eru ódýrir: svo sem frambretti kr: 552.— framhurðir kr: 1065.— framstuðari compl. kr. 1250,— Renault Dauphine varahlulir eru fyrirliggjandi. Columbus h.f. Brautarholti 20 — Símar 22116 — 22118- reynslu minni í öðrum löndum. Ég reyndi jafnvel í fyrri grein- inni að sýna fram á, að hér á landi gætu góð leikhúsverk unn- ið sér hylli almennings. Sú al- þýðlega bábilja, að fólk skynji „drama" lífsins og þurfi því ekki að sjá það í listrænum búningi, er bæði alröng og beinlínis hættuleg, því hún stefnir að því að grafa undan alvarlegri list rænni viðleitni og örvar fólk til flótta frá sjálfu lífinu — því það er nú einu sinni svo, hvort sem „sjálfskipuðum formælendum" almennings líkar betur eða verr, að listin er spegill lífsins og leit ast við að sýna það í sem rétt- ustu ljósi, nakið og ófalsað. Þeir sem halda að svokölluð skynjun á „drama“ lífsins leysi listina af hólmi vaða í villu og svíma, ganga erinda þeirra afla sem vilja allt feigt nema lágkúruna, sj álfsánægj una, sof andaháttinn og lífsflóttann. Bara hlæja og hafa það þuggulegt, þá er öllu borgið! Bravó! Ég á óefað sneiðina til hinna „sjálfskipuðu menningar- frömuða" sem „vilja ráða því, hvaða leikrit eru sýnd, hvaða ljóð og ljóðleysur eru boðnar al- mennum lesendum.... “ o. s. frv. Nú kann það að vera mikill ljóð ur á mínu ráði að ég hef hvorki verið stjórnskipaður né þjóðkjör inn til að bera fram nokkrar persónulegar athugasemdir um það sem mér finnst miður fara í rekstri Þjóðleikhússins, en mál um er nú einu sinni þannig hátt- að á landi hér, að slík opinber útnefning er ýmsutn hvimleið- um vandtóvæðum bundin, enda engan veginn öruggt að sú til- högun á gagnrýni mundi reynast heppilegri en einkaframtakið. Hitt er svo annað mál, að við eigum hér nokkra stjórnstóipaða menningarfrömuði, sem ráða all mitólu um, hvað fólki er boðið upp á, og skal ég ektói fjölyrða um þeirra hlut í menningarvið- leitninni, en bendi á Þjóðleikhús ið og Ríkisútvarpið sem lær- dómsrík dæmi um, hve farsæll ríkisrekstur menningarinnar er í höndum hæfrá manna. Já, Valdimar Kristinsson ráð- legur mér að reyna að sætta mig við aðstæðurnar á hverjum tíma. Enga óþolinmœði, enga gagnrýni, bara bíða þess að þroskinn aukist og aðstæður batni, það tekur aldrei meira en 500 ár! Ég þakka holl ráð, en leyfi mér að efast um að þessi forskrift sé einhlít til árangurs eða framvindu. Af stuttri reynslu er mér sæmilega kunn- ugt lun, að gagnrýni og aðfinnsl- ur eru ektói beinlínis vinsælt eða þakklátt viðfangsefni, og ósjald- an hefur sú freisting ásótt mig að sætta mig við aðstæðurnar, kæra mig bara kollóttan og láta þar við sitja. Ekki svo að skilja, að ég telji mig geta valdið nokkru til eða frá um framvindu mála, en mér var innrætt í skóla að opinskáar og hispurslausar umræður væru lifandi manna viðleitni við að komast nær kjarna hvers máls, og því hef ég gerzt svo óskammfeilinn að koma fram með mínar persónu- legu skoðanir — án opinberrar útnefningar. Þeir sem vilja „sætta sig við aðstæðurnar" ættu að geta látið þær sem vind um eyrun þjóta — eða a.m.-k. látið hjá líða að væna mann um ókurteisi, þó aldrei nema um- ræddar skoðanir séu þeim ekki að skapi. Að gefnu ti-lefni vil ég hér að lokum víkja lítillega að atriði í fyrri grein minni, sem valdið hef ur misSkilningi, enda fljótfærnis lega til orða tekið. Ég komst svo að orði, að Þjóðleikhúsið ætti m.a. að leggja mietnað sinn í að ala upp íslenzka leitóstjóra, „sem við eigum enga ennþá“, t. d. með því að kosta þá til náms erlend- is. Mér er vitaskuld kunnugt um, að hér á landi eru noktórir leikstjórar, bæði eldri og yngri, sem notið hafa menntunar í leitó stjórn og staðið að ýmsum þeim sýningu-m, sem hér hafa helzt þótt tíðindum sæta. Þessir menn eru undantekningarlítið lei-karar að aðalstarfi og hafa leikstjórn í ÞESSARI viku verða haldn- ar kveðjusamkomur á nokkr- um stöðum utan Reykjavíkur fyxir ung hjón, sem hafa búið sig undir að verða kristni- boðar. Haraldur Ólafsson, bróðir Jóhannesar kristniboðslæknis í Eþiópíu, gekk hér í Kenn- araskólann. Hann var einn vetur kennari við heimavist- arskóla Mýrasýslu, að Varma- landi, og fór þaðan til fram- haldsnáms í Noregi. Haraldur er kvæntur norskri konu, Björg — ættarnafn Bö — frá Stafangri. Þau verða kvödd á sam- komum í Stykkishólmi — fimmtud. 21. júni. á Akranesi sunnud. 24. júní, í Vestmanna eyjum þriðjud. 26. júní, og Keflavík föstud. 29. júní. Þó mun frúin ekki geta tek- ið þátt í samkomunum á öll- um. í Reykjavík verður tóveðjusamkoma síðar ákveð- in, en hjónin halda af stað h-éðan til Englands hinn 6. júlí. að mestu í hjáverkum. Stundum eru þeir jafnvel samtímis leikar- ar og leikstjórar í tilteknum verkum, og hlýtur það að standa þeim fyrir þrifum., þó stundum takist furðuvel. Það sem ég hafði í huga, þegar ég setti ofan- greinda setningu á pappírinn, var að við ættum ekki sérmennt aða leitóstjóra sem einibeittu kröftum sínum að því megin- veitóefni að skapa hér leitóhús- hefð, íslenzkan stíl, persónulega túlkun. Að mínu viti skortir okk ur tilfinnanlega skapandi leitó- stjóra, sem eru ekki tvískiptir milli ólíkra verkefna, heldur' heilir á einum vettvangi. Ég neita því ekki, að góður leitóur og góð leikstjórn sama manns geti farið saman, en það er sjald gæft og hlýtur fremur að vera undantekning en regla, þar sem leiklist er með blóma. Sigurffur A. Magnússon. - OAS Framhald af bls. 10 enn áfram þótt örlítið hafi slakað á honum. Mikil óvissa enn. Tvö atriði, sem enn eru á huldu, koma m.a. til með að hafa drjúg áhrif á niðurstöð- urnar: 1) Útlagastjóm Serkja lýsti því yfir í gær, að hún ætti etóki hlut að samkomu- laginu. Leiðtogi hennar, Yous sef Ben Khedda, er nú í Kai- ró á fundi með leiðtogum Araba og Afrístóra þjóða. Var í gær tiltóynnt, að hann mundi ræða við fréttamenn snemrna í dag. Aðeins örfáir dagar eru sið an því var lýst yfir af hálfu útlagastjórnarinnar, að ekki kæmi til greina að veita mönnum af evrópskum stofni í Alsír notótóur sérréttindi. Afstaða þeirra til samkomu- lagsins við OAS nú mun því án efa markast nokkuð af því, hversu langt samiherjar þeirra, sem þátt tóku í samn- ingunum við OAS-menn, hafa gengið í loforðum sínum og fyrirheitum. — Hinu er samt ektói að leyna, að útlaga- stjórnin mundi tatóa á sig mi-kla ábyrgð, ef hún varpaði samtóoxnulaginu fyrir borð og kallaði þannig á ný yfir alsírska borgara múgmorð og hverskyns eyðileggingu. 2) Sveitir OAS-manna í Or an neituðu einnig að fallast á samkomulagið þegar í stað. Eftir að það hafði verið til- kynnt, gáfu þeir á sunndags- kvöldið út yfirlýsingu um, að þá skorti enn upplýsingar, til þess að geta tekið endan- lega afstöðu til málsins.. Tíð- indunum frá Algeirsborg, en þaðan kom fregnin um sam- komulagið, bæri því að taka með fyllstu varúð. Þeir kváð ust engu að síður mundu kunngera afstöðu sína á mánu dag. Af þessari yfirlýsingu OAS- manna í Oran þar sem löngum hefur vérið harðasti kjarni þeirra, er ljóst, að ekki rítóir eining í röðum hreyfingar- innar, fremur en með Seitój- um. — öll von, sem OAS- menn kunna einhverntíma að hafa alið í brjósti um að ná völdum í Alsír, er nú löngu úti. En brygðist samtóomulag- ið nú, gætu þeir eflaust enn aukið drjúgum á þær marg- víslegu hörmungar, sém þeir hafa steypt yfir Alsírbúa. Atvinnuhermenn, sem nú undir forystu Paul Gardy, fyrrum hershöfðingja, mynda aðra fylkinguna í OAS-sam- tökunum, eiga lítið að vinna og litlu að tapa, hvernig sem allt veltist. En alsírskir borg- arar af evrópskum uppruna, sem staðið hafa að OAS-hreyf ingunni með þeim, geta naum ast vænzt þess, að fá'hlut sinn í hinu nýja Alsírríki betur tryggðan en samkomulagið nú býður. Stuðningur þeirra við samtökin mundi því áreiðan- lega þverra, ef áfram yrði hald ið, og það gera herforingjarnir sér e.t.v. ljóst. ★ Fólk í Alsír var víðasthvar frjálslegra í gær en verið hef ur að undanförnu. Múhameðs trúarmenn og evrópskir, sem hvorir tveggja hafa verið mjög varir um sig vegna skyndiárása OAS manna, voru nú t.d. miklu fleiri á götum úti í Algeirsborg. Engu að síður mátti sjá varðlið á stöku stað, sem var til taks ef í odda skærist. Og yfir borginni sveimuðu þyrlur, til þess að fylgjast með hvað gerðist. — En þó að mikil óvissa væri þánnig enn ríkjandi um fram tíðina, fór hvergi leynt, að mjög hafði brugðið til hins betra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.