Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1962, Blaðsíða 20
20 MORCUFBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júní 1962 Alexander Fullerton 9 Guli Fordinn gat vel lesið hugsanir hans: hann var að hugsa, að ef hann vaeri í mínum sporum, stæði ekk- ert í veginum þá mundi hann ganga hreinlega að verki og hverki hiRa. Og það er víst bezta lýsingin á sálarástandi hans: hann sá ekkert nema Jane. Hann hélt áfram að tala svona i heilan klukkutíma eða meira, og við drukkum meira en þessa fyrstu flösku af víni. Ég leyfði honum að vaða áfram, og hlust- aði á hann án þess þó að ala beinlínis á honum. Ég hélt, að honum gseti létt ef hann fengi að tala eins og hann lysti. Loks- ins leit hann á úrið og sagðist verða að fara, Penny færi að lengja eftir honum. Hann stóð upp og brosti. Þakka þér fyrir. Bill.. Ég vissi, að þú mundir skilja mig. Þegar þess er gætt, að ég hafði ekki skotið inn nema einu og einu orði á rönd, alla þessa heilu klukkustund og meira, og hreint ekki sagt honum neitt til upp- örvunar né samúðar, fannst mér þetta óþarfa þakklæti. Líklega hefur það verið vínið og æsing- urinn; hann sá hlutina eins og hann vildi, að þeir væru. Það var orðið dimmt meðan á þessu samtali okkar stóð. Ég léði honum vasaljós, svo að hann skyldi ekki detta í einhvem skurðinn á leiðinni heim til Penny, og hann gekk eftir stígn- um, sem lá beint gegn um skóg- inn, blístrandi með sjálfum sér. Sagan um Jane — II. Það var næsta sunnudagsmorg un, að Steve Roberts hringdi til mín og bauð mér upp á að fá einn gráan hjá sér um hádegis- bilið. Mér fannst þetta einkenni- lega fljótt eftir boðið, sem ég hafði verið í hjá honum, og hafði orð á því. Hvað hef ég gert til þess að verðskulda svona mikið af gininu þínu? spurði ég. Sjáðu nú til, Billy. Rómurinn var hálfönugur. Ég hef lítinn tíma. Þú kemur? Gott og vel. Rétt um hádegi, ef það hentar þér. Við sjáumst þá. Hann hringdi af og ég fór að láta renna í baðið. Kannske höfðu þau fundið mér aðra „við- eigandi“ vinkonu? Kannske Jane....nei ég vonaði, að það v.sri ekki Jane. Mér fannst eins og ég hefði verið „skikkaður" en ekki boðinn. Ég var rétt lagztur í baðið, þegar ég mundi, að stúlka að nafni Helen var boðin í hádegis- verð í kofann hjá mér. Ég átti tvö prýðilega falleg steikarstykki í ísskápnum og hún ætlaði að steikja þau handa okkur. Ég fór upp úr baðinu, skellti á mig handklæði til að taka við mestu dæopunum, gekk að símanum og hringdi til Roberts. Kona Steves kom í símann og tjáði mér, að hann hefði farið út til að leika nokkrar holur af golf við ein- hvern sem hefði eitthvert lista- safn. Æ, hver skrattinn. Hann var nefnilega að bjóða mér til ykkar um hádegið.... Ég veit. Og svo get ég ekki komið. Þú lofaðir að koma. Ég heyrði á rómnum, að henni fannst ég hafa svikið þau. Já, en ég var búinn að bjóða öðrum í hádegisverð hjá mér, og hafði steingleymt því. Þið verðið að fyrirgefa mér. Hver er það? Geturðu ekki komið með hann með þér? Það er hún en ekfci hann. Stúlka, sem heitir Helen Shaw. þið hafið víst aldrei séð hana. Er það sú rauðhærða? Nei, ekki sú. Komdu bara með hana með þér. Geturðu það ekki? Jú, það gæti ég kannske. En það er hætt við, að við getum ekki verið kominn fyrr en eftir tólf. Komið þið bara eins fljótt og þið getið. Er þetta góð stúlka? Pretzel var að sleikja bera fæt urna á mér. Mig langaði mest til að segja frú Roberts, að Helen væri sjö sinnum fráskilin og væri nú að koma beint út úr Steininum. í stað þess sagði ég: Heldurðu, að ég byði henni ann- ars til hádegisverðar? Mér datt í hug, þegar ég var að leggja frá mér símann, að frú Roberts mundi ekki Verða hrifin af Helen. Hún er dálítið siðavönd, enda þótt það sé ekki á eins andstyggilega háu stigi og hjá Penny Carpenter, en siða- vönd er hún samt. Það var skrít- ið, að hún skyldi samiþykkja jafn laglega stúlku og Jane var. En kannske gerði hún það ekki einu sinni, heldur hefði Steve fundið upp á því. Ég fór aftur niður í baðkerið. Pretzel lagði hlykkjóttu fram- lappirnar upp á brúnina á því og horfði á mig með þessum stóru, brúnu augum og stundum laut hann fram til þes að lepja sopa úr baðinu. Honum þótti víst sápubragðið gott. Helen kom skröltandi í gamla sportsbílnum sínum, hálftíma fyrr en ég hafði búizt við henni. Koma hennar leysti mig frá erf- iðum hnút í sögunni, sem ég var að semja, og þegar ég heyrði skröltið í bílnum varð ég heldur betur feginn að geta lagt frá mér örkina og skrúfað lokið á sjálf- blekunginn. Ég ætlaði að hlaupa út til að fagna henni, en hún varð fljótari til og við mættumst í dyrunum og ég kyssti hana. Þú hefðir nú getað lokað dyr- unum fyrst, sagði hún, og hleypti brúnum, og ég tók eftir því, að hún var með nýjan lit á vörun- um. Viltu ef til vill láta allt ná- grennið horfa á okkur? Að vísu horfði nú enginn á okkur nema Pretzel, en ég gerði það nú samt fyrir hana að loka dyrunum. Ég sagði henni, að við ætluðum að heimsækja Robertshjónin, en við hefðum kappnógan tíma og gæt- um fengið okkur eitt glas fyrst. Við gengum svo yfir til Rob- erts og vorum komin þangað klukkan rúmlega tólf. Dyrnar voru opnar svo að við gengum beint inn og fundum loks hjón- in úti fyrir garðglugganum, þar sem þau sátu með glös fyrir frarn an sig. Ég kynnti Helen fyrir þeim og frúin spurði, hvort Hel- en væri nokkuð skyld Shaw að- míráli, sem bjó svo sem mílu vegar frá þeim og ræktaði hænsni. Helen kvað nei við því og sagðist meira að segja aldrei hafa séð aðmírál. Var þetta góð- ur karl? Það lá einhvernveginn í spurningunni, að væri svo, kynni hún að vilja bæta honum við í safnið sitt. Steve hellti í glös handa okk- ur og við settumst öll niður. Þá sendi konan allt í einu manni sínum augnatillit, rétt eins og hann hefði gleymt að hneppa að sér, og hann stóð upp aftur. Bilí... .það var dálítið, sem mig langaði til að sýna þér. Hann fór svo með mig í lítið garðhús, sem hann notaði fyrir vinnustofu, en áður en við vor- um komnir þangað alla leið, sagði hann við rriig: Ég þarf að tala við þig um hann Carpenter. Þú ert víst tals- vert náinn kunningi hans, er það ekki? Ég kannaðist við, að svo væri og Steve hélt áfram. Það var hérna um kvöldið, að hann.. sástu hann með Jane Fairley? Jú, ég hafði séð hann. Steve opn- aði dyrnar á vinnustofunni sinni og hleypti mér inn á undan sér. Hann lokaði dyrunum og sagði. Hann hringdi mig upp fyrir tveim dögum og bað mig að hitta sig við hádegisverð í borginni. Ég þurfti eitthvað að fara í þúð- ir, hvort sem var, svo að mér var sama þó ég slægi tvær flug- urnar í einu höggi. En geturðu hugsað þér, hvaða erindi hann átti með þessu? Ég gat vel hugsað mér það og þurfti ekki neinar tilgátur. Ég horfði áhugalaust á Steve og sagði. Hvað var erindið? Hann vildi fá hjá mér síma- númerið hennar Jane Fairley. Hann kom með einhvern langan reyfara um, að Penny langaði til að bjóða henni í tennis. Hver veit nema það sé satt. Láttu ekki eins og asni, Bill. Ef svo væri myndi hún hringja til konunnar minnar og spyrja um númerið, í stað þess að láta það kosta manninn sinn fínan hádegisverð, með ostrum og til- heyrandi! Nú, fékkstu ostrur? Steve horfði á mig þegjandi, andartak. Síðan brosti hann með þolinmæðisvip. Ég get alveg séð, hvað þú ert að hugsa, Bill. Þú ert vinur Teds og ég er að stinga nefinu í einkamál hans. En ef þú ert raunverulegúr vinur hans, skaltu vera okkar megin og gera þitt ítrasta til að koma í veg fyrir þetta.... þetta.... Er það nokkuð orðið ennþá? Ekki það ég veit. En þetta er hættulegt og við höfum áhyggjur af því, hjónin. Þó ekki sé annað, þá urðum við til þess að kynna þau og berum því einskonar á- byrgð að okkur finnst. Svo konan þín veit um þetta líka? Já, og hún er óróleg vegna Penny. Ef hún kæmist að þessu..! Já, ég gæti víst farið nærri um, hvernig það yrði, sagði ég og kinkaði kolli. Steve horfði fast á mig. Penny er indælis kona! Ég hugsaði: Nú ertu ekki að tala sjálfur, karl minn, heldur konan þín. Hún hefur þig bara í skítverkunum. Þar fyrir mót- mælti ég ekki þessum orðum hennar. Það var sjálfsagt rétt, að Penny væri ágætis manneskja. Ég kunni svo sem ekkert illa við hana, en lofaði bara guð fyrir að vera ekki giftur henni. Hvað getum við gert við þessu? spurði ég loksins. Hann hristi höfuðið. Veslings maðurinn, hann var álíka ráða- laus og ég — hann var að fram- kvæma skipanir, án allrar sarm- færingar. Hann sagði: Ekkert, fyrst um sinn. Við vildum bara vita, hvort þú gerðir þér líka ljósa hættuna, sem af þessu get- ur stafað, og hvort við gætum treyst á þína hjálp, ef til kæmi.. Jæja, við skulum koma inn aft- ur. Á leiðinni yfir grasblettinn, sagði hann. Ef við verðum hepp- in, gufar þetta upp af sjálfu sér. Ef hann sér hana ekki dálítinn tíma, held ég að hann kólni fljót- lega aftur og gleymi öllu saman. Kann að vera, sagði ég, en ég hafði nú sjálfur enga trú á því, að Ted léti nokkurn hlut gufa upp af sjálfu sér. Hann hafði lagt í þá hættu að fara að orða þetta við Steve og ekki haft ann- að upp úr því en opinbera, að hann væri skotinn í stúlkunni. Því að það var alveg gefið, að kona Steves mundi blanda fleira fólki inn í málið en mér einum. Hún mundi hafa ánægju af að vera miðdepillinn í þesum ástar- leik. Ég varð hissa á Steve, því að hann mátti vita það fyrir- fram, að hann hefði ekkert upp úr þessu samtali við mig. Hann hefði átt að láta eins og vind um eyrun þjóta og lofa konunni sinni að sjá um allt. Það var svo bersýnilegt, að þarna áttu að- skotadýr ekkert erindi — það voru Ted og stúlkan, sem ein gátu leitt þetta til lykta. Aðalvitleysan hjá Steve var fyrst og fremst sú að fara nokk- uð að nefna þetta við konuna sína. Hvað sem öllu leið, hafði Ted gert hann að trúnaðarmanni sínum. Það hefði verið betra fyr ir alla, ef hann héfði látið sér nægja að gefa Ted þessa bend- ingu urn upplýsingastofurnar. Ekki svo að skilja, að Ted yrði lengi að finna hana. Svo sem tíu dögum eftir þessa hádeg- isheimsókn mína hjá Röberts- hjónunum, fór ég með Helen í kvikmyndahús á Sjótanga. Við fórum snemma, af því að á eftir ætluðum við út að dansa í Sim- onstown. Við vorum að ganga út af sýn- ingunni og skrafa um myndina, sem við höfðum séð, en það fyrsta sem við sáum þegar út kom, var Ted og Jane Fairley. Þau hlutu að hafa farið út á und an okkur, því að þau voru nokkr um skrefum framar, á leið að bílnum hans. Svo stigu þau inn í hann og óku af stað án þess að sjá okkur. Helen hafði ekki séð þau og ef til vill heldur ekki þekkt þau, þótt svo hefði verið, þar sem hún hafði ekki hitt Ted nema einu sinni áður. Ég sagði ekki neitt. En á þessari hálfri annarri mínútu, eða hvað það nú var lengi, sem ég horfði á þau, hafði ég séð tvær hamingju sömustu manneskjur, sem ég hafði nokkru sinni augum litið. Og ekki aðeins hamingjusöm, heldur skein það einhvernveg- inn út úr þeim að þau vissu full vel, hvað þau voru að gera og nytu þess út í æsar. Jafnvel hver bláókunnugur maður á götunni, hefði getað séð, að þau voru ást- fangin. Ég sagði Ted, að ég hefði séð þau. Ég gerði það af ásettu ráði, til þess að hræða hann, og vara hann við því, að í borg á stærð við Höfðaborg, gat enginn maður farið huldu höfði lengur en fimm mínútur. Ég hefði getað sagt hon um þetta fyrr, því að sjálfur hafði ég komizt að því nokkru áður. Hann hafði rekizt inn til mín eins og svo oft endranær — en hafði þó í þetta sinn ekki komið í heila viku — til þess að drekka eitt glas af víni og skrafa við mig. Ég hellti í glösin og sagði síðan, til þess að koma honum á óvart: Var gaman á bíóinu um daginn? Já, úti á Sjótanga. Hann hnykkti höfðinu eins og honum yrði hverft við. Svo brosti hann. Já, mér fannst það ágætt, þakka þér fyrir. Það var allt og sumt. Hvorug ur okkar nefndi Jane á nafn. Við töluðum um daginn og veg- inn, en það var sama sem að tala mest um bækur, og ég sagði hon um, að ég ætlaði að verða fjar- verandi nokkra daga kring um næstu helgi. Vinir mínir, sem voru að opna nýtt gistihús við Knysna höfðu boðið mér til hátíðahaldanna í sambandi við það, og ég hlakkaði til loftslags- 'breytingarinnar og þeirrar ný- lundu að vera gestur hóteleig- enda. Við skröíuðum um þetóa fram og aftur, dukkum eitt glas til, en þá leit Ted á úrið sitt — eins og hann var vanur, en bara fyrr en venjulega — og sagðist verða að fara heim. Ég skemmti mér prýðilega þessa fjóra daga, sem ég var í ferðinni. Veðrið var dásamlegt, og hótelið upp á það fínasta, eins og þau eru venjulega fyrst eftir að nýr eigandi tekur við þeim, og mjög þægilegt og að því er virtist undir góðri stjórn. Þar var dansað — og var meira að segja kallað dansleikur — og svo voru samkvæmi í barnum, sem hafði verið breytt, svo að nú var hann útbúinn, eins og krá í Englandi. Ég skaut gaflok- um og var að lokum búinn að fá mikla leikni i þeirri íþrótt. Ég kom heim úr ferðinni einni eða tveim klukkustundum fyrr en ég hafði gert ráð fyrir. Fj’rst ók ég í vínsöluna, því að þar VIÐ MÆLUM MEÐ í kökuna aiíltvarpiö / Þriðjudagur 19. júni. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónleik leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veður- fregnir). 10.30 Syndousmessa í Dómkirkjunnl (Westergaard Madsen Kaup- mannahafnar biskup prédikar; séra Pétur Sigurgeirsson á Ak-* ureyri og séra Arngrímur Jóns- son í Odda þjóna fyrir altari. Organleikari: Dr. Páll Isólfs- son). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 14.00 Útvarp frá Kapellu og hátíðasal háskólans: Biskup íslands setur prestastefnuna og flytur ávarp yfirlitsskýrslu um störf og hag íslenzku þjóðkirkjunnar á synodusárinu. 15.30 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilkynn ingar og tónleikar. — 16.30 Veð- urfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistar efni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Synoduserindi : Þjóðfélagslegt hjálparstarf (Auður Eir Vil- hjálmsdóttir cand. theol.). 20.25 Kórsöngur: Kór kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands syng- ur. Söngstjóri: Herbert Hriber- schek. Einsöngvari: Eygló Viikt- torsdóttir og Sigurveig Hjalte- sted. Undirleikarar: Karel Pau- kert, Mariluise Draheim, "Her- bert Buchner og Wolfang Miin- ch. (Hljóðritað á tónl. í Aust- urbæjarbíói 2. apríl). a) „Hættu að gráta, hringaná"; íslenzkt þjóðlag. b) ,,L.ysthúskvæði‘‘; íslenzkt þjóðlag. c) Þrjú lög eftir Inga T. Láruss. d) „Máninn líður“ eftir Jón Leifs. e) „í harmarina helgilundum'* eftir Skúla Halldórsson. f) Tvö lög eftir Herbert Hri- berschek. g) „Agneta og hafmeyjarnar" eftir Niels Gade. h) Þrjú sönglög eftir Johannes Brahms. 21.00 Igor Stravinsky: Leifur Þórar- insson talar um tónskáldið og kynnir verk þess; II. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veðurfregni. 22.10 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. HETJUSÖGUR íslenzkt myndablað fyrir börn 8-80 ára HRÓI HÖTTUIt og kappar hans hefti komið í blaðsolur og kostar aðeins 10 krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.